Vísir - 26.05.1978, Blaðsíða 8
8
Ullmann gengwr
illa
Ullmann og Peck
Liv Ullman er nú á
„síðasta séns" í Holly-
wood. Síðustu fjórar
myndir hennar hafa
verið gersamlega mis-
heppnaðar.
Hún lék eitt aðalhlut-
verkið í ,,Lost Horizon"
fyrir Columbia félagið.
Eftir þá mynd var
helmingi stjórnenda
fyrirtækisins sparkað.
Félagið reyndi að
rétta úr kútnum með „40
karöt" þar sem Liv lék
aðalhlutverkið og eftir
þá mynd var restinni af
stjórnendunum sparkað.
Liv fór þá yfir til
Warner Brothers og lék
annað aðalhlutverkið i
„Brúður Zandys" og
þarmeð fauk helm-
ingurinn af stjórn þess
'fyrirtækis. Restin fór
svo eftir aðra mynd
Ullmann hjá fyrir-
tækinu.
Menn eru sammála um
að ef enn ein mynda
hennar misheppnist, þori
enginn bandarískur
framleiðandi að ráða
hana til sin framar.
Siðasta tækifæri
hennar er i mynd um
rússnesku skáldkonuna
Olgu Ivanskaya og mót-
leikari hennar verður
Gregory Peck.
o
Gullskipið
Flestar bækur Allist-
ers McLean hafa verið
kvikmyndaðar og ein sú
nýjasta sem færð hefur
verið á hvíta tjaldið er
„Til móts við gull-
skipið", með Richard
Harris i aðalhlutverki.
Miklu fé var varið til
að gera myndina, en
árangurinn varð ekki
eftir þvi. Kvikmynda-
gagnrýnendur og áhorf-
endur voru sammála um
að myndir-i væri svo
ruglingsleg að þeir
vissu ekkert hvað væri
að gerast.
Gagnrýnin var svo
áköf að myndin var
tekin til endurskoðunar.
Framleiðendur gripu til
þess ráðs að láta taka
upp sex minútna
formála sem kemur á
undan titlunum. Þótti
gagprýnendum að eftir
það mætti nokkuð skilja
hvað væri um að vera.
o
Börit Presleys
Elvis Presley var vell-
auðugur maður þegar
hann lést Og hann var
ekki orðinn kaldur i
gröfinni þegar upp
spratt mikill hópur
manna sem gerði tilkall
til hluta af þessum
auðæfum, af ýmsum
ástæðum.
Meðal annars hafa
einar ellef u konur komið
fram á sjónarsviðið og
haldið því fram að þær
hafi eignast börn með
söngvaranum. Vilja þær
Gloria Lahrs (tll vinstrl)
fcvehst hafa eignast Candy Jo
FuHer (th.) meft Presley árift
1957. Ef þa& er rétt halda þær
A déttursyni hans.
nú f.á arf þessum
börnum sínum til handa.
Ein þeirra er Gloria
Lahrs sem kveðst hafa
fætt barn Presleys árið
1957. Það var stúlka sem
nú er tuttug og eins árs
og búin að eignast eigið
barn, þannig að Presley
var þá afi þegar hún
lést, ef sagan er sönn.
Stúlkan heitir Candy
Jo Fullerog er söngkona
að atvinnu. Hún segir að
sér hafi oft verið strltt
á þvi hvað hún sé lík
Presley. Þær mæðgur
gera engar kröfur i
dánarbúið en vilja hins-
vegar að Candy Jo f ái að
nota Presley nafnið,
henni til framdráttar á
söngferlinum.
Vernon Presley, faðir
söngvarans, hafnaði
þesu eftir að hafa átt
vinsamlean fund með
þeim mæðgum. Hann
sagði þeim að ellefu
aðrar konur segðust
hafa börn Presleys og
hann ætti von é f leirum.
Engin börn yrðu viður-
kennd fyrr en eftir
mikla og nákvæma
rannsókn.
ÞaÖ er alveg rétt
Til þess þarf ekki náöargáfu,
heldur hæfileika og dugnaö.
Hinsvegar þarf náöargáfu til aö
stjórna vegamálum á Austurlandi
'’&KVr
/ííl allrar' ^7w'J / hamingju ^Y hiln efcki n/j^ N. stereo ri ^ y vs
ööij r
lÍÉE
♦