Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 C MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hann hefur síðan fóðrað þorskinn með loðnu og steinbítsafskurði sem fellur til í frystihúsi Þórsbergs hf. á Tálknafirði. Meðalþyngd þorsksins var um 2 kíló þegar hann var settur í kvíarnar en var um 4,5 kíló þegar honum var slátrað í byrjun þessa mánaðar. Magnús segist þannig hafa slátrað um 17 tonnum af fiski og telur að vöxturinn sé meiri en við náttúru- legar aðstæður. Send hafi verið sýni úr kvíunum til aldursgreiningar en ekki hafi fengist niðurstöður úr þeim ennþá. „Fiskurinn sem við létum í kvíarnar fyrst, eða í byrjun júní, hafði vaxið töluvert hraðar en sá sem síðar fór í eldið eða um miðjan júlí. Þetta er ágætur vöxtur á svo stuttum tíma og sennilega er vöxturinn og þyngdaraukningin mun meiri en gerist í náttúrunni. Augljóslega býðst þorskinum ekki nógur matur í sjónum. Hvort það hefur verið þannig frá ómunatíð veit enginn. Ég hef að minnsta kosti ekki séð mikinn mun á til dæmis lifur í þorski frá því ég hóf að koma nálægt fiskveiðum. Ég get því ekki séð nein rök fyrir því að fiskurinn hafi haft það miklu betra hér áður fyrr. Þorskurinn er með afbrigðum gráðugur fiskur og getur étið mikið á skömmum tíma. Hann nýtir sér sveiflur í fæðuframboði og étur gríð- arlega mikið á vissum árstímum eða þegar mikið er af fæðu, líkt eins og hann nýti magann eins og forðabúr. Það hefur þó ekki þýtt að beita loðnu fyrir hann á króka, hann lítur ekki við henni þegar hann er frjáls. En ef hann hefur bara loðnuna, líkt og í kvíunum, þá virðist hann vera ótrúlega matgráðugur.“ Kvótinn meira en tvöfaldaður Þorskurinn sem slátrað var úr kvíunum fór allur til vinnslu og segir Magnús að gæði hans hafi verið mjög góð. Hann segir að sá þungi sem veiddur var í dragnótina sé dreginn af kvóta skipsins og því hef- ur hann meira en tvöfaldað kvótann með eldinu. „Það er kjörið að nota loðnuna til að fá meiri þyngd í kvótann. Verðmætaaukningin er hinsvegar nokkuð meiri en þyngdar- aukningin. Nýtingin er betri af stóra fiskinum en smáa fiskinum, auk þess sem það er hærra kílóverðið fyrir flök af stórum fiski en smáum.“ Magnús segist hafa reynt að fóðra þorsk með þessu hætti áður og hyggur á frekari tilraunir. „Ég hef verið að þreifa mig áfram og því má eflaust kalla þetta tilraunastarfsemi. Við reyndum þetta einnig árið 1999 en jukum magnið töluvert í fyrra. Ég skildi eftir um 350 fiska í kvíun- um núna, svona til að sjá hvernig þeim reiðir af og reikna með því að gera þetta aftur. Við vitum ennþá tiltölulega lítið um það hvernig er best að þessu staðið, til dæmis þurf- um við að vita betur hvernig á að fóðra fiskinn og hvort að máli skiptir hvenær hann er veiddur. Líklegra er heppilegra að veiða hann fyrr á árinu en við gerðum nú.