Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 1

Vísir - 17.07.1978, Blaðsíða 1
Allt um íþrótta- viðburði helg- arinnar í dag Sentimetrastríð í flestum greinum á íslandsmótinu „Ég er að mörgu leyti ánægður með þetta mót” sagði örn Eiðs- son formaður Frjálsiþróttasam- bands tslands, er við náðum tali af honum eftir tslandsmótið i frjálsum fþróttum, sem lauk á Laugardalsvellinum i gær. „Það er að visu ekki mikið um met — nema þá telpna og meyja- met i þessu móti” bætti hann við. Þau urðu íslands- meistarar Þessi urðu tslandsmeistarar I „En það var skemmtileg keppni i mörgum greinum, sérstaklega i sumum hlaupunum, og árangur- inn var ágætur. Þess ber að geta að það vantar margt af okkar besta frjáls- iþrótta fólki í þetta mót. Stór hóp- ur er erlendis viö nám og æfingar —-og þótt aö ánægjulegt hafi veriö að sjá allan þennan fjölda hér á mótinu, setja stjörnurnar alltaf ákveðinn svip á svona mót”. Það sem vakti athygli áhorf- enda, sem voru með mesta móti 1 frjálsiþróttakeppni hér á landi, var hinn miklifjöldiutan af landi sem tók þátt i mótinu, og hvað það stóð sig vel. Austfirðingar —eða UÍA — fjöl- menntu t.d. á mótið og stóðu sig með miklum sóma, svo og hópar úr Þingeyrarsýslu og Borgarfirði. Þá var KA meö góðan hóp á mót- inu, þar á meðal var Sigriður Kjartansdóttir sem stóð sig mjög vel i hlaupunum, en hún á nú bæði stúlkna- og meyjametin I styttri hlaupum.... er þar mikiö efni á’ ferðinni. Sú stúlka sem einna mest kom á óvart á mótinu var án efa Berg- þóra Benónýsdóttir frá HSÞ. Hún gerði sér litið fyrir og sigraði i 100 metra hlaupi, 100 metra grinda- hlaupi, og tók svo langstökkið i lok mótsins. Hreinn Halldórsson náði ekki að brjóta 20 metra múrinn i kúlu- varpinu að þessu sinni — kastaöi 19,89 metra. Öskar Jakobsson 1R varð þar annar meö 18.03 metra. en hann sigraöi i spjótkastinu, kringlukastinu og i sleggjukasti, en þar kastaöi hann aðeins 49,36 metra. Var hann eini keppandinn i þeirri grein. Langstökk karla var heldur slakt en það vannst á 6,37 metra stökki. Eru ekki mörg ár siðan að breiddin þar var svo mikil, aö sjö metrarnir nægðu ekki til að komast á verðlaunapall i tslands- mótinu. Hlaupinvoruaftur á móti spennandi — eins og t.d einvigi Eliasar Sveinssonar KRog Stefáns Hallgrimssonar UIA i 110 m grind, sem afgreitt var á linunni — með sigri Eliasar — en Stefán mátti einnig bita i þaö súra epli að tapa „á sjónarmun” i 800 metra hlaupinu. t mörgum hlaupunum var það hörð keppni að mannleg augu gátu ekki ráðið hver rööin var, og þegar þannig er komið i mark er gaman að vera á frjálsiþrótta- móti.... -klp- einstökum greinum á tslands- mótinu I frjálsum iþróttum um helgina: Karlar: KUluvarp: Hreinn Halldórsson KR, 19,89 m. Kringlukast: Óskar Jakobsson,1 tR 55,88 m ! Spjótkast: Óskar Jakobsson, tR 73,66 m Sleggjukast: Óskar Jakobsson tR 49,36 m Langstökk: Sigurður Hjörleifsson HSH 6,37 m Hástökk: Stefán Friðleifsson UÍA 1,98 m Þristökk: Sigurður Hjörleifsson HSH 13,78 m Stangarstökk: Guðmundur Jó- hannesson HSH, 4,10 m 110 m grindahl: Elias Sveinsson, KR 15,5 sek 400 m grindahl.: Stefán Hall- grimsson UtA 53,3 sek. 100 in hlaup: Sigurður Sigurðsson Armanni 10,7 sek. 200 m hlaup: Sigurður Sigurðsson Ármanni 22,1 sek. 400 m hlaup : Stefán Hallgrimsson UÍA 49,5 sek. 800 m hlaup: Steindór Tryggva- 1 wnVn^hlaun'^Hafsteinn óskars- Bergþdra Benónýsdóttir — á miðri mynd — lét sig ekki muna um það aö sigra I þrem greinum á islandsmótinu i frjálsum Iþróttum um helgina. son íR 4-04 8 min Hér er h“n á fullri