Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 3

Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 3
vism Fimmtudagur 19. október 1978 r Hœtt við útflutning á sauðfé til Arabaríkja: „Almenningsólitið hefur kœft málið ## — segir Sveinn Tryggva- son, formaður Markaðs- nefndar landbúnaðarins i_l' ,,íslendingar halda að þeir búi yfir betri móral en aðrar þjóðir og gera sig að dómur- um yfir siðum annarra. Ég held að andstaða al- mennings hafi kæft þetta mál. Ég hygg að það verði ekkert framhald á þessu máli, ætli maður nenni að standa i þessu þrasi” Þannig fórust Sveini Tryggvasyni, formanni markaðsnefndar land- búnaðarins#orð við Visi i morgun er hann var spurður um útflutning á 4 sauðum sem ætlaðir voru til slátrunar við trúarathafnir i einu Arabarikjanna. Sveinn sagöi þaö hafa gerst i þessu máli aö beiöni heföi komið frá fulltrila eins Arabari'kis um þessi kaup. Fjór- ir hrútar heföu verið geltir en þeir væru ennþá hér á beit og ekki vitað hvað við þá yröi gert. „Ég hélt að hlutverk markaðsnefndar væri að kanna ■ alla möguleika til sölu á fram- leiðslu landbúnaðarins og við _ vitum aö fé er flutt frá öörum löndum til Arabalanda. Viö höf- um hins vegar ekki sótt um nein útflutningsleyfi ennþá og mun- um ekki beita okkur sérstaklega fyrir þvi þar sem alda almenn- ingsálitsins virðist vera risin | gegn þvi.” —KS B Þaö glumdu vlöa hamarshöggin þegar Vlsir leit inn þar sem veriö var aö undirbúa húsgagnasýningu. Sýningin sem veröur opnuö á föstudaginn er haldin I sömu húsakynnum og Auto ’78. Neöri hæöin á AG húsinu viö Artúnshöföa veröur notuö undir sýningarbása 30 innlendra aöiia. Nú eru liöin rétt liölega tvö ár slöan sams konar sýning var slöast haldin, en þetta er fjóröa húsgagnasýningin. Þaöer meistarafélag húsgagnaframleiöenda sem standa aö sýn- ingunni. MYND:GVA Einokunaraðstaða Flugleiða og Eimskips verði rannsökuð Tillagatilþingsályktunar um að Alþingi kjósi rannsóknarnefnd til að gera athugun á rekstri, fjárfestingum og farmgjalda- ákvörðunum Flugleiða og Eimskipafélagsins var lögð fram á Alþingi I fyrradag. Flutningsm aöur er Ólafur Ragnar Grimsson Gert er ráð fyrir að rannsókn- in verði gerð með sérstöku tilliti til einokunaraðstöðu eða markaðsdrottnunar þessara fyrirtækja á sviði flutninga og samgangna milli Islands og annarra landa, og milli einstakra landshluta. —GBG

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.