Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 11

Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 11
vism Laugardagur 10. júni 1978 11 DlClPHU'GSANIR eftir Finnboga Hermannsson Þegar abstrakt verður konkret - og víse versa Menningartíðindi af ísafirði A laugardag fyrir hvitasunnu var opnuö listsýning i húsa- kynnum bókasafnsins. Þar hengdi upp alheimsmálarinn Kristján Guðmundsson. Séra Gunnar og félagar léku Lundúnatrióið fornemt og fint i citydressi við opnunina. Minna mátti það ekki kosta. Undirrit- aður gat þvi miður ekki verið viðstaddur sökum anna en rak inn hausinn á annan i hvita- sunnu og átti dulitið spjall við kúnstnerinn. Það er vaninn að mennkoma til Isafjarðar einsog ofanrigningar (það eru ána- maðkar sem rignir onúr skýj- unum) Kristján kom afturámóti yfir Breiðafjörð úr Flatey þar sem hann hefur haft vetursetu en kona hans Sólveig Magnús- dóttir hefur gegnt þar störfum simstjóra i vetur. Tók Kristján land á Brjánslæk og kom siðan yfir heiðar. Þeir bræður Kristján og Sig- urður bróðir hans hafa gert það gott úti Hollandi ásamt með Hreini Friðfinnssyni. Kristján er hógvær maður i viðræðu en einhverjir heyrðust piskra um að ofanritaðir ásamt Þórði Ben Sveinssyni sem er i Diisseldorf hefðu hengt upp i Pompidou galleninu ásamt i fleirum al- heimssölum. Svo við snúum okkur að Krist- jáni þá er hann i þessum skrif- uðum linum á leið til Reykjavik- ur að hengja upp i Súm. Er það 15. eða 16. einkasýning hans.Sið- an kvaðst Kristján halda til Flateyjar og siðan til Amster- damms þar sem hann hefur starfað undanfarin ár. Um vist sina i Flatey var Kristján ekki margorður og kvaðst ekki hafa fengið nein flog til listrænna til- burða umfram á öðrum stöðum. Krossfesting andans Það er náttúrulega Uti hött aö hefja lýsingar á myndlistar- sýningum svo sem einsog á fótboltaleik eða einhverju á- móta. Myndlistargagnrýni er lika mjög hæpin oft á tiðum i blöðum, hún ætti fremur heima i nýja litasjónvarpinu. Hún er einatt röð af sér- viskulegum lýsingarorðum sem fáir skilja, fyrir utan hina skyldugu upptalningu á ferli listamannsins, fjölda einkasýninga og samsýninga (sem oft þarf að leiðrétta i næsta blaði) o.s.frv. Það hlýtur þó hverjum manni að vera leyfi- legt að tjá reynslu sina af einni sýningu, jafnvel þótt hann sé barnakennari við Isafjarðar- djúp. Þetta sem Kristján fæst við er það sem kallast Conceptual Art á engilsaxnesku. Dæmi: Mál- verk af eðlisþunga plánetunnar Jörð (meðaleðlisþungi 5.52) (Tekið beint upp úr sýningar- skrá) Þaðþýðir að maður getur séð eðlisþyngd jarðar á mynd hengda upp á vegg. Þetta finnst mörgum helviti klárt aðrir verða fúlir og dettur af þeim feisið einsog gerðist þarna fyrir hvitasunnuna, eftir þvi sem presturinn á ísafirði tjáði undir- rituðum, en hann var einn af þeim sem fengu rauðan miða og bjó sig uppá aö fara að skoða heimslistina. Annað dæmi sömu náttúru. Sólarhringur 1977 (einnar mín- útu linur dregnar með sjálfblek ung á þerripappir) (Tekið beint uppúr sýningarskrá). Þarna geta menn sem sagt séð sólar- hringinn klárt og kvitt kross- festann með sjálfblekung á þerripappir. Og útkoman verð- ur einsog i áttárabekk sam- kvæmt Eliasi Bjarna-samtals 1440 linur. Conceptual