Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 1

Vísir - 08.01.1979, Blaðsíða 1
visi Mánudagur 8. janúar 1979 * 1,1 Allt um íþrótta viðburðihelg- arinnar í dag Bjarni og Jón í aðalhlutverkum — Þegar Island gerði jafntefli við Pólland i síðari landsleiknum í handknattleik Þaö ætlaöi allt um koll aö keyra I Laugardalshöllinni, er Bjarni Guömundsson jafnaöi fyrir Isiandi I landsleiknum viö Polland f gærkvöldi. Bjarni skaustfram, er leiktiminn var aö renna út og eftir aö hafa fengiö boltann skoraöi hann af öryggi. Þá var ein sekúnda til leiksloka og Pólverjarnir gátu ekki einu sinni hafiö leikinn aftur. En maðurinn á bak viö sigurinn var Jón Pétur Jónsson. Hvað eftir annað tók hann af skarið i siðari hálfleiknum og skoraði gullfalleg mörk.Þettaframtakhansvarð til þess að Island vann upp forskot það sem Pólverjarnir höföu náð, og Bjarni rak siðan endahnútinn á i leikslok. En komu „taktisk” mistök Jó- hanns Inga Gunnarssonar lands- liðsþjálfara i veg fyrir islenskan sigur i gærkvöldi? Jóhann Ingi lét ekki taka stór- skyttuna Klempel úr umferð fyrr en hann hafði skorað 11 mörk. Þá var staðan 17:12 og 12 minútur búnar af siðari hálfleik. Eftir þetta skoraöi Klempel aðeins eitt mark, og munurinn á liöunum tók strax að minnka. Mikið jafnræði var með liðun- um i upphafi, og þó að ísland leiddi oftast meö einu eða tveim- ur mörkum þá jafnaði Pólland. En þegar Island leiddi 8:7 tók Klempel til sinna ráða, hann skoraði fjögur mörk i röð og Pól- land leiddi i hálfleik 12:10. ÍSLCND- INGAR GRÓFIR" „Það var miklu skemmtilegra aö dæma siöari leikinn en þann fyrri — en annars var mjög erfitt að dæma þá báöa, þvl aö þeir voru leiknir mjög fast, eöa nánast gróft,” sögöu dönsku dómararnir, Leif Nielsen og Knut Juhl, eftir landsleikinn i gærkvöldi. „Islenska liðiö var mun betra i siöari leiknum, og þaö verður gaman aö sjá þaö á móti þvi danska i Baltic Cup á þriöjudags- kvöldið. Þaö getur orðiö skemmtilegur leikur, ef dómar- arnir ná að halda honum i skefj- um. Að okkar áliti leikur islenska liðiö allt of fast. Þaö notar hendurnar of mikið við að hrinda, en það er nokkuð sem farið er að taka strangt á. Strangar reglur voru settar I sambandi við brot i siðustu HM-keppni, og eftir þeim veröur dæmt i Baltic Cup og i B- mótinu á Spáni. Ef tslendingarnir venja sig ekki af þessum brotum, geta dómar- arnir oröið þeim erfiöir þar — svo og ef piltarnir venja sig ekki af þvi að vera sífellt að dæma sjálfir og aö mótmæla dómum. Það gera þvi miður of margir þeirra — og það er enn eitt sem farið er aö ’taka strangt á úti um allan heim. Viö visuöum 11 mönnum útaf i fyrri leiknum og 10 i þeim siöari og þaö var i það minnsta — ef strangt er tekið á málunum. Annars voru þetta mjög erfiðir leikir að dæma — það var mikill hraði i þeim, harkan fram úr hófi og mistökin á báða bóga hreint ótrúlega morg.” — klp - Mesti munurinn i siðari hálfleik varð 17:12 en þá var Klempel tekinn i gæslu af Bjarna Guðmundssyni og munurinn minnkaði strax. Það hafði ekki svo lítiö aö segja aö nú fór Jón Pétur Jónsson I gang svo um munaði. Hann skoraði t.d. þrjú mörk i röð og breytti stöðunni úr 20:17 I 20:20. Þá kom pólskt mark en Þor- björn Guðmundsson jafnaöi 21:21 og 4 minútur til leiksloka. Pól- land komst yfir aftur 22:21 og eftir að Þorbjörn Guðmundsson hafði átt stangarskot, bættu þeir við 23. marki sinu. tJtlitið var þvi svart, þegar Klempel tók vitaskot rétt fyrir leikslok, en Ólafur Benediktsson varði. Islenska liöiö brunaði upp, og Jón Pétur minnk- aði muninn I 22:23 þegar 30 sekúndur voru til leiksloka. ísland