Vísir - 10.06.1978, Side 16
16
Laugardagur 10. júní 1978 VISIR
Þráinn Bertelsson rithöfundur og
kvikmyndagerðarmaður sem nú starfar í Svi-
þjóð fylgdist fyrir skömmu með einum fremsta
kvikmyndaleikstjora Evrópu um þessar mundir,
Francesco Rosi, að störfum á Italíu, en Þráinn
og sænskir félagar hans hafa í smíðum heimild-
armynd um Rosi sem gerð er i samvinnu við
sænska sjónvarpið. Nokkrar af myndum Rosi
hafa verið sýndar hérlendis, t.d. Matthei-málið,
en nýjasta mynd hans, Cadaveri Eccelenti,
(Frábær lík) var valin besta mynd síðasta árs af
enskum gagnrýnendum. Þráinn Bertelsson
skrifaði þessa frásögn af Rosi að störfum, fyrir
Helgarblaðið.
Rosi filmar:
„KRISTUR
MAM
STADAR
SBO U"
Texti: Þráinn Bertelsson
w
f
Myndir: Björn Blixt
„Kristur nam staðar í Eboli" heitir bók eftir
ítalska rithöfundinn Carlo Levi, þar sem höf-
undurinn segir frá þvi þegar fasistar ráku hann í
pólitíska útlegð til bæjarins Gagliano á Suður-
italiu, þar sem tíminn stendur i stað, þróunin fer
fyrir ofan garð og framtíðardraumurinn er að
eignast farmiða til Ameriku, fyrirheitna lands-
ins. Þetta er á árunum fyrir seinna striðið. Fas-
istarnir eru að reyna að berja á Abessiníumönn-
um og láta sig dreyma um rómverskt heims-
veldi, en í Lúkaníuhéraði á Suðuritalíu er fólkið
að berjast við sömu óvini og það hefur átt í höggi
við í þúsundir ára: fátækt, sjúkdóma og vonleysi.
„Kristur nam staðar í Eboli" segir fólkið og
ypptir öxlum; það á við að Kristur, eða vonin, eða
framfarirnar, hafi aldrei komist nær Lúkaníu-
héraði en til bæjarins Eboli og numið þar staðar
án þess að hætta sér lengra inn í það karga og
hrjúfa land sem er Suðuritalía.
Nú eru liöin meira en þrjátlu
ár siöan þessi bók kom út og
margt hefur breyst, meira aö
segja á Suöuritaliu: Malariunni
hefur veriö útrýmt aö mestu, fá-
fræöi og hjátrú á hægu undan-
haldi, en fátæktin og vonleysiö
búa hér enn. Kristur hefur haft
langa viödvöl I Eboli.
Fátæktin er ill en vonleysiö er
verra. Meö þvi aö vinna höröum
höndum og yrkja óbliöa jöröina
getur fólkiö haft I sig og á, en
aftur á móti er litiö tilefni til
bjartsýni eöa dagdrauma.
Þarna er enga atvinnu að hafa
og unga fólkiö sem langar að
eignast sina hlutdeild i þeim
hreina og tæknivædda nútlma
sem lesa má um i blööum og
timaritum prentuöum I Róm
eða á Norðuritaliu sér enga von
til þess arna, nema þá meö þeim
hætti að flýja burt — til
Norðuritaliu, Þýskalands eða
kannski til Ameríku-. Ef maður
er heppinn er kannski hægt að fá
erfitt og óþrifalegt láglauna-
starf sem enginn annar vill lita
við i þjóðfélagi sem nýtur tækni-
blessunarinnar — ef það er þá
ekki kreppa I Kaupsýsluhöllum
heimsins.
Höfuöborgin heitir Róm, en
þaö er langt siðan Lúkaniumenn
hættu aö vænta nokkurra úr-
ræða þaöan. „Frá Róm fáum
viö skattseðla og rukkanir,”
segja þeir og glotta. „Okkar
höfuðborgir eru New York og
Miinchen, þvi þaðan koma oft
peningabréf, og jafnvel stund-
um farmiði til að leysa einhvern
úr prisundinni. Róm kemur
okkur ekki við”.
Og i Róm er Suðuritalia ekki
kölluð Suðurítalia heldur
Vandamálið, og enginn virðist
kunna lausnina á þvi vanda-
máli, enda vilja margir skjóta
sér undan þvl að ræða það, ell-
egar menn bregða fyrir sig
kaldhæðni: „Fyrir sunnan Róm
— Afrika,” segja þeir. „Allt er i
guðs hendi”, segja þeir og hlæja
kaldranalega.
Sem betur fer eru þó þeir til
sem sjá að Vandamálinu verður
ekki lengur skotið á frest, ef
lausn á að finnast, þvl með
hverju árinu sem liður verður
vandinn erfiöari. Suðuritalia
stendur i staö meöan tækniþró-
un á Norðuritaliu geysist áfram^
bilið breikkar og þaö verður erf-
iöara og erfiðara aö brúa það.
Fáir vilja spá nokkru um þaö
hver þróunin veröur á næstu ár-
um, þótt flestir séu á einu máli
um að sú þróun geti skipt sköp-
um fyrir framtið ítaliu, einkum
með hliösjón af Efnahags-
bandalagi eða Sameináðri
Evrópu. Allavega gætir engrar
bjartsýni.
Til fundar viö Francesco
Rosi
Þótt margt hafi breyst á
meira en þremur áratugum er
bók Levis um Suöuritaliu I fullu
gildi enn I dag, og nú er liklegt
aö bókin og „Vandamálið
Suðuritalia” verði mjög til um-
ræðu á næstunni, þvi nú sem
stendur er einn helsti kvik-
myndastjóri Itala, Francesco
Rosi, aö gera kvikmynd um
bókina, og sú mynd veröur sýnd
bæöi I sjónvarpi og kvikmynda-
húsum.
