Morgunblaðið - 03.01.2001, Blaðsíða 2
Efnisyfirlit
Fjárfesting .......................................bls. 19
Frón .............................................................12
Garður ........................................................17
Gimli ...........................................................27
Holt ............................................................25
Hóll ................................................................9
Hraunhamar .....................................14-15
Húsakaup ................................................24
Húsið ...........................................................17
Húsvangur ...............................................20
Höfði ..........................................................23
Kjöreign........................................................4
Lundur .........................................................13
Skeifan ..........................................................7
Agnar Gústafsson .........................bls.19
Ás ...................................................................6
Ásbyrgi .....................................................1 9
Berg ...........................................................20
Bifröst ..........................................................5
Borgir ...........................................................8
Eign.is .........................................................21
Eignamiðlun . .........................................28
Fasteign.is . .............................................22
Fasteignamarkaðurinn ........................3
Fasteignamiðstöðin ............................18
Fasteignasala Íslands ..........................11
Fasteignastofan ...................................26
Fold .........................................................10-11
2 E MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
HeimiliFasteignir
Í húsi og safni Sir John Soanes arkitekts í London (d. 1837) er heill heimur
ólíkra menningarsvæða, sem hann sótti hugmyndir til.
Hvaða máli tala húsin um
húsbyggjandann og arkitekt-
inn? Taka þau mið af tísku-
straumum í þjóðfélaginu?
Valda þau straumhvörfum í
viðhorfinu til húsbygginga?
Híbýlin
Húsbyggjendur taka oftvirkan þátt í mótun hug-mynda sem standa aðbaki hýbýla sinna, sem
og smíði þeirra og byggingu. Heim-
ilið er búið til með þeim, sem síðan
snýst við, og þeir mótast af heim-
ilinu. Hver og einn þáttur verður
hluti af sameiginlegri sögu hússins
og eigandans. Þegar það er fullrisið
færist það í hlutverk hússins að hafa
mótandi áhrif á líf íbúanna með
möguleikunum sem það býður upp á.
Önnur er sagan þegar húsbyggj-
endur kaupa beint af bygging-
arverktökum, þá hefjast tengsl íbú-
anna síðar við húsið sitt og eru mun
minni. Oft er um að ræða kaup á fok-
heldu húsnæði sem þýðir að hægt er
að gera breytingar innbyrðis, ef vilji
er fyrir hendi, þótt útlit hússins sé
fyrirfram ákveðið.
Ímynd hússins skiptir miklu máli
bæði fyrir íbúann og umhverfið í
heild. Það má segja að á meðan
framhliðar húsanna eru innra rými
borgarinnar og sýna svipbrigði
hennar þá er innra rými húsanna
ytra byrði íbúanna. Almenn hús-
gögn, erfða- og safngripir, minja-
gripir frá útlöndum eru allt tákn um
það sem við erum og það sem við
viljum vera. Þeir gefa okkur vissu í
tilverunni og staðsetja okkur í þjóð-
félaginu. í heimi örra fjarskipta,
valda sjónvörp, dagblöð og tölvu-
samskipti því að friðsemd heimilis-
ins er rofin, persónulegir munir íbú-
anna verða því þeim mun
mikilvægari fyrir ímyndina sem þeir
vilja gefa.
Oft er talað um að hús séu hús
síns tíma – uppfylla reglur ákveð-
inna byggingarstíla eins og fúnkism-
ans, póstmódernismans, naum-
hyggjunnar – eða fylgja
tískusveiflum nágrannans. Mörg
eldri hús hafa líka tekið við nýjum
hlutverkum í gegnum tíðina. Er-
lendis hefur nýju lífi verið hleypt í
auðar hæðir gamalla verksmiðja og
vörugeymslna. Stór rými þeirra hafa
breyst í íbúðir ungs fólks á uppleið.
Engir milliveggir eru settir upp
heldur fær hvert húsgagn að njóta
sín og njóta athygli, hvort sem það
er hægindastóllinn eða baðkarið!
Sagan
Íslendingar ferðast almennt víðaog eru móttækilegir fyrir nýj-um straumum og stefnum.
Arkitektar bera sérstök merki þess,
vegna menntunar sinnar, sem öll er
sótt til erlendra háskóla. Þegar heim
kemur fá þeir það erfiða hlutverk að
nýta alþjóðlega menntun sína við ís-
lenskar aðstæður, bæði landfræði-
og menningarlega séð. Húsbyggj-
andinn gerir líka á hann þær kröfur
að setja sig inn í sínar aðstæður og
þar með að túlka líf hans og sér-
stöðu. Húsið á að verða persónulegt
og fullt af minningum einstakling-
anna sem búa það. Saga hússins er
því margþætt: með áhrifum frá er-
lendum arkitektaskóla, viðhorfi
arkitektsins, þjóðfélaginu sem það
stendur fyrir og húsbyggjandanum
sjálfum.
Með þetta að leiðarljósi í þessum
nýja greinarflokki, verða innlend og
erlend hús og arkitektar kynnt sem
vísa til ákveðinna eiginleika. Auk
þess verður leitað fyrir sér þar sem
Þaubyggðubæinn
Hvað segir saga húsanna?
Þessi ímynd Reykjavíkur er bæði látlaus og litrík. Úr hjarta borgarinnar.
Í Húsi framtíðarinnar, eftir Alison og
Peter Smithson (London 1956) er
leitað að óhefðbundnum leiðum til
þess að upplifa rýmið.
Að bera húsið AH eftir Iñaki Abalos og Juan Herreros (1993–1994) saman við hefðbundið hús er svipað og að bera Swatch-klukkurnar saman við hefðbundnar klukkur. Umhverfið ræður myndinni.
Marc-Antoine Laugier skrifaði í rit-
gerð sinni um byggingarlist (París
1753) að hún ætti að vera byggð á
raunsæi og tilfinningum frekar en lík-
ingum úr fortíðinni.
efnisval og tækninotkun, sem og
ástríður og landið, skapa vistvænt
umhverfi – í túlkun sinni á fjölbýlis-,
rað- eða einbýlishúsum eða, húsum
sem hægt er færa úr stað og er hluti
af búslóðinni þegar þörf er á flutn-
ingum.
Halldóra Arnardóttir,
listfræðingur
[sanchezarnardottir@arquired.es]
HJÁ fasteignasölunni Miðborg er í sölu atvinnu-
húsnæði við Laugaveg 105. Þetta er steinhús, byggt
1939 og er stærð húsnæðisins sem er til sölu 640
ferm.
„Hér er um að ræða gott verslunar- og lag-
erhúsnæði á góðum stað við Laugaveg, en þetta er
hornrými á jarðhæð með miklum verslunargluggum
auk rýmis í kjallara,“ segir Björn Þorfinnsson hjá
Miðborg.
„Um þessar mundir er rekið bankaútibú Íslands-
banka í húsnæðinu en það flyst bráðlega á nýjan
stað. Húsnæðið skiptist í stóran afgreiðslusal, tvær
skrifstofur, kaffistofu, snyrtingar og geymslur. Í
kjallara er geymslurými, um 262 fermetrar. Nátt-
úrufræðistofnun hefur áhuga á að leigja kjallarann
af væntanlegum kaupanda.
Laugavegur 105
Hjá Miðborg er til sölu gott verslunar- og lagerhúsnæði við
Laugaveg 105, alls 640 ferm. Ásett verð er 65 millj. kr.