Vísir - 10.04.1978, Blaðsíða 2

Vísir - 10.04.1978, Blaðsíða 2
10 c w Mánudagur 10. april 1978 VXSJ_K Umsjón: Gyifi Kristjánsson Kjartan Ármann á ný í 2. Armenningar eru fallnir I 2. deild i handboltanum. Þeirra siðasti mögu- leiki til aö halda sæti sinu i 1. deild var að sigra Val I gærkvöldi, en þaö tókst ekki og Valur sigraöi örugglega 26:22. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik þar sem lioin skiptust á um forustuna lengst af tóku Valsmenn forustu og breyttu stöðunni úr 13:11 I 15:12, en Armann minnkaði muninn i eitt mark, 15:16. En þá skildu leiðir aö nýju, Vals- menn sigldu fram úr og tryggðu sér öruggan sigur, sigur sem gefur þeim vonarneista um sigurinn I 1. deildinni farisvo að „taugarnar beri Vlkingana ofurliði". Bestu menn Vals i þessum leik voru þeir Jón Karlsson og Stein- dór Gunnarsson, Valsliðið með allar þessar stjörnur á að geta meira, það er valinn maður I hverju sæti, en árangurinn I vetur hefur ekki verið samkvæmt þvi. Ármenningar leika nú I 2. deild að nýju, og er sllkt vissulega erfitt hlut- skipti þessa unga liðs. En þvi miður l'yrir Armenninga. Hinir ungu leik- menn liðsins hafa ekki risið undir þvl álagi sem á þá er Iagt með að leika 11. deildinni, og þvl fór sem fór. Bestu menn Armanns I þessum leik voru þeir Björn Jóhannesson og Jón Viðar, og Friðrik Guðmundsson sýndi góða takta I sókninni. Mörk Vals skoruðu þeir Jón Karls- son 8, Gisli Blöndal 6, Þorbjörn Guð- mundsson 4, Steindór Gunnarsson 3, Stefán Gunnarsson og Bjarni Guð- mundsson 2 hvor, Jón Pétur Jónsson eitt. Mörk Armanns skoruðu Björn Jóhannesson 9(3), Friðrik Guðmunds- son 5, Jón Viðar 4, Þráinn Asmundsson 3, Óskar Amundsson eitt. Góðir dómarar voru þeir Björn Kristiánsson og Gunniaugur Hjálmarsson. VS-gk-. Spara kraft- ana fram að helgi! Heldur var litið um stórátök og met á Reykjavikurmótinu I lyftingum sem haldið var I „Súlnasal" Laugardals- hallarinnar i gær. Þeir bestu notuðu ekki alla krafta slna, þvi að þá á að spara fyrir Norðurlandamótið I lyi't- ingum, sem haldið verður i Kotka i Finnlandi um næstu helgi. Einn þeirra var Gústaf Agnarsson KR. Hann lék sér að þvi að snara 130 kg og jafnhattaði síðan 170 kg I fyrstu tilraun — og lét það nægja. Strax eftir keppnina hélt hann niður I „Jötunheima" — æfingasal lyftinga- manna I Laugardal — og tók þar nokk- urra klukkustunda æfingu, enda ætlar hann sér stóran hlut á NIVI I Kotka um helgina. Tvö tslandsmet voru þó sett á þessu Reykjavikurmóti. Kári Elisson, Ar- manni. snaraði 105 kg sem er met I snörun.og eftir aö hann hafði jafnhatt- að 122,5 kg — sem er ekki islandsmet — var hann kominn með nýtt tslands- met i samanlögðu, eða 227,5 kg. Annars urðu þessir sigurvegarar og jafnframt Reykjavikurmeistarar I einstaka þyngdarflokkum á motinu: Flokkur 65 kg ÞorvaldurB. Rögnvaldss. .65+80 = kg. Flokkur 60 kg: Baldur Borgþórsson KR ... 