Vísir - 09.10.1977, Blaðsíða 10
10
Sunnudagur 9. október 1977 VISIR
HV w sr
Fanný Jónmundsdóttir er hér í itölsku pilsi úr bómullarflaueli frá Ketch.
Peysan er frá frönsku fyrirtæki, em heitir La Squadra. Jakkinn er frá Mar-
git Brandt og er úr riffluðu flaueli, fóðraður með vatnsheldu, þunnu
bómuliarefni. Bómullarklút hefur hún svo um hálsinn.
„Vil vera í einhverju
víðu og þœgilegu"
segir Fanný Jónmundsdóttir í versluninni Fanný
„Ég vil helst vera í ein-
hverju víðu og þægilegu.
Aðalatriðiðer að fötin séu
úr bómull, ull, eða öðrum
náttúruef num," sagði
Fanný Jónmundsdóttir,
eigandi verslananna
Fannýjar og Bazars.
„Það fer dálitið eftir þvi hvað
ég er að gera, hvaða föt ég vel.
Að mörgu leyti finnst mér
frjálslegra aö vera i viðu pilsi en
siöbuxum. Núna eru það við
pils og viðar peysur sem ganga,
en aftur á móti eiga buxurnar að
vera niðþröngar. Svona þröngar
buxur þvinga óneitanlega svo-
litiö hreyfingar.
Ég er að mörgu leyti ánægð
með þessa tisku. Ég er hrifin
af viðum kjólum og viðum, stór-
um peysum, en þær verða að
vera úr ull.”
Stællinn að vera
í sem mestu
,,Nú er stællinn að vera i sem
mestu, helst tvennum, þrennum
peysum, og siðbuxum innan
undir kjólunum. Alls konar
slæður og klútar eru mjög mikið
i tisku. 1 sumar voru klútarnir
hafðir um hárið, en núna eiga
þeir að vera um hálsinn. Það er
minna um langa klúta núna,
þeir eru flestir ferkantaðir.
Meöal þess sem ég hef séð er-
lendis eru stórrósóttir klútar,
sem eru svo stórir að þeir eru
eiginlega sjöl. Þeir eru til dæm-
is notaðir til að binda um mitt-
ið.”
Viö spurðum hvort ekki væri
afskaplega heitt aö vera i svona
mörgum fllkum hverri utan yfir
aðra, eri Fanny sagði að það
væri ekkert fyrir okkur hérna,
þegar stúlkur i Frakklandi og
öðrum suðrænum löndum gætu
notað þessa tisku.
Jarðlitir
Fanny sagði að á sýningum
erlendis bæri mikiö á jarðlitum.
„Annars getur verið að ég taki
helst eftir þeim, þar sem mér
finnst þeir vera fallegastir,”
sagði hún.
„Bleikir og bláir litir koma
fram yfirleitt fjóröa hvert ár, en
þaö er misjafnt hvað þeir selj-
ast. Aðallitirnir núna eru svart,
hvitt og brúnir tónar. Sjálf er ég
alltaf i hvitum og brúnum föt-
um.
Riflað flauel, tvid og flannel
verða helstu efnin i vetur, auk
ullarefnanna, en ullin er linan
hjá okkur. Við verður llka með
tvidjakka og jakka úr rifluðu
flaueli. Pilsin verða mest pliser-
uö og úr rifluðu flaueli.”
Há stígvél með
háum hælum
„Ég geng yfirleitt I stigvélum
og ég vil annað hvort hafa þau
með hrágúmmisólum, eða slétt-
um leðursólum og þau veröa að
vera fóðruð með leðri.
Mér likar best við há stigvél
með háum hælum og geng að-
eins i lægri stlgvélum við sið-
buxur.
Mér finnst þægilegra að vera i
jökkum en frökkum, vegna þess
að ég er svo mikið i bil, en auð-
vitað er maður finni i frakka:
Það er annars eins með yfir-
hafnirnar og aðrar flikur, að ég
vil hafa þær úr bómullarefnum
og i jarðlitunum eingöngu,”
sagði Fanný.
Texti: Sigurveig Jónsdóttir Myndir: Jens Alexandersson
„Bókmenntir eru tvenns konar. Það eru
annars vegar hugmyndir og hins vegar málið.
Að þvi er hugmyndirnar varðar stöndum við
okkur vel. Það hafa komið ný yrkisefni, sem
margir hafa gert mikil og góð skil. Hitt er
auðvitað umdeilanlegra, þvi islenskan er
dálitið erfitt tæki með að fara En ég hugsa að
aldrei hafi verið skrifað betur siðan i fornöld á
islensku en nú, þegar það er metið, sem upp úr
gnæfir”.
Þetta segir Helgi Sæmundsson, ritstjóri, sem
um áratuga skeið hefur verið áhrifamaður i
islensku menningarlifi.
Blaðamenn Visis heimsóttu Helga á
dögunum á skrifstofu hans i Næpunni, og
ræddu við hann um æviferil og störf jafnframt
þvi sem leitað var skoðana hans á mönnum og
málefnum. Helgi hafði frá mörgu að segja, og
við skulum gefa honum orðið:
Yngstur nemenda i
Samvinnuskólanum
„Forfeður minir eru sunn-
lendingar svo langt sem ég kann
að rekja þær ættir, og sjálfsagt
eru þeir það lengra. Ég fluttist
með fjölskyldu minni frá
Stokkseyri til Vestmannaeyja
þegar ég var 15 ára gamall, og
var þar þangað til ég fór I
Samvinnuskólann veturinn 1939-
1940.
