Vísir - 16.06.1978, Qupperneq 8

Vísir - 16.06.1978, Qupperneq 8
8 Föstudagur 16. jdnl 1978' Hitler-klammynd Margir Þjóöverjar eru öskureiöir vegna klám- mynda um Adolf Hitler, sem verið er aö sýna i. kvikmyndahúsum þar i landi. Það er raunar ekki Hitler sjálfur sem leikur þar aðalhlutverk- ið, heldur austurrískur leikari sem er óhugnan- lega likur honum. Flestir Þjóðverjarnir eru reiðir vegna þess að þeim þykir óviðeigandi að verið sé að græða fé á mesta glæpamanni mannkynssögunnar, með þessum hætti. Aðrir eru reiðir (en þeir eru nú færri) vegna þess að þeim þykir minningu foringjans sýnd óvirð- ing. Austurríski leikarinn Billy Frick, erorðinn vel efnaður á að leika Hitler, þvi hann er til kvaddur hvenær sem gerð er kvikmynd þar sem húsamálarinn kemur við sögu. Ekki alls fyrir löngu var hann í Munchen að leika í kvikmynd um eitt af tilræðunum við Hitl- er. Þá tók hann upp á því, að gamni smu, að ganga um götur borgar- innar íklæddur Hitler úniforminu, með haka- krossi og öllu til- heyrandi. ,,Fyrst í stað var eg dauðhræddur", segir hann. „Ég hélt að ég yrði fyrir árásum og svívirðingum. En það fór á annan veg, fólk kom í stórum hópum til að taka í hendina á mér". Nýjustu myndir Fricks heita „Hitler i París" og „Siðasti tangó Hitlers" og gefa nöfnin nokkra vísbendingu um hverskonar myndir það eru. Jon Voigt meft nýju konunni sinni og (innskot) eiginkonunni meöan allt lék i lyndi. Frœgðin dýr Miðnæturkúrekinn • Jon Voigt er skilinn við • eiginkonu sina og tekinn • saman við unga leik- ^ konu sem hann kynntist _ þegar verið var að gera • kvikmyndina „Heim- • koman". Það var þó • ekki leikkonan sem 0 eyöilagði hjónabandið heldur hlutverkið sem hann hafði i myndinni. w Myndin fjallar um • lamaðan hermann sem • kemur heim frá Viet- 0 nam, og alla þá erfið- & leika sem hann á við að m etja. Til þess að setja sig ® inn i hlutverkið eyddi • Voigt dögum og vikum á • sjúkrahúsi fyrir lamaða • hermenn. a Árangurinn var sá að _ leikur hans er sagður • stórkostlegur og hann • hefur tekið annað eins • gríðarstökk upp á • stjörnuhimininn og hann 0 tók með „Midnight m Cowboy". Afleiðingin var hins- vegar sú að hann varð ákafiega dapur og nið- urdreginn af að um- gangast hermennina og sinnti lítið konu sinni og börnum þeirra tveimur. „Jon VAR lamaður hermaður meðan á þessu stóð". sagði kona hans fyrrverandi. „Og hann átti eins erfitt and- lega og þessir vesalings menn. Hann hafði ekki áhuga á nokkrum sköp- uðum hlut í lengri tíma, hékk aðeins á sjúkra- húsinu og talaði við þá". Þótt Voigt hafi fengið ágæt hlutverk síðan hann lék Miðnæturkúr- ekann hefur hann frek- ar verið á niðurleið, sem leikari. Gagnrýnendur segja að með þessu hlut- verki sé hann aftur kominn meðal „ris- anna". En það kostaði hann hjónabandið. ••••••••••••••••••• Tarsan sat uppiitrénu fylgdist meö baráttu rnannsins sem haföi ætlaö aö myröa hann M Ó R I Horföir þú á þegar stjórnmálamenn sátu fvrir svörum seinna kvöldiö? liimmiiiMrfuM Já. Mér fannst erfitt aö^f" átta mig á þvi hvort Raldur óskarsson var mættur þar til aö spyrja, eöa upplýsa fólk um „staörevndir ” hinna ýmsu

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.