Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 24.01.2001, Blaðsíða 7
GREINAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 2001 C 7 SPURN eftir fiskmeti á heimsvísu eykst stöðugt á meðan veiðar úr villt- um fiskistofnum standa nánast í stað. Undanfar- ið hefur spurn eftir fiski aukist, m.a. vegna nei- kvæðrar umræðu um kjötafurðir ásamt sífellt meiri áherslu á hollustu fiskafurða. Það lítur því út fyrir að þessari auknu eftirspurn verði fyrst og fremst svarað með fiskeldi. Áætlanir gera ráð fyrir því að fiskeldi muni aukast um a.m.k. 25% á næstu 10 árum og að um 35% af heimsframleiðslu fiskafurða muni koma úr eldi árið 2010. Umræðan hér á landi hefur að miklu leyti snúist um laxeldi, en aðrar tegundir, s.s. lúða, bleikja, barri og sæeyru, hafa einnig verið aldar í nokkru magni. Eldi á þorski, sand- hverfu og hlýra hefur einnig verið skoðað og væntingar eru um að ár- angur geti náðst í því þegar fram líða stundir. Frændur okkar Færeyingar eru fjórði stærsti laxaframleiðandi í heimi. Á eyjunum eru um 40 leyfi til fiskeldis sem um 20 laxeldisfyrirtæki nýta sér og eru mörg þeirra rekin með góðum hagnaði. Heildarfram- leiðsla á eldislaxi í Færeyjum er um 30 þúsund tonn, en til samanburðar er framleiðsla á laxi hér á landi tæp 3.000 tonn og vex hægt. Í Færeyjum eru aðstæður mjög góðar til sjókvía- eldis, einkum vegna hagstæðs hita- stigs sjávar, en nýlega sýndi stórt færeyskt laxeldisfyrirtæki áhuga á því að setja af stað sjókvíaeldi á Seyð- isfirði. Í grófum dráttum má skipta fisk- eldi í tvær meginleiðir, strandeldi og sjókvíaeldi. Í strandeldi fer eldið fram í eldiskerum á landi en í sjókvíaeldi fer eldið fram í kvíum í sjó. Íslend- ingar eru einkar vel settir hvað varð- ar strandeldi þar sem auðvelt og til- tölulega ódýrt er að nálgast heitt vatn og heitan sjó á jarðhitasvæðum. Allur kostnaður við strand- eldi er þó mun meiri en í sjókvíaeldi en á móti kemur að betri stjórn er á öllum umhverfisað- stæðum og vaxtarhraði fisksins því meiri. Sjókvíaeldi við Íslands- strendur er erfitt að því leyti að skjólgóðir firðir finnast ekki víða og/eða sjávarhitastig er full- lágt til að hámarksvaxt- arhraði náist. Strand- eldi er því of dýrt og sjókvíaeldi er varla samkeppnishæft við t.d. það færeyska þar sem meiri vaxtar- hraði næst og því styttri eldistími. Af þessum ástæðum hefur komið hug- mynd um svokallað skiptieldi hér á landi. Það byggist á þeirri hugmynd að ala fiskinn frá klaki upp í smálax á landi við kjöraðstæður (í strandeldi) og flytja hann svo í sjókvíar þar sem hann er alinn í sláturstærð. Með þessu móti er nýtt það forskot sem við höfum í strandeldi, þegar viðkvæm- asta tímabil eldisins fer fram, og fisk- urinn svo fluttur í ódýrara umhverfi (sjókvíar) þegar hann er stærri og betur til þess fallinn að takast á við hitastigssveiflur og annað náttúrulegt áreiti sem hann verður fyrir í sjónum. Reynslan Sú umræða sem fram hefur farið upp á síðkastið um stórfellt eldi hér við land er ekki ný af nálinni. Á 9. ára- tug síðustu aldar stóð yfir hér á landi nokkurskonar laxeldis-veisla þar sem margir athafnamenn helltu sér út í viðamikið eldi á laxi. Byggðar voru stórar strandeldisstöðvar og lán- astofnanir virtust veita endalaust fé til rekstursins, svo mikil var trúin á að þetta myndi ganga upp. Til að gera langa sögu stutta fóru flest þessara fyrirtækja á hausinn og þegar allt var gert upp kostaði