Tíminn - 16.08.1969, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.08.1969, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 1G. ágúst 1969. TÍMINN 7 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Krlstján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson FuIItrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason Ritstjómarskrifstofur I Eddu- húsinu, símar 18300—18306 SkrifstofUT Bankastræti 7. — Afgreiðslusími: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjald kr 150,00 á mánuði. Innanlands. — f Iausasölu kr. 10,00 eint. — PrentsmiSjan Edda h.f. V estíjarðaáætlunin Alþýðublaðið er með hnútukast í garð Framsóknar- manna, í leiðara sínum 13. þ.m. Segir blaðið að þeir neiti því stöðugt að unnið hafi verið að vegagerð, hafnar gerðum og flugvöllum samkvæmt Vestfjarðaáætlun. Allt er þetta út í hött hjá Alþvðublaðinu. Aldrei hefur verið deilt um, hvað framkvæmt hefur verið. En stjórnarflokkamir hafa verið gagnrýndir fyrir það, fyrst og fremst af heimamönnum á Vestfjörðum, að vera með hrokafullan áróður um Vestfjarðaáætlun, sem þeir hafa þó dyggilega haldið leyndri, að undanteknum vegalán- um, og enginn hefur fengið að sjá árum saman, ekki einu sinni Vestfirðingar sjálfir. En hver er svo forusta þeirra viðreisnarmanna um vegalán til Vestfjarða? Vestfjarðaþingmenn Framsóknar flokksins fluttu um það tillögur á Alþmgi fimm ár í röð, að tekin yrðu lán til að hraða vegagerð á Vestfjörð um. Og sömu fimm árin í röð svæfðu eða felldu stjómar- sinnar þessar tillögur og lét Birgir Finnsson, Vestfjarða- þingmaður Alþýðuflokksins, ekki sitt eftir liggja í því efni. Þessar tillögur Framsóknarmanna urðu svo vinsælar þar vestra, að lengur þótti stjómarsinnum ekki fært að eyðileggja málið. Þá fundu þeir upp þá auglýsingu að senda Þorvald Garðar til útlanda til að biðja um lán úr Flóttamannasjóði Evrópuráðsins og kölluðu það svo Vestfj arðaáætlun. Erlend lán til hafnargerða og tveggja flugvalla á Vestfjörðum eru ekki meiri kraftaverk, eða stærri í sniðum en lántökur til sams konar framkvæmda víðs veg- ar annars staðar á landinu. Hins vegar fá nú hreppsfélög þar vestra að súpa seyðið af tveimur gengislækkunum viðreisnarflokkanna 1 hækkuðum vöxtum og afborgun- um af erlendum hafnarlánum. Sköpun Vestfjarðaáætlunar hefur gengið seint og er enn ekki lokið. T.d. hafa Vestfirðingar ekki heyrt nefnd- ar fyrirætlanir stjórnarvalda í rafmagnsmálum, atvinnu- málum, heilbrigðismálum né menntamálum. Vill Alþýðublaðið ekki skýra Vestfirðingum frá frammistöðu Gylfa Þ. Gíslasonar menntamálaráðherra og Birgis Finnssonar alþm., í menntaskólamáli Vest- firðinga? Nú eru mörg ár liðin síðan ráðherrann neydd ist til að samþykkja lagaákvæði um menntaskóla á ísafirði. Framkvæmdin hefur síðan verið í hans hönd- um, en hvar er skólabyggingin? Málamyndarf járveit- ingar til þessa skóla hafa verið á fjárlögum í nokkur ár, en ekkert framkvæmt. Þannig er þáttur Alþýðu- flokksins í menntamálakafla hinnar ófullgerðu Vest- fjarðaáætlunar. Vestfirðingar sendu menntamálaráðherra áskorun um menntaskóla á ísafirði fyrir nokkrum árum, undir- ritaða af 2000 vestfirzkum alþingskjósendum. Kannske þeir þurfi að gera það í annað sinn? Arsenikmálið Þær upplýsingar hafa að vonum vakið mikla furðu, að hér hefur verið á flækingi sennilega árum saman ótrúlega mikið magn af arseniki og má heita mesta mildi, að ekki hafa hlotizt af því stórfeldustu óhöpp. Þess verður að krefjast, að það verði upplýst til fulls hverjir bera ábyrgð á því fádæma kæruleysi sem þessu veldur, og þeir látnir hljóta sinn dóm, svo að það verði öðrum til vamaðar í framtíðinni. Þ.Þ. ■■■■ ' ■■■ ■ — KARL WILLY BEER: Gustav Heinemann - þriðji for- seti þýzka Sambandslýðveldisins Hann hefur jafnan metið mest hagsmuni almennings Gustav Heinemarrn Þriðji forseti Samibandsilýð- veldisins Þýzifcaiands, dr. Gustaiv Heinemainji, tók við embætti 1. júlí — skömmu áð- ur en Saimibandsiýðveldið náði tuittuigu ára aMri. Gustav Heiinemainin, sem var þá nær sjötugur, tekur við embættinu úr hendi Heinrichs Liibkes, sem iagði það niður í júní mánaðarlok, nokkrum mánuð- um áður en annað kjörtímabil hans hefði runnið út með eðli legum hætti. Það hefir aldrei komið fyrir, að þjóðhöfðingi Sambandslýð- veldisins Þýzkalands hafi verið kjörinn með eins naumum meirihluta og þessi fulltrúi Jafnaðarmanraflokksms. Það hefir ekki heldur komið (yri; áður, að nauðsynlegt hafi ve.