Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 16
KATTASANDURINN
ER KOMINN
Gullfiskabúðin
Fischersundi
Grjótaþorpi
Talsimi 11757
Gullfiskabúðin
Skólavöröustig 7.
:*WÍJtJtJtJtJtJt}t}t}t3t3<3ÍJÍJtJt3tJtJtJ6JtJtJtJt3t}tJt}tJt}tJÍJtJtJt}t3t}ÍJ<JtJ6JtJtJ6J<J$
"71 SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
Vantar einstaklingsíbúð
uigrti a aivi iiai
!
Starfsmann okkar vantar nú þegar ein-
staklingsibúð. Algjör reglusemi. Upplýs-
ingar á skrifstofunni i sima 82399.
SAMTÖK ÁHUGAFÓLKS
UM ÁFENGISVANDAMÁLIÐ
£Í5tJtJtJtJtJt}tJtJtJÍ}t}t}t}tJt}tJ6JtJCS}ÍJ6}6Jt}t}tJtJtJtJtJtJ6JtJt}tJ6}tJtJtJtJt}tJt}tJfc{
Frá ðldungadeild Mennfaskólans
við Hamraklíð
Afhending prófskfrteina fyrir vorönn 1978
og sýning prófúrlausna fer fram laugar-
daginn 27. þ.m. klukkan 10.00.
Skráning og val fyrir þá sem eru við nám
fer fram sama dag klukkan 10.00-13.00.
Brautskráning stúdenta verður klukkan
14.00.
Innritun og námsgreinaval nýnema fyrir
haustönn 1978 fer fram i Menntaskólanum
við Hamrahlið þriðjudag 30., miðvikudag
31. og fimmtudag 1. júní klukkan 16-19.00
alla dagana.
Skráningargjald er kr. 8.000.00 og skal
greitt við innritun.
Rektor.
Laus til ábúðar
Jörðin Litla-Drageyri, Skorradalshreppi,
getur verið laus til ábúðar á næstunni.
Þeim sem vildu kanna þetta nánar, er
bent á að senda fyrirspurnir til aug-
lýsingadeildar Vísis Siðumúla 8, fyrir 10.
júni 1978, merkt ,,Litla Drageyri”.
Frönsk óst í
Norrœna húsinu
Franski visnasöngvarinn
Gilbert Sagel syngur i Norræna
húsinu i kvöld kl. 20.30.
Gilbert Sagel hefur sungið
viöa i Frakklandi og komiö
fram i útvarpi ogsjónvarpi. Hóf
hann söngferil sinn i veitinga-
húsum á vinstri bakka Signu en
hefur jafnframt starfaö meö
Francois Villong leikhúshópn-
um. Hingab til landsins kemur
hann á vegum Alliance
Francaise úr nokkurra vikna
^söngferðalagi um Bandarikin,
þar sem hann hlaut góðar undir-
tektir.
í kvöld flytur Sagel franska
ástarsöngva (la chanson
d’amour francaise), bæði eftir
hann sjálfan og ymsa af
þekktustu laga-og ljóðasmiöum
Frakklands svo sem Georges
Brassens, Jacques Brel, Serge
Gainsbourg og Maxieme
Leforestier. Sagel heldur aðeins
þessa einu söngskemmtun i
Norræna húsinu. Aðgangur er
-ókeypis og öllum heimill meðan i
»húsrúm leyfir. — Þ.H. ■
Bernskuminning-
ar frá Kentucky
Sýning á málverkum Mary
Bruce Sharon verður opin i
Menningarstofnun Bandarikj-
anna að Neshaga um helgina og
fram til niunda júni. Um helgar
er sýningin opin 13—18, en á
virkum dögum 13—19. m
Mary Bruce Sharon, sem lést
árið 1961 var yfir sjötugt þegar
hún byrjaði að mála og
bernskuminningar hennar frá
Kentucky (um 1900) eru auð-
séðar i verkum hennar.
Þar gefur að lita garðveislur
miklar, dansleiki undir beru
lofti, kappreiðar og ættingja i
heimsókn, allt séð með augum
litillar stúlku frá þeim tima.
í listdómi um fyrstu sýningu
hennar var sagt að óhjákvæmi-
lega yrði henni likt við „ömmu
Móses”. En þar sem Amma
Móses skynjaði nútimann, færir
Mary Bruce Sharon okkur aftur
til gömlu góðu daganna.
