Morgunblaðið - 04.01.2001, Síða 4
FÓLK
KRISTINN Lárusson var á gaml-
ársdag útnefndur íþróttamaður Vals
árið 2000. Kristinn var fyrirliði meist-
araflokks Vals í knattspyrnu sem
vann sér sæti í efstu deild á ný eftir
árs fjarveru þaðan.
SILJA Úlfarsdóttir var útnefnd
íþróttamaður FH á gamlársdag. Silja
áttu góðu gengi að fagna á árinu á
hlaupabrautinni og var í sigursælu
liði FH-inga sem vann sigur í 1. deild
og í bikarkeppninni.
BRYNJAR Björn Gunnarsson seg-
ist hafa skorað sigurmark Stoke gegn
Bristol City í ensku 2. deildinni síð-
asta laugardag. en markið var skráð á
Bjarna Guðjónsson. Bjarni átti send-
ingu inn að markinu og boltinn sigldi
alla leið í netmöskvana, en samkvæmt
The Sentinel kveðst Brynjar hafa náð
að skalla og breyta stefnu boltans.
ZLATKO Feric frá Króatíu hefur
verið sagt upp störfum sem þjálfara
þýska handknattleiksliðsins Nettel-
stedt, sem Róbert Julian Duranona
leikur með. Framkvæmdastjóri fé-
lagsins, Milomir Mijatovic, er tekinn
við en hann var áður þjálfari hjá Mind-
en, Flensburg og Bad Schwartau.
FERIC hafði verið hjá Nettelstedt í
15 ár, lengi sem leikmaður, síðan að-
stoðarþjálfari og loks sem aðalþjálfari
frá því í desember 1997.
JOHN Toshack er tekinn við stjórn
spænska knattspyrnufélagsins Real
Sociedad í þriðja skipti. Hann hefur
undanfarnar vikur lyft St. Etienne af
mesta fallsvæði frönsku 1. deildarinn-
ar en tekur nú við Real Sociedad í
enn verri stöðu því félagið situr á
botni spænsku deildarinnar.
NIGEL Worthington, fyrrum
landsliðsmaður Norður-Írlands, hef-
ur verið ráðinn knattspyrnustjóri
enska 1. deildarliðsins Norwich.
Worthington hefur stýrt liðinu með
góðum árangri undanfarnar vikur
eftir að Bryan Hamilton sagði starfi
sínu lausu.
ARSENE Wenger, knattspyrnu-
stjóri Arsenal, hefur hug á að fá
franska miðvörðinn Martin Djetou
frá Mónakó. Hann er 26 ára og er
rætt um að kaupverð yrði um átta
millj. punda.
CHRIS Coleman fyrirliði enska 1.
deildarliðsins Fulham leikur ekki
meira með sínum mönnum á þessari
leiktíð. Coleman lenti í umferðarslysi
á Jaguar-bifreið sinni í fyrrakvöld
með þeim afleiðingum að hann fót-
brotnaði á báðum fótum.
ROBBIE Fowler framherji Liv-
erpool komst í fréttirnar í fyrrinótt.
Ekki fyrir afrek sín á knattspyrnu-
vellinum heldur var ráðist á hann fyr-
ir utan næturklúbb í Liverpool. Þetta
var minniháttar líkamsárás og var 39
ára gamall maður handtekinn fyrir
verknaðinn.
DAVE Jones var í gær ráðinn
knattspyrnustjóri hjá enska 1. deild-
arliðinu Wolves. Jones hrökklaðist
frá starfi stjóra hjá Southampton fyr-
ir ári síðan þegar hann var ákærður
fyrir kynferðislega misnotkun á börn-
um á árum áður en hann var sýkn-
aður af ákærum fyrir skömmu. Jones
tekur við starfi Colins Lee sem látinn
var taka poka sinn frá félaginu fyrir
jólin vegna slaks árangurs liðsins.
LOU Macari hefur verið útnefndur
knattspyrnustjóri desembermánaðar
í ensku 1. deildinni í knattspyrnu.
Undir hans stjórn vann Huddersfield
fimm leiki í desember og gerði tvö
jafntefli. Jocky Scott knattspyrnu-
stjóri Notts County varð fyrir valinu
sem stjóri mánaðarins í 2. deildinni.
ÍTALSKA meistaraliðið Lazio
hyggst festa kaup á tékkneska lands-
liðsmanninum Karel Poborsky frá
portúgalska liðinu Benfica. Sagt er
frá því að Poborsky muni skrifa undir
þriggja ára samning í lok vikunnar.
Lazio hefur einnig hug á að fá mið-
vallarleikmanninn Stefano Fiore frá
Udinese.
Costantini tók þá ákvörðun eftirHM í Egyptalandi 1999, að
byggja upp nýtt landslið fyrir heims-
meistarakeppnina í Frakklandi.
Hann ákvað að byggja lið sitt upp að
mestu leyti á leikmönnum, sem léku
með frönskum liðum. Í landsliðs-
hópnum hans sem leikur hér á landi
eru tólf leikmenn, sem leika í heima-
landi sínu, tveir koma frá Magde-
burg í Þýskalandi og tveir frá Spáni.
Þeir Christian Gaudin markvörð-
ur og örvhenta skyttan Joel Abati,
leika undir stjórn Alfreðs Gíslasonar
og við hlið Ólafs Stefánssonar með
Magdeburg. Abati spilar sömu stöðu
og Ólafur og leysir hann yfirleitt af í
nokkrar mínútur í hverjum leik.