“ Verið reynt áður Magnús segir þessar tilraunir sín- ar ekkert einsdæmi, margir hafi reynt þetta áður, bæði á Austfjörð- um og Vestfjörðum. Hann segir að margir hafi fylgst með eldinu en áhuginn hafi þó ekki verið mikill. „Að undanförnu hefur hins vegar verið töluverð umræða um fiskeldi og því aldrei að vita nema menn sýni þessum hluta þess meiri áhuga. Það er töluverð vinna við þetta, bæði við að koma fiskinum lifandi í kvíarnar og eins að fóðra hann. Nútímamað- urinn er hins vegar þannig gerður að hann vill síður leggja á sig mikla vinnu ef hann sér ekki árangurinn strax. Það er hins vegar aldrei að vita hver þróunin verður og ég hef trú á því að menn eigi eftir að skoða þessa möguleika frekar,“ segir Magnús. Magnús Kr. Guðmundsson skipstjóri landar um 17 tonnum af þorski sem hann hefur fóðrað í kvíum frá því í sumar. Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson Þorskkvótinn meira en tvöfaldaður MAGNÚS Kr. Guðmundsson, skip- stjóri á Tálknafirði, hefur fóðrað þorsk í eldiskvíum frá því sl. sumar og segir hann þorskinn hafa þyngst mun hraðar en við náttúrulegar aðstæður. Ætla má að með fóðruninni hafi sá þorskkvóti sem lagður var í verkefnið meira en tvöfaldast og verðmæti fisksins aukist enn meira. Magnús veiddi um 5.000 þorska í dragnót á dragnótabátnum Jóni Júlí BA í júní og júlí á síðasta ári og flutti lifandi í kerjum um 6 sjómílna leið í þrjár kvíar í Tálknafirði og voru frá 1.200 og upp í 2.500 fiskar í hverri kví. Tilraunir með fóðrun á þorski í Tálknafirði Þorskurinn var háfaður upp úr kvíunum um borð í Jón Júlí BA þar sem honum var slátrað. Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson TILRAUN norska risafyrirtækisins Pan Fish til að kaupa stóran hlut í fiskimjölsverksmiðjunni Havsbrún í Fuglafirði í Færeyjum mistókst. Hlutinn í verksmiðjunni, sem var fal- ur, 38% var seldur færeysku félagi þrátt fyrir að undirrituð hefði verið viljayfirlýsing um kaup Pan Fish á honum. Kaupverð á þessum 38% var um 1,2 milljarðar króna. Það var færeyska útgerðarfyrir- tækið Varðin sem átti umræddan hlut, en hann var seldur til móður- félags fiskimjölsverksmiðjunnar, Föroya Fiskavirking. Það á nú 74,1% hlutafjár en afganginn á danska fyr- irtækið Brödrene Bylling. Ein af ástæðum þess að Pan Fish hafði augastað á Havsbrún er sú að verksmiðjan framleiðir fóður fyrir laxeldi og á hlut í mörgum laxeld- isfyrirtækjum í Færeyjum, en Pan Fish er eitt stærtsa laxeldisfyrirtæki heims. Pan Fish náði ekki að kaupa Havsbrún Kristinn H. Gunnarsson, stjórnar- formaður Byggðastofnunar, sagði að rekstur rækjuverksmiðjunnar á Kópaskeri væri afar mikilvægur fyr- ir atvinnulífið á staðnum. Það væri mat Byggðastofnunar að nauðsyn- legt væri að hún yrði rekin áfram. Vonast væri eftir að staðan í rækju- iðnaðinum væri að batna og að rekst- ur Geflu gæti gengið upp. Keypti fyrir 15 milljónir Stærstu hluthafar í Geflu eru Hólmsteinn Helgason ehf., Ásgeir Kristjánsson, Öxarfjarðarhreppur, Raufarhafnarhreppur og Byggða- stofnun sem keypti hlutafé fyrir 15 milljónir. Kristján sagði erfitt að spá fyrir um hvað væri framundan í rækjuiðn- aðinum. „Það er lítið framboð á hrá- efni og það hefur verið dýrt. Afurða- verð fór heldur lækkandi allt síðasta ár. Það er lítil hreyfing komin á sölu nú á nýju ári. Það er því erfitt að spá um framhaldið, en maður vonar að botninum sé náð.