Ég gekk i gagnfræðaskóla i
Vestmannaeyjum og var svo
einn vetur i Samvinnu-
skólanum. Það er öll sú skóla-
ganga, sem ég get státað af.
Ég var 19 ára gamall þegar ég
kom i Samvinnuskólann, og var
þá lang yngstur námsmanna
þar. 1 skólanum var fólk
hvaðanæva af landinu og
margir allt að tiu árum eldri en
ég-
Þá var Jónas frá Hriflu skóla-
stjóri Samvinnuskólans. Hann
var merkilegur skólamaður
ekki siður en stjórnmálamaður,
og var þá enn i fullu fjöri, þott
hann væri farinn að eldast.
Hann var ágætur kennari, og
það var athyglisvert, að honum
hafði tekist mjög fljótt að gæða
þennan skóla islenskum svip og
alþjóðlegum anda. Samvinnu-
skólinn hafði það hlutverk að
mennta starfsfólk kaupfélaga
og samvinnuhreyfingar, en
hann var miklu meira — og það
var sérstaklega vegna kennslu
Jónasar.”
Hvorki nasistar
né kommúnistar
fengu inngöngu
„A þessum tima var það skil-
yrði til að fá inngöngu i
Samvinnuskólann, að menn
væru ekki nasistar eöa
kommúnistar. Þetta var i
byrjun striðsins, þegar átökin
fóru harlkiandi. Ungir menn
höfðu verið reknir úr a.m.k.
einum eða tveimur skólum fyrir
sósialisma eða kommúnisma,
og Jónas vildi ekki hafa sllkt.
En það voru nú einhverjir
laumufarþegar um borö, og svo
mikið er vist, að sumir, sem
voru þarna i skólanum, hafa
siðan komið við sögu stjórn-
málabaráttunnar og án þess að
vera framsóknarmenn. í þeim
hópi var t.d. einn af félögum
minum úr Vestmannaeyjum.
Ási i Bæ
Þarna voru einnig ýmsir, sem
siðar urðu mjög harðir sjálf-
stæðismennog hösluðu sé völlá
allt öðru sviði en menntunin gaf
tilefni til, bæði heima i héruðum
og reyndar hér i Reykjavik lika.
Samband Jónasar við okkur
nemendur var á þessum tima
ekki eins mikið og oft áður, bæöi
vegna þess, að hann var mikið á
ferðalögum og eins var hann
farinn að eldast. Samskiptin við
nemendur voru miklu meiri af
hálfu Guðlaugs Rósinkranz,
sem þá var yfirkennari”
Vissi ótrúlegustu
hluti um fólk
„En Jónas bjó i skólanum og
það var alveg ljóst, að hann
fylgdist ákaflega vel með nem-
endum.Og hannþekktitil allra,
hvar sem var á landinu. Hann
hafði afskaplega gott minni, og
það var eins og hann hefði
komið sér upp spjaldskrá, þvi
hann vissi ótrúlegustu hluti,
bæði góöa og illa — og ekki siður
góða — um fólk, sem ekki hafði
verið samvistum við hann.
Þetta stafaði i og með af þvi,
að hann hafði ferðast ákaflega
mikið um landið. Jónas hafði
komið i allar sýslur landsins og
hafði gist hjá fólki á ýmsum
aldri og með ólikar stjórnmála-
skoðanir.
Hann var afskaplega minn-
ugur á fólk, og gat rakið frá
langafa, afa, föður, móður til
þess sem hlut átti að máli.
Þegar ég fór úr Samvinnu-
skólanum ætlaði ég að halda
áfram námi og taka stúdents-
próf norður á Akureyri. En þá
uppgötvaði ég, að gagnfræða-
prófið mitt frá Vestmanna-
eyjum dugði ekki, þvi að skólinn
var ekki fullur þriggja vetra
skóli. Siðan veiktist ég og það
varð ekkert úr frekara skól-
anámi.
Hins vegar var ég við ýmis-
legt sem mætti kannski kalla
sjálfsnám hér i bænum næstu
tvö árin, eða til haustsins 1943
að ég hóf störf sem blaðamaöur
á Alþýðublaðinu, og ilentis.t
þar.”
t blaðamennsku
fyrir tilviljun
„Blaöamennska min
byrjaði fyrir tilviljun. Þaö
vantaði mann i erlendar fréttir I
nokkrar vikur, en á þessum
tima var striðið i fullum gangi
og þvi mikið um fréttir af Ut-
lendum vettvangi. Ég kom
niður á blað eftir hádegi einn
daginn að hitta VSV, sem ég
þekkti, en hann var sunn-
lendingur eins og ég. Stefán
Pétursson var þá ritstjóri, og
hann spurði mig, hvort ég vildi
ekki hlaupa i skarðið fyrir
ágætan mann i nokkra daga eöa
nokkrar vikur. Ég spurði
hvenær ég ætti að byrja, og
hann benti mér á dyr og sagði,
að ég ætti að byrja strax. Ég fór
þá að hlusta á breska útvarpið
og skrifaðisiðan útlendar fréttir
strax þennan dag. Ég var i þvi
starfi nokkra mánuði, og siðan
færðist ég svona smám saman
til milli starfa á blaðinu þar til
ég var svo einn góðan veðurdag
orðinn ritstjóri blaðsins.
Ég hafði svolitið komið nærri
blaðamennsku áður, og fylgst
með henni tilsýndar, en mér
hafði aldrei dottið i hug að
leggja hana fyrir mig. Mér þótti