Vísir - 24.09.1977, Blaðsíða 3

Vísir - 24.09.1977, Blaðsíða 3
12 Laugardagur 24. september 1977 VISIR Karin Mannheimer, höfundur Skóladaga. „Ég ákæri", segir Car- in Mannheimer, höfundur myndaf lokksins „Skóla- dagar", um þetta verk sitt. Henni er ekki litiö niðri fyrir þvi hún tekur sér þarna i munn orð Emils Zola, úr snilldar- legri varnargrein hans fyrir hinn franska kaf- tein Dreyfus, sem sak- laus var sendur í fanga- vist á Djöflaeyju. Carin Mannheimer ber þung- an hug til skólakerfisins, eins og kemur raunar fram i þáttunum. Henni er til dæmis ákaflega illa við einkunnagjöf, þvi hún heldur að það leiöi til samkeppni meðal barnanna, sem aftur leiði til þess að þau geti ekki orðið góðir vinir. Skólinn fer ekki beinlinis vel út úr þessum viðskiptum og hún var einusinni spurð að þvi hvort hún héldi i raun og veru að ástandiðværisvona slæmt. ,,Já, ég er alveg sannfærð um það”, svaraði hún. Katarina Camilla „Blómin min bestu”, kallar Höskuldur Skagfjörð kvæöa- þátt sem hann flytur i útvarp- inu kl. 20.25 i kvöld. ,,Ég valdi þetta nafn af þvi að þetta eru allt virkilega róman- tisk ljóö”, sagði Höskuldur við Visi. „betta eru átta kvæði eftir átta skáld tuttugustu aldarinn- ar. Efnið er i stuttu máli um hið fagra lif á jöröinni: blóm, kon- ur, fugla, og ég bind þetla sam- an meö sigildri tónlist. Skáldin eru Hulda, Steinn Steinarr, Þorsteinn Valdimars- son, Davið frá Fagraskógi, Tómas Guðmundsson, Jón frá Ljárskógum, Kristján frá Djúpalæk og Jóhann Jónsson, Snæfellingur Jóhann lést ungur. i Dresden, og hann skildi eftir sig þessa einu bók, sem Tómas gaf út.” —ÓT. Útvarp í kvöld kl. 20.25: segir höfundur Skóladaga Carin á sjálf tvo unglinga á skólaaldri, fjórtán og sautján ára, þannig að hún telur sig tala af nokkurri reynslu. Henni er lika töluvert uppsigað við kennarana: „Það eru öfgamenn til hægri, öfgamenn til vinstri, frjálslyndir, strangir, bliðir og veiklundaðir”. „beir stefna allir að eigin marki og ætlast til þess aö börn- in fylgi þeim eftir. En börnin vita ekkert hverjum þeirra þau eiga að fylgja. Þau ruglast i riminu og tekst ekki að ná sam- bandi við neinn þeirra.” Og annað kvöld sjáum við semsagt meira um álit Carin Mannheimer á skólakerfinu. — ÓT. Stefan Jan t—————— 1 « — ........ Sjónvarp kl. 18.35: Nýr danskur myndaflokkur „Þú átt pabba Elisabet” heitir dönsk sjónvarpsmynd i þrem þátt- um sem hefstkl. 18.35 i kvöld. Hún fjallar um átta ára gamla stúlku sem flytur út á eyju nokkra með föður sinum, þegar foreldrar henn- ar skilja. Móðirin verður hinsvegar eftir i borginni. Þessi þáttur mun ætlaður börnum á öllum aldri. Það er hörð lifsbarátta að vera eskimói: maður fer ekki út I næstu kjörbúð til að leita fanga. Nú er kominn vetur Það er kominn vetur hjá heim- skautaeskimóunum ef þið opnið fyrir sjónvarpið kl. 18.10 i kvöld. Þetta er tveggja þátta fræðslu- mynd og fyrri hlutinn, um sumar hjá heimskautaeskimóum var sýndur siðasta sunnudag. Það eru Netsilikeeskimóarnir í Norður-Kanada sem verið er i heimsókn hjá. Þessi þáttur var á dagskrá sjónvarpsins fyrir nokkrum mánuðum. —ÓT. VISIR Laugardagur 24. september 1977 13 Sjónvarp kl. 20.30: sendur í frí IDave Allen verður á skerminum i kvöld kl. 20.30. Þvi miður er þetta siðasti þátturinn með honumsem viðsjáum ibili, þviaðaf einhverjum orsökum ætlar Sjónvarpið aö senda hann i fri. Þetta fri verður vist einar sex vikur en þá kemur þessi frábæri irski grinisti aftur i heim- sókn. Þessir skemmtiþættir Dave Allen eru með besta efni Sjónvarpsins þessa dagana. Vonandi kemur eitthvað sæmilegt i staðinn. Um Allen persónulega má uppiýsa að hann er Í35ára gamall og fyrrverandi blaðamaður. Hann er mjög stoltur af þjóðerni sinu: „Eg er inn- hverfur úthverfingi”, segir hann. „Þú getur ekki orðið irskari en það.” Um hæfileika sina á sviöinu segir hann: „Það er of mikiðaðbúast við að allir hafi gaman af öllu sem ég segi eða geri. En ég reyni að hafa þetta svo fjölbreytt að allir hafi gaman af einhverju”. Állen hefur feröast viða um lönd, og segir: „Menn nala misjafnan húmor, eftir löndum Brandarar sem menn gráta af hlátri yfir i Astraliu, skiljast kannske ekki einusinni T Danmörku — og öfugt. Grinisti verður þvi að vera ákaflega vel að sér um fólk. Hann verður lika að hafa tilfinningu fyrir þvi. bað er hægt að fá margar tegundir áhorfenda i einni og sömu borginni. Húmoristinn verður þvi að heyra á undirtektunum hvort hann er á réttri leið eða ekki. Ef hann nær ekki i gegn veröur hann að breyta til og reyna „einhvern annan húmor”. —ÓT AfimMi- sjáUrar náthmimiar svikjaengan Mjólk er alhliða fæða, sem við fáum beint úr ríki náttúrunnar. I mjólkinni eru næstum öll næringarefni, sem líkaminn þarfnast, s.s. prótín, nauðsynlegt til vaxtar og viðhalds líkamanum og kalk til myndunar og viðhalds tanna og beina. Mjólkin er auðug af A-, Bi- og B2- vítamínum og inniheldur auk þess nokkuð af D- vítamíni. r Ur mjólk og rjóma eru framleiddar fjölbreyttar afurðir. Súrmjólk, skyr, ýmir, jógúrt, rjómaís, smjör og margar tegundir osta eru meðal þeirra. Mjólk og mjólkurafurðir eru hollar og bragðgóðar- kjarnafæða sem svíkur engan. Mjólk og mjólkurafuiðir- orkulind okkar og heiJsugjaf i Erling Blöndal Bengtsson og Árni Kristjánsson leika saman á selló og píanó, i sjónvarpssal, kl. 21.30 á sunnudagskvöld.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.