Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 1
ÞAÐ verður gerbreyttur bíll sem leysir Peugeot 306 af hólmi. Bíllinn heitir 307 og verður kynntur á bílasýningunni í Genf í næsta mánuði. Eins og sjá má er bíllinn að mestu leyti byggður á Prome- theus hugmyndabílnum sem sýndur var á bílasýningunni í París sl. haust. Peug- eot er að hefja smíði á nýjum vélum fyr- ir 307, þ.á m. 2ja lítra HPi bensínvél og síðan á fyrirtækið samstarf við Ford um þróun á lítill dísilvél, sem talið er að verði 1,4 lítrar með samrásarinnspraut- un (common-rail). Bíllinn verður nokkru lengri og hærri en 306 bíllinn og er ætl- að að velgja Ford Focus og VW Golf undir ugg- um. Nýr Peugeot 306 heitir 307 SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 BLAÐ D LAND-ROVER FREELANDER V6 REYNSLUEKIÐ – VARASÖM BÍLBELTI Í MÖRGUM BÍLUM – BÍLAMERKIN – BRISTOL – BENTLEY Í LE MANS VIÐMIÐUNARVERÐ not-aðra bíla lækkaði um 4–5%þegar gagnagrunnstengdútgáfa viðmiðunarkerfisins var tekin í notkun um áramótin. Þetta er varanleg lækkun og þeir sem verða mest fyrir barðinu á lækkuninni eru stærstu einstöku eigendur notaðra bíla í landinu, sem eru bílaumboðin. Bílaumboðin hafa mörg mátt búa við taprekstur í við- skiptum með notaða bíla undanfarin ár. Samanburður sem gerður hefur verið á afskriftum notaðra bíla hér- lendis og erlendis hefur m.a. leitt í ljós að í Þýskalandi er bíll afskrif- aður um 26% á einu ári en um sama hlutfall á þremur árum á Íslandi. Samræmt mat á markaðsverðmæti Viðmiðunarkerfið, sem er vistað hjá Bílgreinasambandinu, byggist á samræmdu mati á markaðsverð- mæti bíla. Hverju umboði er síðan í sjálfsvald sett hvort það fellst á við- miðunarverð fyrir tiltekinn bíl eða hvort það taki inn í dæmið eigin for- sendur. Þannig greiða sum umboð meira fyrir ákveðna gerð bíls en önnur minna. Kerfið hefur það jafn- framt í för með sér að unnt verður að verðleggja bíla eftir árstíð. Þannig gæti sportbíll, sem ólíklegt er að seljist yfir vetrarmán- uðina, borið aukaafföll með- an hann er illseljanlegur. Viðmiðunarkerfið endur- speglar með þessum hætti betur markaðinn. Hér er um talsverða verð- mætarýrnun að ræða fyrir eigendur notaðra bíla, einkum og sér í lagi umboðin, sem mörg hver sitja uppi með stóran flota uppítökubíla. Samkvæmt heimild- um blaðsins er talið að umboðin eigi hvert að meðaltali 500–600 milljónir króna bundnar í notuðum bílum. Verðmætarýrnun hvers umboðs er því að meðaltali 20–30 milljónir króna vegna hins nýja viðmiðunar- verðs. Innan bílgreinarinnar er búist við því að viðmiðunarkerfið nái að end- urspegla raunverð á notuðum bíl- um. Kerfið hefur í sér fólginn þann möguleika að skráð sé inn í það raunsöluverð. Þar með verður til markaðsverð á bílum, sem er það verð sem bílkaupandi er tilbúinn að greiða fyrir bíl. Stefnt er að því að skráning raunsöluverðs hefjist næsta haust og er þá búist við því að veruleg verðlækkun verði á viss- um bíltegundum. Þar með mun verða betur ljóst hvaða bílar eru góðir endursölubílar og hverjir eru þungir í sölu. Viðmiðunarverð notaðra bíla lækkað um 4–5% MERCEDES-Benz hyggst blása til sóknar gegn lúxusjeppum eins og Range Rover og væntanlegum BMW X7 með því að bjóða breiðari vélar- línu í nýjum og endur- bættum M- jeppa sem kemur á markað eftir tvö ár. Fyrirtækið hyggst framleiða grófgerðari útfærslu af M-jeppanum sem myndi falla vel inn í framleiðslulínuna eins og hún er nú. En einnig er á döfinni að framleiða M-jeppa með meira hjólhafi og meiri lúxus. Dýrasta gerðin verður væntanlega með hinni nýju 5,8 lítra, V12 vél, 367 hestafla, sem er að finna í S600 fólksbílnum. Líklegt er að verð- ið á bílnum verði vel yfir 10 milljónir króna. Nýr M-jeppi eftir tvö ár BMW X coupe hugmynda- bíllinn vakti mikla athygli á bílasýningunni í Detroit fyrr í mánuðinum. Bíllinn er sagður fyrirboði fjórhjóladrifins sportbíls sem BMW ætlar að setja á markað og verður aðallega beint gegn Audi TT. Fjórhjóladrifið er tekið beint úr X5 jeppanum og BMW segir að fjórhjóladrifið auki ekki aðeins veggrip bílsins heldur geri hann einnig fjölhæfan utan vega. Bíllinn er smíðaður úr áli og hönnunin sýnir stefnubreytingu hjá BMW sem hugsanlegt er talið að sjái stað í bílum fyrirtækisins í framtíðinni, ekki síst nýs Z3 sem er væntanlegur á markað 2003. Fjórhjóladrifinn BMW X coupe. Verðmætarýrnun hvers umboðs að meðaltali 20–30 milljónir króna Stefnu- breyting í hönnun BMW MARGIR sem eru á ferð í út- löndum gætu haft ánægju af því að líta inn á bílasýningu. Í Lond- on er alþjóðleg bílasýning 17.–28. október nk. sem að jafnaði 360.000 manns sækja. 13.–23. september er alþjóðlega bílasýn- ingin í Frankfurt sem dregur að sér um 900.000 manns og í Aþenu er bílasýning seinnipart- inn í nóvember. Í Búdapest í Ungverjalandi er bílasýning 17.– 21. október og í Varsjá 7.–11. nóvember. Í Búkarest í Rúmeníu er bílasýning 28. september til 7. október sem að jafnaði 180.000 manns sækja og Moskvu-sýning- in er 23.–29. ágúst og hana sækja að jafnaði um hálf milljón manns. Í Barcelona er sýning dagana 19.–27. maí sem að jafnaði 900.000 manns sækja en heldur færri koma á sýninguna í Gauta- borg, sem nú verður 21.–25. febrúar, eða að jafnaði 50.000 manns. 1.–11. mars er alþjóðleg bílasýning í Genf sem að jafnaði 715.000 manns sækja. Þá er ógetið allra bílasýninganna í Bandaríkjunum en Tókýó-sýn- ingin, sem haldin er annað hvert ár, fer fram 27. október til 7. nóvember og Seoul-sýningin er frá 26. apríl til 6. maí. Stóru sýningarnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.