Tíminn - 11.09.1969, Side 1

Tíminn - 11.09.1969, Side 1
Í ÍMupfélagmu 197. tbl. — Fimmtudagur 11. sept. '969. — 53. árg. 1 htwpféUmitw Myndirnar hér eru teknar með rússneskri myndavél, sem tekur 120 gráðu horn, og hér að ofan er mynd af inntaksmannvirkjunum, með Heklu á vinstri hönd en Búrfell á hægri. — Neðri myndin sýnir stöðvarhúsið, sem skreytt er myndum Sigurjóns Ólafssonar mynd- höggvara og til hliðar líður Fossá fram, en með tilkomu virkjunar innar mun hún aukast að mun. (Tímamyndir — Þ.Þ.) ORKUSALA BÚRFELLS HEFSTí DAG KJ-Reykjavik miðviikudag. Á morgun, fimmtudag verður straumí hieypt á frá Búrfellsvirkj un og til álversins í Straums- vík, og þar með er fyrsti hluti Búrfellsvirkjunar tekinn í notk- un. Fyrst’ áfanginn samanstendur af preu. vélasamstæðum sem framíeiða samtals 105 þúsund kw, en í stöðvarhúsinu sem reist hef- ur verið við Búrfell, er gert ráð fyrir sex vélasamstæðum. Hug- myndin um Búrfellsvirkjun er ekki ný af nálinni, því þegar á ár unum 1915—1918 voru gerðar á- ætlanir um virkjur. Þjórsár við Búrfell. ASalverktaki við Búrfells virkjun hefur verið Fosskraft, sem samaustendur af íslenzku, dönsku og sænsku verktakafyrir- tæki. Nýr os góöur markaður fyrir dilkakjöt í Sviss KJ-Reykjavík, miðvikudag. — Við höfum gert ráð fyrir 10% meiri slátrun núna í haust eða 1000—1200 tonnum meira af dilkakjöti en í fyrra, sagði Skúli Ólafsson deildarstjóri í Búvöru- deild SÍS í viðtali í dag, og verður mena flutt út af kjöti í sláturtíð- inni núna en áður. M.a. hefur opn azt nýr o^ góður markaður fyrir íslenzka dilkakjötið í Sviss, en þangað hafa verið sendar reynsiu- sendingar á undanförnum mánuð- um, og hefur íslenzka dilkakjötið líkað mjög vel þar i landi. Skúli sagði að tvö skip myndu lesta 11—1200 tonn af frystu dilka kjöti til Bretlands síðast í þessum mánuði, og færu þau bæði til Bret lpnds. Góðar söluhorfur eru fyrir íslenzka dilkakjotið í Bretandi nú í haust, miðað við í fyrrahaust, en þá var þar mun betri markaður fyrir dilkakjötið en áður hafði verið. Síðar 1 haust fer meira kjöt á Bretlandsmarkað. Nýr markaður hefur opnazt fyr ir dilkakjötið í Sviss, sagði Skúli. Á síðuistu 10 mánuðum hefur kjöt verið sent þangað til reynsiu öðru hvoru. og árangurinn af þessum reynslusendingum er mjög góður. Líkar íslenzka dilkakjötið þar mjög vel, og fæst fyrir það mjög sæmilegt verð. Mikil samkeppni er þar á dilkakjötsmarkaðinum. Ný- Sjáiendingar, Ástralíumenn og I Argentínumenn selja dilkakjöt i þangað á markað ,en þrátt fyrir i þessa miklu samkeppni er þó nokkuð mi’kil eftirspurn eftir ís-; lenzka dilkakjötinu þar. Dilkakjöt er munaðarvara í löndum eins og ; Sviss, og þar eru líka gerðar mikl; ar kröfur til kjötsins. Þá verður dilkakj'ötið^ líka selt til Austurrík is í haust. í Sviss er það stór dreif Framhald á bls. 14 mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm' HOPUR UTLENDINGA HINGAD TIL AD LÆRA FLUG ..