ferft 1 100 metra grindahlaupi, þar sem hún varð sigurvegari.... Ljósmynd EK. 5000 m hlaup: Sigfús Jónsson tR 15:09,8 min. 4x100 m boðhl.:Sveit Armanns 43,4 sek. 4x400 m boðhl.:Sveit Ármanns 4:29,0 min. Konur: Kúluvarp: Dýrfinna Torfadóttir KA 9,64, m. Kringlukast: Kristjana Þor- steinsd. Viði 35,16 m Spjótkast: Maria Guðnadóttir 36,76 m Langstökk: Bergþóra Benónýs- dóttir HSÞ 5,03 m Hástökk: Þórdis Gísladóttir ÍR 1,71 m. 100 m grindahl.: Bergþóra Benónýsdóttir HSÞ 15,4 sek. 100 m hlaup: Bergþóra Benónýs- dóttir, HSÞ 12,2 sek. 200 m hlaup: Sigriður Kjartans- dóttir KA 25,9 sek. 400 m hlaup: Sigriður Kjartans- dóttir KA 58,1 sek. 800 m hlaup: Guörún Sveinsdóttir UÍA 2:20,3 min. 1500 m hlaup: Guðrún Arnadóttir FH 4: 55,8 min. 4x100 m boðhlaup: Sveit HSÞ 51,0 sek. 4x400 m boöhlaup: Sveit UÍA íslandsmótinu verður haldiö áfram I kvöld og þá m.a. keppt i 3000 metra hindrunarhlaupi og fimmtarþraut karla. Mœttu i Kópavog til að sjá Pétur leika Eins og við höfum áður sagt frá, hafa verið hér á knatt- spyrnuleikjum bestu liðanna að undanförnu „njósnarar” frá ýmsum knattspyrnufélögum i Belgiu og Vestur-Þýskalandi. Tveir slikir voru t.d. á leik Akraness og Breiðabliks i Kópa- vogi á laugardaginn, en þar voru þeir mættir til að horfa á einn leikmann — Akurnesinginn Pétur Pétursson. Voru þetta tveir af forráða- mönnum belgiska liðsins Bever- en, sem er bikarmeistari Belgiu og eitt af bestu liðunum þar i landi. Menn frá Beveren höfðu fylgst með Pétri i unglinga- landsleiknum i Noregi á dögun- um, en þessir tveir — sem eru sérfræðingar liðsins i kaupum á nýjum leikmönnum — komu nú til að sjá hann betur. Þeir fylgdust með hverri hreyfingu hans I leiknum, og teiknuðu, eöa færðu inn á sér- stök blöð allt sem hann gerði...hvert hann hljóp þegar samherji var meö boltann, stað- setti sig i fyrirgjöfum, og sam- leik og annað eftir þvi. Viö náðum i þá félaga eftir leikinn á Hótel Loftleiöum, en þar voru þeir að yfirfara öll blöðin sem þeir höföu krotað á. Voru þeir mjög ánægðir meö út- komuna og sögðu að þessi piltur gæti orðið mjög góður leikmað- ur ef hann fengi rétta þjálfun, kennslu og hefði við hlið sér góða. leikmenn. Aftur á móti voru þeir heldur óhressir með móttökurnar sem þeir fengu hjá Skagamönnum, en þeim var meinað að ræða viö Pétur eftir leikinn. Fengu þeir aftur á móti að tala við þjálfara hans, Georg Kirby, og fannst þeim á honum að heyra að Pét- ur hefði engan áhuga á ab fara til Beveren — ekki einu sinni til aö kanna aðstæður þar. Vildu þeir fá að heyra piltinn segja þetta sjálfan en til þess fengu þeir ekki tækifæri. Þeir skildu aftur á móti eftir handa honum drög aö samningi, sem hann hefur nú fengiö i hendurn- ar, en þeir héldu aftur utan I gærmorgun. Þeir sögðu okkur að þeir myndu ekki taka Pétur frá Akranesi fyrr en eftir að keppnistimabilinu hér væri lok- ið — þaö er aö segja ef hann vildi gera samning. Þeir sögð- ust fara að þessu máli i öllu eins og lögin segðu — Pétur heföi sjálfur óskað eftir að komast 1 atvinnumennsku — og þeir hefðu látið formann félags hans vita að þeir kæmu á þennan leik. Við spurðum þá hvort þeir hefbu séð einhverja aöra leik- menn i leiknum, sem þeim hefði litist á, og sögðu þeir aö svo heföi verið. Það heföi veriö einn annar maður á vellinum, sem væri mikib efni I atvinnumann. Sá hefði aftur á móti ekki óskað eftir þvi viö þá eða aðra að kom- ast i atvinnumennsku, og þeir væru þvi ekki aö ganga á hann til aö bjóða slíkt.... —klp —

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.