Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 2
BÍLAR 2 D SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MÆLABORÐ sem vekur ökumann ú móki er tækni sem á eftir að auka veruleg umferðaröryggi. Þetta er mat vísinda manna sem hafa rannsakað hvað gerist huga ökumanns þegar hann ekur á beinum þjóðvegum. Þessari tækni er ætlað a halda vissum hluta heilastarfseminnar viðbragðsstöðu meðan á viðburðasnauðum akstri á beinum vegum stendur. Tilraunir í ökuhermi Nissan hafa sýnt a eftir aðeins fimm mínútna akstur á þjóð vegi reyna ökumenn framúrakstur skemmri vegalengdum en þeir mynd reyna við upphaf akstursins. Ástæðan fyri þessu er sú að með því að beina sjónum löngum stundum að veginum virðist sem breyting verði á heilastarfseminni. Rann sóknadeild Nissan í Bandaríkjunum hefu komist að þeirri niðurstöðu að ökumen eiga við þessar aðstæður erfiðara með a leggja rétt mat á vegalengdir. Fyrirtæki er í þessu skyni að hanna ljósabúnað mælaborði sem dregur athygli ökumanns stutta stund frá sjálfum veginum og rýfu þar með þá einhæfni sem fylgir löngum akstri. Mælaborð sem rjúfa einhæfni þjóðvegaaksturs HUYNDAI Accent var valinn bestu kaup in í flokki smærri fólksbíla í neytendakönn un ráðgjafar og markaðsrannsóknafyrir tækisins Strategic Vision í Banda ríkjunum. Könnunin náði yfir alla smærr fólksbíla á Bandaríkjamarkaði og eru nið urstöðurnar byggðar á svörum frá all 55.000 kaupendum nýrra bifreiða í janúar febrúar og mars árið 2000. Accent hlau alls 744 stig af 1.000 mögulegum. Fyrstu átta mánuðina á markaði Bandaríkjunum seldust rúmlega 46.000 Accent, sem er um 58,7% söluaukning frá árinu 1999. Hér á landi hófst sala á nýjum Accent vorið 1999. Hyundai Accent bestu kaupin í Bandaríkjunum AUDI hefur kynnt nýjan þriggja lítra A2 Með þriggja lítra er ekki vísað til slagrým is vélarinnar heldur þess að hægt á að vera að aka bílnum 100 km á aðeins þremur lítr um eldsneytis. Vélin er 1,2 lítrar að slag rými, þriggja strokka og gengur fyrir dísil olíu. Þetta er sama vél og í þriggja lítra VW Lupo. Bíllinn er hins vegar ekkert sérlega frár því hann er heilar 14,8 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km hraða. A2 þriggja lítra er eins og almenna útgáfa bílsins að þv undanskildu að hann er á afar léttum létt málmsfelgum og mjóum dekkjum. Bíllinn kemur á markað í Þýskalandi í næsta mán uði. Þriggja lítra Audi A2 AFAR fátítt er hér á landi að skipt sé um öryggisbelti í bílum eftir að þeir hafa lent í umferðaróhappi. Atli Vil- hjálmsson, þjónustustjóri hjá B&L, segir að í flestum tilvikum eyðilegg- ist öryggisbeltin þegar bíll hefur lent í árekstri þar sem reynir á beltin. Hann telur að fjöldi bíla sé í umferð hérlendis með varasöm bílbelti. Hann segir að sömuleiðis sé fátítt að bíleigendur láti endurnýja öryggis- loftpúða, sem er nauðsynlegt að gera hafi púðinn blásist upp einu sinni. Hávaðinn allt að 70 desibel „Ökumanni og farþega bregður mikið þegar öryggisloftpúði blæs upp. Í pokanum er mikið púður og hvítt duft verður í bílnum eftir að púðinn blæs upp og sömuleiðis fylgir þessu mikill hávaði, allt að 70 desibel. En púðinn blæs ekki upp nema við dágott högg,“ segir Atli. Hann segir að ekki eigi mönnum að stafa hætta af öryggispúða þegar hann blæs út en þó geti þeir sem eru reykjandi þegar þetta gerist orðið fyrir bruna.