Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 21

Vísir - 10.06.1978, Blaðsíða 21
21 Laugardagur 10. júnl 1978 VISIR „ER VISS UM AÐ ÞEIR DJÓÐA MÉR RULLU HIHUM- MEGIH!" —síðari hluti samtols við Harold Á. Sigurðsson leikara Yiðtol: Kotrín Pólsdóttir Myndir: Jens Alexondersson o.fl. Þeir reykja stóra sigara þarna I stjórnarráóinu. Haraldur A. f hlutverki I reviu árió 1947. Heimsveldin þrjú i Reykjavík/ samskipti götu- strákanna í vesturbænum viö hans hátign Danakóng og dularfullar auglýsingar í dagblöðum Reykjavíkur árið 1943 var meðal annars það sem bar á góma i spjalli við Harald Á. Sigurðsson leik- ara í síðasta Helgarblaði. Við skildum þar við Harald/ þar sem hann var í miðju kafi að segja okk- ur frá starfi Fjalakattarins/ sem stóð fyrir ótal reviusýningum í Iðnó á árunum upp úr 1940. Revíurnar nutu mjög mikiila vinsælda og sumar þeirra voru sýndar allt upp í fimmtiu sinnum. Að Fjalakettinum stóðu þeir Haraldur, Emil Thorodd- sen tónskáld og Indriði Waage, sem oftast var leikstjóri. „Við tókum einnig til sýninga alvarlegri stykki i Fjalakettinum.Þar má nefna „Maður og kona" og svo „Meðan við bíðum", sem var sýnt árið 1949. Þá var Tómas Guðmundsson skáld farinn að starfa með okkur. Þegar Emil féll frá, óttuðumst við að gagnrýnendur yrðu harðir og miskunnarlausir í okkar garð. Emil var viðurkenndur listamaður og verndari okkar. Það var því ekki um annað að ræða en að fá einhvern á borð við Emil og við fórum þess á leit við Tómas Guðmundsson skáld að hann starf- aði með okkur, sem varð úr". Bláa stjarnan 0 „Upphaflega höföum viö hugsaö okkur aö hafa reviur i Iönó og kabaretta i Sjálfstæöis- húsinu, en viö sáum þaö fljót- lega aö viö stóöum ekki undir þvi. Viö höföum reist okkur huröarás um öxl, þvi þetta varö allt of mikil vinna. Þvi varö þaö úr aö viö einbeittum okkur aö Sjálfstæöishúsinu og sýndum þar. baö var Bláa stjarnan sem stóö fyrir þeim sýningum, en aö henni stóöu: Tómas Guömunds- son, Alfreö Andrésson leikari, Indriöi Waage og ég.” — Sýnduö þiö aöeins reviur i Sjálfstæöishúsinu? „Nei, nei, þetta voru alls konar skemmtiatriöi. Viö vor- um með erlenda skemmti- krafta, leikara, söngvara og dansara. Svo vorum viö meö fjöldann allan af islenskum skemmtikröftum, sem of langt yröi upp aö telja. Þó ber aö geta, að gamanvisur voru ávallt mjög vinsælar. Þær fluttu ýmsir t.d. Alfreð Andrésson, Brynjólfur Jóhannesson, Haukur Mortens, Soffia Karlsdóttir og Nina Sveinsdóttir. Það var alltaf dansaö, þegar flutningi skemmtiatriöa var lokiö. Þá lék hljómsveit Aage Lorange fyrir dansi fram til klukkan eitt.” „Við lentum sjaldan i vandræöum meö drukkiö fólk. Ef þaö haföi truflandi áhrif á sýningar, þá var þaö þegar I staö fjarlægt úr húsinu. Ég man eftir þrem ungum drengjum, er sátu að sumbli viö borð rétt hjá leiksviðinu. Þeir voru meö köll og læti og auðséð var aö þeir voru farnir aö fara i taugarnar á leikhúsgestum. Ég beiö eftir tækifæri til aö þagga niöur i þeim. Ég*þurfti ekki aö biöa lengi þar til einn drengj- anna kallaöi til min og sagöi: „Halli viltu snaps?” Ég svaraöi: „Nei þakka þér fyrir vinur minn, ég drakk þegar ég var á þinum aldri, en hætti þegar ég fermdist”. Strákarnir bærbu ekki á sér alla sýninguna eftir þetta og voru hinir prúöustu. Viö gættum þess vel aö vera strangir hvað varöaði meðferö áfengis. Þeir sem voru meö i þessum sýningum fengu mörg boð utan úr sal og jafnvel send- ingar á bakka, en öllum var bannab að þekkjast þvilik boö! Þegar sýningu lauk þá fórum viö sem stóöum aö þessu oftast beint heim, annars heföum við legiðeftir i húsinu þegar allt var búið, útúrdrukknir, ef viö hefö- um þegið allt þab sem aö okkur var rétt.” ,/Lögðu sig í lífshættu tilað segja mér aðég væri of feitur" „Þaö reyndist mér nokkuö vel aö gera grin aö sjálfum mér i gamanþáttum sem við fluttum i Sjálfstæðishúsinu. Þá var mér frekar fyrirgefiö ef ég geröi grin að öðrum. Sköpulagiö á sjálfum mér tók ég oft fyrir. Oft fluttum við Alfreö þessa þætti, en hann var grannvaxinn maöur. Þaö má segja að viö höfum verið eins og Gög og Gokke, þar sem ég var helmingi stærri en Alli, á þverveginn. Annars verö ég aö viöurkenna aö það fór dálitið i taugarnar á mér ef menn voru alltaf aö tönnlast á þvi hve ég var feitur. Þaö kom fyrir aö maður einn hér I bæ hætti lifi sinu meö þvi aö fara yfir fjölfarnar umferöargötur i borginni til aö hitta mig og segja .mér hvaö ég væri feitur. Svo var það eitt sinn er hann kom yfir götuna, aö ég varö fyrri til og sagöi: „Helviti ertu ljótur”. Siöan hefur þessi náungi aldrei talað viömig. Eitt sinn tók ég mig mikiö á og fór i megrun. Ég var ákaflega upp meö mér þegar ég haföi lést um tiu kiló. Þá labbaöi ég inn i kjötbúö og bað kaupmanninn að vikta fyrir mig tiu kiló af beinlausu kjöti til aö sjá svona um það bil hve mikið væri fariö af mér. Hann geröi þaö, en bregður i brún þegar ég segi aö þaö þurfi ekki aö pakka þvi inn. Ég ætli nefnilega ekki aö kaupa þaö. Maðurinn veröur alveg steinhissa og spyr hvers vegna i ósköpunum ég hafi þá verið aö láta hann vikta allt þetta kjöt. Ég sagöi eins og var, en honum fannst þetta alls ekki sniöugt hjá mér.” Meðálfameyjum á sviði Þjóðleikhússins Bláa stjarnan var meö sýn- ingar til ársins 1952 I Sjálf-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.