Vísir - 28.12.1978, Blaðsíða 9

Vísir - 28.12.1978, Blaðsíða 9
Mismunandi verð á matsölustöðum Rannveig Þórðar- dóttir, Reykjavik skrifar: Ég rak augun i grein i Visi nýlega, þar sem sagt var aö nú væri fariö aö selja plokkfisk á kr. 1400. Ekkert var ég hissa á þessu veröi miöaö viö hvaö matur kostar sumsstaöar á matsölustööum, en verö á mat er mjög mismunandi eftir þvi hve langt hver veitingastaöur leyfir sér aö ganga i álagningu. En þó eru enn til matsölustaöir, sem selja matinn á höflegu veröi. Get ég t.d. nefnt smur- brauöstofuna Björninn, sem einnig selur mat, en þar kostar djúpsteiktur fiskur kr. 900 og er aö enguleyti frábrugöinn sams- konar rétti, sem seldur er víöa á matsöluhúsum margfalt dýrari. A Birninum fást lika daglega lambakótelettur sem eru djúp-. steiktar og mjög góöar og einnig lærissneiöar matreiddar á sama hátt og kostar þessi matur kr. 1250 en viöa annarsstaöar upp undir kr. 2000. Fleiri réttir eru seldir þarna á sama skikkan- lega veröinu og er maturinn þarna bæöi vel úti látinn og bragögóður og þjónustan ágæt, enda þó staöurinn se fremur litill. Fiskrétturinn sem nefndur er i greininni er þvl dýrari, en finasti réttur Ur kindakjöti meö öllu tilheyrandi þó ódýr geti talist á þann mælikvarða sem viö eigum almennt aö venjast á matsöluhúsum. Til saman- burðar vil ég geta þess aö á Landspitalanum þarf starfe- Bréfritari talar um mismunandi fólkiö að borga meira fyrir samskonar mat og seldur er á Birninum en þó er hann vist niðurgreiddur á spitölum. Mér finnst-það t.d. slæm ráöstöfun aö láta kaffi og te kosta þaö sama afgreitt út i sal eins og dæmi eru um á mörgum veit- ingastööum hér, en þó er kaffið miklu dýrara i innkaupi. En viö þessuog öðru misferli sem á sér staö í slikri verslun er harla li'tið sagt nema endrum og eins þegar einstakir menn kvarta i lesendabrefum dagblaöanna, þegar yfir þá gengur. Eftirlit virðist vera heldur slakt á þessum stööum og ég hef heyrt marga segja að þaö sé aðeins til verö á matsölustöðum. málamynda. Ég get ekki dæmt um hvort það er rétt, en eitt er vist, eftirlit með verðlagi á öllum stööum þar sem tilbúinn matur, kaffi og brauð er selt þarf aö heröa, og jafna þaö mis- ræmi sem á sér stað i þessum málum hér. Þaö er likast þvi aö sumir veitingahúsaeigendur geti leyft sér næstum hvaö sem er i þessum efnum. Ég vil skjóta þvi hér meö aö Brauöbær hefur tekið upp nýbreytni i sambandi við sölu á samlokum, en nú eru komnar i fyrsta sinn á markaöinn heÚhveitisamlokur. Þær eru mjög góöar á skikkan- legu verði og i skemmtilegum umbúöum. Afkristnun ogGuðlast Ásdis Erlingsdóttir Reykjavik skrifar: 1 lesdálki Visis: Lesendur hafa oröiö skrifaöi G.G. frá Akureyri góöa grein en æski- legra hefði mér fundist aö hún hefði birst eftir: Friöarhátiöina. Afkristni og guölast er aö sjálfsögöu á sama bekk þvi aö ávöxturinn veröur sá sami aöeins munur á aöferöum. Þeir sem fara ekki rétt með Guös Orö eru meöal annars kallaöir „Olmir vargar”, og þeir komu strax i ljós I frumkristninni. Post 20K: „Hafiö gát á sjálfum yöur og allri h jöröinni, þar sem heilagur andi setti yöur biskupa til þess aö gæta safnaöar Guös, sem hann hefir aflað sér meö sinu eigin blóöi. Ég veit aö inn muni koma til yöar, eftir burtf ör mina ólmir vargar sem ekki þyrma hjörðinni. Og úr yöar eigin hóp mun risa upp menn er fara meö rangsnúna lærdóma, til þess aö teygja lærisveinana á eftir sér.” Og á ýmsu hefir gengiö meö Kristniboö og boöun Fagnaöar- erindisins í gegnum aldirnar. Ólmir vargar i ýmsum geröum veiöa alltaf fyrir hendi