Sýningar hennar hafa hvar-
betna hlotið frábæra dóma, ekki
sist i islenskum blöðum og hafa
enda margir lagt leið sina á
Neshagann undanfarið. —ÓT.
Lúðrasveit ó
Lœkjartorgi
Unglingadeild
Lúðra sveitarinnar
Svans mun n.k. sunnu-
dag leika á Lækjartorgi
kl. 2-3.
Vilja þau með leik sinum
vekja athygli á kökubasar og
lukkupakkahappdrætti, sem
haldið verður i æfingahúsnæði
þeirra i Iðnaðarmannahúsinu
við Vonarstræti kl. 2. sama dag.
Allur ágóði af sölunni rennur til
ferðar unglingadeildarinnar til
Kaupmannahafnar i júli i sum-
ar. Þar taka þau þátt i alþjóð-
legri hátið ungs fólks „Copen-
hagen International Youth
Festival 1978”
Þetta er i fyrsta skipti, sem
hópur frá tslandi fer á þessa há-
tið, sem haldin er annað hvert
ár. Hafa unglingarnir æft af
kappi i vetur undir stjórn Snæ-
bjarnar Jónssonar, sem verður
stjórnandi hljómsveitarinnar i
ferðinni.
—Þ.H.
Baríst á fákum
Vorkappreiðar Hestamanna- félagsins hafa verið skráðir
félagsins Fáks fara fram á fleiri skeiðhestar til keppni en
morgun, laugardag, að Viði- nú. Veðbanki verður starf-
völlum kl. 15.00. Um 100 hestar ræktur á svæðinu og að loknum
hafa verið skráðir og er búist kappreiðum verður dregið i
við harðri keppni. Aldrei i sögu happdrætti Fáks.
Hallgrlmskirkja.
Vlsismynd — Karl Jeppesen.
Kirkja fyr-
ir kaffi
„Upphaflega var það ætlun-
in að Kvenfélag Hallgrims-
kirkju safnaði fé til að skreyta
hana að innan, en það hefur
yfir árin lagt fé til margs ann-
ars,” sagði Lydia Pálmars-
dóttir, formaður félagsins,
þegar Visir hóaði i hana i til-
efni af kaffisölu á sunnudag-
inn.
Kvenfélagið hefur valið
kosningadaginn til sinnar ár-
legu kaffisölu til ágóða fyrir
kirkjubygginguna, og hefst
hún klukkan þrjú.
„Nú hefur Hallgrimskirkja
verið lengur I smiðum en flest
hús önnur á landinu, eruð þið
ekkert orðnar þreyttar?”
„Nei, siður en svo og áhug-
inn hefur ekki minnkað i gegn-
um árin. í félaginu eru marg-
ar dugnaðarkonur sem um
margra ára skeið, jafnvel ára-
tuga, hafa unnið mikið og gott
starf. Við höldum áfram og
viljum gjarnan fá yngri konur
til liös við okkur til að efla
okkur og styrkja.”
Fyrir réttum mánuði var
lokið vib að steypa hjálminn
yfir kór kirkjunnar, sem er
einhver flóknasti og örðugasti
hluti þessarar miklu bygg-
ingar.
Og enn er fjár þörf, þvi næst
liggur fyrir að gera sjálft
kirkjuskipið fokhelt. Það er
mikils um vert að það geti
gengið fljótt og vel og að brátt
verði séð fyrir endann á þvl
mikla verki sem Alþingi fól
Hallgrimssöfnuði fyrir meira
en mannsaldri.
Velunnarar kirkjunnar geta
stuðlað að þvi með þvi að lita
við i safnaðarheimili kirkj-
unnar á sunnudaginn og fá sér
þar gott kaffi og meðlæti.
—ÓT
Nonni á Laugavegi
Myndlistarmaðurinn Nonni
heldur um þessar mundir sýn-
ingu á Laugavegi 25 annarri
hæð. Þar sýnir hann 50 myndir
sem allar eru til sölu. Sýning-
unni lýkur 26. mai. A hverju
kvöldi klukkan 9 fer fram
„happening” eða uppákoma^
þar sem listamaðurinn út-*
skýrir verk sin og skýrir frá
draumi. Myndirnar eru mál-
aðar á siðustu 2 árum.
Sýningin er opin daglega frá
klukkan 14.
Þetta er fyrsta einkasýning
en listamaðurinn hefur tekið
þátt i tveimur samsýningum,
annarri i Reykjavik og hinni i
Kaupmannahöfn.