Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.01.2001, Blaðsíða 3
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. JANÚAR 2001 D 3                                            ! "  "  ! # $%   &' (!  !  )   ! *               r ga a- í m að í m að ð- á u ir m m n- ur n að ið í í ur m p- n- r- a- ri ð- s r, ut í 0 m 2. m- a r- g- l- W a r a ví t- n n- Bentley Le Mans verður með 600 hestafla vél. VOLKSWAGEN hefur ákveðið að taka þátt í Le Mans-kappaksturs- keppninni og hefur verið smíðaður keppnisbíll sér- staklega til þessa. Bíllinn verður með sömu vél og Bentley MSB-fólksbíllinn (Mid-Sized Bentley). Þetta er 3,6 lítra, V8 vél frá Audi sem skilar um 350 hest- öflum. Keppnisbíll- inn verður hins veg- ar með tveimur forþjöppum og verð- ur nálægt 600 hest- öfl. Bentley í Le Mans BÍLLINN sem gægist út undan seglinu er nýtt flaggskip Renault sem kallast Vel Satis og kemur á markað á þessu ári. Bíllinn hefur verið kynntur sem sýningarbíll og verður kynntur í framleiðslugerðinni á bílasýning- unni í Genf í lok næsta mánaðar. Nú hefur Patrick le Quément, yf- irhönnuður hjá Renault, staðfest að framendinn á Vel Satis á eftir að sjást á öllum gerðum Renault í framtíðinni. „Þetta er nýi fjölskyldusvipurinn en þó verður hvert módel með sín- um einkennum. Við sjáum þennan nýja svip fyrst á Clio sem kemur á markað síðar á þessu ári,“ segir le Quément í sam- tali við breska bílablaðið Auto- exress. Nýr framsvipur á öll- um Renault-bílum Framsvipur Vel Satis verður ættarsvipur Renault bíla. EINHVER best búna sandblásturs- stöð landsins hefur tekið til starfa í Helluhrauni 6 í Hafnarfirði. Fyr- irtækið heitir HK-Sandblástur og sérhæfir sig í sandblæstri á bílhlut- um. Eigandi fyrirtækisins er Hjálm- týr Sigurðsson og þótt fyrirtækið sé nýlega tekið til starfa í Hafnarfirði hefur Hjálmtýr fimmtán ára reynslu í þessari sérgrein sinni og starfaði lengst af í Dugguvogi þar sem margir sem hafa gert upp forn- bíla eða þurft að láta laga ryð- skemmdir hafa leitað til hans í gegnum árin. Hjálmtýr segir að nú ætli hann að þjóna bílamálurum og fólki úti í bæ með sandblástur á bílhlutum, bílum og ýmsu öðru, s.s. arkitekta, álhluti, flugvélar og hvaðeina. „Það hefur komið til tals t.d. að bílamálarar komi með bíl sem á að mála til mín. Ég ríf utan af honum og sandblæs úr öllum skemmdum og grunna yfir þær. Síðan fer bíllinn í málningu og kemur síðan aftur í samsetningu til mín. Þessa þjónustu ætla ég að bjóða sem er mikill akkur fyrir bíla- málarana,“ segir Hjálmtýr. Einnig hefur Hjálmtýr getið sér orð fyrir uppgerð á gömlum bílum, dráttarvélum og fleiri farartækjum. Búið er að setja upp sérstakan tækjasal í Helluhrauni 6 sem er uppsettur og samþykktur eftir Evr- ópustaðli. Í umsögn um búnaðinn segir að mengunarvarnir séu með því besta sem þekkist í þessari grein. Hjálmtýr kaupir sérstakan granítsand frá Ástralíu sem hann notar við sandblásturinn. Lítil ryk- mengun er af sandinum. Sjálfur sandblástursklefinn er 200 rúm- metrar að stærð og hreinsibúnaður klefans tæmir 200 rúmmetra af ryki á tveimur mínútum. Rykið fer gegn- um ryksugukerfi í poka sem tæmd- ur er vikulega. Sandurinn er engu að síður afar fínkornóttur sem gerir að verkum að áferð á meðhöndl- uðum hlutum er afar slétt. Búnaður- inn býður jafnframt upp á ýmsar stillingar þannig að unnt er að sand- blása allt niður í sex millimetra og upp 20 sentimetra breiðar rendur. Morgunblaðið/Ásdís Hjálmtýr Sigurðsson með ómeðhöndlaða bílhluti. Á borðinu eru hlutir sem hann hefur sandblásið. Sandblæs með granít- sandi frá Ástralíu Morgunblaðið/Ásdís Búnaðurinn er samkvæmt Evrópustöðlum og þykir búinn góðum mengunarvörnum. NÚ mega Audi og Volkswagen taka sér allan vara því ljóst er að Volvo mun setja á markað nýjan bíl innan tíðar sem á að velgja Audi A3 og VW Golf und- ir uggum. Þetta er bíll sem byggður verður á SCC- hugmyndabílnum sem Volvo sýndi á bílasýningunni í Detroit í þessum mánuði. Nýi Volvo- bíllinn verður framleiddur jafnt þrennra sem fimm dyra og á að heita V30. Þetta verður fyrsti bíllinn innan Ford-samsteyp- unnar, sem er meirihlutaeig- andi Volvo, sem byggður verð- ur á nýjum undirvagni sem kallast P1. Þessi undirvagn verður einnig undirstaða nýs Ford Focus og Mazda 323 sem væntanlegir eru á markað í nýrri mynd árið 2004. V30 á að höfða til kaupenda lítilla kúpu- baka en verður jafnframt búinn kostum hlaðbaksins. Volvo stefnir jafnframt að því að þetta verði öruggasti bíllinn í sínum stærðarflokki þegar hann kem- ur á markað árið 2003. Mesta byltingin í V30 verður án efa A-gluggapósturinn sem verður gegnsær eins og í SCC- hugmyndabílnum. Volvo vinnur nú að smíði nýs hugmyndabíls sem talinn er verða enn nær endanlegri gerð V30. A-gluggapósturinn verður gegnsær sem eykur útsýni og öryggi. Volvo SCC hugmyndabíllinn er forveri V30. Volvo V30 á móti A3 og Golf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.