Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 4

Vísir - 13.07.1978, Blaðsíða 4
NYR HATTUR VIÐ RITUN SJÚKRASKRÁAl Egilsstaðir hafa riðið á vaðið hérlendis W » Fimmtudagur 13. júli 1978 VISIR Ritun sjúkraskrár var eitt aöalumræöuefniö á þingi Sambands um menntun í læknisfræðum á Noröurlöndum, sem haldið var á Akureyri i byrjun mánaðarins. A undanförnum árum hefur i mörgum löndum veriö reynt aö hanna ný sjúkraskrárkerfi. Prófessor i lyflækningum setti 1968 fram tillögur um nýtt kerfi, „vandaliöaöa” sjúkraskrá (Problem Oriented Medical Records), sem er i meginatriöum frábrugöin hinum heföbundnu skrám. Upplýsingum sem safnaö er um sjúklinginn er raöaö eftir þeim vandamálum, sem aö hon- um steöja, en ekki eftir uppruna upplýsinganna. Þetta kerfi hefur smám saman veriö tekiö upp viöa um heim bæöi viö háskölaspitala, almenna spitala, heilsugæslustöövar og hjá einstökum læknum. Auövelt mun aö breyta kerfinu og laga þaö aö mismunandi aöstæöum án þess aö grund- vallarhugmyndir glatist. Kerfiö hefur litiö veriö notaö hér á landi, en Guömundur Sigurösson læknir á Egilstööum tók fyrstur manna þetta kerfi upp 1976 með skipulögöum hætti. Heilsugæslustööin á Egilstööum styöst eingöngu viö sjúkraskrár sem ritaöar eru samkvæmt þessu kerfi. Guömundur greindi á þing- inu frá reynslu sinni af notkun þess og gat þess aö pappirsvinna yröi meö þessum hætti minni en ella. Nú þegar hefur verið unnt aö fá fram upplýsingar um nýtingu heilbrigðisþjónustunnar á Egilstööum, sem tafsamt og torvelt heföi veriö aö vinna ella. Vandlega rituö og hönnuö sjúkraskrá hefur fyrir engan meira gildi en hinn sjúka sjálfan, en gildi hennar er víðtækt, ekki sist fyrir kennslu læknanema og annarra heilsbrigöisstétta. Hin „vandaliöaöa” sjúkraskrá viröist til þess fallin aö gefa glögga mynd af manninum sjálfum, sem skráin lýsir, og auövelda mat á vægi og samtvinnun hinna einstöku vandamála. Þess vegna má gera ráð fyrir þvi, aö slik hönnun sjúkraskrá eöa sjúkáls eins og læknar vilja kalla hana, auöveldi aö skilja rétt hin einstöku vandamál sjúklingsins og sjá þau i samhengi viö alla þætti persónuleika hans. —BA ISLENSKUR ULLAR- IÐNAÐUR í VANDA — sölutregða og eftirlikingar erlendis „Þaö er alger biöstaöa hjá okkur núna en viö vonumst til þess aö i ágústmánuöi veröi ljóst hvert stefnir siöari hluta ársins. Eins og aörir útflytj- endur biöum viö eftir aö sjá hvaöa efnahagsráöstafanir ný rikisstjórn gerir.” sagöi Hjörtur Eiriksson framkvæmdastjóri Iönaöardeildar Sambandsins, er hann var inntur eftir stööu þeirra fyrirtækja Sambandsins er vinna aö framleiöslu á ullarvörum. Hjörtur sagöi, aö viö rekstraröröugleika væri að etja, en þó heföi enn ekki komiö til þess aö fólk missti vinnu aö þessum sökum. Ástæöur taldi hann fyrst og fremst þær, aö innlendur kostnaöur heföi hrannast upp, en þær verðlags- lagfæringar sem heimilaöar hafi veriö, hrökkvi hvergi til. Sambandsverksmiöjurnar hafa ekki veriö reknar meö full- um afköstum aö undanförnu og