Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 17.03.1978, Blaðsíða 3
14 Föstudagur 17. mars 1978 vism Nú vill Marla Johansson ekkert með Skottu hafa. Hér er hún i hlutverki sinu i leikriti Brecht. Tvöandlitsem flest börn á Norðurlöndunum þekkja, hundurinn Batsiman og Skotta. Þá fer þeim að fækka, þáttun- um um krakkana á Saltkráku. Fyrir nokkrum vikum birtum við myndi.r og greinar um þessa krakka og sögðum frá þvi hvað þau gerðu nú 15 árum eftir upp- tökurnar. Siðan þá hefur okkur tekist að ná I myndir af þrem leikurunum eins og þau lita út nú. Já, það hefur orðið breyting, fæst myndum við þekkja þau aft- ur og það sem meira er fæst þckkja þau hvort annað nú leng- ur. Til gamans má geta þess að Melin þekkti næstum ekki hann Palla litla bróður sinn þegar hún hitti hann úti a götu fyrir stuttu. Nú er hún gift (ekki samt jöla- sveininum úr siðasta þætti) og tveggja barna móðir. En hvað skyldi hafa orðið af Skottu? Jú hún lét sig hverfa, vildi hvorki heyra né sjá blaða- menn eða ljósmyndara. Það tók nefnilega tima sinn fyrir Mariu Johansson að losna við Skottu- nafnið, en hún hafði ekki nokkra löngun til þess að vera kölluð Skottaframeftiröllum aldri. Hún fékk oft að heyra hina frægu setn- ingu sina „Farbror Melker, veetduuuvaaa?? ?”. I dag lifa þessi „börn” i sætum minningum um' þá daga þegár þau voru miðdepill Sviþjóðar. Hvar sem þau gengu um götu snéri fólk sér við og benti. Salt- krákukrakkarnir höfðu gaman af þessu i ákveðinn tima en að lok- um urðu þau þreytt og vildu fá frið. Hann hafa þau fengið þar til nú að Saltkráka er endursýnd um öll Norðurlönd. Þá fóru blaðamenn aftur á stjá og vildu vitahvernig Saltkrákuleikararnir litu út nú. En þeim varð ekki káp- an úr þvi klæðinu. Fæst vildu leikararnir tala við blaðamenn. Arin á Saltkráku voru liðin —■ minningarnar voru einar eftir. —JEG. Pelle— þ.e.a.s. Stephen Lindholm— er nú sölumaður i Stokkholmi.. Saltkrákukrakkarnir: Þekkti ekki „bróður" sinn aftur eftir 15 ár AEC - TELEFVHKEH LITSJÓNVARPS- TÆKI 26 Fyrir rúmlcga 10 árum settu AEG TELEFUNKEN verk- siniðjurnar á markaðinn fyrstu PAL litsjónvarpstækin en þá liófust litsendingar eftir þvi kerfi i Vestur Þýskalandi. Sfðan hafa yfir 40 lönd með yfir 700 milljón ibúa tekið TELEFUN- KEN PAL KEBFIÐ i iiotkun. íslensk yfirvöld tóku einnig þá skvnsamlegu ákvöröun að velja PAL KERFIÐ FRÁ TÉLEFUNKEN fyrir islendinga. Allir framleiðendur PAL LITSJÓNVARPSTÆKJA framleiða ta’ki sin undir einkaleyfi TELEFUNKEN og greiða þeim einkaleyfisgjöld. er vmningurinn að verðmœti kr. 485.000.- + TELEFUNKEN er eina fyrirtækið sem framleiðir litsjón- varpstæki sin með 100% einingarkerfi, sem einfaldar og flýtir viðgerðu m. BRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 .\\V Sími 86611 Opið virka daga til kl. 22.00 Laugardaga kl. 10-15 Sunnudaga kl. 18-22. VÍSIR ... og Marlin stórasystir — Louise Friberg — er nú gift og tveggja barna móðir. Palli, Malin og Melker frændi eins og þau litu út 1963, þegar fyrstu þættirnir voru teknir upp. 15 vism Föstudagur 17. mars 1978 UR „ÞROUNARSÖGU ## KAMELÍUFRUARINNAR Að kveldi sunnudags sýnir sjónvarpið siöari hluta bresku sjónvarpsmyndarinnar um Kameliufrúna. Fyrir viku slðan kynntum við þessa vinsælu sögu Dumas yngra. Þá sögðum við frá þvi að saga þessi hefði verið Kameliufrúin 1921 þá með Alla Nazimov og Rudolph Valentino i aðalhlutverkum. fádæma vinsæl meðal kvik- mvndaframleiöenda. A árunum milli 1912 og 1936 var hver Kameliufruarmyndin á eftir annarri send á markaðinn. Framleiðendur völdu valin- kunna leikara i hlutverk frú Gauder og Duval, þar ekkert til sparað. 1920 fóru þau Alle Nozimova og Rudolph Valentino með hlutverk elskendanna. 16 árúm siðar stóðu Greta Garbo og Robert Taylor i sömu spor- um. Og nú 66 árum eftir að fyrsta kvikmyndin um frúna var gerð, fara þau Kate Nelligan og Peter Firth með aðalhlut- verkin. Timarnir breytast og menn- irnir með, en Kameliufrúin.? Sagan er söm en túlkunin og ieikararnir breytast. Við birtum hér til gamans þrjár myndir úr „þróunarsögu” Kameliufrúarinnar innan kvik- myndanna. —JEG. Kameliufrúin 1936 nú með Greta Garbo og Robert Taylor I aðal- hlutverkum. 