Morgunblaðið - 04.01.2001, Blaðsíða 1
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
RÚMLEGA 400 MILLJÓNIR Í ERLENDA LEIKMENN Á 11 ÁRUM /B2
2001 FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR BLAÐ B
ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu, sem leikur
í Árþúsundabikarmótinu í Indlandi, gæti þurft
að fara til Kalkútta ef það kæmist áfram úr sín-
um riðli. Ísland leikur í B-riðli með Úrúgvæ,
Indlandi og Indónesíu, þjóðum sem Ísland hefur
aldrei leikið gegn.
Tvö efstu liðin úr riðlinum komast áfram. Ef
Ísland lendir í fyrsta sæti yrði leikið áfram í
Cochin – gegn liðinu sem hafnar í öðru sæti í A-
riðli – Júgóslavía, Bosnía, Írak og Bangladesh –
þjóðum sem Ísland hefur ekki leikið gegn á
knattspyrnuvellinum.
Ef Ísland hafnar í öðru sæti væri það hlut-
skipti landsliðsins að halda til Kalkútta og leika
gegn þeirri þjóð sem verður í fyrsta sæti í D-
riðli – Chile, Japan, Úsbekistan og Bahrain. Ís-
land hefur ekki leikið landsleik gegn Úsbek-
istan.
Landsliðið gæti
farið til Kalkútta
GRÆNLENDINGAR komust
óvænt í heimsmeistarakeppnina
í handknattleik, sem hefst í
Frakklandi 23. janúar, þegar
Kúbumenn drógu lið sitt til baka
úr keppninni. Í herbúðum Græn-
lendinga, sem hafa aðeins leikið
27 landsleiki, er íslenskur liðs-
stjóri. Það er Guðmundur Þor-
steinsson, sem hefur verið bú-
settur í Grænlandi undanfarin
ár ásamt eiginkonu sinni Bene-
diktu Þorsteinsson. Guðmundur
hefur þjálfað þar lið ásamt því
að starfa fyrir grænlenska
handknattleikssambandið. Guð-
mundur og Benedikta eru flutt
til Íslands í bili en það breytir
því ekki að hann verður með
grænlenska landsliðinu á HM og
í gær hélt hann utan vegna und-
irbúnings liðsins fyrir mótið.
Grænlendingar mæta Króatíu,
Þýskalandi, Spáni, Suður-Kóreu
og Bandaríkjunum í C-riðli á
HM.
Morgunblaðið/Kristinn
Guðmundur Þorsteinsson, liðsstjóri karlalandsliðs Grænlendinga, leikur á HM ásamt eiginkonu sinni Benediktu Þorsteinsson.
Íslendingur liðsstjóri
Grænlendinga á HM
■ Mætum.../B3
Þessi ákvæði standa eitthvað ístórstjörnum landsliðsins enda
ljóst að samningurinn felur í sér
skert frelsi leikmanna til að semja
sjálfir við ýmsa styrktaraðila.
Framherjarnir Tore Andre Flo og
Ole Gunnar Solskjær eru skærustu
stjörnur landsliðsins en ráðgjafar
þeirra og umboðsmenn hafa sett
spurningamerki við tvö lögfræðileg
atriði samningsins. Í fyrsta lagi:
hvaða réttindum hafa leikmennirnir
afsalað sér við undirritun samnings-
ins? Í öðru lagi: hvaða fyrirtæki eru
það sem leikmaðurinn getur samið
persónulega við þar sem NFF hefur
þegar samið við 12 stórfyrirtæki í
Noregi sem leggja til tæplega 4 millj-
arða króna til sambandsins á næstu 4
árum.
Leikmennirnir skella skuldinni
á knattspyrnusambandið
Í samningnum á milli leikmanna
og NFF getur sambandið ráðið
hvaða fyrirtæki fái afnot af ímynd
þeirra til markaðssetningar á sinni
vöru en leikmennirnir vilja fá að ráða
meiru í þeim efnum og sætta sig ekki
við þá skilmála sem eru í samningn-
um.
