Vísir - 19.07.1978, Blaðsíða 10

Vísir - 19.07.1978, Blaðsíða 10
10 VISIR VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davlfi Gufimundsson Ritstjórar: Þorsteinn Pálsson ábm. ólafur Ragnarsson Ritstjórnarfulltrúi: Bragi Guðmundsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Umsjón með helgarblaði: Arni Þórarinsson. Blaða- menn: Berglind Asgeirsdóttir, Edda Andrésdóttir, Ellas Snæland Jónsson, Guðjón Arngrímsson, Jón Einar Guðjónsson, Jónína Mikaelsdóttir, Katrin Páls- dóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson,Jens Alexandersson. Otlit og hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús Ölafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Askriftargjald er kr. 2000 Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson á mánuði innanlands. Auglýsingar og skrifstofur: Síöumúla 8. Verö i lausasölu kr. 100 Simar 86611 og 82260 • eintakifi. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4 simi 86611 Prentun Blaöaprent h/f. Ritstjórn: Siðumúla 14 simi 86611 7 linur Sardínur og sperrileggir Austfirðingar hafa í þrennum kosningum kosið mann að vestan, Sverri Hermannsson á Alþingi. Hann sendi Sigurlaugu Bjarnadóttur frá Vigur flýtisskrif á gagn- vegum með Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. Þar vék hann m.a. að ungum sperrileggjum í Sjálfstæðis- f lokknum, sem hann kallar svo, og afstöðu þeirra til út- hlutunar byggðasjóðspeninga. Flýtisskrif þetta sýnir ágætlega hvernig þingflokkar geta einangrast og slitnað úr tengslum við þau stefnumið, sem þeir eru kjörnir til að fylgja fram. ( sumu tilliti geta þingf lokkar minnt á sardínur í dós, þó að einstakir þingmenn fari um eins og hákarlar væru. Afstaða þingflokks Sjálfstæðismanna til Framkvæmdastofnunar ríkisins er sígilt dæmi um þetta. Á vinstri stjórnar tímanum var talið nauðsynlegt að skapa þingmönnum aðstöðu til þess að útdeila peningum eftir flokkspólitískum iögmálum til uppbyggingar úti á landi. Þetta var gert með því að breyta um nafn á at- vinnujöfnunarsjóði stjórnarinnar og kalla hann byggða- sjóð jaf nframt því sem sérstakir eftiriitsmenn stjórnar- f lokkanna voru settir á bankastjóralaun til þess að gæta hagsmuna þeirra við peningaskömmtunina. Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn börðust hatrammlega gegn þessu f lokkspólitíska eftirlits- mannakerfi. En þegar Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda í rikisstjórn voru kjötkatlarnir of volgir til þess að sardínurnar í þingflokknum stæðust þá freistingu að halda áfram vinstri stjórnarstefnunni um flokks- pólitíska úthlutun peninga til uppbyggingar úti á landi. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins tók á hinn bóginn aðra afstöðu en þingflokkurinn. Hann samþykkti að horfið skyldi frá þessu flokkspólitíska úthlutunarkerfi. Sennilega hafa ungir menn haft forystu um þessa álykt- un því að i flýtisskrifi sínu til Sigurlaugar í Vigur segir Sverrir Hermannsson: „Eins og þú veist ríða húsum hjá okkur í Sjálfstæðis- flokknum nokkrir ungir sperrileggir, sem aldrei hafa migið í saltan sjó og þora ekki inn fyrir Elliðaár eða suður