Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 1
miðvikudagur 3. janúar 2001 Prentsmiðja Morgunblaðsins blað E Þaubyggðu bæinn Hvað segir saga húsanna 2 Eldhúsoglitir Fyrsta heimilið Breytt og betrumbætt 16 Ingibjörg Sólrún á Bárugötu 30a 15 JÖRÐIN Langárfoss í Borgar- byggð (áður Álftárneshrepppi í Mýrarsýslu) er nú til sölu hjá Fast- eignamiðstöðinni. Um er að ræða landmikla jörð með ágætum bygg- ingum, m. a. góðu íbúðarhúsi. Þessi jörð er þekkt sem ein af mestu laxveiðijörðum landsins, en jörðin á land bæði að Langá og Ur- riðaá. „Við Langá hefur verið byggt glæsilegt veiðihús og hér er um ein- stakt tækifæri að ræða til þess að eignast landmikla jörð í fögru um- hverfi með miklum hlunnindum,“ sagði Magnús Leópoldsson hjá Fasteignamiðstöðinni. Jörðin er um það bil 1170 hekt- arar og á henni er íbúðarhús, sem að sögn Magnúsar Leópoldssonar er í mjög góðu ástandi. Útihúsum er vel við haldið og mjög snyrtilega um þau gengið og sama máli gegnir um tún og girðingar. Veiðitekjur af Langá og Urriðaá eru umtalsverðar, en eignarhlut- deild jarðarinnar í Langá er 19% og 36% í Urriðaá. Ekki er sett fast verð á jörðina en óskað eftir til- boðum. Landnámsjörð Langárfoss (eldra nafn Foss) á sér mikla sögu, en þetta var land- námsjörð. Jarðarinnar er getið í Egilssögu, en þar segir að Skalla- grímur hafi fengið Sæunni dóttur sinni og Þorfinni stranga búsetu þar. Til er kirkjumáldagi á Langár- fossi frá 1181. Að fornu mati var jörðin 50 hundruð. Land jarðarinn- ar skiptist í tún, mýrar og flóa með dreifðum klapparásum. Sunnan og vestan til í landinu, í svokallaðri Fosstungu, er lítils háttar birki- kjarr í ásunum og þar, sem þurr- lendara er. Að austan liggur landið að Langá á móti landi Ánabrekku, en að sunnan og vestan að Urriðaá, gegnt landi Leirulækjar, Smiðjuhóls, Ur- riðaár og Valshamars, en að norðan eru merki á móti Háholti, þvert yfir tunguna milli Urriðaár og Langár. Langá hefur lengi verið eftirsótt sem stangveiðiá. Um 1880 var byggt vandað veiðihús í túninu á Langárfossi. Hús þetta komst síðar í eigu skosks herforingja, sem keypti það ásamt veiðirétti í Langá árið 1904. Frá þeim tíma og fram til ársins 1938 var veiðiréttur í Langá í eigu brezkra manna, en féll þá aft- ur til jarðanna við ána. Veiðihúsið stendur enn, en hefur nú verið stækkað verulega með við- byggingu. Íbúðarhús jarðarinnar stendur skammt austan við Álfta- neshreppsveg, stutt fyrir sunnan vegamótin móti Ólafsvíkurvegi, en stóð áður nokkru austar, nær Langá. Langárfoss á Mýrum til sölu Eignarhlutur jarðarinnar í Langá er 19% en 36% í Urriðaá. Ekki er sett fast verð á jörðina en óskað eftir tilboðum. Jörðin er til sölu hjá Fasteignamiðstöðinni. Stjórnstöðvar fyrir hitakerfi Þúsundir fasteigna af öllum stærðum og öllum gerðum allsstaðar á landinu                                           ! !"   ! ! #  $ "            %!&'! (! )!&%*! (! %+!&,%! (! ,,!&,)! (!   ! !                    %*- %.+ %.- %,+ %,- %%+ %%- %-+ %--   /$  0  1 233 4 %-- % # ! . # ! 5 # ! %,! #  6 6 6         !  "!!!    #    $ "!!!   $ "!! ,+- ,*+ ,*- ,.+ ,.- 1  2)' 4 %-- 77 8  9  7 7 : ; < =   $$ (> 8 $  $$  %*- %,- %-- )- 5- *- ,- - 23- 23, 23* 235 23) 2-- ?1!                ;7 8  9  7 7 : << =

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.