Vísir - 11.10.1977, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 11. október 1977. VISIR
Greenwood
blœs til
stórsóknor
— í von um stórsigur Englands gegn
Luxemborg annað kvöld
Ron Greenwood, einvaldur
enska landsliðsins i knattspyrnu,
valdi þá ellefu leikmenn sem
hefja leikinn gegn Luxemborg i
undankeppni heimsmeistara-
STAÐAN
Staðan i 1. deild tslandsmótsins
i handknattleik eftir leiki helgar-
innar er nú þessi:
KR-Valur 17:19
Armann-Vikingur 12:24
Valur-Vikingur 18-19
Vikingur
FH
Valur
Haukar
IR
Fram
KR
Árm = nn
2200 43:30 4
1 1 0 0 21:19 2
2101 37:36 2
2010 39:39 2
1010 18:18 1
2011 40:42 1
1001 17:19 0
1001 12:24 0
Markhæstu leikmenn eru þessir:
Ölafur Einarsson Vikingi
Jón Karlsson Val 13(9)
Viggó Sigurðsson Vikingi
Elias Jónasson Haukum 10
Staðan i Reykjavikurmótinu i
körfuknattleik er nú þessi:
1S
KR
Valur
Érmann
Fram
IR
0 191:136 4
0 150:129 4
1 227:206 2
2 229:226 2
2 240:253 2
3 178:265 0
kepkninnar annað kvöld áður en
liöið hélt frá London til Luxem-
borgar i gærkvöldi. Greenwood
valdi liðsuppstillinguna 3 — 4 — 3 I
von um að leikmönnum hans tak-
ist að skora mörg mörk og öðlast
þar með smámöguleika gegn ttöl-
um sem enska liöiö hefur þegar
tapað fyrir. En staða ttaliu I riðl-
inum er nú langbest.
Þannig verður enska liðið skip-
að sem á að hefja leikinn annað
kvöld: Ray Clemence, Liverpool,
Emlyn Huges, Liverpool, Dave
Watson, Man. City, Trevor
Cherry, Leeds, Terry McDer-
mott, Liverpool, Ray Wilkins,
Chelsea, Ian Callaghan, Liver-
pool, Ray Kennedy, Liverpool,
Trevor Francis, Birmingham,
Paul Mariner, Ipswich og Gordon
Hill, Man. Utd.
Eins og sést á þessari liðsupp-
stillingu þá eru fimm leikmenn i
liðinu úr Liverpool og greinilegt
að Greenwood ætlar að byggja i
kringum kjarnann úr liði Eng-
landsmeistaranna.
Greenwood sagði áður en hann
hélt af stað til Luxemborgar að
þessi leikaðferð gæfi liðinu mögu-
leika á að leika eins og svo margir
knattspynuáhugamenn vildu —
með fimm menn frammi, en sú
leikaðferð kæmu upp i hvert
skipti sem tveir af fjórum mið-
vallarleikmönnum tækju þátt i
sókninni eins og dagsskipunin
yrði.
Fyrri leik þjóðanna i riðlinum
sem leikinn var á Wembley leik-
vanginum i Lundúnum, lauk með
sigri enska liðsins sem skoraði
fimm mörk gegn engu.
— BB
Tíu milljónir
fyrir sigurinn
Ástralski golfleikarinn Graham
March bar sigur úr býtum I „Col-
gate-Palmolate” golfkeppninni
sem fram fór i Englandi um helg-
ina, en hér er um að ræða eina
stærstu keppni sem fram fer þar
scm holukeppnisfyrirkoinulag er
viðhaft, og er boðiö til keppninnar
16 frægum golfleikurum.
I úrslitum keppti March gegn
Bandarikjamanninum Ray
Floyd, og sigraði hann örugglega,
átti 5 holur unnar þegar fjórar
voru eftir. 1 þriðja sæti varð svo
Spánverjinn Severeano Balle-
steros.
Fyrir sigur sinn i keppninni
hlaut Graham March rúmlega 10
milljónir islenskra króna, svo
hann hefur haft dágott timakaup
þá daga sem keppnin stóö yfir.
gk-.
Handbolti í kvöld!
Tveir leikir fara fram I 1. deild
íslandsmótsins i handknattleik,
og hefst sá fyrri I Laugardalshöll-
inni kl. 20.
Fyrri leikurinn er lcikur nýlið-
anna I deildinni Ármanns, en
mótherjar þeirra I kvöld eru FH-
ingar sem ættu eftir öllum sólar-
merkjum aö sigra.
Síðari leikurinn er á milli KR og
1R. Sá leikur sýnist manni að geti
oröið mjög jafn og spennandi, og
vfst er að mikiö er i húfi að ná
stigum úr þeirri viðureign.
