Vísir - 15.08.1978, Page 12

Vísir - 15.08.1978, Page 12
12 Þriöjudagur 15. ágúst 1978 VISIR Visisliöiö viö komuna til Akureyrar kl. 11.45 á sunnudagsmorgni. VISISUDID KOM SA TAPADI Jafnvel tapið skyggði ekki á gleðina i ferð- ina inni til Ólafsfjarðar á sunnudaginn Knattspyrnulið blaðburðarsveitar Vísis fór í keppnis- ferðalag til ólafsf jarðar á sunnudaginn og reyndi með sér við knattspyrnulið yngri flokkanna í bænum/ en <nattspyrnufélagið á ólafsfirði heitir Leiftur. Leikar Fóru svo að heimamenn fóru með sigur af hólmi í afar jöfnum og spennandi leik, skoruðu sex mörk gegn f jór- jm mörkum Vísisdrengja. Leiftursmenn voru vel að sigrinum komnir/ þótt Vísisstrákunum hafi sigurinn þótt heisttii stór. Aiimargir fyigdust með viðureigninni sem myndir Gunnar Salvarsson og Davið Guðmundsson fram fór i blíðskaparveðri og voru flestir áhorfendur á jandi heimamanna og studdu ákaft við bakið á þeim með hvatningarorðum/ en áhangendur Vísisliðsins létu lika köllin hljóma um víðan völl og hvöttu sína menn. hann allan veg og vanda af keppni liðanna og heimsókn Visis,/ til ólafsfjarðar. óli blaðasali heiðursgestur Visisliöiö hefur æft af kappi i sumar undir styrkri handleiðslu Gylfa Kristjánssonar iþrótta- fréttaritara Visis, sem kallar sig „yfirvenjara” aö færeyskum sið. Auk Gylfa hefur Auöunn Gests- son, einn ötulasti blaðberi VIsis, haft hönd i bagga með þjálfun liösins og var hann liösstjóri I ferðinni norður. Heiðursgestur liösins var eng- inn annar en Ólafur Sverrir Þor- valdsson eða Óli blaðasali, eins og hann er titt nefndur. Stjórnaöi hann liöinu utan vallar og gætti þess að óþarfa strákapör væru ekki unnin. Milli 20 og 25 Visisdrengir hafa tekiö þátt i æfingum liösins I sum- ar, en þær fara fram á KFUM- vellinum við Sunnuveg. Nitján drengir voru valdir til fararinnar en alls tóku þátt i ferðinni 25, þvi auk keppnismanna fengu Davfö Guömundsson framkvæmdastjóri VIsis, Ólafur Ragnarsson rit- stjóri, og Gsal blaöamaður að fljóta með. í fyrsta sinn í flugvél Lagt var af stað með einni Fokker-flugvél Flugfélags lslands klukkan ellefu á sunnu- dagsmorguninn og lent á Akur- eyrarflugvelli þremur stundar- fjórðunaum siðar. A meðan á flugferöinni stóð kom upp sá kvittur aö liösstjóri Visisliðsins, Auðunn Gestsson, hafði ekki fyrr stigið fæti sinum upp i farartæki sem flugvél nefnist og er hann var inntur eftir sannleiksgildi þessa orðróms kvað hann þaö rétt vera. En Auðunn var ekkert smeykur, sagði að það væri „ægilega gam- an” en af þessu tilefni var auðvit- aö nauðsynlegt að fá mynd af honum við flugvélina á Akur- eyrarvelli og stillti óli blaöasali sig upp viö hlið hans. A Akureyri beið okkar rúta og þar var einnig kominn Jóhann Helgason umboðsmaöur Visis á Ólafsfiröi og formaöur knatt- spyrnufélagsins Leifturs. Hafði Norðlenskt blíðviðri Eyjafjörður skartaði sinu feg- ursta á sunnudaginn. Veörið var eins og það gerist best, um tuttugu stiga hiti, sól og næstum logn — og ferðin til Ólafsfjarðar var þvi öllum til ánægju. Leikurinn hófst klukkan þrjú og kusu Visismenn aö leika undan golunni (vindhraði hafði aukist örlitið er liöa tók á daginn) i fyrrí hálfleik. Var leikurinn mjög jafn en Visismenn komust fljótt i tveggja marka forystu 3:1 en i siðari hálfleik sneru heimamenn dæminu við og hrúguöu inn mörk- um, og sigruðu sem fyrr segir með sex mörkum gegn fjórum. I veislu Að loknum kappleiknum bauð knattspyrnufélagið til veislu að heimili Jóhanns og konu hans og var þar ljúfiega teygað kakó, kaffi og gos með ýmsu dýrðarinn- ar meölæti sem of langt mál yrði að telja upp i litilli blaöagrein. Eftir fyrsta flugið — Auöunn Gestsson fyrir utan fyrstu flugvélina, sem hann flýgur f.og Óli blaöasali er meö honum á myndinni.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.