60+75 - 135 kg. Flokkur 67,5 kg: Kári Elisson Arm.. kg Flokkur 75 kg: Ólafur Emilsson KR Flokkur 82,5 kg: Már Vilhjálmsson KR 115+140 = Flokkur 90 kg: Birgir Þor Borg- þorss.KR Flokkur 100 kg: óskarKárasonkr .. .110+135 = 245 kg. Flokkur 110 kg: Gtístaf Agnarsson KR 130+17« 300 kg. •klp- 145 105+122,5 = 227,5 95+125 = 220 kg = 255 kg 117,5+145 = 265,5 kg „EG HELD NU SAMT AÐ ÞETTA HAFIST" sagði Páll Björgvinsson eftir að Fram tók stig af „Islandsmeistarakandidötum Víkings í gœrkvöidi „Nei það er litið hægt að gera þegar maður á I höggi við sprækt lið og tvo dómara að auki" sagði Víkingurinn Páll Björgvinsson er við ræddum við hann eftir leik Vfkings og Fram I gærkvöldi. Jafntefli varð I leiknum 21:21 og þau úislit hleypa vissulega spennu f mótið. Vlkingur á nú að- eins tvö stig I forskot á Hauka og Val og á eftir að leika gegn tR og Vai. „Þeir hafa að minnsta kosti gefið Fram 5-6 mörk.dómararnir I þessum leik" sagði Páll. „Það er alveg furöulegt að þessir menn skulu vera látnir dæma i 1. deild þeir geta ekki einu sinni haldið uppi reglu i leikjum yngri flokka og tvfvegis i vetur hafa lið gengið af velli I mótmlaskyni við dóma þeirra". Þar hafið þið þaö lesendur góðir! — Þeir bræður Þórður og KR-INGAR TEKNIR í KENNSLUSTUND! - IR-INGAR SIGRUÐU ÞÁ ÖRUGGLEGA í 1. DEILD HANDBOLTANS MEÐ 29 MÖRKUM GEGN 19 IR-ingar sýndu það á laugar- daginn hvað liðið getur gert i handboltanum ef leikmenn þess eru virkilega I stuði og ákveðnir i að berjast. ír-ingar tók'u KR-inga i kennslustund I hand- knattleik og sigruðu þá með 29 mörkum gegn 19, og hefði sá sigur getað orðið mun stærri. Það var erfitt að imynda sér að þetta KR-lið hefði aðeins nokkrum dögum áður unnið sigur gegn FH þvi að svo slakir voru KR-ingarnir á köflum i þessum leik að þeir hefðu legið fyrir flest- um 2. deildarliðum. Og úrslitin gera það að verkum að það kemur að öllum lfkindum i hlut KR aðleika við HK um sæti í 1. deild á ári, en þó er of snemmt að fullyrða um það. Strax og leikurinn hófst var ljóst hvert stefndi. IR-ingarnir eins og „grenjandi ljón" ákveðnir mmmmm i vörn og sókn en KR-ingarnir virtust aldrei finna taktinn. Sjá mátti á markatöflunni 3:1 — 7:3 — 10:5 og i hálfleik var staðan 14:6 fyrir IR-inga. Það má segja að það sé tákn- rænt að Bjarni Bessason skoraði fyrsta mark siðari hálfleiks fyrir IR og það þótt þeir væru þá tveimur færri en KR-ingar. Bjarniáttisvosannarlega eftir að hrella varnarmenn KR i siðari hálfleik og skoraði þá 5 mörk. Mesti markamunur i hálfleiknum var 11 mörk 25:14, en lokatölur sem fyrr sagði 29:19 fyrir 1R Það er hægt að hrósa öllum leikmönnum IR-Hðsins fyrir þennan leik, þeir léku hann af mikilli ákveðni. Ef nefna á ein- hverja sérstaklega er ekki hægt aðsleppa þeim Bjarna Bessasyni sem átti stórleik og Jens Einars- syni i markinu sem sennilega hefur varið um 20 skot KR-inga. KR-liðið var afar slakt I leikn- um, svo að ekki sé meira sagt, og alla baráttu virtist vanta i liðið. Það verðurerfittfyrirKR-inga að komast hjá aukaleik um sæti i 1. deildað áriog leikiþeir þá eins og gegn 1R er ekkert sennilegra en þeir leiki i 2. deild að ári. Mörk ÍR: Bjarni 