-ið að efna þrívegis tii spcnnandi atkvæðagreiðisilu, áður en Heine mann, sem boðinn var fram af Jafnaðarmannaflokknum gegn iramb.jóðianda FLokiks kristiLegra demókrata, Gerhard Scttröde'', næði kosningu, en samkvæmt stjórruarskránni á forsetakjör fram að fara á fimm ára firesti. Að vísu hefir Sambands lýðveldið aðeins fengið að kynn ast tveim forsetum á tuttugu ára skeiði sínu. því að báðir voru endurkjörnir, þegar fyrra kjöríímabili var lokið, en tið ara endurkjör er ekki heimilt. En Theodor Heuss, fyrsti for- seti SambandsJýðveldisins, var kjörinn í annari umferð árið 1949 og síðan strax í fyrstu um ferð árið 1954, þar sem hann fékk þá þegar þann meirihluta sem krafizt er í lögum. Eins fór um kjör Heinrichs Liibkes. Hann var kjörinn í annari umferð árið 1959, en árið 1964 naut hann stuðnings ’jafnaðarmanna, og blaut þá meiriMuta þegar í fyrstu um- ferð. Þegar kom að kjöri þriðja forseta Sambandslýðveldisins, stóðu kjörmennirnir 1023 (þar af 518 þingmenn sambands þingsins, en hinir eru fulltrúar sambandsríkjanna) fraimmi fyr ir talsverðum vanda. Á þing fundi þeim, sem haldinn var í Berlín 5. marz síðastliðinn, voru nefnilega í kjöri tveir menn, sem nutu jafnmikillar virðingar og hvor um sig var ágætur fulltrúi þeirra athafna sömu sfjórnmálamanna, sem eru einkenn; hins þýzka lýð- ræðisrikis um þessar mundir. Það gerði kosninguna einnig flóknari, að þessir keppinautar voru Mltrúar beggja stóru flofckanna, sem hafa frá lokum ársins 1966 starfað í samsteypu stjórn lýðveldisins. Gustav Heinemann, sem ver ið hafði dómsmálaráðherra sam bandsstjórnarinnar og tókst um síðir að sigra keppinaut smn, Gerhard Schröder hermálaráð herra í stjórn Kiesingers kanzlara. með 512 atkvæðum gegn 506, hafði þegar verið áikveðinn frambjóðandi flokks síns í nóvember á siðasta ári. M voru kristilegir demókratar ekki enn búnir að gera upp á milli Schrödiers og Weiszaekers með atkvæðagreiðslu. Telja má öruggt, þegar litið er á þessi mál nú, að jafnaðarmenn hafi ætlað að sýna með því að til- nefna Heinemann svo snemma, hiver stetfna flokks þeirra miundi verða framvegis í samstarfi þeirra við kristilega demókr- ata. Þeir kusu hvorki gamal- reyndan flokksforingja né kunn an flobksleysinaj.a, er taldist af- bragð aninarra manma. Gustav Heinemann hafði nefnilega ýmislegt annað til brunns að bera en maður, sem aiizt hefði upp innan fylkinga jafnaðarmanna. Hann var einn þeirra, sem stofnuðu Flokk kristilegra demókrata í Rínar löndum-Westfalen eftir stríðið, og gegndi jafnvel embætti inn anríkisráðherra í fyrstu stjórn dr. Adenauers um eins árs skeið. Hann sagði hins vegar fljótlega skilið við flokk sinn vegma ágredmimgs um grumdivaiii aratriði og ruddi sér braut í stjórnmáiumum á eigin ábyrgð unz hann geik& í Jaifinaða.rmanr.a flokkinn árið 1958. Samt sem áður, eða jafnvel einmitt af þeim sökum, er það sögulegur viðburður fyrir Jafnaðarmanna flokkinn, þegar hann sér einn flokksmanna sinna í fyrsta sinm sikipa sæti þjóðhöfðingjans eftiir siigurimm 5. marz. Heinemann sambandsforseti mun vafalaust einnig verða Jafnaðarmannaflokknum kær komin átylia til að brúa það bil, sem þeim hefir jafnan fund izt vein milli sím og Mns nýja ríkis — „Sambamdslýðiveldisins Þýzkalands." Þessi tiifinning mun og tvímælalaust verða himum nýja forseta til hjálpar, er hann hefst nú handa um að gæða embætti þjóðhöfðingjans þeim eiginieikum. sem bólestaf ur og andi hinnar frjálsu, lýð ræðaslegm stjiórn'arskráir ríkis ins gera ráð fyrir. Afstaða Heinemanns til Jafn aðarmannaflokksins er vissu- lega með öðrum hætti en þeirra forvígismanna hans, sem alizt hafa upp innan vébanda flokksins og hiotið þar upp- hefð. En mót það, sem Mnn nýi forseti hefir á margan hátt steypt sig í af eigin rammieik, virðist í meginatriðum hafa gert hann sérstaklega útvalinn til að axla bá ábyrgð ofar flokksviðium. sem forsetanum er á herðar lögð Mestu kostir Heinemanns eru vafalaust eink um á þvi sviði. þar sem spurt er um hið mannlega f sam- skiptum við ríkið. Ai'.an sinn stjórnmálaferii hefir har.n ætið spurt fyrst í samba.idi við hvert mál: Hvaða gagn gerir það alþýðu manna? Þar sem viðleitni Hememanns í ræðu og riti hefir ævinlega verð bessu nengd, og núri verið mjög rædd og rómuð, er þess að vænta, að hið háa embætti þjóðhöfðingjans verði fyrst og fremst kennarastóll. sem beitt verði í þágu síðferðilegra áhrifa og skynsamlegrar miðl unar milli ólíkra skoðana og luvgsmuna. f'ramhald s 01«. 11.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.