Vísir - 16.06.1978, Side 2

Vísir - 16.06.1978, Side 2
Föstudagur 16. júnl 1978 VISIB Reykjavík Hvernig iist þér a rá&- stafanir meirihluta borgarstjórnar Reykja- vikur i visitölumálinu? Albert Hansson, verkamaöur: Ég er ekki búinn aö kanna þessar ráðstafanir til hlitar þannig aö ég get ekki úttalaö mig um þær. Jónas Sigurösson, simvirki: Þessar ráöstafanir eru spor i rétta átt. Bergmann Júllusson, trésmiöur: Mér finnst rétt aö borga visitölu- uppbætur aö einhverjum hluta. Þaö er alltof mikiö fyrirtæki aö borga þær allar. Njáll Haröarsson, verktaki: Mér list vel á þetta. Þaö á aö skera niöur alla jöfnunarsjóöi og ef fyrirtækin ekki bera sig þá logn- ast þau bara útaf. Jón Ásbjarnarson, tæknifræö- ingur: Mér list ágætlega á þær, þetta er alveg I samræmi viö þaö sem þeir lofuöu fyrir kosningar og koma svotil meö aö svikja eins og annaö. ÞOR STJÓRNAR UMFERÐAR- NEFND Hagur hjólríðandi Reykvíkinga fer væntanlega batnandi á næstunni eftir að kosin var ný umferðar- nefnd á fundi borgarstjórnar í gær. Formaður nefndarinnar var kosinn Þór Vigfússon frá Alþýðu- bandalaginu en hann ferðast jafnan um borgina á reiðhjóli. í viðtali við Þjóðviljann í síðasta mánuði sagðist Þór telja reiðhjólið „einhverja merkustu uppfinningu sem gerð hefur verið að minnsta kosti í samgöngumál- um." Með Þóri i umferðarnefnd eiga nú sæti þau Þor- steinn Sveinsson, Alfreð Þorsteinsson, Sigríður Ás- geirsdóttir og Sigurjón Fjeldsted. A fundi borgarstjórnar i gær var kjörið i 28 nefndir og ráö á vegum borgarinnar. Frestaö var að kjósa i hafnarstjórn, skipulagsnefnd, iþróttaráð, barnaverndarnefnd og veiði- og fiskiræktarráö. Hér á eftir verður greint frá kosningu i nokkrar helstu nefndir. t stjórn Innkaupastofnunar Reykjavikurborgar voru kosnir Sigurjón Pétursson (Alþ.bl.) Siguroddur Magnússon (Alþ.fl.) Eirikur Tómasson (Frams.fl.) Valgaröur Briem og Magnús L. Sveinsson (Sjálfst.fl.) For- maöur er Eirikur Tómasson. I útgeröaráö voru kosnir Sigurjón Pétursson og Kristvin Kristinsson frá Alþýöubanda- lagi, Björgvin Guömundsson (Alþ.fl.) Páll Jónsson (Frams.fl.) og Einar Thorodd- sen og Þorsteinn Gislason frá Sjálfstæðisfl. Formaður er Björgvin Guðmundsson. Heilbrigöismálaráö skipa nú Adda Bára Sigfúsdóttir og Margrét Guðnadóttir frá Alþ.bl. Siguröur Guðmundsson (Alþ.fl.) Jón Aöalsteinn Jónas- son (Frams.fl.) og frá Sjálfst.fl. Páll Gislason Margrét Einars- dóttir og Markús örn Antons- son. Formaður er Adda Bára Sigfúsdóttir. I fræösluráö hlutu kosningu Kristján Benediktsson (Frams.fl.) Þór Vigfússon og Hörður Bergmann frá Al- þýðubl., Helga Möller (Alþ.fl.) og frá Sjálfst.fl. Ragnar Július- son, Davið Oddsson og Elin Pálmadóttir. Félagsmálaráöskipa nú Guö- Þessi mynd birtist i Þjóðviljanum af Þór Vigfús syni þar sem hann styður við farartæki sitt. rún Helgadóttir, Þorbjörn Broddason, frá Alþýðubandl. Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Alþ.fl.) Gerður Steinþórsdóttir (Frams.fl.) og frá Sjálfst.fl. þau Markús örn Antonsson Hulda Valtýsdóttir og Bessi Jóhanns- dóttir, Geröur er formaður ráðsins. í stjórnarnefnd veitustofnana hlutu kosningu Adda Bára Sig- fúsdóttir (Alþ.bl.) Bjarni P. Magnússon (Alþ.fl.) Valdimar K. Jónsson (Frams.fl.) og frá Sjálfst.fl. þeir Sveinn Björnsson verkfr. og Hilmar Guölaugsson. Æskulyösráö er skipaö Sjöfn Sigurbjörnsdóttur frá Alþýöufl. sem er formaöur, Margréti S. Björnsdóttur og Kristjáni Valdimarssyni frá Alþ.bl. Kristni Friðfinnssyni (Frams.fl.) og frá Sjálfstæöis- flokknum þeim Daviö Oddssyni Bessi Jóhannsdóttur og Skúla Möller. Umhverfismálaráðskipa Alf- heiöur Ingadóttir og Siguröur G. Tómasson frá Alþ.bl., Haukur Morthens frá Alþ.fl. og Elin Pálmadóttir, Sverrir Scheving Thorsteinsson og Magnús L. Sveinsson frá Sjálfstfl. t stjórn sjúkrasamlagsins hlutu kosningu þau Adda Bára Sigfúsdóttir (Alþ.bl) Eggert G. Þorsteinsson (Alþ.fl) og Markús örn