en þaö er bara aö þeir nái ekki yfir- höndinni. G.G. veit aö satan (Lúsifer) er ekkert lamb fyrir mennina aö leika sér viö. Eigiö hyggjuvit mannsins hefir ekkert viö honum, en Jesús Kristur hefir sigraö hann meö sveröi andans: Guös Oröi. Ég ætla aöeins aö likja saman aöstæðum þjóökirkju okkar og hjá söfnuðum frumkristninnar. Post 13K m.a. Heilagur Andi valdi Barnabas og Sál til þess verks er hann kallaði þá til. Siöan föstuöu þeir og báöust fyrir og lögöu hendur yfir þá og létu þá fara. En á okkar tima geta þeir sem hafa stúdentspróf fengiöinngöngu I Guöfræöideild Háskólans og valiö sig sjálfir til aö þjóna á þessum mjóa og þröngva vegi. Þeir eru plægðir til þjónustu i jötu heimspekinn- ar og eru siöan vigöir til þjón- ustu, þeir sem þess óska. Gæti ekki leynst sú hugsjón hjá ein- hverjum aö taka af Guös Oröi eöa bæta viö og útkoman yröi sú aö þeir veröa ekki ásáttir i hjarta sinu viö innihald Bibli- unnar, þeir viröast gleyma orö- um i Jakobsbréfi: SK: „Veriö eigi margir kennarar bræöur minir, þvi aö þér vitiö aö vér munum fá þyngri dóm: Þvl aö allir hrödum vér margvislega”. En ekki má gleyma aö þakka Guði fyrir þaö sem áunnist hefir siðari ár. Þegar núverandi biskup þjóökirkjunnar herra Sigurbjörn Einarsson tók viö þá var aökoman til aö þjóna Guös verki ekki uppörfandi. Boöun Fagnaöarerindisins var þannig aö minu áliti: Liflitlar allt aö þvl liflausar sóknarprests- ræöur, umluktar sljóvleiksanda en righaldið I messuformin. En Drottinn hefir heyrt bænir sinna endurleystu og frelsuðu heima- manna þvi að mikil breyting hefir oröiö á. Þaö er allt annaö líf aö heyra I mörgum prestum nú i dag en áöur fyrr. Ég vil þakka Guöi fyrir þenn- an hiröi þjóökirkjunnar og biö Drottinn að blessa hann og varðveita og alla þá er safna saman með honum i náö Guös og friöi i þessu vandasama starfi. Róm. 12 K. „Ef mögulegt er aö þvi er til yöar kemur þá hafiö friö viö alla menn”. P.S. Á kirkjuþingi þjóö- kirkjunnar er hægt aö vekja máls á ýmislegu er tilheyrir Guösverki. Drottinn býöur okk- ur að fylgja sér eftir en ekki aö hlaupa á undanhonum. Og sam- félagiö viö hann byggist á bæn- inni en aö fyllast vandlæti er hægara en aö striöa I bæninni þaö þekki ég. „ „Þegar núverandi biskup tók viö var aökoman til aö þjóna guös- verki ekki uppörvandi,” segir bréfritari. 2S FREEPORTKLÚBBURINN NÝÁRSFAGNAÐUR Freeport-klúbburinn heldur hinn órlega nýórsfagnað sinn í Glœsibœ 1. janúar 1979 kl. 19.00 Allir sem vilja halda nýórsfagnað án áfengis eru velkomnir VALINN MATSEÐILL LANDSÞEKKTIR SKEMMTIKRAFTAR Aðgöngumiðar verða seldir að Frakkastig 14b fimmtudaginn 28. des.kl. 18.00-20.00 föstudagur 29. des. kl. 18.00-20.00 og laugardaginn 30. des. kl. 14.00-18.00 NEFNDIN Vélvirki— Járnsmiður Maður með meistararéttindi óskast í lítið framleiðslufyrirtœki i járniðnaði. Gœti orðið hluthafi. Tilboð sendist blaðinu merkt ,,6898/' fyrir áramót. HÓTEL VARÐBORG AKUREYRI SÍMI (96)22600 Góð gistiherbergi Verð frá kr.: 5.000-9.200 Morgunverður Hádegisverður Kvöldverður Næg bilastæði Fyrri jólafundur SÍNE verður haldinn fimmtudaginn 28. des. n.k. i Félagsstofnun Stúdenta v/Hringbraut, og hefst kl. 20,30. Fundarefni: Endurskoðun úthlutunarreglna. Aðgerðir i endurgreiðslumálum, önnur hagsmunamál. Starfsemi sambandsins. Fundargögn munu liggja frammi á skrif- stofu SÍNE frá 27. des., þ.á.m. nýjustu hugmyndir varðandi úthlutunarreglur. Dagsetning siðari jólafundarins verður ákveðin á hinum fyrri, og auglýst siðar. Stjórn SÍNE

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.