f yrir Kópavogslæk. Þeir hafa ekki nennt að kynna sér stefnuna, sem Sigurður frá Vigur og fleiri garpar Sjálfstæðisflokksins hófu til vegs á sjötta og sjöunda áratugnum. Loks þegar þeirri stefnu er gefið afl með fjármagni, sem hófstaðmarki undirforystu Bjarna Benediktssonar 1965 með stofnun atvinnujöfnunarsjóðs, þá taka þessi ungmenni út úr sér túttuna og væna þingmenn um glaepa- starfsemi og halda þvf fram að þeir útdeili skattpening- um almennings að eigin geðþótta." Þetta f lýtisskrif er ágætt dæmi um það, hvernigheilu þingflokkarnir geta lokast inni eins og sardínur í dós. Það er f ramsóknarstef na að útdeila opinberu f jármagni eftir flokkspólitískum styrkleikahlutföllum. Tap Sjálf- stæðisf lokksins í alþingiskosningunum í síðasta mánuði má m.a. rekja til þess, að of margir þingmenn flokks- ins hafa ánetjast framsóknarstefnunni. Sverrir Hermannsson hefur gert það að því er varðar Fram- kvæmdastofnun ríkisins. Sperrileggirnir i Sjálfstæðisf lokknum, sem Sverrir, Hermannsson kallar svo hafa fylgt kórréttri stefnu í þessum efnum. Flokkspólitíska eftirlitsmannakerfið í stjórnsýslunni heyrir til liðinni tíð. Það var hluti af haftakerf inu, sem samrýmist ekki frjálsum stjórnar- háttum nútíma lýðræðisþjóðfélags. Það færi því vel á því, ef sperrileggirnir riðu þannig undir þingflokk sjálf- stæðismanna i þessu máli, að landsfundarsamþykktir verði teknar fram yfir kvörtunarbréf á gagnvegum. Blaðamennirnir Gunnar Salvarsson og Óskar Magnússon skriffa: Margir nýir ráð herrar setjast í flosmjúku stólana Andlit hverrar rikisstjtírnar eru ráOherrarnir. ÞaO er þvi eOIilegt aO sú spurning sem brennur á vörum fólks sé, hverjir veröa ráöherrar i næstu stjórn? Auö- vitaö hefur þaö ekki veriö rætt ennþá opinberlega f flokkunum en eflaust mikiö um þaö hugsaö enda um æöstu stööur i þjtíö- félaginu at ræða. Hefur forystu- mönnum flokkanna jafnvel ver- iö núiö þvi um nasir aö löngun þeirra i „flosmjúka ráðherra- sttíla” ráöi feröinni I stjórnar- myndunarviðræðum. Ekki ætti aö saka aö reyna aö átta sig á þvi hverjir eru lik- legastir ráöherrar hjá hverjum flokki án þess þtí endilega aö taka miö af þvi hvaöa rikis- stjórn sé liklegust enda erfitt um þaö aö segja á þessu augna- Uiki. Reynslan ráði Alþýöuflokkurinn stendur frammi fyrir þvi vandamáli, aö þingflokkurinn er aö mestu skipaöur mönnum sem ekki hafa setiö á þingi áöur og hafa þvi litla reynslu I þingstörfum. Benedikt Gröndal er aö sjálf- sögöu efstur á blaöi og Kjartan Jóhannsson varaformaöur næstur enda þótthann hafi ekki veriö á þi ngi á öur. A ö þeim töld - um er liklegast aö Alþýöuflokk- urinn muni láta reynsluna ráöa. Þá koma varla aörir til greina en Sighvatur Björgvinsson og BragiSigurjónsson. Bragi hefur áöur veriö þingmaöur en datt út 1971. Hannhefur þó af og til set- iö sem varamaöur siöan. Sig- hvatur hefur setiö á þingi siöan 1974. Aö öllu samanlögöu er þtí Sighvatur talinn liklegri. Taliö er vist aö Vilmundur Gylfason muni ekki sækjast eft- irráöherradómienda þótt menn tali mikiö um hann sem dóms- málaráöherra. Sem sagt Bene- dikt, Kjartan og Sighvatur. Spurningarmerki við