“ Misskilningur ríkjandi varðandi púðana Atli segir að talsverður misskiln- ingur ríki varðandi öryggisloftpúða og virkni þeirra. Oft berist ábend- ingar um að menn hafi ekki orðið varir við þegar öryggisloftpúði hafi blásist upp. Skýringin á þessu sé sú að þetta ferli gerist eins og auga sé deplað. Allt er yfirstaðið á 105 milli- sekúndum, eða rúmlega einum tí- unda úr sekúndu. Þetta gerist með miklum þrýstingi því pokinn þarf að rífa upp mælaborðið og til þess þarf mikið afl. Eftir 20 millisekúndur er púðinn hálfuppblásinn, eftir 40 milli- sekúndur fullútblásinn og síðan tek- ur það 65 millisekúndur fyrir púðann að hjaðna á ný. Á ekki alltaf að blásast upp „Margir telja að öryggisloftpúðinn eigi alltaf að blásast upp við árekst- ur. Þetta er mikill misskilningur. Höggið við áreksturinn þarf að koma á ákveðinn stað á bílnum og fyrir- staðan þarf að vera föst til þess að púðinn blásist upp. Sé ekið beint á steinvegg á nægjanlegum hraða blæs púðinn undantekningarlaust upp. Sé fólksbíl ekið aftan á jeppa kemur högg ofan við stuðara fólks- bílsins. Þá þarf mikið til þess að púð- inn blási upp. Fólksbíl getur sömu- leiðis verið ekið á ljósastaur og hann gengið alveg inn að vél bílsins án þess að púðinn blási upp þar sem mikil deyfing verður á högginu. Komi högg hins vegar á bita í innra brettinu og allt að fimmtán gráðum út frá bitanum í hvora átt sem er og hann krumpast á öryggispúðinn að blásast upp í langflestum tilvikum,“ segir Atli. Rafstraumur kveikir í púðri Stjórnkassi öryggispúðans er fest- ur í botnplötu bílsins, yfirleitt fyrir framan gírstöngina. Stjórnkassinn er lítill kjarni inni í húsi. Þar er gormur og við höggið þarf kjarninn að færast í botn hússins til þess að rafstraumur myndist sem kveikir í púðrinu í öryggispúðanum og hann blæs út. Mjög litlar líkur eru á því að kvikni í púðanum komi höggið í 75 gráðu horni á bílinn nema hann sé með svokallaða hliðaröryggisbelgi. Atli segir að framleiðendur örygg- isloftpúða hafi verið gagnrýndir fyrir að of mikill hávaði fylgi því þegar þeir blásist upp og sömuleiðis að áferðin í sjálfum púðanum sé of gróf sem geti m.ö.o. valdið bruna á andliti fólks við núninginn. Þegar púði hefur blásið út einu sinni er hann ónýtur. Flestir bílar eru nú orðið með bílbeltastrekkjara og sumir með skynjara í sæti sem skynjar hvort setið er í sætinu sem síðan stjórnar því hvort öryggispúði blæs út eður ei. Bílbeltastrekkjaran- um er ætlað að vega upp á móti teygju sem er í beltunum. „Þegar bílar lenda í árekstri eru beltin í rauninni ónýt. Þegar einu sinni hefur strekkst á þeim geta þau hrokkið í sundur við næsta högg. Hér eru belti aldrei tekin úr notkun – trygginga- félögin gera það aldrei og lögreglan held ég að megi fullyrða aldrei. Víða erlendis er þetta gert. Það er því fjöldi