Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 19.10.1978, Blaðsíða 9
VISIR Fimmtudagur 19. október 1978 9 morgun ótvarpi Kona á Egilsstöðum hringdi: „Ég var að lesa i einhverju blaði að nú ætti að breyta morgunútvarpinu. Nýr þáttur með samtölum ætti að byrja klukkan hálf átta á morgnana og standa yfir i klukkutima. Mér finnst ástæða til að mótmæla þessu. Það er nóg búið að skerða þann tima sem morgunþulir hafa til að leika lög Jón Múli og spjalla við okkur hlustendur inn á milli. Nú siðast er kominn sérstakur tónlistarþáttur i morgunsárið og ekki er á bætandi. Morgunþulirnir hafa átt óskipta athygli hlustenda og það er engu likara en að einhverrar Róbert Trausti. afbrýði gæti i þeirra garð hjá öðrum útvarpsmönnum. Eða hvers vegna á að gera þessar breytingar? Ég veit ekki betur en allflestir séu ánægðir með morgun- útvarpið og þvi ástæðulaust að breyta þvi og það til hins verra að minum dómi.” Engar fréttir af leik Þórs og Blikanna H.S. hringdi: „Égbeið spenntur eftir VIsi á mánudag til aðsjá á iþróttasiðu fréttir af leik Breiðabliks og Þórsi handboltanum. Mikið var búiðað fjalla um deilurnar sem komu upp eftir að fyrri leikur liðanna var kærður en þau voru að keppa um sæti 2. deild I hand- boltanum. Svo þegar ég fékk blaðið i hendur leitaði ég vandlega að fréttum af þessum leik sem fram fór á laugardaginn. Ekki var minnst á hann einu oröi og finnst mér þetta léleg frammi- staða. Ég fylgist litið með iþróttafréttum i sjónvarpi og útvarpi og kannski hefur verið sagt frá þessum leik þar um helgina. En þar er sjálfsagt sagt frá fleiru sem blöðin birta lika. Okkur hér i Kópavogi finnst fráleitt að segja ekki frá leikn- um þótt við séum ekki ánægðir með að Þór skyldi vinna.” Stjórn á hallœrisplani Skattgreiðandi hringdi: „Hvað er skynsamleg skattheimta? Hvernig er hægt að leggja viðbótarskatt á mann sem vegna fötlunar I baki er dottinn út af almennum vinnu- markaði og fer þess vegna Ut i smárekstur með talsveröum skuldakvöðum sem er allsendis óvist að hann geti greitt upp? Er virkilega stefnan sú að leggja eigi viðbótarskatt á svona tekjuöflun sem ekki gaf af sér nema sem nemur verka- mannslaunum á siðasta ári? Þetta varð ég að þola fyrir mina sjálfsbjargarviðleitni. Þarna á ég sennilega að borga skatt af afskriftum á tækjum sem ég keypti. Mig langar þvi að spyrja hvort leigubilstjíar borgi skatta af afskriftum á bil- um sinum. Það eru þeirra at- vinnutæki ekki siður en vélar sem notaðar eru við léttan iðnað, svo dæmi sé tekið. Þetta er óstjórn á hallærisplani” UMSJÓN: STEFÁN KRISTJÁNSSON SÍMI: 86611' I ” Allor buxur á einum stað VerslanahSllinni Laugavegi 26 SKYNDIMYNMR Vandaðar litmyndir í öll skirteini. barna&fjölsk/ldu- Ijðsmyndir AUSTURSTRÆTI 6 SiMI 12644 þrjár góðar Electrolux ZtöJ Mjög kraftmikil ryksuga (loftflæði 2.0 rúmm/min.) Hún slekkur sjálfkrafa á sér, þegar pokinn er fullur. Dregur snúruna inn i hjólið. Vegur aðeins 7 kg. og er með6 m. langa snúru. Kr. 98.800.00 z.m* Kraftmikil ryksuga (loftflæði 1.9 rúmm/min.) Hún sýnir hvenær pokinn er fullur. Snúran dregst inn i hjólið. Pokinn er sjálflokandi þ.e. rykið dreifist ekki þegar skipt er um poka. Veg- ur 7 kg og er með 6 m langa snúru. VERÐ Kr. 85.500.00 M102 Mjög ódýr og meðfærileg ryksuga en með góðan sogkraft (loftflæði 1.65 rúmm/min.) Vegur 5.7 kg og er með 7 m langa snúru. Kr. 68.500.00 Vörumarkaðurinn hf. ^ÁRMuLA 1A — SlMI 86117

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.