Liö Göppingen, liðið sem Gunnar leikur með f 1. deild i v-þýska handboltans eins og það er skipað i dag. Aftari röð
frá vinstri: Horst Singer, þjálfari, Bucher, Bressmer, Böbel, Dom, Weiss, Muller, Gunnar Einarsson, Weissinger,
Sclioblcr og Heiner Wahl, aðstoðarþjálfari. Fremri röð frá vinstri: Redlinger, Dummcl, Finkbeiner, Jaschke,
Suffle, Zehner og Bodmer. •
Gunnar Einarsson skrifar frá V- þýskalandi:
Nýr markakóngur í
v- ýska landsliðið
í knattspyrnu
Og er sagt að hann sé sambland af Gerd Muller og Uwe Sehler
Göppingen 2.20.1977
Frá Gunnari Einarssyni:
Eiiú leikurinn sem Schalke 04
hcfur tapað í Bundesligu knattspyrn-
unnar hér I V-Þýskalandi var á móti
Bayern Munchen, en þá voru lcik-
menn Schalke heldur betur teknir í
kennslustund og þeir töpuðu 1:7, en i
lið Schalke vantaði helsta marka-
skorara þeirra, Klaus Fischer, sem
var meiddur á hné. Má segja að
Bayern hafi í þessum leik hefnt fyrir
siðustu viðureign liðanna, en þá sigr-
aði Schalke 6:0.
í næsta leik Schalke eftir ósigurinn
gegn Baycrn mættu þeir Braun-
schweig og unnu 1:0. Munaöi miklu
aö Fischer var nú aftur með, og
skoraöi hann eina mark leiksins.
Eins og kunnugt er tók Fischer
þessi viö stöðu Gerd Muller f v-þýska
landsliöinu eftir aö sá siðarnefndi
gaf ekki kost á sér Icngur. Sagter um
,Fischer aö hann sé nokkurs konar
sambland af Gerd MuIIer og Uwe
Sehler (einn frægast markaskorari
V-Þjóðverja hér áður fyrr)'.
Það tók Fischer þó langan tima aö
komast i landsliðiö, þóað hann væri
margbúinn að sanna að hann væri
. besti framvörður þeirra Þjóðvcrja.
Þessi bið stafaði af þvi að Fischer
. var einn þeirra sem þágu mútur hér
um árið (svokallaður Schalke skand-
al).
í 10. umferð Bundesligunnar voru
skoruð 32 mörk i 9 leikjum. Ahorf-
endur að þessum leikjum voru alls
277 þúsund eða rúmlega 30 þúsund á
meöaltali á leik.
Sagnir herma nú að Gerd Muller og
Sepp Mayer markvörður séu komnir
i samband við bandariska liðið
Cosmos, en þar leikur sem kunnugt
er félagi þeirra Franz Beckenhauer.
Er I þcssu sambandi talað um geysi-
liáar upphæðir ef þeir Muller og
Mayer færu einnig til Bandarikj-
anna. Einnig hefur verið rætt um aö
bandarisk lið séu á höttunum eftir
fleiri leikinönnum, og hafa þeir
Gunther Netzer og Wolfgang Ower-
ath verið nefndir aðallega I þvi sam-
bandi.
Gunnar Einarsson
Vallarmet ó Hornafirði
— fr þar fór fram síðasta opna golfmót sumarsins
,,Ég held aö það megi segja að þetta
liafi verið myndarlegt mót,” sagði Jón
Júl. Sigurðsson, formaður kappleikja-
nefndar Golfklúbbs Hornarfjarðar, en á
velli þeirra Hornfiröinga fór fram um
helgina siöasta opna golfmót sumarsins.
Keppt var bæði i karla- og kvennaflokki,
með og án forgjafar.
1 karlaflokki án forgjafar sigraöi
Knútur Björnsson GK á 154 höggum, en
fyrri daginn setti hann nýtt vallarmet
þegar hann lék 9 holurnar á 71 höggi.
Annar i keppninni varð Eyþór
Kristjánsson NK á 158 höggum og Gunn-
laugur Jóhannsson NK varð þriðji á
sama höggafjölda. Eyþór sigraði i
bráðabana milli þeirra um 2. sætið.
Kjartan Arnason GHH (Golfklúbbi
Hornafjarðar) bar sigur úr býtum i
keppninni með forgjöf, var á 127 högg-
um nettó, annar.varð Hermann Erlings-
son GHH á 130 höggum og þriðji Magnús
Stefánsson NK á 131. Hornfirðingar áttu
siðan þrjá næstu menn.