Antonsson og Arinbjörn Kolbeinsson frá Sjálfst.fl. Hér eru aöeins taldir upp aöalmenn i þessum nefndum og ráöum. Ekki er hér rúm til að geta fleiri kosninga aö sinni en vafalaust vekur kosning for- manns umferöarnefndar mesta athygli. —SG —MISTÆKAR SJONVARPSSTJORNUR FLOKKANNA Þá er lokið fyrstu sjónvarps- lotu fyrir þingkosningarnar. t henni hafa fulltrúar stjórnmála- flokkanna viöraö sjónvarmiöin og „min skoöun” hefur aö auki veriö mjög ofarlega á baugi, hvortsem „min skoöun” veröur nokkurntima aö sjónarmiöi flokksins og stefnumiði eöa ekki. Þannig hafa áheyrendur fengiö um sinn aö hlýöa á per- sónulegar skoöanir, sem litlu máli skipta, og nokkur brot af hinum flokkslegu skoöunum, sem komast ekki til skila nema aö litlu leyti fyrir feörunarmál- um, bæklingaútgáfu og almenn- um slappleika. Yfirleitt finnst manni aö Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýöuflokkurinn hafi komiö best út úr sjónvarpsum ræöunum. Báöir þessir flokkar hafa skoö- anir, sem fólk getur fótaö sig á, einkum Sjálfstæöisflokkurinn, og þaö var óvenju hressandi aö heyra Ellert Schram svara einni spurningunni meö NEI. Þaö þurfti sem sagt enga loö- mullu eöa málalengingar f þvf svari. Þá veröur þaö aö segjast eins og er, aö fáir eru glaöbeittari á orrustuvelli stjórnmálanna en Matthias Bjarnason. Sagt er aö skapsmunir hans geti á stund- um veriö nokkuö óþægilegir. En hvaö höfum viö aö gera meö þægilega og sléttgreidda menn i pólitlk. Þeir mega vera eins óþægilegir og þeir vilja, hafi þeir aöeins skoöun til aö standa á, og bjóöast ekki til aö fara „þriðja hringinn” á næsta kjör- timabili. Neöanjaröarhagkerfi Vil- mundar Gylfasonar er kannski ekki nógu viðamikiö til aö hægt veröi aö reisa á þvi tiu milljaröa veröjöfnunarsjóöi, en óhætt er aö fuUyröa, aö töluveröir fjár- munir eru stööugt i gangi I þjóö- félaginu, sem þyldu vel aö sjá dagsins ljós .Vilmundur er þarna i sömu hreinsunardeild- inni og áöur, nema nú er meira höföaö til almennra hreinsana. Annars kom Kjartan Jóhanns- son meira á óvart. Hann var .r ..———mmmriwmi heldur takmarkaöur sjónvarps- maður hér áöur fyrr en birtist nú sem geöfelldur og fjölvls maöur. Ragnar Arnalds kemur yfir- leitt alltaf vel fram í sjónvarpi, og Alþýöubandalagiö varö eink- um aö styöjast viö málflutning hans í þessari sjónvarpslotu, þar sem hinn fyrrverandi gló- kollur Framsóknar, ólafur Ragnar Grimsson, var I ein- hverju skapsmunakasti, sem manni skilst aö hafi átt upptök sin i þvi, aö tvisvar varö aö byr ja upptöku þáttarins áöur en litrófiö jafnaöi sig f upptökuvél- um meö þeim afleiöingum, aö þeir Magnús Bjarnfreðsson og Viglundur Þorsteinsson gátu komiö aö meiningum um aö Ólafur væri búinn aö skipta svo oftum flokk, aö sjónvarpslitirn- ir færu allir I rusl, þegar vélarn- ar beindust aö honum. Þegar Eysteinn Jónsson var á sinum timaaöreyna aökoma á sáttum meö Ólöfunum f Framsóknar- flokknum linnti ekki móögun- um, og geta menn gert sér i hugarlund hvernig ólafur Jó- hannesson, næstum heilagur maöur, hefur tekiö „dressering- um” nafna sins, sem hafa auö- vitaö veriö ámóta og þær sem hann lét dynja á fýrirspyrjend- um eftir aö ljóst var aö lifróf sjónvarpsins átti i erfiöleikum meö hann. Framsóknarflokknum gekk einna verst i sjónvarpslotunni. Þaö er eins og Einar Agústsson, utanrfkisráöherra, geti varla á heilum sér tekiö f pólitiskri um- ræöu. Hann tekur meö vinsemd og vingjarnleika hinum verstu sneiöum — jafnvel þegar freist- aö er aö taka hann pólitiskt af lffi frammi fyrir alþjóö. Nú er Einar hinn mætasti maöur, sem vill vel. En þaö er bara ekki nóg. Kannski stafa erfiöleikar hans af þvf aö Framsóknarflokkurinn standi nú uppi án skoðana og stefnumiða. Þá er illa komiö fyrir flokki sem haföi yfir tuttugu óg sex af hundraöi þjóöarfylgisins, þegar Eysteinn Jónsson hætti formennsku. Svarthöföi

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.