bíla með varasöm belti í um- ferð,“ segir Atli. Ekkert vörugjald er af öryggis- loftpúðum eða bílbeltum en þetta er dýr búnaður. Atli segir að í langflest- um tilvikum biðji bíleigandi, eigi hann sjálfur að greiða reikninginn, um að mælaborðið, þar sem örygg- ispúði hefur komið út, sé soðið saman án þess að nýjum púða sé komið fyr- ir. Kostnaður við einn öryggispúða og fylgihluti ásamt ísetningu er á bilinu 80-200 þúsund krónur. Sé einnig skipt um bílbelti bætist við kostnaður upp á um 30 þúsund krón- ur við hvert belti. Ný reglugerð Í nýrri reglugerð um gerð og bún- að ökutækja segir að öryggispúða skuli komið fyrir samkvæmt fyrir- mælum framleiðanda ökutækis. Óheimilt er að fjarlægja öryggispúða úr ökutæki nema allur búnaður og merkingar hans séu fjarlægðar. Þá er óheimilt, samkvæmt reglugerð- inni, að aftengja öryggispúða nema merkingar hans séu fjarlægðar. Fjöldi bíla í umferð með varasöm bílbelti Fátítt er að skipt sé um bílbelti í bílum eftir árekstur. Sömuleiðis veigra margir sér við að endurnýja öryggisloftpúðann vegna mik- ils kostnaðar. Atli Vilhjálmsson, þjónustu- stjóri B&L, segir misskilning ríkjandi varð- andi öryggisbúnað í bílum. Wieck Ekki er tryggt að öryggisloftpúði þenjist út þegar fólksbíll lendir saman við háan bíl eins og jeppa. Wieck Öryggisloftpúði 50 millisekúndum eftir árekstur. ÁRIÐ 1910 var stofnað fyrirtæki sem seinna fékk heitið Bristol Aeroplane Company. Fyrirtækið framleiddi margar gerðir flugvéla. Í síðari heimsstyrjöldinni fram- leiddi Bristol yfir 14 þúsund flug- vélar, þar á meðal Blenheim-orr- ustuvélina. Í stríðslok nýttu eigendur Brist- ol sér umfram- afkastagetu verksmiðjunnar til að framleiða bíla. Tekin var ákvörðun um að halda fram- leiðslunni í lág- marki en smíða einvörðungu gæðabíla. Bristol var nafnið sem verksmiðjunni var gef- ið því hún var staðsett í bænum Filton við borgina Bristol. Merkið er meira að segja sótt í skjald- armerki Bristol-borgar. Fyrsti Bristol-bíllinn, 400, var, bæði hvað varðaði tækni og útlit, náskyldur bílum BMW frá því fyr- ir stríðið. Bílar Bristol voru allir með þriggja stafa tölu, eins og BMW-bílar, en nöfn þeirra byrj- uðu á tölustafnum 4 allt fram til 1976 þegar við tók 603-gerðin. 603- gerðin fékk einnig heitin Brit- annia, Brigand og Beaufighter, sem eru nöfn á flugvélum sem Bristol framleiddi. Bíllinn sem fyr- irtækið framleiðir í dag heitir Blenheim. Flugvélaarmur Bristol samein- aðist British Aircraft Corporation 1960, sem í dag heitir Bristish Aerospace. Þar með varð bílaverk- smiðjan sjálfstætt fyrirtæki og við stjórnartaumunum tók kappakst- urskappinn Tony Crook. Bristol er eini bílaframleiðand- inn á Bretlandseyjum sem er að öllu leyti í eigu heimamanna. Fyr- irtækið hefur enga umboðsmenn en hægt er að heimsækja það á slóðinni www.bristolcars.co.uk. Bílamerkin – Bristol Mikil saga, oft ósögð, er tengd merkjum bíla- framleiðenda. Hér verð- ur stiklað á stóru í sögu Bristol. Bristol Blenheim 3 er með 5,9 lítra, V8 vél frá Chrysler.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.