Vísir - 16.06.1978, Page 11
VISIR Föstudagur 16. júnl 1978
11
/------y-------
Haraldur
Blöndal
lögfrœðingur
skrifar: Að
vinna með
Framsókn að
úrbótum i
efnahagsmálum
er eins og að
leiða staðan
asna yffir
grýttan
ff jallveg
Þeir vilja leggja á sérstakt
vörugjald, til þess að efnaminni
fjölskyldur verði að hætta aö
kaupa þær vörur.
Þeir vilja hækka söluskatt á
tilteknum vöruflokkum i sama
tilgangi.
Þeir vilja afnema friverslun,
þ.e. binda innflutning leyfum og
gera hann háðan samfélagi
kunningsskaparins og Fram-
sóknarmennskunnar.
Framsóknarmenn hafa skipu-
lagt sölukerfi landbúnaðarins.
Kaupandi að islenskri landbún-
aðarvöru getur ekki séð, hvaöan
hann kaupir ostinn sinn. Hann
getur ekki valið kjötið sitt eftir
landshlutum. Framsóknar-
flokkurinn afnam Hólsfjalla-
hangikjötið. Það er ekki hægt að
sjá, hvaðan smjörið er eða kar-
töflurnar. Þar er ekki einu sinni
hægt að sjá, hvort þær eru út-
lendar eða innlendar.
Af hverju er þá verið með
þeim i stjórn?
Þaö er von að menn spyrji
þessarar spurningar. Svarið er
það, aö eftir kosningarnar 1974
var hægt að mynda rikisstjórn á
annan veg.
Sjálfstæöisflokkurinn og Al-
þýðuflokkurinn gátu ekki mynd-
að saman meirihluta, — fengu
aðeins 30 þingsæti vegna rang-
látrar kjördæmaskipunar. Þess
utan höfðu þeir menn tekið völd-
in i Alþýðuflokknum, þ.e. Bene-
dikt Gröndal og félagar, sem
ekki vilja vinna meö Sjálf-
stæðisflokknum, — menn sem
dreymir um samstjórn Fram-
sóknar og Alþýðuflokks, og
starfa heldur með kommúnist-
um en Sjálfstæðismönnum.
Sjálfstæðismenn fara ekki i
stjórn með kommúnistum nema
kommúnistar lýsi yfir þvi, að
þeir styöji aðild Islands að Nato
og veru varnarliðsins.
Vinstri flokkarnir treystust
ekki til þess að vinna saman
eftir stórsigur Sjálfstæðis-
flokksins. Var þá aðeins ein leiö
eftir: Að Sjálfstæðismenn og
Framsóknarmenn mynduöu
saman ríkisstjórn.
Vondur ferðafélagi
Þar sem liðin voru tuttugu ár
frá siðust samstjórn Framsókn-
arflokks og Sjálfstæöisflokks,
litu margir björtum augum til
stjórnarmyndunarinnar. Sér-
staklega var bjartsýni áberandi
hjá ungu fólki, sem mundi ekki
þessa tið. Þá vissu menn, að
brennivin haföi ekki hækkað á
fimm ára valdaferli þessara
flokka frá 19. mai 1950 til 18. mai
1955.
Reyndari menn i Sjálfstæöis-
flokknum bentu hins vegar á, að
framundan yrði ekki nein
sældartið. Framsóknarmenn
teldu þessa rikisstjórn nefnilega
alls ekki eiga að taka upp nýja
stefnu heldur ætti aöeins að
halda kaupskapnum áfram við
nýja aðila.
Og spá þessara manna hefur
fyllilega ræst.
Þó hefur miöað nokkuð i rétta
átt. Vinstri stjórnin gerði allt að
engu á þremur árum. Hún
tæmdi alla sjóöi landsins og
steypti landsmönnum i óreiðu-
skuldir erlendis og flest af
stærstu þjónustufyrirtækjum
landsins voru komin i greiðslu-
þrot.
Núverandi rikisstjórn hefur
snúið þessari þróun við. Skulda-
staða rikisins er betri nú en
fyrir fjórum árum.Sjóðir lands-
ins eru betur færir um aö gegna
hlutverki sinu og tekist hefur að
höggva af mestan hluta skulda-
hala þjónustufyrirtækjanna.
Það hefur miðað i rétta átt.
En það hefur veriö erfitt verk,
og Framsókn hefur verið leiður
ferðafélagi, þvi að vinna meö
Framsókn að úrbótum i efna-
hagsmálum er eins og að leiða
staðan asna yfir grýttan fjall-
veg.
Þetta er setustofa meðgöngudeildar, þar sem
kemur til með aö verða staðsett.
litsjónvarpið
Söfnunin á meðgöngu-
deild gengur vel
— þó vantar herslumuninn
Söfnun á Meðgöndudeild
Fæðingardeildarinnar gengur
vel. Þegar hafa safnast um
150000 krónur en betur má ef
duga skal enda eru forvígis-
menn söfnunarinnar ákveðnir i
að láta afgang ef einhver veröur
ganga til næstu deildar. Engin
litsjónvörp eru á Fæöingar-
deildinni og flest svarthvitu
tækin eru farin að gefa sig.