8, Vilhjálmur 7(3), Sigurður Sv., Brynjólfur og Jóhann Ingi 3 hver, Arsæll 2, Sig- urður G., Asgeirog Guðmundur 1 hver. KR: Björn P. 6(4), Haukur, Jóhannes og Ingi Steinn 3 hver, Simon 2, Þorvarður G. og Sig- urður 1 hver. Leikinn dæmdu Björn Kristjánsson og Grétar Vil- mundarson, og svo mikið er vist að ekki græddu KR-ingar á dóm- gæslu þeirra. -gk-. Guðmundur Óskarssynir sem dæmdu leikinn eru ekki i efsta sæti á vinsældalista Vikingarina i dag en það kom fleira til. Framararnir áttu sinn besta leik í vetur og liðið hafði lengst af forustuna. Fram var yfir i hálf- leik 13:9 og það var ekki fyrr en staðan var 17:16 að Vikingur jafnaði 17:17 með marki Arna Indriðasonar. Sfðan náði Vlkingur forustunni 19:17 en Fram vann það forskot upp með þvi að jafna á siðustu sekúndum leiksins 21:21 — Gústaf Björnsson úr viti. Mörk Vlkings skoruöu þeir Arni Indriðason 6, Páll Björgvinsson 5, Viggó Sigurðsson 3, Þorbergur Aðal- steinsson 3, Erlendur Hermanns- son, Skarphéðinn óskarsson, Magnús Guðmundsson og Björg- vin Björgvinsson eitt hver. Mörk Fram skoruðu Arnar Guð- laugsson 9 (4) Gústaf Björnsson og Atli Hilmarsson 5 hvor, Jens Jensson og Ragnar Hilmarsson eitt hvor. VS-gk-. ( STAÐAN ) Staðan 11. deild tslandsmótsins I handknattleik eftir leiki helgar- innar er nií þessi: Víkingur Haukar Valur FH Fram ÍR KR Armann 1 272:235 18 2 236:206 16 3 247:226 16 5 250:259 12 5 267:294 12 5 243:232 11 7 251:267 8 10 239:286 5 Arsæll Hafsteinsson stingur sér hér inn á llnuna og skorar af öryggi f leik 1R gegn KR. KR-vörniu er galopin eins og svo of t f leiknum. — Vlsismynd Einar. 12 7 4 12 6 4 12 7 2 12 5 2 13 4 4 12 4 3 12 3 2 13 2 1 Næstu leikir eru á iöstuuagþá leika ÍR og Vikingur og slðan Ar- mann og KR i Laugardalshöll. Gott hjá Sigurði! Sjöfslenskir sklðamenn hafa að undanförnu verið i æfinga- og keppnisferð I Noregi, og slðan er ferðinni heitið til ttaliu. 1 báðum löndunum fara fram svokölluð FtS-stigamót, og I þremur slfkum tóku tslendingarnir þátt i Noregi. — Þeir sem taka þátt I ferðinni eru Sigurður og Gunnar Jóns- synir, Karl Frimannsson, Björn Olgeirsson, Steinunn og Asa Hrönn Sæmundsdætur og Asdis Alfreðsdóttir. A fimmtudaginn var keppt I stórsvigi i Noregi, og þar var Sig- urður Jónsson I 12. sæti á eftir frægum köppum eins og t.d. FranzKlammer. Karl Frimanns- son varð aftarlega, en hinir voru dæmdir úr leik. í kvennaflokkn- um hafnaði Asdis aftarlega en þær systur duttu báðar og Stein- unn mun hafa tognað og hefur ekki getað keppt siðan. 1 svigkeppni á laugardag varð Sigurður Jónsson I 4. sæti, aðeins 0,9 sek. á eftir sigurvegaranum, en þeir Karl, Björn og Gunnar voru úr leik, og sömuleiðis þær Asa Hrönn og Ásdis. I gær var svo aftur keppt i svigi og þá varð Sigurður i 5. sæti Karl 18 en þeir Björn og Gunnar duttu báðir. Asa Hrönn náði þá 11. sæti en Ásdis varð 12. tslensku keppendurnir halda nú sem fyrr sagði til ttaliu og keppa þar á þremur mótum nú I vikunni. gk-. IMHMN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.