Tíminn - 08.10.1969, Blaðsíða 6
6
TIMINN
MIÐVIKUDAGUR 8. október 1969
liWíi
****-»> .
'">w/«• f
...
•:'::: x:;
Stífla og lón Smyrlabjargaárvirkjunar, en orkuframleiðsla hennar er 1/10 af orkuframleiðslu núverandi BúrfelIsvirkjunar, þ. e. fyrsta
áfanga hennar.
Kostnaður við byggingu Smyrlabjargaár-
virkjunar nemur um 40 milljónum króna
Síðastliðinn föstudag var tekin í notkun og rfssti Ing-
Smyrlabjargarvirkjun í Suður- ólfur Jónsson, raforkumálaráð-
sveit í Auistur-SkaftafelLssýolu herra vélar rafstöðvarinnar.
HUSEIGANÐI!
Þér sem byggið
Þér sem endurnýið
Sýnum m.a.:
Eldhúsinnréttingar
Klæðaskápa
Innihurðir
Útihurðir
Bylgjuhurðir
Vjðarklæðningar
Sólbekki
B orðkrókshúsgögn
Eldavélar
Stálvaska
ísskápa o. m. fl.
ÓDINSTORG HF.
SKÖLAVÖRÐUSTÍG 16
SÍMI 14275
Stöð þessi er 1200 kw og leys
ir af hólmi dieselrafstöðina á
Álauigarey, sem til þessa hefur
séð Höfn í Hornafirði og nær-
liggjandi sveitum fyrir raf-
magni. Að Sögn verður
mikill sparnaður að tilkomu
hinnar nýju stöðvar í framtíð-
inni, en aðeins olían, sem þurfti
til að knýja eldri stöðina kost
aði orðið um 10.000 kr. á dag.
En í hófi, sem rafmagnsveitu-
stjóri hélt í tilefni opnunar
virkjunarinnar að Hótel Höfn,
lét einn ræðumanna svo um
mælt að innfluitningur á diesel
olíu væri ein versta tegtund af
tertubotnainnflutningi. Almenn
ánægja ríkir meðal héraðsbúa
með að nú hefur verið tekin í
notkun innlend orka til raf-
magnsframleiðslu í héraðinu.
Kostnaður við byggingu Smyrla
bjargaárvirkjunar verður senni
lega nálægt 40 millj. króna þeg
ar allt kemur tii alls, og eru
þá vegafraimikvæmdir meðtaldar
en næsta suimar verður gengið
frá umhverfi stöðvarinnar og
náttúruspjöll lagfærð.
Stækkunarmöguleikar
fyrir hendi.
Fjölmennt var við Smyrla-
bjargaárvirkjun á föstudaginn
Margt manna var þar úr ná-
— PÓSTSENDUM —
grenninu auk þeirra, sem unn
ið hafa bygiginigiu virkjunarinn-
ar. Eirmig var blaðamönnum, al
þingismöninum Austurlandskjör
dæmis og fleiri gestum boðið
þangað, meðal annarra Pisarik
verzlunarfulltrúa Tékka hér á
landi, en vélar virkjunarinnar
eru smíðaðar í Tébkóslóvakíiu.
Smyrlabjargaárvirkjun ér um
50 km vestur af Höfn í Horna
firði, skammt norður af bænum
Smyrlabjörgum. Smyrlabjargaá
rennur í hvilft milli Skálafells
hnútu og Botnafjalls og síðan
féll hún.í háum fossi fram af
Borgarhafnarheiði. Þar sem
fossinn steyptist fram af brún-
inni í um 130 metra hæð yfir
sjó og niður á láglendi í um
25 m. y. s. er áin virkjuð.
Byggð hefur verið stífla
skammt ofan við fossbrún. Ofan
stíflunnar myndast stórt lón,
sem rúmar um 3 millj. tenings
metra vatns, en það þýðir að
úr þessu forðabúri má fram-
leiða 750.000 kwst. án þess að
nokkuð rennsli komi í ána eða
dropi úr lofti. Þetta þýðir um
3ja mánaða raforkuþörf svæð
isins miðað við núverandi notk
un, en miðlunin mundi nægja
stöðinni til að starfa í um 18
daga með fuillum afköstum.
Auðvelt er að stækka vatna-
svæði virkjunarinnar og þar
með afl stöðvarinnr.
Sjálfvirkur búnaður.
