Vísir - 10.06.1978, Síða 12

Vísir - 10.06.1978, Síða 12
12 Laugardagur 10. júni 1978 VISIR Þessa dagana er laukurinn i ís- lensku popptónlistarlifi, Spilverk þjóðanna, önnum kafinn suður i Hljóðrita við gerð sinnar fimmtu breiðskifu. Áformað er að hún komi á markaðinn með haustinu. Það er þó ekki ætlunin að fjalla um hana að þessu sinni, — sú umfjöllun biður haustsins eins og aðdáendur Spil- verksins. Hins vegar er Helgarblaðið nú sest inní stofu hjá Sigurði Bjólu Garðarssyni til að spjalla um lifið og tilveru eins og hún kemur honum fyrir sjónir. Og við byrjum á þvi að biðja hann um að segja örlitið frá æsku sinni. ww Mig longor oð einost öllum.J rætt við Sigurð Djólu, spilverk Viðtol: Póll Pólsson Myndir: Gunnor V. Andrésson „tslenskir popparar hafa stahib sig frekar illa, og viö i Spilverkinu erum þar aö sjálfsögöu engar undantekn- ingar...." „Allir hlupu lafhræddir, þar á meðal Kristján Eldjárn, þáverandi þjóöminjavöröur, inn I eidhús til ömmu..." „Er þaö kannski þannig, aö hugsjónirnar eru ekki aö- alatriöiö?” i félagsskap biskupa „Ég er náttúrulega Reykvik- ingur, fæddur og uppalinn i Reykjavik. Vegna þess aö for- eldrar mi'nir unnu og vinna báöir úti, pabbi á Pósthúsinu or, mamma i banka, þá dvaldi ég löngum hjá ömmum, öiúm og gömlum frænkum. baö hefur ef- laust haftsitt aö segja, opnaö mér sýn inni gamla timann, sem ég heföi sennilega annars fariö á mis viö. önnur amma min var ráös- kona i Skálholti, þeim sögufræga staö, i aö minnsta kosti tiu ár og ég dvaldi nokkur sumur þar sem vikapiltur og leiösögumaöur túr- ista sem heimsóttu Skálholt. Min- ar hjartfólgnustu æskuminningar eru þaöan ,,i félagsskap dauöra biskupa ”. Einu sinni varö ég vitni aö kraftaverki. Þegar kista Páls biskups var grafin upp, rigndi úr heiöskiru lofti meö þrumum og eldingum og allir hlupu lafhrædd- ir, þar á meðal Kristján Eldjárn, þáverandi þjóðminjavöröur, inni eldhús til ömmu”. Bjdla — Hvernig er Bjólunafnið til- komið? „Þaö liggur nú einföld skýring að baki því. Bjóla er bæjarnafn i Rangárvallasveit. Þar er afi minn fæddur. Ég er ekki skiröur Bjóla, en datt þetta i hug og félag- arnir tóku þetta upp sem grin og þannig festist þetta við mig. Ann- ars hefur orðið margvislegar merkingar t.d. fata og svo rakst ég á þaö um daginn, mér til mik- illar kátinu, aö bjóla er einnig orö yfir stórvaxna, ófriða, en hreina mey.. Ég nota þetta eingöngu sem sk; .danafn og er ekki einusinni skrifaður Bjóla i sfmaskránni. — Byr jaðir þú snemma aö fást viö tónlist? „Nei, nei, ég var ósköp venju- legt verkfræðingsefni framanaf, enda ekki mikiö iökuö tónlist inn- an fjölskyldunnar, En svo hitti ég þessa „ágætu menn”, Valgeir og Egil, I Menntó. Viö Valgeir vorum lengi meö— ja eiginlega kjaftæði á prjónunum, ekki músik, vorum bara eitthvaö aö dútla, en siöan kom Egill og viö fórum aö taka hlutina fastari tökum”. Á „hippagróskutiman- um” „Ég byrjaöi raunar snemma aö glamra á gitarinn og strax aö semja lög. Ég nennti ekki aö pæla I gegnum eitthvaö eftir aöra. Ekki svo að skilja aö ég hafi gefið skit i þaðsem aörir voru aö gera, en þaö heillaöi mig einfaldlega aldreiaöhermaeftiröörum ogég byrjaöi þvi af veikum mætti aö semja og hef gert þaö siðan. Upp- spretta minna lagasmlöa er i „hippagróskutimanum”, I kring- um 1970og þaö sem ég var aö búa