ÓDÝRT" SB-Reykjavík, miðvikudag. Flugskóli Helga Jónssonar á Reykjavíkurflugvelli hefur tekið þá nýbreytn' að flytja inn flug nema. Skólinn auglýsti erlendis í fi’rsta sinn : sumar og kcmur fyrsti hópurinn um áramótin. Eru það aðallega Hollendingar og Þjóðverjar. Nú kostar um 400 þúsuiid krónur að læra flug á íslandi, en í Hollandi til dæmis, mun það kosta um eina milljón. — Það sýnir sig sjálft, að miklu betra er fyrir mennina að læra flug á íslandi, hetldiur en heima sjá sér, sagðj HeLgi Jóns son í viðtali við blaðið í dag. — Þó flestum þyki dýrt að læra að fljúga, er það ódýrara hér, en víðast hvar annars staðar í heim inum. Til dæmis i Holandi kost ar það um eina milljón, cn hér heima ekki nema tæp 400 þús- und. Þar að aukj eru gerðar mi'klu meiri kröfur til flugmianna hér, en annars staðar, som eðlilegt er, þegar miðað er við íslenzkar að- stæður, veðrið, landsilagið og fluigvelina. Við útskriíum menn með einkaflugpróf eftir 70—75 tíma, en í Hollandi, þar sem ég þekki bezt til, þarf ebki nema 35—40 tíma. — Hvenær koma þessir erlendu flugnemar? — Þeir koma líklega um ára- mótin og við reiknum með, að hægt sé að útskrifa þá á einu ári. Það fer nú saimt eftir ýmsu og er veðurfarið þár nokkuð mikil vægt. Fyrsti hópurinn er 10—12 menn og gefist tilraumn vel, mun um við halda áfram að auglýsa eftir flugnemum erlenais. — Hafa ekki erlendir menn lært að fljúga á íslandi áður, þar sem þetta er svona ódýrt? — Jú, það hafa verið hérna nokkrir, en al'drei í hópum, bara einn og einn. en það hefur aldrei verð auglýst eftir flugnemum er- lendis áður. sagði Helgi Jónsson. Auik þess að kenna flug. bæði innfæddum og innfíuttum nemend um, hefur skólinin fleira á sínuim Framhald á bls. 14 Enginn læknir settur eða skipaður í 14 læknishéruð EJ-Reykjavílt, miðvikudag. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Landlækniscmbættinu i dag, að sem stæði væru 14 læknishéruð á landinu án setts eða skipaðs læknis. Eru skip- aðir læknir nú í 29 héruðum, en settir læknar í 14. Af þessuim fjiórtán læknishér uðurn, þar sem hvorki er skip- aðúr eða settur læknir, nj'óta 12 þjónustu héraðslækna í ná- granmahéruðum. 2 hafa enga slíka bjónustu. Mikil sala á fatnaðar- kaupstefnu EJ-Reykjavík, miðvikudag. í dag lauk fatnaðarkaupstefn unni í Laugardalsliöllinni, og sóttu hana innkaupastjórar fjölmargra fyrirtækja. í gær nam vörusala um 5.5 milljóm um króna, og höfðu þá selzt vörur á kaupstefnunni fyrir um i4 5 milljónir. Á vorkauipstefnunni í apríl s.l. nam vörusalan fyrstu þrjá daigana um 12 milljónum kr., en þó reynd'ist síðasti dagurinn mesti söludagur kaupstefnunn ar. islendingar í Svíþjóð skattlagðir þar ytra EJ-Reykjavík, miðvikudag. Mikill fjöldi fslendinga hef ur sem kunnugt er leitað sér atvinnu erlendis á þessu ári, einkum þó í Svíþjóð, Sam- kvæmt samningum fslands við Svíþjóð eru skattar af laun- um þessara manna — sem mörgum tilfellum eru hátekn- ir úti, ->g fá íslenzk yfirvöld bvi hvork' tekjuútsvar né tekjuskatt nema i algjörum undantekningartilfellum. ísland he>ur sérstaka samn- itnga við Svíþjóð og Noreg um þetta efn: Samkvæmt þeim er meginreglan sú. að þeir íslend tiigar sem vinn'a í nefndum ríkjum greiði sína sikatta þar. Framhald á bls. 14 i

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.