1 kvennaflokki varð Rósa Þorsteins-
dóttir GHH hlutskörpust án forgjafar,
lék á 197 höggum. Reyndar var Herdis
Sigurðardóttir GR á sama höggafjölda,
en Rósa sigraði i bráðabana.
Þær urðu einnig jafnar i forgjafar-
keppninni á 151 höggi nettó.
Talsverð gróska er i golfinu hjá þeim
Hornfirðingum og þar leika menn nær
allan ársins hring á hinum skemmtilega
velli sinum á Silfurnesi.
— gk.
13
vism Þriðjudagur 11. október
1977.
íslenska landsiiðið í
borðtennis mátti gera sér
að góðu að hafna í neðsta
sætinu í Norðurlandamót-
inu sem fram fór í Svíþjóð
um helgina, og greinilegt
er að okkar menn eiga
langt í land með að geta
veitt hinum Norðurlanda-
þjóðunum einhverja
keppni i þessari íþrótta-
grein.
Allir leikir Islands i liðakeppn-
inni töpuðust 0:5, en þar urðu Svi-
ar að sjálfsögðu sigurvegarar.
Danir i öðru sæti, en siðan komu
Finnar, Norðmenn og Islending-
ar. 1 einstaklingskeppninni töp-
uðu allir islensku keppendurnir i
1. umferð.
Stefán Konráðsson tapaði 10:21-
14:21 og 17:21 fyrir Svianum
Bredesen, Ragnar Ragnarssson
tapaði fyrir Norðmanninum
Norðdahl 14:21 — 14:21 og 16:21.
Tómas Guðjónsson tapaði fyrir
Finnanum Hoppanen með 19:21,
13:21 og 11:21, Kristján Magnús-
son tapaði fyrir sinum manni 9:21
— 20:22 og 10:21 og Hjálmtýr Haf-
steinsson tapaöi fyrir Svianum
Konqwist með 7:21 — 12:21 og
12:21.
Sviinn Ulf Thorsel varð NM-
meistari: Hann sigraði Ulf Kon-
qwist i úrslitum. Tapaöi að visu I siðan þrjár i röð.
tveimur fyrstu lotunum, en vann
KYNNISFERÐ TIL
CFNAHAGSBANDALAGSINS
J
ísland tapaði öllum leikjunum!
— Og hafnaði í neðsta sœtinu ó Norðurlandamótinu í borðtennis sem fram fór í Svíþjóð um helgina
gk-.
Léttar -
meðfærilegar
viöhaldslitlar
VATNSI
DÆLUR
Ö Þ. ÞORGRÍMSSI
Armúla 16 ■ Reykjavík
js/
slipivelar vibratorar sagarblöö steypusagir
Þjöppur
u
bindivírsrúllur
Dagana 19.-21. október nk. efnir Vísir til kynnisferðar fyrir
menn úr íslensku viðskiptalifi, stjórnsýslu og aðra áhugamenn
til höfuðstöðva Efnahagsbandalags Evrópu í Briissel.
%
Samskipti íslendinga við Efna-
hagsbandalagið og aðildarlönd
þess hafa sivaxandi þýðingu fyrir
íslendinga, og við þvi má búast, að
þessi samskipti aukist enn á næstu
árum. Á sl. ári fór t.d. yfir 30% af
útflutningi okkar til Efnahags-
bandalagslandanna, og við fengum
vel yfir 40% af innflutningi okkar
frá þessum löndum.
Með kynnisferðinni til skrifstofu
Efnahagsbandalagsins i Brussel
vill Visir i samvinnu við upp-
lýsingadeild bandalagsins gefa
mönnum kost á að afla sér
sembestrar þekkingar um málefni
bandalagsins og samskipti ís-
lendinga við það.
Lagt verður upp i ferðina 19. október, en 20. og 21. október verða
fundir með embættismönnum Efnahagsbandalagsins. Á
fundunum verður m.a. rætt almennt um Efnahagsbandalagið,
samskipti íslands og Efnahagsbandalagsins, fiskveiðistefnuna
og stefnu bandalagsins i viðskiptamálefnum og varðandi sam-
keppnisfrelsi.
Fargjald fyrir ferðina Keflavik — Brussel — Keflavik er kr.
58.340 + kr. 1.500 i brottfararskatt, og er þá miðað við 8-21
dags fargjald og, að farið sé um London. Þátttakendur eru
ekki bundnir við að verða samferða heim, svo að þeir geta einn-
ig hagnýtt ferðina til annarra erinda erlendis. Gisting er ekki
innifalin i framangreindu verði.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku i ferðinni gjöri svo vel að leita
nánari upplýsinga og láta skrá sig i sima 86611 sem allra fyrst,
þvi að takmarka verður þátttakendafjölda.