Vísir - 10.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 10.03.1978, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. mars 1978 3 Nú vilja Nígeríumenn kaupa skreið til þess að koma i veg fyrir svartamarkaðsbrask „Horfurnar á skreiðarsölu til Nigeriu hafa breyst talsvert undanfarið og er nokkru bjartara fram- undan nú en áður,” sagði Bjarni V. Magnússon, fram- kvæmdastjóri íslensku umboðssölunnar, i samtali við Visi i morg- un. Bjarni sagöi aö eftir siöustu viðræður þeirra viö Nigeriu- menn heföi komiö fram áhugi þeirra að kaupa verulegt magn af skreið bæði af Norömönnum og Islendingum. Reiknað væri með því að endanleg ákvörðun um það yrði tekin rétt fyrir páska. „Með þessum innflutningi”, sagði Bjarni, „eftir þvi sem em- bættismenn i Nigeriu segja, hyggjast þeir koma i veg fyrir svartamarkaösbrask meö skreið,en verð á skreið á svört- um markaöi i Nigeriu er nU mjög hátt.” —KS. Fjölmenni var á fundi Kaupmannasamtakanna að Hótel Sögu í gær. Vísismynd: JA, Kaupmannasamtök íslands gagnrýna framkvœmd gengisbreytinga: „STÓRFELLD EIGNAUPPTAKA Á VÖRUBIRGÐUM VERSLANA" Aðalfundur Kaup- mannasamtaka íslands, sem haldinn var i gær, samþykkti að mótmæla „harðlega þeirri ákvörðun stjórnvalda að lækka verslunarálagn- ingu i smásölu samfara siðustu gengisfellingu.” t ályktun fundarins segir að með „ákvörðun þessari séu virt að vettugi staðfest rök opinberra embættismanna og stofnana um stöðu verslunarinnar á siðast liðnu ári.” Fundurinn benti ennfremur á ,,að með siendurteknum gengis- fellfngum hefur átt sér stað stór- felld eignaupptaka á vörubirgð- um verslana i landinu, sem bygg- ist á þvi að bannað hefur verið að hækka vörubirgðir til samræmis við hækkað innkaupsverð”. A aðalfundingum voru gerðar ýmsar aðrar ályktanir um mál- efni verslunarinnar. M.a. var lögð áhersla á að væntanlegt frumvarp til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti verði afgreitt sem lög á yfirstandandi þingi. Stjón- völd voru hvött til að setja lög um lánasjóð verslunarinnar, og þeim tilmælum var beint til ríkisstjórn- arinnar, að verslunin fái nú þegar „endurgreiddan þann mikla kostnað, sem hún leggur af mörk- um vegna innheimtu söluskatts”. Var á það bent, að kostnaður 1 verslunarinnar við innheimtu söluskatts hefði stóraukist i tið núverandi rikisstjórnar. A fundinum voru fluttar ýmsar skýrslur um störf samtakanna á liðnu ári/)g skyldra stofnana svo sem Verslunarbanka tslands og Lifeyrissjóðs verslunarmanna. Þá fór fram stjórnarkjör, og var Gunnar Snorrason endurkjörinn formaður. _ ESJ. Þyngdi refsinguna í 12 ára fangelsi Hæstiréttur kvað upp dóm i máli ákæru- valdsins gegn Alberti Ragnarssyni og Krist- mundi Sigurðssyni i gær og var dómurinn yfir Kristmundi þyngd- ur úr 8 ára fangelsi i 12 ár Þeir voru ákærðir fyrir að hafa orðið Guð- jóni Atla Árnasyni að bana aðfaranótt 6. júli 1976 i malargryfjum við Fifuhvammsveg i Kópavogi. Albert Ragnarsson var dæmdur i 8 ára fangelsi en Kristmundur Sigurðsson var dæmdur i 12ára fangelsi. Segir i dómi Hæstaréttar að staðfesta beri ákvörðun héraðsdóms um refsingu Alberts, eigi sé heimilt að dæma honum þyngri refsingu en 8 ára fangelsi, þar sem hann var undir 18 ára aldri þegar hann framdi brot sitt. Krist- mundur var nýlega orðinn 18 ára þegar hann framdi brot sitt og þvi þyki hæfileg refsing hon- um til handa 12 ára fangelsi. Gæsluvarðhaldsvist beggja kemur til frádráttar refsingu. —KP. Erum að taka upp mikið af nýjum og fallegum vörum: Hvitir og hondmálaðir blómapottar, styttur, handskorinn og litaður Bœheimskristall. — Verðið er einstaklega hagstœtt IEU li- KBISUII Laugavegi 15 Sími 14320 Nýjar vörur, fallegar vörur VÍSIR-SMÁAUGLÝSINGAR Móttaka smáauglýsinga er til kl. 10 í kvöld. -y;- AEG. TELEFUNKEN LITASJÓNVARPSTÆKI. DREGID 20. APRÍL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.