Jackson Richardson, besti leik-
maður HM á Íslandi 1995, kemur frá
Portland á Spáni og Patrick Cazal
kemur frá Bidazoa.
Sjö leikmenn koma frá Montpell-
ier sem er með fullt hús stiga í
frönsku 1. deildinni og er komið í
átta liða úrslit meistaradeildar Evr-
ópu. Það eru markverðirnir Bruno
Martini og Thierry Omeyer, og þeir
Jérome Fernandez, Didier Dinart,
Grégory Anquetil, Andrej Golic og
Laurent Puigsegur. Frá Chambery,
sem einnig hefur unnið alla leiki sína
í frönsku deildinni, koma Guillaume
Gille, Bertrand Gille og Daniel Narc-
isse, og hinir í hópnum eru Olivier
Girault frá Paris SG og Stéphane
Plantin frá Toulouse.
Jackson Richardson er langreynd-
asti leikmaður Frakka með 315
landsleiki að baki en fyrir utan hann
hafa aðeins markverðirnir Gaudin og
Martini leikið yfir 100 landsleiki.
Íslenska landsliðið lék síðast gegn
Frökkum í Frakklandi fyrir ári –
fyrir EM í Króatíu. Frakkar unnu í
Bordeaux, 24:20, og jafntefli var í
Pau, 20:20. Frakkar urðu í fjórða
sæti á EM, töpuðu fyrir Spánverjum
í leik um bronsið, 24:23.
Frakkar léku um fimmta sætið við
Þjóðverja á ÓL í Sydney og töpuðu,
25:22.
Frakkar með
heimamenn
DANIEL Costantini, landsliðs-
þjálfari Frakka, hefur valið
sextán manna hóp fyrir æfinga-
leikina þrjá gegn Íslendingum
hér á landi um næstu helgi og
alþjóðlegt mót í Svíþjóð í vik-
unni á eftir.
Jackson Richardson, einn leikreyndasti leikmaður Frakka,
sækir að marki Íslands í landsleik í Bordeaux fyrir ári. Róbert
Sighvatsson er til varnar.
Úrslitakeppni HM hefst í Frakk-landi 23. janúar og er þriðja
stórmótið í íþróttinni á aðeins 13
mánuðum. Á sama tíma í fyrra fór
fram úrslitakeppni Evrópumótsins
í Króatíu og síðan komu Ólympíu-
leikarnir í Sydney í haust. Stór
hluti af fremstu handknattleiks-
mönnum heims leikur í Þýskalandi
og þar er deildakeppnin umfangs-
meiri í vetur en nokkru sinni fyrr
því liðin eru 20 talsins og leika því
38 umferðir.
Þegar hafa margir af þeim bestu
helst úr lestinni og verða ekki með
á HM í Frakklandi. Þjóðverjar, Sví-
ar, Frakkar og Spánverjar hafa
meðal annarra mátt sjá á bak sterk-
um leikmönnum fyrir keppnina.
„HM missir marks þegar bestu
leikmennina vantar. Handboltinn
er á góðri leið með að verða eins og
íshokkíið þar sem í raun er um B-
mót að ræða. Leikmennirnir hætta
ekki við þátttöku af áhugaleysi,
þeir hafa ekki orku til að vera með.
Þeir eru þreyttir, líkamlega og and-
lega. Sænska liðið er ekki það eina
sem er með háan meðalaldur og það
er kominn tími til að Alþjóða hand-
knattleikssambandið fari að hugsa
sinn gang,“ sagði Johansson við
Aftonbladet.
Bengt Johansson vill breytingar.
„Heimsmeistarakeppnina og Evr-
ópukeppnina á að halda fjórða hvert
ár, eins og Ólympíuleikana. Þá yrði
frí frá stórmótum eitt ár af hverjum
fjórum. Leikmennirnir þurfa að
vera tilbúnir til að gefa sig alla í
stóru mótin. Annars missa þau
marks. Eins og málin standa nú er
fólk farið að rugla saman mótunum,
það veit varla hvort það er Evrópu-
keppni eða heimsmeistaramót sem
er næst á dagskránni,“ sagði Jo-
hansson.
Þess má geta að nokkrir af sterk-
ustu leikmönnum Svía undanfarin
ár, gáfu ekki kost á sér í HM í
Frakklandi vegna álags. Leikmenn
eins og Staffan „Faxi“ Olsson hjá
Kiel og Pierre Thorsson, sem leikur
með Bad Schwartau, verða ekki í
sviðsljósinu með Svíum á HM.
Bengt hefur áhyggjur
af þróun handboltans
Morgunblaðið/Gísli Þorsteinsson
Þorbjörn Jensson landsliðsþjálfari Íslands og Bengt Johansson landsliðsþjálfari Svía. Bengt
kemur til Íslands um helgina til að fylgdist með landsliði Íslands í leikjum gegn Frakklandi.
BENGT Johansson, þjálfari
sænska landsliðsins í hand-
knattleik, hefur áhyggjur af þró-
un íþróttarinnar og telur að
stórmótin séu leikin alltof þétt.
Bestu handknattleiksmenn
heims hafa ekki lengur úthald til
að taka þátt í þeim öllum, að
mati þessa virtasta handknatt-
leiksþjálfara heims sem hefur
verið með lið sitt í fremstu röð í
rúman áratug.