Vísir


Vísir - 01.11.1978, Qupperneq 3

Vísir - 01.11.1978, Qupperneq 3
VISER Miðvikudagur 1. nóvember 1978 3 Bombur á gamlárskvold „Hallærisplaniö á aö sjálfsögöu aö hverfa. En hvernig eigum viö aö fara aö þvi aö láta þaö hverfa? Eigum viö aö loka þvi meö lög- regluvaldi? Láta okkur löggurnar standa þar og varna unglingunum aögangs? Þaö held ég aö mundi ekki gefast vel. Eina leiöin er aö eyöa vanda- málinu meö þvi aö eitthvaö betra komi I staöinn. Hér fyrr á árum tiökaöist þaö ár eftir ár aö unglingar flykktust aö lögreglustööinni á gamlárs- kvöld til aö brjóta rúöur og sprengja bombur sem stundum voru svo sterkar aö borgin nötraöi. Þetta var fyrir um þrjátiu ár- um svo á þvi má sjá aö „ung- lingavandamáliö” er engin ný bóla. Þar hefur veriö á feröinni fólk sem nú er margt hvert ráö- settir og góöir borgarar. Sem kannske hafa áhyggjur af þvi aö börn þeirra flækist á Hallæris- planiö. En allavega var þetta fastur liöur og öllum til armæöu, ekki sist lögreglunni. Um áramótin 1947-1948, var svo fallist á þá til- lögu Sigurjóns Sigurössonar lög- reglustjóra aö halda stóra ára- mótabrennu i einu af úthverfum borgarinnar. Og þaö brá svo viö aö þangaö þyrptust unglingarnir og kvöddu áramótin meö pompi og pragt. Engum fannst lengur gaman aö brjóta rúöur i lögreglustööinni eöa henda sprengjum i fólk.” Hrúgað upp hverfum „Þarna er eitt dæmi þótt litiö sé um hvernig hægt er aö fjarlægja vandamál ef rétt er aö fariö. Ég er sannfæröur um aö meö ýmsum skynsamlegum ráöum væri hægt aö fjarlægja mörg þau vandamál sem hrjá unglingana mest i dag. Hvaöa vit er til dæmis I þvi aö i Breiöholti, sem telur næstum tuttugu þúsund manns skuli ekki vera kvikmyndahús eöa skemmtistaöur aö undanskildum Fellahelli sem er góöra gjalda veröur en hvergi nærri nóg? Svipaöa sögu er aö segja um Kópavog og Garöabæ. Ungt fólk á þessu svæöi hefur ekki i nein hús aö venda og hópast niöur á Hallærisplan. Skipulagsleysi og aulaháttur i þessum málum er meö eindæm- um. Aö þaö skuli hrúgaö upp heil- um hverfum án þess aö taka minnsta tillit til lifsþarfa fólks eins og þær eru 1 dag er bæöi heimskulegt og hættuiegt ekki sist þegar unglingar eiga i hlut. Hallærisplaniö er afleiöing þessarar óstjórnar.” „Hér fyrr á árum var rekinn i borginni skemmtistaöur sem hét Tivoli. Hann var mikiö sóttur bæöi af ungum og fullorönum og þaö var ekki sist mikilvægt aö þarna gátu kynslóöirnar unaö sér saman. Veöráttan okkar er ekki bein- linis heppileg fyrir skemmtistaöi undir berum himni en þaö er eng- inn vafi á aö einhverja slika starf- semi vantar i hvaöa formi sem hún yröi. Skautahöll. meö meiru I Breiö- holti yröi áreiöanlega vel tekiö. Og hugmyndarikari menn en ég á þessu sviöi yröu áreiöanlega ekki 1 vandræöum meö aö koma meö tillögur sem hjálpuöu upp á sakirnar. Þaö sem stjórnvöld þurfa fyrst og fremst aö leggja áherslu á er aö dreifa hinum félagslegu og menningarlegu punktum sem viöast um stór Reykjavikur- svæöiö i staö þess aö láta allt dragast I einn hnút svo úr veröi óskapnaöur eins og tii dæmis Hallærisplaniö. Nýju hverfin i borginni eru aö veröa aöalhverfi hennar og þau þurfa aö vera sjálfum sér nóg i þessum málum.” óhugnaður í kerfinu „Þótt ég hafi kannske veriö all haröoröur i garö stjórnvalda vil ég ekki vanmeta ýmislegt sem hefur veriö gert I þessari borg, fyrir æskulýöinn. Þaö hefur viöa veriö vel unniö aö margvislegum Iþrótta- og félagsmálum þar sem ungir sem uppkomnir hafa starfaö af áhuga og dugnaöi. En þaö er einhver óhugnaöur sem gengur laus i þessu kerfi okkar og veldur upplausn heimila, spennu og óreglu. Og þar eru unglingarnir i hvaö mestri hættu. Þetta veröum viö aö leysa sam- eiginlega meöeinhverjum hætti.” —ÓT Við veitum F2862100 , FIMM HUl F2862106 i FIMM HU.M KRÓNUl LAUGAVEGI33 ■ SÍM111508 STRANDGÖTU 37 ■ SÍMI 53762 kr. afslátt af hverri hljómplötu eða kassettu sem verslunin hefur uppá að bjöða, í tilefni þriggja ára afmælis fyrirtækisins. Þetta afmælistilboð gildir út vikuna. ara 1975 1978

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.