til, var þaösem mér fannst vanta uppá vimuna á þessum dögum. Ef ég ætti aö telja upp einhverja sem áhrifavalda á mina tónlist mætti nefna Jimi Hendrbc, Bitl- ana, Stones, Kinks og blúsinn. Um þetta leyti varégi mennta- skólanum. Þá leigöi haröasta lið- iö Ur skólanum Rauöará, þar sem nú er risið hús undir Frfmúrara. Þar voru haldnar þær svakaleg- ustu veislur sem ég hef nokkurn tima lent i, fyrr og siðar. Þetta átti aö vera hálfgildings komm- úna og hugsjónirnar voru i sjálfu sér ekki slæmar, en þaö sama var ekki hægt aö segja um fram- kvæmdahliöina. Þaö er sem sagt uppúr þessum jarövegisem áhugi minn kviknaði fyrir þvi aö skrifa og semja. Þaö er merkilegt aö i þessu ævintýri i Rauöará tók eng- inn annar úr Spilverkinu þátt nema ég. Þetta var timi vellyst- inga ails staöar i heimi og fólk komst upp með aö gera ekki neitt og fékk meiraaö segja sumstaðar borgaöfyrir þaö t.d. i Ameriku”. Spilverk þjóðanna — Hvenær er svo Spilverk þjóö- anna stofnaö? Það er ekki hægt aö negla niöut neinn ákveðinn itaö og stund þegar Spilverkiö var stofn- að, en viö komum fýrst fram opinberlega og á formlegan hátt á hljómleikum i Norræna húsinu i ,maflok ’75. Og þá vorum við staö- ráönir i þvf að gera eitthvaö. Við höfðum hitst í Menntó og vorum allir hálfgerö „dekur- börn” og fýrstu tvær plöturnar okkar voru aö mestu innhverfar tónlistarpælingar. Viö vorum hinsvegar um þessar mundir að vakna til meövitundar um þjóö- félagiö i kringum okkur og fórum aö gera okkur grein fyrir aö skoö- anir okkar ættu samleiö meö ákveðnum pólitiskum hópum. Þá varð okkur ljóst, aö viö gætum kannski meö tónlist okkar haft einhver áhrif. A Götuskóm og Tivoli er þvi pólitikin ofarlega á baugi. Þaö sama er ekki hægt aö segja um Sumar á Sýrlandi. Tivoli er hinsvegar fyrsta áróðursplatan og heföi getaö orö- ið mjög sterk sem slik, ef ekki væru nokkrir kaflar á henni sem slita þráöinn”. Lifið er pólitik — En þarf listin endilega að vera pólitisk? ,,í fyrstu fór ég aöallega i Menntó til aö þóknast mömmu og pabba, einsog ég býst viö aö margirgeri. Þarhittiég strákana og við fórum að skilja aö maöur getur ekki látiö pólitikina fram hjásérfara.Lifiöer pólitik og all- ir sem vilja á annaö borð lifa, eru tilneyddir til að taka þátt i henni, — bara þaö, aö fara úti búö, til aö kaupa mjólkurpott er pólitisk at- höfn.Þannigerþaö kannski frek- ar spurning, hvort við höfum gengiö nógu langt i tónlist okkar, — ég veit það ekki. Það er hins- vegar oft þannig aö iitilvægustu hlutir I huga listamannsins geta vegiö mikið i augum aimennings. Svo var t.d. raunin á meö lagið um sirkus Geira smart, sem mér fannst ekki nógu mikill broddur i miöaö við viðfangsefni. Þetta lag þótti mörgum heilmikil pólitisk ádeila. Maður veröur þvi aö passa sig á þvi aö taka sjálfan sig ekki of alvarlega i listinni og mála allt svart og hvitt, þvi ekki er viðaö búast, aðþeirsem hlusta á verkin séu allir á sömu bylgju- lengd. Listin veröur aö vera fýrir alla. Viö erum menn sem höfum sérhæft okkur á ákveðnu sviöi og við verðum aö foröast að ganga of langt, þannig að þaö fólk sem viö erum aö tala til skilji okkur ekki, m.ö.o. verða fagidjótar”. Enginn góður i augum annars — Eru islenskir listamenn nógu pólitiskir i verkum sinum að þin- um dómi?

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.