Vísir - 10.06.1978, Síða 31

Vísir - 10.06.1978, Síða 31
vism Laugardagur 10. júnl 1978 NTfNGA- DRALAGID Þeir voru kaldir karlar, — bræöurnir Charles (t.v.) og Ed ward Richardson. veski með 200 dollurum voru horfin. Hr. Richardson sat við stóra skrifborðið sitt með stóla allt um kring, eins og hirð.” Það sem Richardson var aft- urámóti að dunda sér við var að velja hnifa úr miklu safni sem hann svo kastaði i áttina að Al- fred nokkrum Blore, „fram- kvæmdastjóra ” Common Market Merchants. bessir hnif- ar, sem sumir höfnuðu i hand- legg Blores, áttuað leiða athygli hans að yfirsjónum hans i við- skiptunum. ,,Rán” Duval sagði, að Richardson hefði sifellt sungið yfir veslings Blore: „Ég er „bossinn” og ef ég segi þér að gera eitthvað þá gerir þú það.” En Blorespurði: „Hvað hef ég gert, Charlie?” „Ég lét ekki á mér bera auð- vitað”, sagði Duval. „Sat bara i minu horni. Hr. Blore æpti: „Ekki gera mér þetta!” Málið var það, að hr. Blore var for- stjóri Common Market Mer- ehants og vildi ekki reka fyrir- tækið eftir skipunum frá Richardson.” Tveir úr hópi nokkurra kum- pána og minniháttar „fram- kvæmdastjóra” bófaflokksins, sem viðstaddir voru á skrifstof- unni, voru nú sendir á skrifstofu Common Market Merchants i helsta fésýsluhverfi Lundúna, „the City”, til þess aö taka það- an gögn og bókhald fyrirtækis- ins, en láta lita út fyrir að rán hefði verið framið. Að sögn Duvals var ástæðan sú, að Blore var orðinn alblóðugur og yrði hann spurður útí það af lögregl- unni ætti hann að svara þvi til að áverkana hefði hann hlotið i „ráninu”. „Gestur hennar hátignar” Geoffrey Crispin, verjandi Richardsons,reyndinúaðhalda þvi fram, að Duval en ekki Richardson hefði verið hinn raunverulegi yfirmaður bófa- flokksins. Duval viðurkenndi að hafa lifað li'fi svindlarans, en hann hefði aldrei verið i forystu fyrir plat-fyrirtækjum flokks- ins. Crispin benti Duval á að hann ætti von á miklum fjár- upphæðum fyrir sölu á ævisögu sinni til dgblaða. „Éger”,sagði Duval þá snöggur upp á lagið, „um þessar mundir gestur hennar hátignar og get ekki átt aðild að viðskiptum á meðan ég er i fangelsi! ” Þá kom i vitnastúkuna Bernard Wajcenberg, tauga- óstyrkur fésýslumaðuraf pólsk- um ættum, 32ára að aldri. Hann hafði einnig átt öskemmtileg viðskipti við Richardson og fyr- irtæki hans. Hann hafði leitað eftir upplýsingum um við- skiptahætti Richardsons hjá lögreglunni. Það likaði glæpa- foringjanum ilia. A fundi i Camberwell-skrifstofunni sagði Richardson við Wajcenberg, sem kvaðst hafa verið „lamað- ur af hræðslu”: „Þú klúðraðir með þvi að spyrjast fyrir um mig hjá lögreglunni. Ef þú borg- ar ekki 5000 pund sleppurðu ekki lifandi út úr þessari skrifstofu. ” Til þess aö leggja áherslu á orð sin sýndi Richardson skáp fullan af hnifum, öxum og byss- um. Wajcenberg sá sér þann kost vænstan að útvega 3000 pund sem Richardson þáði i „bætur”. Máltið við raflostsund- irleik Annar félagi Richardsons i viðskiptum, Derek John Lucien Harris varekki eins heppinn og Wajcenberg. Hann fékk að reyna þróuðustu pyntingaað- ferðina, -raflost. Þetta gerðist, að hanns sögn, i júni 1964, þeg- ar hann kom á skrifstofuna i Camberwell til að innheimta peninga sem hann tadi sig eiga inni hjá Richardson vegna sölu á fyrirtæki einu. Þetta var ekki gáfulegt af Harris, þvi Richard- son vildi frekar taka við pening- um engreiða þá. Hann var flutt- ur af nokkrum ruddum i vöru- skemmu eina, þar sem Richardson sagði, „Ég kann vel við þig, Lucien, og vil ekki gera þérmein”, entóksiðan til við að berja hann með aðstoð eins af ruddunum. Þegar þeir voru orðnir þreyttir á þvi, var komið meðraflostútbúnað ogdálitið af fiski og frönskum kartöflum. „Allir fóru að borða”, sagði Harris, „en þegar Richardson var orðinn mettur þrýsti hann þumalputtunum