Tíminn - 03.09.1969, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.09.1969, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 3. september 1969. TÍMINN 3 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson -Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og tndnS) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Steingrimur Gíslason. Ritstjómarskrifstofur t Eddu- húsinu, símar 18300—18306. Skrifstofur Bankastræti 7 — Afgreiðslusími: 12323. Auglýsingasimi: 19523. ASrar skrifstofur sími 18300 Áskriftargjaid kr 150,00 á mánuði, Innanlands — í lausasölu kr. 10,00 eimt. — PrentsmiSjan Edda h.f. Öngþveitið hjá Gylfa Það er orðinn daglegur atburður, að Gylfi Þ. Gísla- son birtist á sjónvarpsskerminum eða láti til sín heyra í hljóðvarpi til að til'kynna nýjar og nýjar ráðstafanir í skólamálum landsins. Þótt ráðherrar séu ekki hafðir útundan í sjónvarpinu, mun Gylfi þó hafa sýnt sig oft- ar í sjónvarpinu seinustu vikur en allir hinir ráðherr- arnir til samans, enda er hann líka æðsti maður stofn- unarinnar. Ekki ósjaldan er það erindi Gylfa í sjónvarp- ið og hljóðvarpið að ógilda þær ákvarðanir, sem hann hafði tekið fyrir fáum vikum og réttlætt þá af miklu kappi. Frægasta dæmið um þetta er undanhald Gylfa fyrir stúdentum í læknadeildarmálinu- Ástæðan til þessara tíðu heimsókna Gylfa hjá sjón- varpi og hljóðvarpi er einfaldlega sú, að undir 13 ára yfirstjóm hans hefur skapazt algert öngþveiti í skóla- málum landsins. Gylfi hefur bersýnilega ekki gert sér minnstu grein fyrir hinni öru þróun, sem hefur orðið annars staðar í þessum málum seinasta áratuginn og* hlaut einnig að koma til sögu hér. Hann hefur hvað eftir annað verið aðvaraður um þetta, en ekki skeytt því neitt, heldur haldið að sér höndum. Þannig fluttu Framsóknarmenn tillögu á Alþingi 1964 um að samin yrði 20 ára áætlun um eflingu Háskólans, og á þingi 1965 fluttu þeir tillögu um heildarendurskoðun allrar skólalöggjafarinnar, þar sem stefnt yrði að því að sam- ræma allt skólakerfið breyttum aðstæðum og nýjum tíma. Þannig vildu Framsóknarmenn, að þjóðin yrði undir það búin að mæta þeim stórauknu viðfangsefnum, sem voru fyrirsjáanlega framundan 1 skólamálunum. En Gylfi taldi ekki ástæðu til að hafast neitt að og lét svæfa þessar tillögur. Þess vegna stendur hann uppi nú eins og þvara, ruglaður og ráðalaus. Hann keppist við að tilkynna nýjar námsbrautir, nýja skóla og nýjar há- skóladeildir, en allt er undirbúningslaust og hlýtur því að enda í káki og ringulreið. Margt verður Gylfi sjálfur líka að ógilda næstum jafnfljótt og hann hefur tilkynnt það. Þannig ríkir nú slíkt öngþveiti í skólamálunum, að erfitt er að hugsa sér það meira. Slíkt er ástandið eftir 13 ára stjóm Gylfa sem menntamálaráðherra. Það er ekki að furða, þótt margir flokksbræður Gylfa séu farnir að tala um að hann eigi að fylgja fordæmi Guðmundar í. Sendiherraembættið í Stokkhólmi er laust. Aðrir flokksbræður Gylfa segja hins vegar, að þetta ^runi ekkert batna, þótt Benedikt eða Birgir taki við. En hitt er víst, að þjóðin þarf aðra og betri forustu í skólamálunum en hún hefur haft í tíð núv. ríkisstjórnar. ÞeiT menn eru ekki margir, sem eru annarrar skoðunar. Ei xil vill em þeir ekki aðrir en Gylfi sjálfur og for- sætlsráðherrann, sem alltaf trúir jafn blint á Gylfa. Kauphækkun prentara Samkvæmt nýjum samningum prentara við prent- smiðjurnar mun gmnnkaup þeirra hækka frá 11.3% til 19.4%. Hafa prentarar þannig orðið fyrstir til að fá grunnkaupshækkun síðan gengið var fellt á síðastl. haustí Rétt er að geta þess, að sumir ráðherranna fylgdust vei með þessum samningum og munu þeir hafa talið þessa hækkun til prentara eðlilega, sökum hinnar stór- auknu dýrtíðar. En hvað finnst ráðherrunum um aðra launþega? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Venkatagiri Varaha Giri - hinn nýkjörni forseti Indlands Kosning hans var mikill sigur fyrir Indiru Gandhi UM ALLLANGT sfceið hef- ur því verið spéð, að indverski Kongresflokkurinn, sem hefur farið með stjórn í Indlandi samfleytt síðan Indland varð sjálfstætt 1950 myndi klofna. Ástæðan er sú, að innan flokks- ins eru öflug hægri öfl og vinstri öfl. Þessi öfl fylktu sér saman undir merkjum Gandhis og Nehrus á tímum sjállfstæðis baráttunnar við Breta, því að þau stefndu jafnt að því höfuð marki, að Indland yrði sjálf- stætt. Það hefur hinsvegar þótt líklegt, eftir að því marki var náð, að leiðirnar myndu liggja sundur. Þetta hefur þó ekki gerzt enn, en aldrei hefur þó komið nær því en í sambandi við for- setakjörið, sem fór fram laug ardaginn 17 f. m. Þar kom til opinbers ágreinings mili Indiru Gandhi forsætisráðherra annarsvegar, sem er leiðto-gi vinstra ai«is flokksins. og flpkksstjórnarinnar, sem er undir forustu hæ-gri manna, hin-svegar. TILEFNI forsetakjörsins var skyndil-egt fráfali Husain for- seta, sem var búinn að gegna sta-rfin-u r tæ-ple-ga ár. Það var tillaga Indiru Gandhi, að Giri varaforseti yrði forsetaefni Kongressflokksins, en hægri mennirnir vildu ekki fal-last á hann. Þeir beittu meirihluta- valdi sínu til að útnefna Reddy, forseta neðri deildár þingsiois, seir raraforsetaefni. Indira Gandihi tók þennan ósig ur óstinnt upp. Hún lét aðalleið toga hægri manna, Desai vara forsætisráðherra, víkja úr rík- isstjórainni, og knúði fram laga setningd um þjóðnýting-u aðal- banka landsins, sem var hægri möntn-nm mjög á mólti skapi. Þetta hvorttveggja styrkti mjög álit hennar meðal vinstri manna flokksins. Lengi vel lét hún það ekki uppi, hvort hún myndi styðja Reddy, sem flokk urinn hafði útnefnt, eða Giri, sem hafði boðið sig fram sem óháður frambjóðandi. Margir riánustu samherjar hennar í Kongressflokknum lýstu hins- vegina stuðningj sín-um v-ið Gi-ri. Þótti ólíklegt, að þeir gerðu það, nema í samráði við Indiru. Á seinustu stundu lýsti hún svo þeirri skoðun sinni, að kjörmennirnir ættu að velja forseta óbundnir af öðru en samvizku sinni. Þetta þótti í reynd jafn-gilda stuðningi við Giri. Kosnin-gin var sótt af mifclu kappi. Stjórnendur Kongress- flokksins Ieituðu stuðnings hægri flokka, en vitað var, að kommúnistar myndu styrkja Giri, þótt hann hefði ekki beint 1-eitað stuðnin-gs þeirra. Kosningin stóð þanni-g milli vinstri o-g hægri og kla-uf Kon- gressflokkinn alveg í tvennt. Urslitin urðu þau, að Giri sigr- aði með naumum meirihluta, en í kosningunum tóku þátt þingmenn sambandsþingsins og allra fylkisþinganna. Svo naum INDIRA GANDHI ur var meirihluti Giris, að end urta-lning var látin fara fram. Glri hefur þegar tekið form- lega við embættinu. H'INN, NÝl 4%e^kdtónd4 . Venkatagiri ■’varð i nýlega 75 áraigamáll'Hítliri bei" aldurinn vel. Ég er reiðubúinn, sagði Gvti n'ýlegaj að( láta þan.n, sem telúr qp-g X’erp orðinn, of gamlan, finna til handa. minna, svö’ að Hann 'goti dænit iini, h/voirt aldurinn. sé m-ér að meini. GLri sagði þetta bæði í gamni