Vísir - 25.09.1978, Page 1

Vísir - 25.09.1978, Page 1
VÍSI Allt um íþrótta- viðburði helg- IVl Vil Sl anuaagur * lai kúl sepiemDer j is l í V( iyngt irð o i i if 1 $lá KtUn na og lum! - s kúli setti Norðurlandamet í hnébeygju, en mistök starfsmanna komu í veg fyrir að hann hlyti gullið „Það áttu sér stað mikil mistök þegar Skúli Óskarsson átti að lyfta i bekkpressunni”, sagði Ólafur Sigurgeirsson, fararstjóri islensku lyftingamannanna á Norðurlandamótinu i kraftlyft- ingum, sem fram fór i Finnlandi um helgina. „Skúli byrjaði á þvi að setja Norðurlandamet i hnébeygju, lyfti282,5kg. Siðan ætlaði hann að reyna við 125 kg i bekkpressu, þyngd sem hann hefði örugglega átt að ráða við. Ég tilkynnti starfsmönnum við keppnina þá þyngd, en svo skyndUega voru komin 130 kg á stöngina. Þá þyngd varð Skiili aö reyna við hvort sem okkur likaði betur eða verr, þvi að það má aldrei lækka þyngdina, semá stöngina er kom- in. — En þetta reyndist of mikið fyrir Skúla, og hann var þar með úr keppninni”, sagði ólafur Sigurgeirsson. Þetta var mikil áfall fyrir lyft- ingamennina islensku. Eftir keppnina fékkSkúli aö lyfta (utan keppni) i réttstööulyftu, og fór þá létt meö 300 kg. Hefði hann lyft 125 i bekkpressunni eins og ætlun- in var, hefði hann þvi oröiö örugg- ur Norðurlandameisari. Helgi Jónsson, sem keppti i 100 kg flokki, sá til þess að islensku keppendurnir komu ekki heim án verðlauna. Hann lyfti 250 kg i hnébeygju, I70kg i bekkpressu og 250 i réttstöðuleyftu, eða samtals 670 kgsem nægöu til 3. verðlauna. Óskar Sigurpálsson keppti i 110 kg flokki og setti Islandsmet i hnébeygju, er hann lyfti 315 kg. Hann lyfti i allt 775 kg sem er góö- ur árangur, en það nægði samt ekki til verðlauna. Þá er ógetið um einn islenska keppandann, en það er Sverrir Honn skildi bara eftir bréfsnepil! Hjaltason. Hann keppti i 82.5 kg flokki og varö 6., lyfti 600 kg sam- tals. Finnar urðu mjög sigursælir á mótinu og hlutu 7 gullverðlaun, Svfar3. A þingi Noröurlandasam- taka lyftingamanna, sem haldið var um helgina, var ákveöið að næsta Norðurlandamót i kraft- lyftingum færi fram á Islandi á næsta ári. gk-. Fjórir bandarisku körfuknattleiksmannanna, sem leika hér á landi I vetur. Frá vinstri: Stewart John- son (Armanni), Paul Stewart (1R), John Hudson (>KR) og John Johnson (Fram). Vfsismynd Einar Þeir bandarísku í aðalhlutverkunum — KR og Fram unnu bóða sína leiki í Reykjavíkurmótinu í körfuknattleik um helgina ,,Við vitum ekkert. Þaö eina sem við höfum i höndunum er litill bréfmiði, sem Hockenos skildi eftir i ibúðinni. Við erum al- veg undrandi á þessu”. Þetta voru þau svör, sem Visir fékk hjá körfuknattleiksmönnum Þorbjörn í lands- liðshópinn Landsliðseinvaldurinn i handknattleik, Jóhann Ingi Gunnarsson, hefur valið enn einn nýjan leikmann i lands- liðshópinn, sem þessa dag- ana æfir fyrir landsleikina viðFæreyjar,sem fram fer i Færeyjum um næstu helgi. Það er Akureyringurinn Þorbjörn Jensson, sem leikið hefur íneð Val s.l. tvo vetur. Þorbjörn er með reyndari mönnum i hinum unga landsUðshópi, þvi að hann hefur þegar nokkra lands- leiki að baki. Jóhann Ingi ákvað að velja hann eftir leiki Vals I Reykja vikurmótinu um helgina, en einhverjir, sem hann var búinn aö velja, eru meiddir um þessar mundir. Jóhann Ingi mun tilkynna liðið sem fer til Færeyja, á morgun. —klp— og forráðamönnum körfuknatt- leiksdeildar Vals um