Vísir - 03.04.1978, Qupperneq 4

Vísir - 03.04.1978, Qupperneq 4
c Enska knattspyrnan: Iprpttir — Everton skaust í efsta sœtið í 1. deildinni í fjórar klukkustundir, eða þangað til Forest hafði unnið öruggan sigur gegn Chelsea Mánudagur 3. aprQ 1978 y |^j §4. ~í Eftir leiki helgarinnar i ensku knattspvrnunni virðist sem það sé orðið öruggt að Nottingham Forest hreppi efsta sætið I 1. deildinni. Liðið sigrar enn, og þótt Everton, sem fylgir Forest eins og skugginn vinni einnig stanslaust, þá er forskot Forest orðið svo gott að ógjörningur verður að koma í veg fyrir þaö að leikmenn leiðsins standi uppi sem sigurvegarar i vor. Everton skaust þó upp að hlið Forest á stigatöflunni, en það var „mjög snöggt bað”. Forest lék nefnilega fjórum klukku- stundum siðar, og með sigri þá gegn Chelsea tók Forest forust- una aftur. Og ekki nóg með það, liðið á þrjá íeiki til góða á Everton. En litum nú á úrslitin i 1. og 2. deild um helgina. 1. deild: Arsenal-Man. Utd. 3:1 Aston Villa-Liverpool 0:3 BristolC.-Newcastle 3:1 Everton-Derby 2:1 Leicester-WBA 0:1 Man. City-Ipswich 2:1 Norwich-Leeds 3:0 Notth. Forest-Chelsea 3:1 QPR-Middlesbrough 1:0 West Ham-Coventry 2:1 Wolves-Birmingham 0:1 2. deild: Bolton-Orient 2:0 Brighton-NottsC. 2:1 Burnley-Tottenham 2:1 C. Palace-Oldham 0:0 Hull-Luton 1:1 Mansfield-Chariton 0:3 Millwall-Bristol R. 1:3 Sheff, Utd.-Blackpool 0:0 Southampton-Blackburn 5:0 Stoke-Cardiff 2:0 - Sunderland-Fulham 2:2 Leikur Everton og Derby var leikinn á laugardagsmorguninn vegna mikilla veðreiða sem fram fóru i Liverpool siðar um daginn. En leikmenn Everton létu það ekki á sig fá þótt þeir þyrítu snemma á fætur, þeir mættu ákveðnir tii leiks, og Martin Dobson skoraði fljótlega fyrir Everton. Bob Latehford lét ekki sitt eftir liggja, og hans 28. mark á keppnístimabilinu tryggði sigurinn þótt Charlie George skoraði fyrir Derby. Everton var þvi eftir þennan leik komið með 50 stig, eins og Forest, en sú dýrð stóð ekkí lengi. Leikmenn Chelsea tóku þó forustuna i leiknum gegn Forest. Mickey Droy átti þá skalla aö markinu sem Chilton varði. Hann hélt þó ekki boltan- um sem barst út til Tommy Langley er skoraði örugglega. Og það leit lengi vel út fyrir að þetta yrði úrslitamark leíksins, og Forest myndi tapa sinum fyrsta leik á heimavelli i vetur. En svo fór þó ekkí. Kenny Burns jafnaði á 70 mínútu, og þeir Martin O’Neill og John Roberts- son bættu tveímur mörkum við. ,/Nallarnir"harðir Leikmenn Arsenal leika snilidarknattspyrnu þessa dagana, og nú var það Manehester United sem mátti halda frá Highbury með ósigur á bakinu. Malcolm MacDonald skoraði fyrsta mark leiksins en Joe Jordan jafnaði fyrir United. Sú dýrð stóð þó ekki lengi, þvi Liam Brady og MacDonald bættu tveimur mörkum við fyrir Arsenal sem er nú i þriðja sæti. Mancester City heldur enn 4. sætinu eftir sigur gegn Ipswich. Roger Palmer skoraði fyrsta markið fyrir City. Paul Mariner jafnaði fyrir Ipswich, en Mick Channon skoraði sigurmark City. Það virðist greinilegt að það verða Leicester og Newcastle sem falla i 2. deild. Bæði liðin töpuðu um heigina, og virðast dæmd til að falla. I 2. deild tapaði Tottenham fyrir Burnley, en Bolton og Southampton unnu góða sigra og stefna ákveðið á 1. deild. En litum þá á stöðuna i 1. og 2. deild. 