Asamt meö sænskum kvik-
myndatökumanni og hljóö-
tæknimanni gafst undirrituöum
þess kostur aö gera heimildar-
mynd i samvinnu viö sænska
sjónvarpiö um Rosi að störfum
og snemma i april lögöum viö af
staö frá Stokkhólmi á leiö til
Rómar meö Alpahraölestinni til
móts viö voriö i Suöurevrópu.
Þaö er um tveggja sólarhringa
ferö og leiðin liggur um Dan-
mörku, Þýskaland með við-
komu i Munchen, um Austurriki
gegnum Innsbruck, og til Italiu
um Brennerskarð og niöur til
Rómar.
Margir lita svo á að ferðalög
séu timasóun og eina ráðiö til að
spara tima sé að ferðast með
flugvélum, að minnsta kosti
þangað til myndsiminn verður
svo fullkominn að ferðalög
verða að mestu óþörf. Það er
sjálfsagt mikið til i þessu, eink-
um fyrir þá sem eyða ævinni i
æðislegt kapphlaup viö timann.
En hafi maöur tima er þaö
býsna skemmtilegur ferðamáti
að sitja i lest og sjá „löndin
bruna hjá með turna og hallir”
og hitta fólk sem er á leið til
ólikra ákvörðunarstaða i ólikum
erindagerðum.
Rjómaís og annar til-
gangur í lífinu
Samferða okkur frá Múnchen
til ttaliu var fjallmyndarleg
blökkukona, sem var þarna i
viðskiftaerindum. Hún var á
leiö til Bolzano, þvi þar haföi
hún heyrt aö fengjust góöar og
ódýrar vélar til að framleiöa
rjómais. Dorna Doneye heitir
konan; sjálf býr hún i London,
en isvélina ætlaöi hún aö senda
til fjölskyldu sinnar i Akkra I
Gana, þar sem ættin rekur „The
Kob Lodge Hotel”. Hún lofaöi
þvi aö þeir tslendingar sem
eftirleiöis gista á þessu ágæta
hóteli skuli fá ókeypis rjómais.
Svona geta lestarferðir styrkt
vináttuböndin milli landa og
þjóöa.
Viö hittum lika italska verka-
menn sem voru aö fara I fri til
aö heilsa upp á fjölskyldur sinar
á Suðuritaliu. Fjögur eða fimm
ár höfðu þeir unnið i Þýskalandi
og fóru heim einu sinni eöa tvis-
var á ári til aö heilsa upp á kon-
urnarsinar og telja börnin. Þeir
ætluöu allir aftur til Þýskalands
til aö halda áfram aö þræla og
reyta saman aura, þvi allir
höfðu þeir takmark i lifinu:
Einn var aö safna fyrir jaröar-
skika, annar fyrir litlu kaffihúsi
og sá þriðji fyrir bilaverkstæöi.
Þeir sögöust ekki vilja hall-
mæla Þýskalandi: „Þar fær
maður aö minnsta kosti eitthvaö
að gera”, sögðu þeir. „Það er
eitthvað annað en heima,
hvernig sem nú stendur á þvi”.
Þetta voru ekki heimtufrekir
menn. Til að fá að vinna ferðast
þeir þúsund kilómetra frá heim-
kynnum sinum og eru illaþokk-
aðir gestir i framandi landi.
Þarna i lestarklefanum var
lika Amerikaninn A1 frá Skipa-
lóni i Alaska á ódýrri ferð um
evrópska menningu með bak-
pokann sinn. Hann var búinn að
vera svo lengi á ferðalagi að
Greinarhöfundur til fundar viö Rosi: „Löndin b
hjá meö turna og hallir...”
hann kunni ekki við að fara úr
skónum af tillitssemi við okkur
hin. „Ég hef ekki farið i baö siö-
an i Amsterdam”, sagöi hann.
,,0g nú er ég aö fara til Grikk-
lands. Vonandi er hægt aö kom-
ast i baö I Aþenu.”
Hann sagðist vinna viö aö
telja svif. „Þaö er kannski ekki
sérlega skemmtilegt, en þaö er
þó altént föst vinna,” sagöi
hann. „Og núna þegar ég verö
búinn meö aurana mina flýg ég
aftur til Alaska og held áfram
aö teljá svif."
Loksins staönæmist lestin á
Termini, járnbrautarstööinni i
Róm. Þaö er komiö kvöld og nú
er eftir aö finna næturstaö, þvi
næsta morgun höldum viö ferö-
inniáfram til Bari við Adriahaf-
iö og þaöan til Matera, þar sem
viö ætlum aö hafa bækistöö
næstu tvær vikur.
Bær i svefni
Viö komum til Matera um tiu-
leytið aö kvöldi. Göturnar eru
auðar og rútubilstjórinn segir
okkur að við verðum að bera
farangurinn til gistihússins. Hér
eru allir farnir að sofa. Lika
leigubilstjórarnir.
Matera er um fjörutiuþúsund
manna bær og lætur litið yfir
sér. Samt er þetta merkilegur
bær. Sumir segja elsti bær. i
heimi, þvi þarna hafa fundist
fornleifar, sem gefa til kynna að
menn hafi búið i Matera i meira
en tuttuguþúsund ár. Elsti hluti
bæjarins hangir utan i fjallshliö
og er nú mannlaus og yfirgef-
Dorna Don