Ole Gunnar Solskjær hefur lítið
viljað tjá sig um málið í fjölmiðlum en
segir að peningar séu ekki vanda-
málið og hann ásamt fleirum leik-
mönnum liðsins gefi enn kost á sér í
landsliðið og vandamálið sé hægt að
leysa. Solskjær segir að málið sé
meira tengt skertu frelsi leikmanna
til að semja sjálfir við styrktaraðila
og ráðstöfunarrétti NFF á ímynd
stjörnuleikmanna liðsins.
Henning Berg sem hefur verið
fyrirliði norska landsliðsins til
margra ára varar forráðamenn NFF
við því að ganga svo langt að útiloka
þá leikmenn sem ekki skrifi undir
samkomulagið. Berg setur einnig
stórt spurningarmerki við þá
ákvörðun NFF að bjóða Tore Andre
Flo og Ole Gunnar Solskjær sér-
samninga, með helmingi styttri
samningstíma og öðrum formerkjum
en þeir samningar sem öðrum leik-
mönnum er ætlað að skrifa undir.
Talsmaður Postbanken sem er
einn af stærstu styrktaraðilum NFF,
Jacob Lund, segir að þeir leikmenn
sem ekki samþykki þá samninga sem
nú er boðið upp séu uppteknari af
sjálfum sér og hafi gleymt því að að
landsliðið hafi verið „sýningar-
gluggi“ fyrir þá á sínum tíma. Lund
segir einnig að nú sé kominn tími til
að leikmennirnir leggi sitt af mörk-
um með því að gefa NFF tækifæri til
að auka tekjur sínar með því að selja
m.a. ljósmyndir og eiginhandarárit-
anir leikmanna landsliðsins.
Landsliðsþjálfarinn er bjart-
sýnn á lausn vandamálsins
Talið er að NFF vilji með þessum
samningum tryggja að ekki komi
upp mál í líkingu við það sem upp
kom fyrir tveimur árum á milli
norska skíðasambandsins, NSF, og
skíðastjörnunnar Lasse Kjus. Einn
stærsti styrktaraðili NSF var þá
framleiðandi skíða- og útivistarfatn-
aðar en fyrirtæki í eigu Lasse Kjus
tók þá að framleiða samskonar fatn-
að og var þar með í beinni samkeppni
við einn af styrktaraðilum skíðasam-
bandsins.
Þjálfari norska landsliðsins, Nils
Johan Semb, hefur að sjálfsögðu
miklar áhyggjur af gangi mála en lið-
ið á leika í undankeppni HM þann 24.
mars gegn Póllandi á heimavelli, en
Semb er bjartsýnn á að málið verði
leyst á farsælan hátt. Henning Berg
sagði við norska fjölmiðla að það
væri einstakt að landsliðsþjálfarinn
gæti aðeins valið þá leikmenn sem
knattspyrnusambandið hefði lagt
blessun sína yfir og ef það yrði nið-
urstaðan að margir af bestu knatt-
spyrnumönnum landsins yrðu útilok-
aðir frá landsliðinu væri mjög illa
komið fyrir norskri knattspyrnu.
Stjörnurnar vilja meira frelsi
NORSKA knattspyrnusambandið, NFF, stendur frammi fyrir viða-
miklu vandamáli sem tengist samningsgerð við leikmenn landsliðs-
ins. Alls hafa tólf leikmenn neitað að ganga að þeim kröfum sem
NFF setur upp í samningum en 22 leikmenn hafa nú þegar sam-
þykkt samninginn. Kjarni deilunnar er sá að NFF fer fram á það að
hver leikmaður geti aðeins samið persónulega við þrjá norska
styrktaraðila og aðeins þá sem ekki eru í beinni samkeppni við
styrktaraðila NFF. Að auki getur hver leikmaður samið við einn
styrktaraðila þar sem allur ágóði af samkomulaginu á að renna til
góðgerðarsamtaka.
Vandamál hjá norska knattspyrnusambandinu