1. deild: Notth. Forest 33 22 8 3 62:21 52 Everton 36 22 6 8 66:38 50 Arsenal 36 18 10 8 53:29 46 Man.City 35 18 9 8 65:41 45 Liverpooi 33 17 8 9 48:29 42 Coventry 35 17 8 10 68:53 42 Leeds 36 17 8 11 57:44 42 WBA 35 14 12 9 50:45 40 Norwich 37 11 16 10 47:55 38 A. Villa 34 13 9 12 39:35 35 Derby 35 11 12 12 43:50 34 Birmingh. 36 14 6 16 48:54 34 Man.Utd. 37 12 10 15 56:59 34 BristolC. 37 11 11 15 47:47 33 Middlesb. 35 10 12 13 36:50 32 Ipswich 35 10 11 14 42:48 31 Chelsea 35 9 12 14 40:57 30 Wolves 36 9 10 17 42:56 28 WestHam 37 9 8 20 45:62 26 QPR 34 6 13 15 38:55 25 Leícester 37 4 12 21 19:57 20 Newcastle 34 6 7 21 38:63 19 2. deild: Bolton 36 21 9 6 58:31 51 Tottenham 37 18 15 4 78:40 51 Southjton 36 20 9 7 61:34 49 Brighton 34 17 11 6 51:32 45 Blackburn 35 16 9 10 52:49 41 Oldham 35 12 13 10 45:46 37 Luton 37 14 9 14 51:44 37 Stoke 35 14 7 14 45:41 35 C.Palace 36 11 13 12 40:39 35 Blackpool 35 12 10 13 52:48 34 Fulham 35 12 10 13 44:43 34 Charlton 35 12 10 13 52:59 34 Sunderland 35 9 15 11 52:51 33 NottsC. 35 10 13 12 46:52 33 Bumley 36 12 9 15 45:54 33 Sheff. Utd. 36 13 7 16 55:66 33 Bristol R. 35 10 12 13 51:51 32 Örient 34 7 14 13 35:45 28 Cardiff 34 9 10 15 42:63 28 Hull 35 7 11 17 31:43 25 Millwai! 35 6 13 16 37:53 25 Mansfield 36 7 9 20 40:64 23 GK- Ekkert lót er ó sigrum Forest Nottingham Forest leikmaðurinn Tony Woodcock hefur átt mjög góöa leiki upp á slðkastið. Hér sést hann 1 harðri baráttu I leik gegn QPR á dögunum, er hann sækiraðmarki QPR. Nýkomnir tjakkar fyrir fólks- og vörubHa [ fré 1-20 tonna MJÖG HAGSTÆTT VERÐ Bflavörutwðin FjöórÍR h.f Skeifan simt 82944 Jóhannes skoraði enn fyrir Celtic Atti gott mark gegn Aberdeen á iaugardaginn og er nú einn markhœsti maður liðsins Celtic siglír hægt og rólega upp eftir stigatöflunni i „Premier-deíldínni" í Skot- landi. Um fyrri helgi krækti Celtic i bæði stigin gegn Rang- ers, og nú um helgína náði Celtic i annað stigið gegn hinu toppliöinu í deildinni, Aberdeen. Sá leikur fór fram á heima- velli Celtic og iauk með jafnteflí 2:2. Það var Ronnie Clavin sem kom Celtic á bragðið, en Duncan Davidson jafnaðí fyrir Aberdeen. Jóhannes Eövaldsson kom Celtic aftur yíir — en hann hefur verið iðinn við að skora mörk fyrír Celtic f vetur og er nú einn markhæsti maður liðsins. En Aberdeen tókst að jafna skömmu siðar og hélt þar með öðru stiginu. Rangers mátti þakka fyrir jafntefli gegn St. Mirren, en þessi félög, sem Þórólfur Beck lék með á sinum tíma við góöan orðstir, mættust þá á heimavelii Rangers. Frank McGarvey skoraði fyrir ~St. Mirren en Derek Johnstone jafnaði fyrir Rangers. Staðan hjá efstu liöunum er nú þannig, að Aberdeen og Rangers eru efst og jöfn með 44 stig, en Aberdeen er með hagstæðari markatölu. i þriðja sæti kemur svo Hibernian — 11 stigum á eftir — og stendur því baráttan um meistaratitilinn á milli Aberdeen og Rangers. -klp-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.