Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 1
VÍSIR EINMANA HJARTA „Einmana hjarta” eöa „The heart is a lonely hunter” nefnist kvikinyndin sem sýnd verður i sjónvarpinu á laugardagskvöldið. Kvikmyndin er byggð á sögu Car- son McCuller og fær tvær og hálfa stjörnu i kvikmyndahandbókinni okkar. Sagan greinir fra daufdumbum manni, John Singer. Hann annast um vangefinn heyrnleysingja, sem gerist brotlegur við lög. Eftir það er hann sendur á geðveikra- hæli. Singer reynir að hefja nýtt lif, eftir þennan missi. Hann reynir að sigrast á einmanaleikanum og flyst búferlum til að geta búið sem næst hælinu. Alan Arkin leikur Singer og skilar sinu vel, með annað aðal- hlutverkið fer Sandra Locke. Kvikmyndin er frá árinu 1968 og þýðinguna gerði Óskar Ingimars- son. —JEG „Teboð" ó laugardaginn kl. 21.35: Skemmtana- lífið fyrir Það var glatt á hjalla í Teboöi Sigmars B. Haukssonar þegar við litum þar inn. Hér skála þeir Alfreö Clausen og Bragi Hlfðberg i tei. Visismynd: — JEG 30 árum Vissiröu það aö einu sinni var haldið happdrætti á dunsleik i Mjóikurstööinni, þar sem i boði var vinningur að verðmæti 100 isl. kr? Já það var i þá daga þegar krónan okkar var einnar krónu virði. Það var þá þegar Mando- linhljómsveit Itcykjavikur lék fyrir dansi i Sjálfstæðishúsinu og vel að merkja ekki samkvæmis- klæðnaður á dansiballinu. En hvernig var skemmtanalifið hér eftir strið? Til að fá svar við þeirri spurningu blaðaði Sigmar B. Hauksson i gegnum nokkur dagblöð frá þessum árum. En hann lét sér það ekki nægja held- ur bauð tveim valinkunnum skemmtikröftum eftirstriðsár- anna til tedrykkju i húsinu við Skúlagötu. Þeir sem lögðu leið sina niður i útvarpshúsið til að rifja upp gamlar minningar voru Alfreð Clausen, söngvari og Bragi Hliðberg harmonikkuleikari. „1 Teboði” i kvöld ræðum við um skemmtanalifið eftir strið, sagði Sigmar B. Hauksson i sam- tali við Visi. „Ég er ekki fjarri þvi að álfta að á þessum árum hafi skemmtanalifið verið fjörugra en i dag. Á árunum eftir strið var mikil djassáhugi og höfðu áhang- endur hans sinn samastað sem var Breiðfirðingabúð. Gamanvis- ur voru kyrjaðar af fjölda fólks, enda blómaskeið reviunnar. Á þessum árum var það mun al- gengara en nú að leikarar kæmu fram á almennum skemmtunum. Á þessum tima virðist hafa ver- ið töiuvert af skemmtistöðum i borginni og dansað var af fullum krafti, sagði Sigmar að lokum. Þáttur Sigmars „Teboð” er á dagskrá útvarpsins klukkan 21.35 á laugardagskvöldið. —JEG Föstudagur 17. mars 7.00 Morgunútvarp 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veöurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: „Reynt að gleyma’’ eftir Alene Cor- liss Axel Thorsteinson les þýöingu sina (8). 15.00 Miðdegistónleikar 15.45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veöurfregnir). 16.20 Popp 17.30 Otvarpssaga barnanna: „Dóra” eftir Kagnheiði Jónsdótlur Sigrún Guöjóns- dóttir les (17). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Viðfangsefni þjóðfélags- fræða Ingibjörg Guömunds- dóttir þjóðfélagsfræöingur flytur erindi um öldrunar- félagsfræði. 20.00 Frá óperutónleikum Sinfóniuhljömsveitar Is- lands og Karlakórs Revkja- víkuri Háskólabiói kvöldið áður. 20.50 Gestagluggi Hulda Val- týsdóttir stjórnar þætti um listir og menningarmál. 21.40 Ballettmúsik úr óperunni „Céphale et Procris” eftir André Grétry 21.55 Smásaga: „Balliö áGili” eftir Þorleif B. Þorgrimsson Jóhanna Hjaltalin les. 22.20 Lestur Passiusálma Kjartan Jónsson guðfræöi- nemi les 45. sálm 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Afangar 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. T Föst udagui’ 17. mars 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Lundinn og vargurinn (L) Kanadisk heimilda- mynd. A eyju nokkurri und- an strönd Nýfundnalands er einhver mesta lundabyggð Ameriku. Lifsbarátta lund- ans harðnar með hverju ár- inu vegna vaxandi fjölda máva, sem verpa á sömu slóðum. Þýðandi og þulur Eiður Guðnason. 21.00 Kastljós (L) Þáttur um innlend málefni. Umsjónar- maður Helgi E. Helgason. 22.00 Þriðja atlagan (Harmadik nekifutás) Ung- versk biómynd. Leikstjóri Peter Bacsó. Aðalhlutverk István Avar. István Jukas stjórnar stórri verksmiðju. Hann var áður logsuðumaö- ur en hefur komist vei áfram. Vegna óánægju seg- ir hann upp starfi sinu og reynir aö taka upp fyrri störf. Þýðandi Hjalti Krist- geirsson. 23.30 Dagskrárlok.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.