inn i augun á mér svo eg gat ekkert séð um hrið. Samkvæmt skipun hans var ég svo klæddur úr skónum og vir tengdúr við tærnar á mér. Roy Hall (einn úr bófaflokkn- um) hleypti straumi á og lostið þeytti mér úr stólnumog ég féll á gólfið. Siðan var ég klæddur úr öilu nema skyrtunni og raflosts- meðferðin var endurtekin.” Harris sagði frá þvi að er þeim þótti meðferðin ekki nógu á- hrifarik var appelsinusafa hellt yfir fætur hans, hann var bund- Ný skyrta Annað fórnarlamb, Benjamin Coulston skýröi frá þvi að hann hefði verið afklæddur, sumar tennur hans rifnar út með töng- um, drepið var i vindlum á handleggjum hans og hann var „ristaður” á andliti og viðar 'með rafmagnsplötu og loks vaf- inn inn i plastdúk ásamt þung- um lóðum og Richardson fyrir- skipað: „Komið honum fyrir kattarnef!” Coulston sagöi miður sin frá þvi að hann hefði haldið að hon- um yrði fleygt i ána. „Og allan timann voru Richardson og hin- ir drekkandi, hlægjandi, reykj- andi og virtust skemmta sér vel.” Þegar Richardson var hins vegar orðinn leiður á leikn- um og niðurlæging og örvænting fórnarlambsins fullnægjandi, þá gaf hann skipun um að Coul- ston yrði sleppt. „Hann gaf mér nýja skyrtu”, sagði Coulston, og Edward, bróðir hans ók mér heim.” Svipaðar sögur sögðu mörg önnur vitni. Falsanir? Hápunkti náðu réttarhöldin morguninn sem Richardson sagði sjálfur sina sögu. Vörn hans byggði á þeirri einföldu af- stöðu að allur vitnisburður gegn honum hefði verið falsaður. Harin tók sögu Duvals sem dærni: „Hún kemur beint út úr ævintýrunum og hefur aldrei gerst. Það er fáránlegt að ?g eins og hann hefði aldrei séð sh’kttól áður. „Éghefaldreiséð .svona nokkuö fyrr. A þetta ekki og veit ekki um neinn sem það gerir. Þetta er samsæri. ,, Alvarleg aðdróttun” Þegar ákæruvaldið spurði um hugsanlegt vitni sem ekki hafði tekist að hafa upp á: Er þessi maður i fullu fjöri? svaraði Richardson með uppgerðar ör- væntingu: „Þér eruð sifellt að spyrja mig hvort hinn eða þessi sé í fullu fjöri og ég mótmæli þvi. Þaðfeluri sér alvarlega að- dróttun! ” Roy Hall, einn af böðlum Richardsons sem stjórnaði raf- lostsútbúnaöinum, að sögn vitna, bar næstur vitni og neit- aði öllu eins og húsbóndi hans, og kvaðst m.a.s. aldrei hafa séð tvö vitnanna, Harris og Coulst- on fyrr en i réttarsalnum. „Ég er saklaus, og legg hart að mér við mitt starf”. Sömu afstöðu tóku aðrir bófar sem komu fyrir réttinn. Sá sem t.d. var sagður hafa reynt að rifa tennur úr einu fórnarlambanna með töngum en aðeins tekist að þjösnast á tannholdi þess, sagðist aldrei hafa heyrt, séð eöa gert nokkurn skapaðan hlut i þessa veru, og á þeim tima sem meðferðin á Harris átti að hafa farið fram, kvaðst hann einmitt hafa verið að leggja blómsveig á leiði föður sins sáluga. Kviðdómi hótað Fyrir hönd ákæruvaidsins t pyntingaherbergjum og „kontór” Richardsons i þessu vöruhúsi I fremur af- skekktu úthverfi i suöurhluta Lundúna voru fórnarlömbin tekin til bæna. Fyrir neöan er Astorklúbburinn, þar sem Richardson valdi fórnar- lömbin einatt. KoratosauMtui fffTAl fMVOMm |tt- gp 9j p /{ . CLU B | VC6 Ví--. inn og keflaður og veitt raflost i ýmsa likamsparta. Þegar hann var aðklæðast eftirir „meðferð- ina” sagði Harris að Richard- son hefði bókstaflega neglt ann- an fót sinn við gólfið með hnif- kasti. Næstu tiu minútur réttar- haldanna fóru i að dómari og kviðdómur skoðuðu fót Harris og tvö ör eftir hnifinn, þar sem hann hafði farið inn og út. Harris sagði loks, að Richard- son hefði beðist afsökunar á meðferðinni og fegið sér 150 sterlingspund. Ails tóku pynt- ingarnar sex klukkustundir. hafi barið hann bara til að láta hann gera það sem ég vildi. Hafði hann einhvern tima ráðist á einhvern? Richardson leit með umburðarlyndu og þol- inmóðu brosi i kringum sig og svaraði: „Aðvitað