Vísir - 01.11.1978, Blaðsíða 1
Mikið gengisfall krónunnar
MARKID HEFUR
HÆKKAD UM 15%
siðan gengis-
fellingin var
gerð i
september
Frá siðustu gengisfellingu, 6.
september sl., hefur gengi
islensku krónunnar farið
stöðugt niður á viö gagnvart
nærri ölium gjaldmiðlum.
Meira að segja dollar, sem við
þó eigum að fylgja, hefur
hækkað I verði á þessum tveim
mánuðum.
Mest hefur hækkunin oröið á
belgfska frankanum, eða 15,4%,
en v-þýska markiö er ekki langt
á eftir. 6. september var markið
skráð á 154,69 kr. en I gær var
það skráð á 177,62 kr., sem þýðir
14,8% hækkun.
Breska pundið var skráð á
594,60 6. september, en I gær var
verðiö orðiö 644 krónur. Pundið
hefur þvi hækkað um 8,3 %
siöustu tvo mánuðina.
tsienska krónan hefur að
mestu fylgt doliar þennan tima,
en þó hefur hann hækkað um
0,78% sfðan 6. september.
Eina myntin sem hefur
iækkað I verðigagnvart islensku
krónunni er kanadadollar, en
hann hefur lækkað úr 265,95 kr. i
264,85. -Sj.
Þeir mót-
mœla með
þögitÍRtni
Sjá bls. 11
Lifandi
bœr eða
drauga-
borg
Sjá bls. 11
Líf og list
Sjá bls. 16
IBókin langþráða, f járlagaf rumvarp
fyrir árið 1979, kom fyrir augu þings og
I þjóðar i gær. Ekki var laust við að nokk-
urrar spennu gætti í þingsöium, eftir að
| sú frétt barst, að von væri á fjárlaga-
_ frumvarpinu, sem sumir kölluðu „Tóm-
| as Árnason metsölubók".
IÞegar þingmenn fengu bókina í hendur
lék þeim að sjálfsögðu hugur á því að
Ikannaefni frumvarpsins_Hér f lelta þeir
bókinni í hliðarherbergi, Geir Gunnars-
I son þingmaður Alþýðubandalags, Páll
“ Pétursson þingmaður Framsóknar-
| flokks, Ágúst Einarsson þingmaður Al-
_ þýðuflokks og Albert Guðmundsson
I þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Vísir fœr einkarétt
á bókinni um Jackie
Fyrsti kafíinn birtur i
nœsta Helgarblaði Visis
Vísir hefur fengið einkarétt á Islandi á
birtingu bókarinnar „Jackie Oh", sem ný-
lega kom út I Bandaríkjunum og vakið
hefur mikið umtal og umræður undanfarið
bæði vestan hafs og austan.
Bókin er ævisaga
Jaequeline Kennedy
Onassis rituð af Kitty
Kelly, blaðamanni við
bandariska stórblaðið
Washington Post. Höf-
undurinn hefur byggt
bókina á upplýsingum frá
rúmlega. þrjú hundruð
manns. sem þekkt hafa
Jackie og haft samvinnu
við hana á ýmsum timum
ævi hennar.
Bókin umdeilda um
Jackie Kennedv
Bókin um Jackie er
rúmlega þrjú hundruð
siður að stærð og skiptist i
22 kafla. Visir mun birta
efni allra kaflanna næstu
vikur nokkuð stvtt og með
textanum fylgja margar
myndir, sem ekki hafa
áður komið fvrir almenn-
ingssjónir.
Efni bókarinnar. sem
vakið hefur mikla athygli
viða um lönd undanfarið
verður birt i Visi á mánu-
dögum, fimmtudögum og
laugardögum. ein opna i
senn og verður fvrsti
kaflinn I blaðinu á laugar-
daginn kemur.
Visir spyr 2 - Svarthöfði 2 — Að utan 6 - Erlendar fréttir 7 - Fólk 8 - Myndasöqur 8 - Lesendabréf 9 - Leiðari 10
íþróttir 12,13 — Dagbók 15 — Stjörnuspó 15 — Lif og list 16,17 — Kvikmyndir 17 — Útvarp og sjénvorp 18,19 — Sandkorn 23