veislan íslensku þjóðina gríðarlega fjármuni. Þeir sem til þekkja vita að lækkun á afurða- verði var stærsta ástæða ófaranna, en fljótfærni og of lítil undirbúnings- vinna átti sinn þátt í því hvernig fór. Þess má geta að í Noregi fór fiskeldið langt með það að gera útaf við banka- stofnanir þar í landi þegar það sleit barnsskóm sínum. Í dag eru Norð- menn stærsta laxeldisþjóð í heimi og framleiða um 400 þúsund tonn af lax- fiski á ári. Þrátt fyrir þetta kostnaðarsama ævintýri var ekki allt unnið fyrir gýg því að á þessu tímabili varð til mikil reynsla og afskrifaður var gríðarleg- ur tilrauna- og þróunarkostnaður í greininni. Þær eldisstöðvar sem risu á þessum tíma voru afskrifaðar að fullu leyti og seldar á hrakvirði. Flest- ar þessara stöðva eru í notkun í dag og nokkrar þeirra hafa verið reknar á fullum afköstum í nokkur ár án rekstrartaps, en betur má ef duga skal. Sökum mikils rekstrarkostnað- ar í strandeldi verður matfiskeldi á laxi líklega ekki stundað að neinu viti hér á landi nema með skiptieldi. Þannig næst stærðarhagkvæmni án þess að fórna því forskoti sem við höf- um í strandeldi. Framtíðin Á Íslandi hefur sjókvíaeldi á laxi ekki verið stundað að neinu marki hingað til (fiskeldisfyrirtækið Rifós hefur þó rekið sjókvíaeldi með ágæt- um árangri undanfarin ár). Hags- munasamtök hafa af því áhyggjur að norskur lax sem notaður er í eldi hér á landi muni sleppa úr kvíum, blandast þeim íslenska og hafa skaðleg áhrif á vistkerfið. Talið er að úrgangur frá sjókvíum berist í sjóinn og mengi um- hverfið. Einhverjir hafa bent á að sjókvíaeldi sé sjónmengandi og nei- kvæð ímynd fyrir ferðamennsku. Ekki má þó gleyma því að öllu fiskeldi fylgir einhver mengun af þessum toga, hvort sem eldið fer fram á landi eða í sjó. Aðalatriðið hlýtur að vera hvort byggja eigi upp fiskeldisiðnað hér við land og aðlagast þeim breyt- ingum sem eru að verða í framboði á fiskmeti í heiminum. Á Alþingi hafa farið fram umræður um hvaða stefna skuli tekin í þessum málum og virðist vera vilji fyrir því að skapa rekstr- arvænlegar aðstæður fyrir fiskeldi án þess að stefna umhverfinu í hættu. Nýlega fengu tvær eldisstöðvar leyfi til viðamikils sjókvíaeldis á laxi í Mjóafirði og Berufirði án þess að fara í umhverfismat og hafa andstæðingar gagnrýnt þá afgreiðslu. Fyrir nokkr- um dögum lýsti færeyska laxeldisfyr- irtækið Vestlaks yfir áhuga sínum á að setja af stað sjókvíaeldi á Seyð- isfirði, en ekki hefur verið tekin ákvörðum í þeim efnum. Sem betur fer eru fjárfestar ekki lengi að þefa uppi fjárfestingarkosti þar sem vaxtarmöguleikar eru miklir. Síðustu misseri hefur aukið fé verið veitt í uppbyggingu eldis, s.s. fjárfest- ing Samherja hf. í meirihluta í Vík- urlaxi og 50% í Íslandslaxi og hluta- fjárútboð í Fiskeldi Eyjafjarðar snemma á síðasta ári. Uppbygging hjá fyrirtækjum þar sem vel hefur gengið hefur m.a. sett Ísland í heims- forystu í framleiðslu lúðuseiða og bleikju. Öll sú óvissa sem verið hefur um framtíð fiskeldis hér á landi auk óblíðra minninga frá laxaveislunni miklu hefur þó haldið aftur af ein- hverjum fjárfestum og hafa hags- munaaðilar því reynt að halda um- ræðunni gangandi. Það virðist sem minni óvissa sé um framtíð fiskeldis en áður, einkum í ljósi þess að stjórn- völd virðast vilja greiða götu grein- arinnar, á svipaðan hátt og í ná- grannalöndunum. Fjárfestingar í öllum fyrirtækja- rekstri eru áhættusamar, enda