pg alvöru, en hann er mikill vexti og sagöur hafa verið mik ill kraftajötunn. Giri vár annár í röðinni tólf systkina og sjálfur á hann ellefu1 börri, fjóra sonu og sjö dætur. Góð frjósemi virðist því í ætt hans. Faðir hans var vel metinn lögfræðingiur, sem var mikill andstæðingur Breta. Giri var því sendur til Irlands, en ekki Englands, til fram- haldsnáms, og lauk hann laga prófi við háskólann í Dublin og gerðist síðar málaflutnings maður þar. Hann gerðist þar þ^tttafcand-i í f-lokki ískra þjóð- emissinna og varð handgeng- inn þeim de Valera, Col-lins og Griffiths. A þessum árum kynntist hann Gandhi, er hann kom til London, og hlýddi þar á fyrirlestur hans um hina ó- virku andstöðu. Hann lá and vaka næstu nótt og komst að þeirri niðurstöðu, að honum félh virk andstaða betur eða aðferð þeírra Íranna. Rök hans vóru þau, að mesti s yrkur Lndv-e-ja v-æri fólginn í veik- leika Breta og það bæri þeim að nota sér. Þetta sa-gði hann Gandhi, sem tók þessum skýr- ingum hans með skilningi og þolinmæði. SVO KOM, að Giri v*rð svo virkur þáttta-kandi í ajálfstæðis hreyfingu Ira, að Bretar vísuðu honum frá Irlandi. Giri hélt þá heimleiðis og tók sér fyrir hendur að skipuleggja verka- lýðshreyfinguna í Indlandi. Hann s-kipu-l-agði sam-tölk járn- brautanmiainnia og var um skeið forse-ti mdv-ersku vemkalýðssam takarana. Ha-n-n sat oft í fangelsi hjá Bretum á þessum árum. Hann nýtur nú þess álits, að vera einn þróttmesti verkalýðs leiðtoginn, sem Indverjar hafa átt Eftir að Kongressflokkur inn komst til valda gegndi hann ýmsum mikilvægum nefndarstörfum, var fylkis- stjóri í þremur fylkjum, sendi herra á Ceylon og verkalýðs málaráðherra 1952—54. Hann sagði af sér sem verkalýðsmáía ráðherra í mótmælaskyni við launalækkun hjá bankamönn- um, en h-ann gerði þetta í kyrr- þey til þess að valda Nehru ektkj van-dræðium. Efitir það varð hann fylkisstjóri, unz hann var kosinn varaforseti Indlands sumarið 1967. Þótt Giri geti verið harður í horn að taka og væri það oft í vinnudeilum, er hann yfirleitt sagður skapléttur og spau-gsam ur. Hann er góður rithöfundur og hefur ritað nokkrar bækur, aðallega um verkalýðsmál. H-an-n h-efur j-afn-a-n verið taldnn yjnstri • sinnaður og oft haft jsámvinnu við kommúnista í 1 varka-lýðs'iiiiálium. en lýsir sig þó ánd'ví-gan þeim og alveg ó- háðan þeim. Andstæðingar háns héldiu því gagnstæða þó fram í kosninigaibarábtunni. URSLlT forsetakosninganna þykja mikili sigur fyrir Indiru Gandhi. Andstæðin-gar hennax höfðn fyrir kosnimgaimair í hót un-um við hau-a, m. a. yrði reyn-t að svipta hana formennskunni í þingflokknum, en af því myndi leiða, að hún yrði að lá-ta af störfum sem forsætis ráðherra. Það þykir ekki ólík- legt, að þeir hefðu gert alvöru úr þessu, ef forseta-ef-ni þeirra hefði si-grað. Aðstaða þeirra hef-ur hinsvegar versnað við 6- sigurinn, endia hafa þeir lýst yfir því, að þeir muni eldd hefja neina eftirmála og sætta si-g við orðinn h-lut. Margt þyk ir þó benda til. að hér verði frekar um hlé en lan-gvarandi frið að ræða, en þó geti það farið eftir þvi, hvernig Indira Gandhi heldur á spilunum. ör- lö-g Indlands byg-gja-st nú mjög á henni, en flestir spá því, að það mani hafa ófy-rirsjáanlegar afleiðingar, ef Kongressflofck urinn klofnar. Til þess hlýtur þó sennilega að koma fyrr en síðar. en vel má vera, að það gildi hér, að frestur sé á lllu beztur. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.