Að sögn Lydiu Einarsdóttur
sem hefur haft veg og vanda af
söfnuninni hafa margir ein-
staklingar lagt söfnuninni lið og
af félögum nefndi hún Hús-
mæðrafélagið. A ritstjórn Visis
að Siðumúla 14 er framlögum
einnig veitt viötaka og viljum
við hvetja alla þá sem vilja
leggja sitt af mörkum i söfnun-
ina að koma þvi hið fyrsta á
framfæri, þannig að biðin eftir
litsjónvarpstækinu verði ekki
mjög löng. Þaö er óhætt að full-
yrða að það reyni nægilega á
biölund þeirra kvenna sem
þarna eru aö liggja upp i 8
mánuði meðgöngutimans og
biöa hinna ófæddu barna. —BA
Þegar Lóðvík verður falin
tilraun til stjórnarmyndunar
Indriði G. Þorsteinsson
skrifar: í rauninni er
verið að tala um
Lúðvíksstjórn, þegar
fólk veltir fyrir sér
nýrri vinstri stjórn
atkvæðum verði ekki ónýt. Þess
er varla að vænta að framsóknar-
atkvæðin skili sér aftur til heima-
húsanna.
Framsókn heldur áfram
aö tapa
Það er talið nokkurn veginn vist
aö Framsóknarflokkurinn haldi
áfram að tapa fylgi jafnvel á ólik-
legustu stöðum, enda eru Lúðvik
og Co. orðnir sérfræðingar i
grænfóöri og búskaparhagfræði
upp á siðkastið. Svo undarlega
vill til aö atkvæði Framsóknar-
flokksins hafa haft tilhneiginu til
aö flögra til vinstri að langmest-
um hluta enda hafa Framsóknar-
menn gætt þess að sjá vel fyrir
stefnumiðum hægri aflanna i
flokknum, jafnframt þvi sem þeir
hafa bólusett flesta Framsóknar-
menn gegn þvi að hvarfla til Al-
þýðuflokksins. Alþýðubandalagið
græðir nú tvimælalaust mest á
erfiðleikum Framsóknar með
þeim liklegu afleiðingum að Al-
þýöubandalagið verði bæði at-
kvæðalegur sigurvegari i
kosningunum og meö næstflesta
þingmenn að kosningum loknum.
Breytt formerki aö vinstri
stjórn.
Menn gera sér nú tiðrætt um
enn eina vinstri stjórnina á ts-
landi. Og vist er um það að slik
stjórn er ekki óhugsandi. En for-
merkin að myndun hennar væru
gjörbreytt miðað við kosninga-
sigur Alþýöubandalagsins. Fram
að þessu he&ir verið talið að
Framsóknarflokkurinn væri
sjálfsagður forustuaðili um slíkar
stjórnarmyndanir. Það væri i
rauninni á valdi þess flokks að
hafa forustu um slikar stjórnir,
sem byggöist á þvi að hann væri
stærstur svonefndra vinstri
flokka. Þegar forsetinn fól Ólafi
Jóhannessyni að gera tilraun til
myndunar stjórnar 1971 hafði
flokkurinn öll fyrrgreind skilyrði
til aö hafa forustu um þaö mál og
stjórnarandstaðan i heild haföi
bætt við sig fylgi. Eins fer liklega
nú. Stjórnarandstaðan eykur við
fylgi sitt og verði Alþýðubanda-
lagið næststærsti flokkurinn að
kosningum loknum, verður varla
vikist undan þvi að fela Lúövik
Jósepssyni tilraun til stjórnar-
myndunar. Næsta vinstri stjórn
að gefnum fyrrgreindum for-
merkjum yröi þvi rikisstjórn
Lúðviks Jósepssonar. Þvi er i
rauninni verið að tala um Lúð-
viksstjórn, þegar fólk veltir nú
fyrir sér nýrri vinstri stjórn.
Slíkur atburður væri ein-
stæður um margt.
Margt i málflutningi Alþýöu-
bandalagsins bendir til þess að
þeir bandalagsmenn hafi velt
þessum möguleika fyrir sér.
Mildi þeirra og óákveöni i göml-
um hitamálum eins og setu
varnarliðsins á Keflavikurflug-
velli, og áhugaleysi á öðru en þvi
að knýja fram hagstæðar
Geir Hallgrímsson
ólafur Jóhannesson
Erfiðleikum stjórnarflokkanna er ekki lokið en samt hafa þeir
snúist skarplega til varnar á siðustu dögum.
kosningar, með þvi að boða
kjarabaráttu i kjörklefanum, án
þess að nokkrar skýringar séu
gefnar á þvi hvað þá eigi við að
taka, bendir ótvirætt til þess, að
þeir búizt við þvi að vera kallaöir
til að freista þess að mynda rikis-
stjórn. Slikur atburður væri ein-
stæöur um margt. Hér á landi
hefur slikur möguleiki aldrei
hvarflað að mönnum, og á
Vesturlöndum öörum hefur þetta
ýmist ekki verið leyft, eða þá að
kosningalöggjöf kemur i veg fyrir
að kommúnistar komizt til slikra
áhrifa.
Andstæðingur lýðræðis í
hásæti
Vinstri stjórn verður tæplega
mynduð eftir kosningar öðruvisi
en leitaö verði til Alþýðubanda-
lagsins um tilraun til myndunar
hennar. Hvorki Framsókn né Al-
þýðuflokkurinn munu koma það
sterkir út úr kosningunum, eins
og nú horfir, að leita beri til
þeirra fyrst um stjórnarmyndun
á vinstri væng. Má vel vera aö svo
sé komið fyrir forustumönnum
borgaralegra vinstri flokka eins
og Framsókn og Alþýðuflokki, að
þeir sjái þann kost vænstan að
semja um stjórn undir forsæti
Lúðviks Jósepssonar. Aö minnsta
kosti væri ástæða til þess fyrir
kjósendur að fá úr því skorið áöur
en gengið er til kosninga hvort til
þess gæti komið að næsti forsætis-
ráðherra landsins yrði formaður
Alþýðubandalagsins. Svör stjórn-
málaflokka við þessu eru
nauðsynleg nú þegar ljóst er að
samkvæmt reglum lýðræöis getur
svo farið að leiða þurfi and-
stæðinga þess til hásætis. IGÞ