“ Engin vinnsla er núna í gangi hjá Geflu, en Kristján sagði að 15–20 manns væru við vinnu hjá fyrirtæk- inu þegar unnið væri á einni vakt. Hann sagði ekki ljóst hvenær verk- smiðjan færi í gang að nýju. Það gæti m.a. ráðist af niðurstöðu rann- sóknar á ástandi rækjunnar í Öxar- firðinum, en ástandið þar hefur verið slæmt. „Það hafa verið mjög miklar sveiflur í rækjustofninum í Öxarfirði frá því veiðar hófust í kringum 1974. Í haust var ástandið það slæmt að það var ekki opnað á veiðar. Fyrir tveimur árum veiddum við um 1.500 af rækju í Öxarfirði, en aðeins 500 tonn á síðustu vertíð,“ sagði Krist- ján. Byggðastofnun kaupir fyrir 15 milljónir í Geflu BYGGÐASTOFNUN og Raufar- hafnarhreppur hafa gerst hluthafar í rækjuverksmiðjunni Geflu hf. á Kópaskeri, en Fiskiðjusamlag Húsa- víkur hefur selt sinn hlut. Kristján Þ. Halldórsson, framkvæmdastjóri Geflu, segir að búið sé að tryggja áframhald- andi rekstur fyrirtækisins. Hann vonast eftir að hægt verði að hefja rækju- vinnslu í verksmiðjunni á næstu vikum. Áframhaldandi rekstur tryggður NFPC hefur að undanförnu keypt rúmlega milljón hluti í FPI eða 6,81% hlutafjár og á nú 1.503.765 hluti eða samtals 10%. Clearwater hefur bætt við sig 625.000 hlutum og á samtals 1.977.200 hluti eða 13,19%. Hlutur FPI hefur verið seldur á 9 dollara að undanförnu og hafi fyrirtækin greitt það verð hafa þau lagt fram samtals um 14,8 millj- ónir dollara, rúmlega 1,2 milljarða. Buðu í allt hlutafé fyrir ári Fyrir rúmu ári bauð NEOS 144 milljónir dollara í alla 16 milljón hluti FPI eða 9 dollara á hlut. Vict- or Young, framkvæmdastjóri FPI, sagði í samtali við Verið í desember sl. að um fjandsamlega tilraun til yfirtöku hefði verið að ræða. Þá voru í gildi lög á Nýfundnalandi sem kváðu á um 15% hámarkseign- araðild einstaklinga eða félaga í fyr- irtækjum í fylkinu og hafnaði stjórn fylkisins að afnema eignaskylduna fyrir árslok 1999, þegar tilboð NEOS rann út. Því varð ekkert af yfirtöku NEOS auk þess sem hug- myndir samsteypunnar féllu í grýttan jarðveg í fylkinu. Þar vó þyngst að Barry Group yrði nær allsráðandi í veiðum á rækju, krabba og þorski á Nýfundnalandi yrði yfirtakan að veruleika þar sem fyrirtækið ætti fyrir stóra hluti í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum í fylkinu. Í janúar í fyrra samþykkti hlut- hafafundur FPI tillögu þess efnis að afnema skyldi eignarskylduna, sem var sett 1987. SH og tvö önnur fyrirtæki eiga nú 40% í FPI TVÖ öflug kanadísk sjávarútvegs- fyrirtæki, Newfoundland Freez- ing Plants Corp., NFPC, og Clear- water Fine Foods Inc., hafa aukið hlutdeild sína í stærsta sjávarút- vegsfyrirtæki Kanada, Fishery Products International, FPI, og eiga nú um fjórðung hlutafjár þess. Barry Group, sem á NFPC, Clearwater og Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna stofnuðu NEOS-samsteypuna og gerðu tilboð í allt hlutafé FPI í árslok 1999 án árangurs en SH keypti um 15% í FPI á síð- asta ári. Tilraun til yfirtöku mistókst fyrir ári

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.