veldur þar mestu tregða á sölu prjónavara til Sovétrlkjanna. A siöasta ári voru seldar 260 þúsund peysur þangaö, en engar hafa selst I ár. Hjörtur sagöi hins vegar aö búiö væri aö gefa þeim vilyröi fyrir ákveönum samningum og sagöi hann aö unniö væri af kappi aö þvi aö framleiöa upp i þá samninga. „Þaö er stööugt aukin framleiösla hjá okkur, en þvi er ekki aö neita aö tilkostnaöur er oröinn þaö mikill aö viö nokkra rekstraröröugleika er að etja” sagöi Tómas Waldon eigandi prjónastofunnar Hildu h/f er rætt var viö hann um stööu ullariönaöarins. Hilda h/f selur aöallega til Bandarikjanna og Kanada, en Tómas sagöi aö salan i Þýskalandi heföi dregist verulega saman. Vildi hann þar um kenna þeim varningi sem framleiddur er erlendis úr islenskri ull. Nefndi hann sem dæmi aö framleiösla frá Suöur-Kóreu væriseld áum 30% lægra veröi en ullarvörur frá lslandi. Hann sagöi aö prjónastofan heföi ekki enn þurft aö fækka fólki. Ef ástandiö héldi hins veg- ar áfram aö versna, gæti komiö til þess aö verksmiöjan drægi saman seglin. Og þaö væri veriö að athuga hvernig unnt væri aö bregöast viö þeim vanda sem steöjaöi aö utan fra. Tómas sagöist vita aö flestar af pr jónastofunum ættu I erfiöleikum og segja mætti aö Hilda h/f hefði staöiö sig nokkuö vel hingaö til, en þaö væri hins vegar mikil óvissa varöandi framtíöina. Aöalvandamáliö værisú framleiösla sem ætti sér staö úr islenskri ull erlendis. —BA Ostakynning — Ostakynning í dag og á morgun ffrá kl. 14—18. Kynntur verður nýr ostur HvítlauksOStur Cuðrún Hialtadáttir, húsmœðrakennari kynnir m.a. idýffu með Hvitlauksosti, sásur með Hvítlauksosti o. H. Komið og bragðið á ný|a HvítlauksOStÍnum ókeypis uppskrifftir Nýr bœklingur nr. 26 A landsþingi Félags mennta- skdlakennara, sem haldiö var fyrir skömmu, var gerö ályktun, þar sem átalin eru þau óheilindi rikisstjórnarinnar aö rifta meö lögum samningum, sem hún geröi aöeins fjórum mánuöum áöur, og veriö höföu grundvöllur kjaradóms i aöalkjarasamningi Bandalags Háskólamanna. Er þe ss krafist, aö samningarnir taki giidi á ný. I ályktuninni segir einnig, aö þingiö telji þaö fáheyröa ósvifni aö refsa þeim, sem mótmæltu samningsrofinu meö þvi aö draga af þeim hærri upphæö en svaraöi til raunverulegrar fjarvistar þeirra. Þá er mótmælt harðlega mistúlkun fjármálaráöuneytisins á kjaradómi I sérkjarasamningi FM og seinagangi I framkvæmd hans, en ýmsir félagsmanna hafa aö sögn ekki enn fengið kaup- hækkun, sem enginn ágreiningur er um, af þeirri ástæöu, aö deilt er Geðverndardeild barna: STARFSEMIN I ENDURSKOÐUN Starfsemi Geðverndar- deildar barna í Heilsu- verndarstöð Reykjavíkur hefur gengið nokkuð skrykkjótt undanfarið 1 1/2 ár. Deildin var sett á stofn i kringum 1960/ en þá var Geðdeild Barnaspítala Hringsins ekki komin til. Fyrstu 4 mánuöi ársins 1976 var starfsemin með eölilegum hætti, en eftir það var yfirlæknir deildarinnar frá vegna veikinda I nokkra mánuöi. Fram aö þeim tlma höföu 20 börn verið tekin til athugunar