Art krefst þvi greinilega iðni og þraut- seigju auk nokkurrar kunnáttu i raunvisindum þótt ekki sé meira sagt. Ég veit heldur ekki hvernig Grunnskólaklikunni verður við, Indriða Gislasyni og Co sem hafa gist hér öðru hvoru á Hernum á Isafirði i vetur og búnir að gefa ströng fyrirmæli að kunna mun á abstrakt og konkret fyrirbærum og svo eru ölll abstrakt fyrirbæri oröin konkret og vise versa. Þarna er liklega búið að leysa vandamálið með efnið og and- ann fyrir fullt og allt — einsog það er nú búið að bögglast fyrir brjóstinu á mörgum kirkjunnar þjóni i seinni tið. Mætti ef til vil benda prestum þjóðkirkjunnar á að fá tekin heilalinurit af sóknarbörnum sinum við Guðs- þjónustur og sjá hvað gerist, slá siðan ramma utan um kúrfurn- ar svo sýnt verði hvernig andinn likamnast og verður að mælan- legum rákum þvers og krus^ allt eftir upphafningunni. Kalla siðan saman fólk og innsigla samkunduna með þvi að spila Haydn. meiri skemmtilegheit hefur ráðið einhverju um úrslit kosninganna og ætli það geti ekki bara verið, eins skemmtanasjúkt og fólk er orðið nú til dags. Þvi gæti held ég, vel fundist að frambjóð- endur Alþýðubandalags væru liklegri til þess að koma af stað meiri skemmtilegheitum en Sjálfstæðisframbjóðendur, þótt ekki væri dæmt af öðru en við- komandi andlitsmyndum og er þó fjarri mér að fara út i per- sónulegar svivirðingar. Það birtust meira að segja skemmtilegog „manneskjuleg” viðtöl við kommana I málgagn- inu fyrir kosningar en ég man bara ekki eftir að hafa séð eitt einasta skemmtilegt viðtal við Sjálfstæðisframbjóðanda. — Varðandi skemmtilegheit á breiðum grundvelli, þá eru gömul hús að öðru jöfnu skemmtilegri en ný, og kaffihús og slikir samastaðir skemmti- legri en skrifstofur, búðir og bankar. —Þaðværimátulegt að hinn nýi meirihluti byrjaði feril sinn á þvi að sprengja upp nokk- ur óformfögur nýhýsi úr mið- bænum, og planta nokkrum gömlum úr Arbæ i sárin. — En það er kannski bara óskhyggja, að kategóriurnar skemmtilegt — leiðinlegt hafi ráöið ein- hverju. Hitt er engin óskhyggja að Guðrún Helga var þung á metunum. Ég frétti meira að segjaum aldraða ihaldsfrú sem hafði exað við déið allt sitt lif.og aldrei að vikja,en breytti til og kaus géið, það er að segja Guð- rúnu. Þetta telst til stórmerkja sem fáir gætu valdið nema Guð- rún, enda verður flest að vikja þegar hún á i hlut, og fátitt á þessum siðustu og verstu tim- um, að fólk sé svo kraftmikið. Mér finnst stundum, án alls skepnuskapar, að Guðrún sé höfuðskepna, en slika skepnu hlýtur að þurfa til þess að Vil- mundur játi opinberlega aö hann sé pólitiskt skotinn i komma (þeas. Guðrúnu) og nálgast heimsendi. Svo endað sé á framtiðinni verður ekki sist spennandi að sjá hvort glundroðakenning Sjálfstæðisflokksins reynist rétt. Það gæti svo sem vel verify þvi að hver reynir sem fyrr að ota sinum tota,en fólki var þá nær að hafa látið hugmynda- flugið ráða og verið að kjósa Al- þýðuflokkinn og Framsókn i stað þess að horfast i augu við staðreyndir og kjósa Alþýðu- bandalagið. ,, . . .sprengja upp nokkur óformfögur nýhýsi I miðbænum, og planta nokkrum gömlum úr Arbæ i sárin.” (myndir: Jón Óskar)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.