ekki, og ég tek mér aldrei styggðaryröi i munn. Þetta eru allt slóttugir svindlarar. Þeir ljúga upp þess- um ásökunum til að koma eigin svinarii yfir á mig.” 1 réttarsalnum var til sýnis raflostsútbúnaöurinn sem sagð- ur var aðalpyntingatækið. En Richardson virti hann fyrir sér, sagði Sebag Shaw, aö þessi varnaraðferö sakborninga væri „bull og þvaður” til þess ætluð aðblekkja kviðdómendur. Hann lagði áherslu á að þessi réttar- höld snérust um glæpastarfsemi sem gæti eyðilagt hið siðmennt- aða enska samfélag, eins og krabbamein, ef hún yrði látin við'gangast. Richardson hef8i verið höfuðpaur þessarar starf- semi. En á 38. degi réttarhaldanna, lengstu sakamálsréttarhalda i Bretlandi til þessa, kom dómarinn með mikilvæga yfirlýsingu. Hann sagði að sér hefði verið tjáð, að kviðdómendum hefði verið hótað og þeim sagt „að ó- samkomulag yrði að vera i Richardsonmálinu”. Einni slikri hótunhafði verið hvislað i eyra 75 ára gamallar móður eins kviðdómenda þar sem hún beið eftir strætisvagni, og svip- aðar viðvaranir hefðu borist simleiðis. Lawton, dómari lagði áherslu á að sakborningar yrðu að fá sanngjarna lagalega meðferð, og þeir hefðu verið i gæslu i langan tima svo slikar hótanir kæmu ekki beint fyrir þeirra til- stilli. Þetta yrðu kviðdómendur að hafa i huga. Hann sagði, að engu að siður. heföi verið sett upp sérstakt viðvorunarkerfi, sem kviðdómendur gætu gripið tii ef fleiri hótanir bærust. Dóm- arinn itrekaði, aö kviðdómend- ur létu hótanirnar ekki hafa áhrif á niðurstööu sina, og minnti á nauðsyn þessa að hún yrði einróma, þvi ella yrði að halda ný réttarhöld. Dómurinn Lawton tók þrjá daga i að reifa málið að lokum, sem er ein lengsta ræða dómara af þessu tagi. En 7. júni dró kviðdómur- inn sig I hlé. Það liðu9 klst. og 26 minútur uns kviðdómendur gengu aftur i réttarsalinn, sum- ir æði þreytulegir. Sakborning- arnir átta störðu á þá i eftir- væntingu. Listi ákæruatriða var langur og það tók talsverðan tima fyrir formann kviðdómsins að lesa upp niðurstöðurnar. Richardson og fimm aðrir liðs- menn hans voru sekir fundnir um nokkur ákæruatriðanna, en ekki öll. Richardson var fundinn sekur af niu atriðum. Hann kvaðst enn saklaus af þeim öllum. Lawson dómari íýsti þvi yfir að hann myndi ekki skýra frá refsingum fyrr en daginn eftir: Charles Richardson fékk 25 ára fangelsi, og við hann sagði dómarinn: „Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að enginn refs- ing muni bæta yður nema timinn, árin sem liða. Ég tel sannað að árum saman hafið þér verið leiðtogi fjölmenns, agaðs og vel skipu- lagðs bófaflokks”, sem beitti terrorisma gegn þeim sem urðu i veginum á grimmilegan, sad- istiskan hátt. „Þegar ég minnist þess vitnisburðar sem veittur var gegn yður”, sagði dómar- inn, „skammast ég min fyri r að búa í samfélagi sem rýmir menn eins og yður. Ollum þeim sem gerast foringjar glæpa- flokka verður að vera ljóst að lögin munu koma þeim á kné eins og þau komu yður á kné”. Richardson starði, samanbit- inn á svip, á dómarann er hann las upp refsinguna, og þegar þrir lögreglumenn komu til að leiða hann til fangaklefanna sneri hann sér að kviðdómnum og urraði: „Þakka yður kærlega fyrir!” Aðrir sakborningar fengu 8-10 ára fangelsisvist. Edward, yngri bróöir for- ingjans, hlaut 10 ár til viðbótar þeim fimm sem hann hafði þeg- ar fengið fyrir önnur afbrot. Þannig lauk ferli hins al- ræmda Richardsonbófaflokks. Til þess þurfti samræmdar að- gerðir 100 lögreglumanna. Viö lok réttarhaldanna kallaði Lawton, dómari þessa lögreglu- sveit fyrir sig og þakkaði henni fyrir hönd réttarins, og „reynd- ar hvers löghlýðins borgara i landinu”, fyrir að hafa haft hendur i hári „einhvers hættu- legasta bófaflokks sem ég hef heyrt um.”

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.