Lúðvik Nafn Lúöviks Jósepssonar ber eölilega hæst þegar rætt er um ráöherraefni Alþýöubandalags- ins. Lúövik er reyndur þing- maður og var sjávarútvegsráö- herra I tiö vinstri stjórnarinnar 1971-1974. Þvi má heldur ekki gleyma að hann er formaöur Al- þýöubandalagsins. En þótt Lúövik sé næstum þvi sjálfkjörinn ráöherra fyrir Al- þýöubandalagib er þaö ekki sjálfgefiö aö hann taki sæti ráö- herra. Fari svo aö Benedikt Gröndal formaöur Alþýöuflokks veröi forsætisráöherra 1 sam- steypustjórn þessara tveggja flokka, meö eöa án þriöja aðila, eru verulegar likur á þvi aö Lúövik kjósi aö halda sig utan ráðherranna og vera ,,bara” háttvirtur 2. þingmaður Austur- lands. Sennilegt er aö Ragnar Arn- alds veröi á ráöherralista Al- þýöubandalagsins og aörir sem nefndir hafa veriö liklegir „kandidatar” eru Geir Gunnarsson, Svavar Gestsson og ólafur Ragnar Grimsson. Skipt um alla ráðherra Verulegar breytingar munu veröa á ráöherralista Fram- sóknarflokksins ef til stjórnar- þátttöku þeirrakemur. Taliö er alit eins liklegt aö skipt veröi um alla ráöherra og i stólana setjist menn sem ekki hafi veriö ráöherrar áöur. Stærsta spurningamerkiö veröur aö setja viö ólaf Jó- hannesson. Hann hefur sem kunnugter ekki verið ýkja sólg- inn I vinstri stjórn, en þaö er eina hugsanlega stjórnarþátt- taka Framsóknarflokksins nú, og þvi stór spurning hvort hann vilji nokkuö verma ráðherra- stóla i nafni flokksins. Detti hann út er næsta liklegt aö Steingrimur Hermannsson taki að sér aö fylla hans skarö. öruggt má telja aö Halldór E. Sigurðsson og Einar Agústsson veröi ekki ráöherrar Fram- sóknarflokksins og afar ósenni- legt aö Vilhjálmur Hjálmarsson taki sæti ráöherra. Ýmsir hafa veriö nefndir sem arftakar þessara ráöherra, auk Steingrims sem er talinn eiga örugga von um ráöherrasæti ef Framsókn er I stjórn. Tungur hafa hermt aö leitað veröi út fyrir þingliöiö I leit að ráðherrum og þá hafa einkum veriö nefndir til sögunnar Hall- dór Asgrimsson, sem féll I Aust- fjaröakjördæmi og Þórarinn Þórarinsson sem varö aö lúta i lægra haldi fyrir flokksbræör- um sinum i prófkjöri I Reykja- vik. Ragnhildur og Albert? Geir Hallgrimsson getum viö kallaö fyrsta ráöherra Sjálf- stæöisflokksins. Ab þvi búnu hrannast upp spumingamerkin. Staða Gunnars Thoroddsen og Matthíasar A. Matthiesen er talin veik og Matthlas Bjarna- son sagður hafa lltinn áhuga á ráðhe rrae mbætti. Nefndhefur veriö tilsögunnar Ragnhildur Helgadóttir sem veriö hefur þingmaöur I árabil ogforseti neöri deildar Alþingis sföasta kjörtimabil. Albert Guömundsson borgar- fulitrúiog þingmaöurerenn ein gátan og gæti vel komiö til greina og þá einkum sem viö- skiptaráðherra. Hugleiðingar um ráöherra- efni Sjálfstæöisflokksins eru reyndar einna fjarstæöu- kenndastar. Enda þótt þing- menn hinna flokkanna séu svo sem ekki farnir aö beygja sig I hnjáliöunum til aö setjast i sttíl- ana, og virðist ekki vera I kall- færi viö stjórnarmyndun þá er Sjálfstæöisflokkurinn enn fjarri því. Ráöherraefni eru þvi væntanlega slst á dagskrá þar. ÓM/Gsal Hvernig sem stjórnin verður:

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.