Vísir - 09.10.1977, Blaðsíða 12

Vísir - 09.10.1977, Blaðsíða 12
12 Sunnudagur 9. október 1977 VISIK hafi verið eins og skák, sem teflist öðruvisi en ætlast er til, þegar sest er við borðið. Sjálfur var ég nú aldrei með- mæltur mikilli samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn, því ég var mótaður af öðrum sjónarmiðum. En það var i raúninni ekkert annað að gera á þessum tima en að fara út i þetta samstarf, m.a. vegna þess, að ef það hefði ekki verið gert, þá hefði tekist samstarf með Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Þar var ekki um að ræða nema annan hvorn þessara tveggja mögu- leika, og sannleikurinn er sá, að reynslan sýnir að samstarf Sjálfstæðisflokksins og Fram- sóknarflokksins gefst ekki vel. Svo er það nú gömul regla i pólitik, að menn reyna að velja þann kostinn, sem er skárri af tveimur, jafnvel þótt hann sé ekki út af fyrir sig nógu góður. Alþýðuflokkurinn orðinn borgaralegur flokkur „Jafnaðarmenn hafa ekki náð hér þeirri stöðu, sem skoðana- bræður þeirra hafa i nágranna- löndunum. — og kannski eru fleiri en ein meginástæða fyrir þvi. Eitt meginatriðið er auðvitað, að Alþýöuflokkurinn hér klofn- aði tiltölulega snemma og illa. Og hann varð ekki eins sterkur verkalýðsflokkur hér eins og á Norðurlöndum, vegna þess að tiltölulega fljótt var höggvið á tengslin milli Alþýðusambands- ins og Alþýðuflokksins. Þetta hafði mikil áhrif. En það, sem er þó að minum dómi aðalatriðið, er að frjáls- lyndir og róttækir kjðsendur hafa ekki trúað þvi, að Alþýðu- flokkurinn vildi þær þjóðfélags- breytingar, sem hann barðist fyrir í upphafi. Hann hefur mót- ast mikið af samvinnu við aðra flokka, og hefur einhvern veg- inn ekki orðið sá sameiningar- flokkur jafnaðarmanna, sem sá flokkur verður að vera sem ætl- ar að verða stór og áhrifamikill eins og Verkalýðsflokkarnir á Norðurlöndunum, i Bretlandi og Þýskalandi. Ég tel að foringjarnir hafi lika breyst. Flokkar draga ákaflega mikið dám af foringjum slnum I fámennum löndum. Það hefur ■ gerst alltof oft, að róttækir menn I Alþýöuflokknum hafa losnað úr tengslum viö hann, og þeir, sem hafa stjórnaö honum og mótað hann síðan á striðsár- unum hafa smám saman gert hann að borgaralegum flokki — flokki, sem hefur viljað breyt- ingar og lagfæringar, en sem þjóðin verður ekki var við, að hafi i hyggju þá gerbreytingu, sem stóð til i upphafi. Að sumu leyti eru þetta auð- vitað breytingar timanna, og þetta gerist nú viða. Sterkur lit- ur fölnar i' of miklu ljósi, og ef ljósið er skakkt þá breytist litur- inn.’ „Það hefur gerst alltof oft, að róttækir menn i Alþýðuflokkn- um hafa losnað úr tengslum við hann...” ,,Á þessum tima var það skil- yrði til að fá inngöngu I Sam- vinnuskólann, aö menn væru ekki nasistar eða kommúnist- ar.... En það voru nú einhverjir laumufarþegar um borð....” Ekkibeitt sér nóg fyrir sameiningu ,,Ég held, að allt tal um að Al- þýðubandalagið hafi tekið við hlutverki Alþýðuflokksins sé rangt. Það sem Alþýðuflokknum hefur mistekist lang mest, er að hann hefur ekki beitt sér fyrir þvi að sameina jafnaðarmenn eins og hann þyrfti að gera. Þessvegna missti hann af þvi fylgi, sem fór til Sósíalista- flokksins og Alþýðubandalags- ins, og lika af hluta af þvi fylgi, sem fór til Samtakanna á sinum tima. Sjálfur er ég þeirrar skoðun- ar, að það þýði ekkert að vera að tala um sameiningu vinstrimanna öðru visi en að Al- þýðubandaiagið sé aðili að þvi. En það er líka tómt mál fyrir Alþýðubandalagið að ætla að sameina vinstri menn nema það fylgi, sem Alþýðuflokkurinn hefur, sé aðili að þvi. Þessir flokkar verða að ná samstarfi ef þetta á að takast. Sameining hefði getað tekist hér eins og i nágrannalöndunum Sjálfur er ég þeirrar skoðunar, að það væru fremur breytt við- horf i utanrikismálum, sem gætu ráðið úrslitum um þetta en viðhorfin heima fyrir. Þær breytingar verða lika sneggri. Þvi er ekki að neita, að þessir verkalýðsflokkar hafa verið að deila um utanrikismál, og kannski jafnvel miklu meira en ástæða var til. Og út frá þvi hef- ih^svo það ólán gerst, að þeir hafa oft á tiðum ekki einu sinni borið gæfu