og tók yfirlæknir börnin i leikat- hugun og sum þeirra I meöferö, en félagsráðgjafi annaöist viö- tök viö foreldra og aöstand- endur barnanna. I nokkrum tilfellum var leitaö aöstoöar sálfræöinga, sem þroskaprófaöi börnin. Félagsráögjafi hætti sföan störfum rétt fyrir mitt ár 1976 og var Heilsuverndarstööin án félagsráögjafa um eins árs skeið. Flestar tilvisanir til félags- ráögjafa komu frá barnadeild og mæöradeild eins og áöur en einnig var vlsaö frá öörum deildum og aðilum utan stofn- unarinnar. Margir leituöu aö- stoöar beint, án milli göngu annarra. Er rætt var viö Halldór Han- sen yfirlækni um stööu deildar- innar I dag, sagöi hann aö starf- semin væri aö nokkru leyti i endurskoöun. Tvimælalaust væri þörf fyrir starfsemi slikrar deildar, þar sem hún vinsaöi oft á timum úr þau börn sem þyrftu á verulegri aöstoö aö halda. Þá ’rfti deildin einnig aö sinna *eiöbeiningahlutverki, þar sem margir foreldrar vildu geta komiö á einn staö til aö leita ráöa varöandi börn sin. Hann sagöi aö mannahald heföi alltaf veriö i algeru lág- marki og nefndi sem dæmi að starfsemin byggöi eiginlega al- gjörlega á einum lækni og félagsráðgjafa. Ef hins vegar væri hægt aö fá fleiri til starfa væri von til aö unnt væri aö halda þarna uppi góöri þjónustu jafnt fyrir börnin sem foreldr- ana. —BA— Dylgjum um að kennarar misnoti aðstöðu sína mótmœlt um túlkun samningsins viö nokkra aöra félagsmenn. Félag menntaskóla- kennara sameinað félagi háskólamennt- aðra kennara A landsþinginu var lýst yfir stuöningi viö þá meginstefnu um samræmdan framhaldsskóla, sem fram kemur i frumvarpi til laga. Þó bendir þingiö á, aö til þessaöframhaldsskólakerfiö geti þróast I þá átt sem frumvarpið gerir ráö fyrir, sé nauösynlegt aö leggja fram mikla vinnu viö skipulagningu námssviöa og námsbrauta, endurskoöun á námsefni, samningu kennslu- ganga og skyld verkefni. Þá var samþykkt á þinginu, aö Félag menntaskólakennara skuli sam- einaö Félagi háskólamenntaöra kennara, og er stefnt aö þvl aö undirbúningi undir þaö veröi lok- iö fyrir árslok. Loks var samþykkt ályktun, þar sem mótmælt er þeim dylgj- um, sem enn birtist i fjölmiölum, um aökennararreyni aö misnota aöstööu slna til aö hafa uppi póli- tiskan áróöur i kennslu sinni. Taldi þingiö, aö slikar hugmyndir bentu til vanþekkingar á skóla- málum og pólitik, og aö krefjast yröi þess, aö þeir, sem þannig gagnrýni kennara, rökstyöji mál sitt. Landsþing FM sóttu kennarar frá menntaskólunum sjö, fjöl- brautaskólunum fjórum, Versl- unarskóla Islands og ArmUla- skóla. Gestir þingsins voru for- menn landssamtaka mennta- skólakennara i Danmörku, Nor- egi og Svlþjóö, og fulltrúar frá Bandalagi Háskólamanna, Félagi háskólamenntaöra kennara og Sambandi grunnskólakennara. Fráfarandi formaöur, Heimir Pálsson, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. I hans staö var kos- inn Jón Hnefill Aöalsteinsson frá Menntaskólanum viö Hamrahlíö. —AHO

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.