helgina, við þeirri spurningu, hvers vegna bandariski þjálfarinn og leikmað- urinn Rick Hockenos væri farinn heim. Það liggur nú fyrir, að Hocken- os talaði ekki við einn einasta mann, hann bara pakkaði niður sinu dóti og yfirgaf Island i kyrr- þey ásamt eiginkonu sinni, eftir að hafa dvalið hér á landi um 10 daga. Ekki var annað vitað enað allt væri i hinu besta lagi, æfingar voru hafnar af fullum krafti og Hockenos virtistverastaðráðinn i þvi að halda áfram uppbyggingu sinni hjá Val. Það var svo á föstu- dagskvöld að farið var að undrast um hann vegna þess að hann hafði ekki mætt á æfingu, og þá komu menn að ibúð hans auðri, utan þess að bréfmiði hafði verið skilinn þar eftir. A honum stóð að hann væri farinn, og að ástæðan væri sú að kona sin hefði ekki fengið vinnu eins og talað hefði verið um! Það hafði hinsvegar verið gengið i það að útvega henni at- vinnu, en frá þvi máli hafði ekki endanlega verið gengiö. Enda hallast mennað þvi, að Hockenos noti þessa ástæðu að yfirskini, en ástæðan sé einhver önnur. Valsmenn eru nú að leita fyrir sér meö annan bandariskan leikmann, og eru likur á að úr þvi máli rætist innan skamms. Þess má geta aö Hockenos fór ekki tómhentur heim. Valur haföi greitt honum tveggja mánaöa kaup fyrirfram. gk-. Eftir tvær fyrstu umferðirnar I meistaraflokki karla á Reykja- vikurmótinu i körfuknattleik, sem hófst um helgina, eru tvö fé- lög efst með 4 stig. Það eru ts- landsmeistarar KR og Fram, sem leikur i t. deild í vetur, en Framarar komu mjög á óvart um helgina. Þeir unnu Armann á laugar- daginn með 91:83, og var það mest' vegna frábærs leiks John Johnson bakvarðar þeirra, sem skoraði 55 stig i leiknum. Var hann aðeins 3 stigum frá stiga- meti Dirk Dunbar frá i fyrra. Stighæstur Armenninga var Ste- wart Johnson með 38 stig en hann virtist þó ekki beita sér af fullum krafti. Framarar léku siðan við Vals- menn i gær, og unnu þá með 81:71. Aftur var John Johnson, bakvörður Fram stighæstur þeirra með 37 stig, en Torfi Magnússon var stighæstur Vals- manna með 25 stig. Valsmenn komu hinsvegar á óvart gegn IS og þá sigruðu þeir þótt „Hockenoslausir” væru. Úrslitið urðu 59:57 og var Krist- ján Agústsson stighæstur Vals- manna með 21 stig, Dirk Dunbar hjá IS með 25 stig. IS tapaði einnig fyrir IR um helgina eftir jafnan leik framan af. Úrslitin urðu 100:88 fyrir 1R, og var þjálfari þeirra IR-inga, Paul Stewart stigahæstur meö 46 stig. Hjá IS var Dunbar hæstur með 37 stig. KR-ingar léku tvivegis. Þeir unnu IR á laugardag með 71:65 eftir baráttuleik. Stighæstir voru John Hudson (Hjálmur) með 27 stig og Paul Stewart hjá IR með 24. — I gær léku KR-ingarnir hinsvegar gegn Armanni og unnu 90:82. Var þá oft gaman að fylgj- ast með baráttu blökkumannanna Hudsons hjá KR og Johnsons hjá Armanni. Hudson skoraði 30 stig, Johnson 23, og voru þeir hæstir i liöum sinum. Næstu leikir mótsins veröa leiknir um næstu helgi. gk-- „Supercup" leikinn í desember! Evrópumeistarar deildarmeist- ara i knattspyrnu, Liverpool og Evrópumeistarar bikarhafa, Anderlecht, hafa komið sér saman um leikdaga I „Super- cup”, en það er árleg keppni á milli sigurvegaranna I þessum tveim Evrópumótum. Leikið verður heima og heim- an. Anderlecht á fyrsta leik heima þann 4. desember, en siö- ari leikurinn fer fram i Liverpool þann 19. sama mánaöar. —klp—

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.