til að starfa saman að þeim málum, sem þeir eru sammála um. Þetta er auðvitað lika sök for- ystumannanna,ogþá er égútaf fyrir sig ekki aö gera upp á milli. Þegar tveir deila þá eiga oft báðir einhverja sök.” Breytt viðhorf i utanrikismálum utan að? ,,Að þvi er varðar breytt við- horf iutanrikismálunum, þá hef ég nú orðiö meiri trú á þvi, að slikar breytingar komi utan að en innan frá. Annars hefur afstaða min til erlendrar hersetu og hernaðar- bandalaga allaf mótast af þvi, að ég hef verið þeirrar skoðun- ar, að við ættum að hafa allt aðra stefnu uppi. Ég tel, að smáþjóð eins og við, sem ekki hefurher, ætti að skipa sér i fylkingu meö þeim þjóðum, sem berjast fyrir afvopnun og gegn vigbúnaöi. Við gætum gegnt hlutverki i þessu efni. Ég bendi t.d. á hvað fordæmi okk- ar I landhelgismálinu hefur ver- ið merkilegt. Sú reynsla sýnir okkur, að smáþjóðirnar geta al- veg eins haft mikil áhrif og stærri þjóðir. Þótt við höfum orðið fyrir vonbrigöum af samtökum eins og Sameinuðu þjóðunum og Þjóðabandalaginu I gamla daga, þá er það staðreynd, að hvergi hefur jafnrétti þjóða komist lengra en á þessum vett- vangi. Ef unnið væri að þessari gömlu stefnu og hún gerð ný á þeim vettvangi, hef ég trú á, að hún bæri árangur. Ég lit svo á, að þessi þriðja leið í utanrikismálum, sem stundumhefurverið talað mikið um og stundum litið siðan á strlðsárunum, hafi aldrei átt meiri rétt á sér en nú. Þær þjóð- ir, sem standa utan við hernaðarbandalögin, eru miklu fleiri og miklu f jölmennari held- ur en hinar þjóðimar. Það er ekki óeðlilegt.að þær þjóðirhafi samstöðu. En svo veit ég ekki nema það geti gerst einn góðan veðurdag, að þeim skilyrðum, sem sett voru fyrir þvi, að við gengum i Sameinuðu þjóðirnar og At- lantshafsbandalagið, verði komið I framkvæmd án þess að við verðum spurðir um. Á það er að líta, að samvinna stórveldanna tveggja, sem eru hryggur- inn i Varsjárbandalaginu ann- ars vegar og Atlantshafsbanda- laginu hins vegar, hefur breyst mjög mikið á siðustu árum. Ef þærtilraunir,sem núerverið að vinna að með slökun og sam- starfi, bera árangur, þá getur farið svo, að einhverjir forystu- menn þessara þjóða segi bara einn góðan veðurdag: eigum við þá að vera að þessari vitleysu? Hitt er svo annað mál, að þessir aðilar allir eiga við að glíma sameiginlegan andstæð- ing, sem er hernaðarstefnan. Jónas frá Hriflu: „Ágætur kennari, og það var athyglisvert aö honum hafði tekist mjög fljótt að gæða þennan skóla is- lenskum svip og alþjóðlegum anda...” Það eruþeir, sem vilja hafa vig- búnað og framleiða vigvélar og morðtæki af þvi að það er mikill og góður „bisness”. „Þetta hefur alltaf verið vikivaki” „Þaö er rétt, að það kom fyrir hér áöur fyrr, að ég var I fram- boði til alþingiskosninga, en það var nú aldrei mikil alvara i þvi. „Ef ég væri ungur nú og mætti ráða breytingum á listamanna- launum, þá myndi ég setja þá skipan á, að öil stærri sveitarfé- lögin hefðu i sinni þjónustu listamann....’” „Ég hef alltaf litið svo á, að eina raunverulega vinstri stjórnin, sem hafi verið við völd hér hafi verið ríkisstjórnin 1934-1937....” Ég var einu sinni i framboði fyrir Alþýðuflokkinn i Arnes- sýlu. Það var nánast ibarnæsku minni, eða 1946. Ég held að baráttan hafi ekki verið mikið illskeyttari þá en nú. Þetta hefuralltaf verið viki- vaki, og borið meira á átcStun- um tilsýndar, en hjá þeim, sem tekið hafa þátt i þessu. Það er hins vegar rétt, að stjórnmálabaráttan hefur breyst, og alveg sérstaklega framboðin. Nú er þetta háð að verulegu leyti i útvarpi og sjón- varpi, og verður þvi öðru visi. Það er svona eins og að kvik- myndaleikur er svolitið öðru visi en að leika á leiksviði. Þvi skal þó ekki neitað, að stjórnmálabaráttan var áður fyrr persónulegri og óvægnari, en ég held að það hafi nú meira verið að þykjast en alvara. Á þessum tima var Jörundur Brynjúlfsson helsti stjórnmála- foringinn á Suðurlandi. Mér þótti afskaplega skritið að vera i framboði á móti Jörundi, þvi ég hafði litið á hann sem „grand oldman”i sunnlenskri pólitfk. Hann var einhver besti funda- maður sem uppi var, og ákaflega sleipur og