Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 1

Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 1
VERKFALL STARFSMANNA RÍKIS OG SVEITARFELAGA HÓFST I NÓn Of/ þjónusta hins opinbera hefur lamast n Opnaði þennan skókt sjálfur" sagði Guðni Guðmundsson rektor MR í morgun „Ég opnaði nii þennan skóia sjálfur i morgun og hér er haldið uppi fullri kennslu,” sagði Guðni Guðmundsson, rektor Menntaskólans i Eeykjavik, þegar Visir náði tali af honum i morgun. Guöni sagði að nemendur hefðu langflestir verið komnir á réttum tima, enda byggju flestir ekki fjarri skólanum. Ætlunin væri að halda kennslu áfram enda væru kennarar skólans ekki i verkfalli. Hiísverðiri skólum sem öðr- um opinberum stofnunum eiga aðeins að sinna eigna- vörslu og eftirliti en ekki öðr- um störfum. Mega þeir ekki stuðla að þvi að nemendur og kennarar komist inn með þvi að opna húsin. Ekki mun hafa verið kennt i öllum framhaldsskólum i morgun, en þó er blaðinu kunnugt um að kennsla var i Menntaskólanum við Hamra- hlið. Þá fór kennsla fram með venjulegum hætti i Háskólan- um. —SG ,,Framkvæmd verk- fallsins hefur gengið mjög vel, og ekki er um að ræða umtalsverð frá- vik frá því, sem ákveðið var", sagði Haraldur Steinþórsson, fram- kvæmdarstjóri Banda- lags starfsmanna ríkis og bæja, í viðtali við Vísi í morgun. A skrifstofu bandalagsins var fólk að störfum i alla nótt. For- ystumenn bandalagsins, starfs- menn og verkfallsnefnd höfðu þar yfirstjórn verkfallsmálanna með höndum og leystu úr vandamálum, sem upp komu. Þau mál voru þó ekki meiri- háttar, að sögn Haralds. Verkfallsnefnd BSRB var siðan komin saman til fundar á ný i morgun. Eins eru verkfalls- nefndir starfandi i einstökum bandalagsfélögum. Gunnar Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Starfsmanna- félags rikisstofnana, sem er stærsta félagið innan BSRB, sagði i morgun, að stjórn og trúnaðarráð félagsins kæmi saman til fundar kl. 14 i dag á Hótel Esju til að ræða fram- kvæmd verkfallsins. Það eru hátt i þrettán þúsund starfsmenn rikis og sveitar- félaga, sem nú eru komnir i verkfall, og við það stöðvast margvisleg þjónusta hins opin- bera alveg, en önnur starfsemi minnkar i flestum tilfellum um- talsvert. Sem dæmi um þjónustu, sem stöðvast alveg má nefna út- sendingar sjónvarps, póstþjón- ustu, strætisvagnaferðir, kennslu i grunnskólum landsins, rekstur dagheimila og leik- skóla, sem ekki eru reknir i tengslum við stofnanir svo sem sjúkrahús, G jaldheim tan , skattstofur og fleiri stofnanir. Ýmsar stofnanir og skrif- stofur hins opinbera lamast að hluta til, þar sem á mörgum stöðum starfa einungis yfir- menn stofnananna, og þeir starfsmenn þeirra sem eru félagar i Bandalagi háskóla- manna. Hjúkrunarstofnanir og vist- heimili, sem starfa allan sólar- hringinn, halda uppi nauðsyn- legri heilsugæslu, þótt ekki hafi i nótt legið fyrir listi 'yfir þá starfsmenn sjúkrahúsanna sem starfa eiga áfram. Sömuleiðis verður haldið uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á vegum lögreglunnar, slökkvi- liðsins, tollgæslunnar, land- helgisgæslunnar, simans, raf- veitna, hitaveitna, veðurstof- unnar og rikisutvarpsins, sem mun útvarpa á veðurfregnatim- um. Starfsemi þessara aðila mið- ast hins vegar aðeins við nauð- synlega öryggisþjónustu, og öll sú þjónusta þeirra, sem ekki telst til slikrar öryggisþjónustu, fellur niður. —ESJ Lögreglumenn könnuðu skilríki þeirra, sem komu að hliði Keflavíkurf lugvallar í morgun og hafði um tveggja kílómetra löng biðröð myndast þar um tíuleytið, þegar Ijósmyndari Vísis í Keflavík tók þar þessa mynd TVEGGJA KILOMETRA BIÐRÖÐ VIÐ HLIÐIÐ Allt strand er reglum var framfylgt á Keflavíkurflugvelli í morgun Starfsfólk fjölmargra fyrirtækja á Keflavíkur- flugvelli komst ekki til starfa sinna í morgun, þar sem hliðverðir hleyptu fólki ekki inn á flugvallarsvæðið nema það hefði gilt vegabréf. Þessi takmörkun á að- gangi að svæðinu hefur ekki verið viðhöf ð áður og eru þvi margir sem ekki hafa athugað að endur- nýja vegabréf sín eða verða sér úti um ný. Meðal þeirra sem ekki komust til starfa voru margir starfsmenn olíu- félaganna, Flugleiða og fleiri íslenskra fyrir- tækja á f lugvellinum. Við þetta myndaðist meira en tveggja km. löng biðröð við hliðið. — SJ Ung kona fannst hengd í tré — 4 menn yfirheyrðir Ung kona, fædd 1949, fannst hengd i tré I garði við Baróns- stig snemma i morgun. Þegar Visir hafði samband við Rannsóknarlögreglu ríkisins laust fyrir há- degi var ekki ljóst hvernig dauða hennar bar að. í næsta húsi við höfðu fjórir menn set- ið að drykkju og á að yfirheyra þá vegna þessa máis i dag. — EA

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.