gera menn kröfu til ávöxtunar í samræmi við þá áhættu sem um ræðir. Eins og farið hefur verið í gegnum eru áhættuþættir í fiskeldi mjög margir en ekki má gleyma því að áhætta í útgerð er einnig mikil og jafnvel meiri en í fiskeldi. Í útgerð er t.d. heims- markaðsverð á olíu og fiskigæftir miklir örlagavaldar og geta ráðið úrslitum um rekstrarárangur. Auk þess er fiskeldi ekki nærri eins fjárfrekt og fiskiskipaútgerð. Íslend- ingar hafa yfir að búa mikilli þekk- ingu á fiskvinnslu og viðskiptum með sjávarafurðir og hafa því nokkurt for- skot á aðra í þeim efnum. Ef sagan á eftir að sýna að fiskeldi hafi einmitt verið einn af helstu vaxtarbroddum í íslensku atvinnulífi snemma á 21. öld- inni munu þeir fjárfestar, sem snemma komu að fjármögnun farsæl- ustu fyrirtækjanna, hagnast mikið á framsýni sinni. Tækifæri í fiskeldi Björn Knútsson Fiskeldi Áætlanir gera ráð fyrir því, skrifar Björn Knútsson, að fiskeldi muni aukast um a.m.k. 25% á næstu 10 árum. Björn Knútsson er með MS-gráðu í sjávarútvegsfræðum og starfar hjá MP-verðbréfum hf.                         ATVINNA Sjávarútvegur — Ráðningarstofa — Friðjón Vigfússon, sími og fax 552 9006, gsm 861 3514. Ráðningarþjónusta sjávarútvegsins Menn strax! Sérhæfð ráðningarþjónusta fyrir sjávarútveg- inn. Útvegum gott starfsfólk til sjávar og lands. Sími 898 3518. R A Ð A U G L Ý S I N G A R TIL SÖLU Beitumakríll — smokkur — síld. Upplýsingar í síma 551 1747. Til sölu fiskvinnslubúnaður ✭ Baader 47 og 51 roðvélar. ✭ Baader 150 karfaflökunarvélar. ✭ Baader 184, 185, 188, 189 flökunarvélar. ✭ Baader 410, 413, 421, 424, 427 hausarar. ✭ Baader 440 flatningsvélar. ✭ Baader 697 marningsvél. ✭ O.Á. hausarar og V.Þ. saltarar. ✭ Lyftari með snúningi. ✭ Sambyggðir plötufrystar. ✭ Traust skreiðarpressa. ✭ Frystipönnur fyrir loðnu og síld 500 stk. Álftafell ehf., Fiskislóð 14, 101 Reykjavík, sími 551 1777, gsm 893 1802. ÝMISLEGT Föst viðskipti Fiskverkun á Suðurnesjum óskar eftir að kom- ast í föst viðskipti með þorsk, helst línubáta, en annað kemur til greina. Upplýsingar sendist til augl.deildar Mbl. merkt: „F — 10860“ fyrir 6. febrúar nk. KVÓTI Þorskaflahámark til sölu Einnig aflahlutdeild í þorski, ýsu og steinbít. ÞJÓNUSTA Sjón er sögu ríkari Kynnum Perlu 900 S, sem er 5,9 tonna hrað- fiskibátur, á eftirtöldum stöðum næstu daga: Miðvikudaginn 24/1 í Hafnarfirði frá kl. 15—16, í Keflavík frá kl. 18—19. Fimmtudaginn 25/1 í Ólafsvík frá kl. 14—15 og Grundarfirði frá kl. 16—17. Föstudaginn 26/1 á Patreksfirði frá kl. 14—15 og Tálknafirði frá kl. 17—18. Laugardaginn 27/1 á Bolungarvík frá kl. 14—15 og á Suðureyri eftir kl. 16.00. Bátasmiðja Guðgeirs, Akranesi, símar 431 5544 og 898 7614. Til leigu eða sölu 1.000 m2 iðnaðarhús til sölu eða leigu. Húsið er stálgrindarhús byggt 1998 og er staðsett á Suðurnesjum. Húsið er byggt sem fiskvinnsluhús en getur hentað vel fyrir aðra starfsemi, t.d. vörugeymslu o.fl. Nánari uppl. í símum 897 8555 og 420 4000. Vélasalan Hafís Machinery Til sölu eftirfarandi vélar og tæki Baader 189V flökunarvél. Baader 51 roðflettivél. Baader 440 flatningsvél og Oddgeirshausari m/slítara. Baader 184 og 185 flökunarvélar. Nýjar tromlur í allar Baader- og Sepamatic- vélar. Ath. verðið! Flestar gerðir Baader-véla. Vélasalan Hafís ehf., Hringbraut 121, (JL-húsinu, 3. hæð), símar 551 9500 og 898 1791.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.