Aðalstíflan er um 100 m.
löng jarðstífla, sú fyrsta slík,
sem Rafmagn'sveitur ríkisin láta
byggja. Hún er byggða úr möl
með þéttikjama úr jökulleir,
klædd vatnsmegin með grjóti.
Mesta hæð stiflunnar er tæpir
20 metrar. Við vesturenda aðal
stíflunnar er 20 metra löng
yfirfallsstífla úr járnbentri
steinsteypu og er hún 2 m
lægri. Undir jarðstítflu liggur
50 m. lamgur stokkur úr jára
bentri steinsteypu. Hann er
til botntæmingar á lóni, jafn-
framt því að úr honurn er vatm
ið leitt inn í lokuhúsið. Þaðan
liggur 480 m löng þrýstivatns-
pípa úr járni niður í hverfil
stöðvarinnar. Stöðvarhúsið er
131 fermetrar að flatarmáli, ein
hæð og kjallari, og lítið íbúðar
loft, og er allur frágangur með
áigætum.
Af öðrum mannvirkjum í
tengslum við virkjunina má
nefna veg frá þjóðvegi að
stöðvarhúisi og annan upp að
stíflu samtals um 3.200 m.
langa. í Mánagörðum skammt
frá Höfn verður byggð aðal-
spennistöð.
Smyrlabjargaárvirkjun er ætl
að að starfa án stöðugrar gæzlu.
Búnaður virkjunarinnar verður
sjálfvirkur og henni í framtíð
inni stjórnað með fjarskipta-
sambandi frá Höfn í Horna-
firði. Þó er dvalaraðstaða fyrir
allt að þrjá menn í íbúðarlofti,
snyrting, bað og eJdhús, ef eftir
lits- eða viðgerðarmenn kynnu
að þurfa að dvelja þar um
kyrrt einhvern tíma.
Tíu ára töf.
*
Með lögum frá 1952 og 1956
var heimilað að virkja Smyrla-
bjargaá og gerði Verkfræði-
skrifstofa Sigurðar Thoroddsen
áætlanir um virkjunina á ánm
um 1953—1957. Og vélar til
virkjunarinnar komu tii lands
ins frá Tékkóslóvakíu fýrir 10
árúm. Vegna ýmissa ástæðna
svo sem undanhalds jöMa var
virkjunarframikvæmdum frest-
að, en Smyrlabjargaá fær
hluta af vatni sfnu úr jökul-
tungu úr HeinabergsjöMi syðrL
Síðari athiuganir leiddu í Ijós
að Hutdeild Heinabergsjökuls
er niú aðeins lítil í rennsJi ár-
inn-ar. Á árinu 1967 fól rafmagns
veitustjóri verkfræðistofu Sig-
urðar Thoroddsen endurskoðun
eldri áætlana og gerð nýrrar.
Framikvæmdir hófust síðan í
ágúst í fyrra og var gert ráð
fyrir að orkuvinnsla gæti hafizt
í síðasta lagi 30. sept. 1969.
Verktakar byggiagamann-
virkja voru Norðurverk h. f. og
höfðu þeir loMð sínu verM um
2 mánuðum fyrr en umsamið
var, en flóð og vélarbilun töfðu
að Smyrlabjargaárvirkjun yrði
teJdn í notkun fyrr. Aritekt
virkjunarinnar er SÍgurður H.
Thoroddsen. Raf- og vélbúnað,
jarðfræðilegar atbuganir,
renttslisrannsóknir og berg-
þéttingu hafa Rafmagnsveitur
ritósins og Orkustofnun séð
um.
Vaxxandi orkuþörf.
Orkuþörf á svæði því, sem
fær rafmagn frá Smyrlabjarga
árvirkjun hefur aukizt mjög á
undanförnum árum, enda er
kauptúnið í Höfn í stöðugum
vexti og atvinna nóg. Um 800
íbúar eru nú á Höfn. Nokkuð
hefur borið á rafmagnsskorti
einkum þegar fiskvinnsla hef-
ux verið í fullum gangi, og
HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS
Á föstudag verður dregið í 10. flokki.
2.400 vinningar að fjárhæð 8.200.000 krónur.
Á morgun er síðasti heili endurnýjunardagurinn.
Happdrætti HáskÓla Íslands
10. flokkur.
2 á 500 000 fcr.
» 100 000 -
140 iO.OOO —
352 5 000 —
1.900 - 2.000 —
Aukavtnningar:
á 10.000 br.
2.400
1.000.000 fcr
200.000 —
1.400.000 —
1.760 000 -
3.800.000 —
40.000 fcr
8.200.000 kr.