slyngur stjórnmálamaður. Bjarni á Laugarvatni var lika i fram- boði, en hann var þá að vísu hálfgerður uppreisnarmaður i Framsóknarflokknum. Hann var sterkur og áhrifamikill stjórnmálamaður.” í kappræðum við Sveinbjörn Högnason Svo var ég tvisvar i framboði i Rangárvallasýslu. Þar var Al- þýðuflokkurinn alveg fylgislaus og þvi alveg óhætt aö senda mig þangað. Þar voru lika menn, sem voru mér minnisstæðir. Helgi Jónasson, læknir, sem var þingmaður Rangæinga, var ró- iegur, gætinn, sterkur og per- sónulega vinsæll og mætur mað- ur.Og svo var Ingólfur Jónsson, sem var þá nýkominn á þing, aö leggja undir sig kjördæmiö. Þá var séra Sveinbjörn Högnason mjög áhrifamikill, og hann var langmestur kapp- ræðumaöur, sem uppi var á þeim tima. Ég varð svo frægur að deila einu sinni við hann á fundi. Hann kom á framboðs- fund I Fljótshliðinni árið 1949 til að styöja við bakið á Fram- sóknarflokknum, og það töldu margir, að þessi fundur hefði orðið eins konar einvigi milli okkar Sveinbjörns. Það var auðvitað tómur misskilningur, þvi við vorum m jög mikið sam- mála, eins og við höfðum verið bæði áður og siðar. En samt varð nú þetta viðureign. En ég man, að hann bauð mér heim i kvöldmat á eftir og við sátum saman eins og bestu vinir fram á nótt.” Bókmenntaáhuginn vaknaði i veikindunum „Þegar ég var ungur drengur, og fram eftir aldri, var ég heilsulitill og lá oft langar legur. Það eina, sem ég gat gert mér til afþreyingar langa tima, var að lesa bækur. Þannig vaknaði áhugi minn á bókmenntum. Aður fyrr var ég eiginlega alætá ábækur, en mesthef ég þó lesið islenskar bókmenntir og Norðurlandabókmenntir. Það er frekar erfitt að bera saman stöðuna i íslenskum bók- menntum nú við það sem áður var, vegna þess, að maður veit svo mikið meira um eldri bók- menntirnar, og dómar um sam- timabókmenntir eru alltaf dálit- ið hæpnir. Bókmenntirnar eiga nú i mik- illi samkeppni við fjölmiðla og aðrar listgreinar, en ég held, að efmaður liturá það.sem bester gert — en það gerir maður allt- af, þegar litið er til baka, og á auðvitað einnig að gera, þegar á samtimabókmenntirnar er litið — þá stöndum við okkur vel að minu áliti. Og mér finnst að t.d. i saman- burði við Norðurlandabók- menntir, sem ég fylgdist allvel með á timabili, þurfi islenskar bókmenntir alls ekki að bera neinn kinnroða. Ahugi almennings á bók- menntumoglistumerhér miklu meiri en tiðkast með öðrum þjóðum, og reyndar furðulega mikill. Sumum finnst, að breyt- ingar hafi orðið og t.d. að bók- menntir sett ofan. En þá er á það að lita, að nýjar listgreinar hafa komið til. Við höfum verið að nema þetta á siðustu fjörutiu árum, einsog svo margt annað. Málaralistin, tónlistin, leiklistin hafa tekið her gifurlega miklum framförum. Og sumir, sem skara fram úr i þessum efnum, hefðu sjálfsagt orðið bók- menntamenn i gamla daga, þegar um miklu minna var að velja. Mér finnst, að okkar yngri menn standi sig nokkuð vel. Bókmenntir eru tvenns konár. Það eru annars vegar hug- myndir og hins vegar málið. Að þvi er hugmyndirnar varð- ar stöndum við okkur vel. Það hafa komið ný yrkisefni, sem margir hafa gert mikil og góð skil. Hitt er auðvitað umdeilan- legra, þvi Islenskan er dálitið erfitt tæki með að fara. En ég hugsa, að aldrei hafi verið skrif- að betur siðan I fornöld á Is- lensku en nú, þegar það er met- ið, sem upp úr gnæfir.” Óhugsandi að vera rit- höfundur i tómstundum „En það, sem ég tel einna helst ábótavant, er að þrátt fyrir mikla og aukna almenna menntun hafa vinnubrögð rit- höfundanna ekki tekið eins mik- um framförum og maður skyldi ætla. Það held ég að stafi I og með af vinnuskilyrðunum. Nú er alveg óhugsandi að vera rithöf- undur itómstundun einsog hægt var að vera t.d. ljótskáld fyrir 50 eða 100 árum. Og ef litið er á þá fyrirgreiðslu, sem Islenskir rithöfundar fá, er alveg ljóst að hún er alltof lítil. „Mesta atómskáid sem uppi hefur verið á tsiandi og Norður- löndum var Egill Skallagrims- son..„” VIÐTAL: ELÍAS SNÆLAND JONSSON MYNDIR: EINAR GUNNAR EINARSSON .. " "a—111 ..................... .1

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.