150 ára minning Ibsens Um þessar mundir eru liðin 150 ár frá fæðingu Henrik Ibsen. Rikisútvarpið heiðrar minningu þessa stórskálds með flutningi leikritsins „Konungsefni” og i kvöld mun Þorsteinn ö. Stephen- sen flytja erindi um skáldið. „t svo stuttu erindi verður aðeinsdrepiðáfáatriði, en þaðer af miklu að taka sagði Þorsteinn ö. Stephensen i samtali við Visi. „Égmun fjalla um æsku og upp- vöxt Ibsens. Verk hans báru merki þessara ára. Þá ætla ég að ræða um fyrstu fimmtán — tutt- ugu árin, en það voru mikil erfið- leikaár i lifilbsens. Á þeim árum var hann m.a. leikhússtjóri i Bergen. Erindinu lýk ég svo með að þvi að fjalla um „Konungs- efni”.” Bókmenntafræðingar telja að i þessuverki sé að finna tvær, jafn- vel þr jár persónur sem uppi voru á þeim tima sem sagan er skrif- uð. Þessar piersónur eiga að vera höfundurinn sjálfur og Björn- stjerne Björnsen. „A þessum tima var gott sam- band milli þessara tveggja skálda”, sagði Þorsteinn. „Þeir áttu hvor öðrum mikið að þakka. Björnson skrifaði leikrit sem Ib- sen þá leikhússtjóri i Kristjaniu, setti á svið. Björnson mæltist til vináttuvið Ibsen og las yfir þeim sem reyndu að koma á óvináttu milli þeirra. Ástæða þess að Ibsen hvarf frá Noregi 1864 var eflaust sú að hann hafði fengið nóg af öllu mótlætinu og erfiðleikunum. Honum haföi reynst erfitt að koma verkum sin- um á framfæri. En þegar hann yfirgaf landið hafði hann áunniö sér nafn sem skáld,” sagði Þor- steinn að lokum. —JEG. Þorsteinn ö. Stephensen fyrrver- andi leiklistarstjdri mun flytja erindi um Ibsen á laugardaginn. Hádegiserindið á sunnudaginn: KENNSLA VANGEFINNA GLEYMD? ,,Ég byrja erindið með þvi að rekja sögulega þróun I kennslu vangefinna,” sagði Sigurjón Ingi Hilariusson. Á sunnudaginn sér hann um hádegiserindið en þaö er fjórði erindið um málefni vangef- inna. „Ég mun einnig fjalla um það hvernig kennslu vangefinna er háttað i öðrum löndum. Þá segi ég frá þvi hvernig hefur tekist að þjálfa vangefna einstaklinga þannig að þeir öðlist, það sem ég kalla, bærilegt h'f. I þættinum mun ég ræða um hjálparkennslu hér, kennslu i bekkjum ogkennslu einstaklinga. Við erum áratugum á eftir hér i þessum málum. Þrátt fyrir að gert hafi verð ráð fyrir kennslu þroskaheftra allt frá þvi I fræðslulögunum 1946 hefur alltaf vantað fjármagn. Þetta fólk fer ekki i kröfugöng- ur eða stendur i löngum biðröðum til þess að fá fjármagn en þaö minnir á sig með sinni prúðmann- legu framkomu, sagði Sigurjón Ingi að lokum. —JEG. Léttar- meöfærilegar - viðhaldslitlar DÆLUR Ávallt fyrirliggjandi. Góö varahlutaþjónusta. fcfc Þ. ÞORGRÍMSSON & CO wW ’Armúla 16 ■ Reykjavík • sími 38640 ■<i Þjöppur slipivéiar # j/ 1 vibratorar sagarbloð steypusagir Þjöppur it bindivirsrúllur LAUST EMBÆTTI ER FORSETI ÍSLANDS VEITIR Prófessorsembætti i dönsku i heimspekideild Háskóla tslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 1. mai 1978. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisisn. Umsækjendur um embættið skulu láta fylgja umsókn sinni itarlega skýrslu um visindastörf er þeir hafa unnið, ritsmiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Menntamálaráðuneytið, 9. mars 1978. LAUSAR STÖÐUR Hlutastaða lektors í almennri handlæknisfræði og hlutastaða lektors i lyflæknisfræöi við tannlæknadeild Háskóla islands eru lausar til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. april n.k. Menntamálaráðuneytið, 7. mars 1978. LAUSSTAÐA Staða lektors i félagsfræði við félagsvisindadeild Háskóla tslands er laus til umsóknar. Aðalkennslugreinar aðferðafræði og/eða félagslegar kenningar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknum skulu fylgja itarlegar upplýsingar um rit- smiðar og rannsóknir svo og námsferil og störf. Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 1. april n.k. Menntamálaráðuneytinu, 7. mars 1978. KÖKUBASAR Hvöt félag sjálfstæöiskvenna veröur með kökubasar í ValhölL Háleitisbraut 1 kl. 2. e.h. laugardag. urval af allskonar kökum á boð- stólum. Síðast varð fjöldi frá að hverfa. Stjórnin. Askrífendagetraun

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.