lék maður gegn manni og þeir pólsku glopruðu boltanum. Bjarni Guðmundsson skaust þá fram völlinn, og jafnaöi rétt i þann mund að leikurinn var flaut- aður af. Það er hægt að vera ánægöur með þessiúrslit, Pólverjar teljast vera 6. besta handknattleiksþjóð heims eftir siðustu HM-keppni. Og þetta gerði Island án þess að hafa þá með Ólaf H. Jónsson og Axel Axelsson, sem báðir eru meiddir. Þeir Jón P. og Bjarni voru menn leiksins I gærkvöldi, þótt fleiri lékju auðvitaö góðan leik. Það gerðu þeir Þorbjörn Guðmundsson og Ólafur Jónsson Vfkingur,og sömuleiðis Arni Ind- riðason. Markvarslan var glopp- ótt, en ólafur Benediktsson varöi vel á mikilvægum augnablikum undir lok leiksins. Mörk Islands skoruöu Jón' Pétur 7 — úr 8 tilraunum — Ólafur Einarsson 5 (2), Þorbjörn Guðmundsson 4 (1), Bjarni Guðmundsson 3, Páll Björgvins- son 2, Arni Indriöason og ólafur Jónsson 1 mark hvor. Dómarar voru danskir, Nielsen og Juhl, og vöktu þeir athygli fyrir hvað þeir leyfðu litið og voru ósparir að senda menn útaf. gk- Islenski Kempel fjallhress „Ég er að sjálfsögðu fjallhress með þetta, það er ekki á hverjum degi sem maður nær sér svona á strik I stórleik i handboltanum”, sagði stjarna Islenska liðsins, Jón P. Jónsson, eftir landsleikinn viö Pólland i gærkvöldi. „Þessi úrslit eru að sjálfsögðu mikil upplyfting fyrir handknatt- leikinn hér hjá okkur, og ef liöinu tekst vel upp i Baltic Cup gerum við þaö áreiöanlega gott I B- keppninni á Spáni” bætti hann við. „Nú erum við komnir með góð- an 16 manna kjarna — að minu matibetri kjarna en fyrir siðustu heimsmeistarakeppni — og ef rétt er haldið á spilunum, eigum við að geta náö langt. Þjálfarinn er nú til staðar en ekki i öðru landi eins og sá sem þjálfaði liöið fyrir HM-keppnina og þaö hefur sitt að segja”, sagði hinn islenski Klempel, Jón P. Jónsson, aö lok- um... —klp Ólafur Einarsson lék báða landsleikina um helgina. Hann tók þóaðeins þátt i sóknarleiknum, þykir ekki nægilega sterkur sem varnarmaður. Vfsismynd Einar „Islendingar eru alltaf vitlausir' — sagði Kurt Wadberg, sem sá um að dœma Víking úr Evrópukeppninni í handknattleik Um fátt hefur verið meira rætt á meöal Iþróttaunnenda og annarra nú um helgina en dóm IHF — Alþjóöa handknattleiks- sambandsins—yfirVIkingi, þar sem liðiö var dæmt f háar fjársektir og vikið úr Evrópukeppni bikarmeistara fyrir óspektir eftir sigur Vikings yfir Ystad I Sviþjóð á dögunum. Handknattleikssamband íslands er komiö i málið og er byrjað að safna gögnum til að hrekja þennan dóm, sem er einsdæmi i Iþróttasögunni. Maöurinn bak við dóminn er Svíinn Kurt Wadberg, en hann er þekktur meðal margra islenskra handknattleiks- forystumanna fyrir allt annaö en velvild I garð alls þess er snertir handknattleik á Islandi. Það var hann sem kæröi Vik- ingana fyrir ólætin i Ystad og var slðan einn þriggja dómara, sem dæmdu I málinu — en það var gert með þvi að ræðast við i sima! Það eitt hefur nægt HSl til aö óska eftir frekari rannsókn á málinu enda óvenju- leg málsmeðferö. Þetta er i fyrsta sinn sem vit- aö er til þess að heilt lið sé dæmt úr keppni vegna láta sem eiga sér stað löngu eftir að leik er lokið. Þó er vitað að ýmis hand- knattleiksliö hafa gerst brotleg — og þaö brotlegri en Viking- arnir — i ýmsum feröum viða um heim og eru Sviar þar ekki barnanna bestir eins og við þekkjum best til hér á Islandi. Vikingarnir eru komnir með lögfræðing i máliö, og ætla sér ekkert aö gefa eftir. Þegar hef- ur verið rætt við Kurt Wadberg i sima, og var það simtal tekið allt upp á segulband. Þar kemur fram aö þaö er allt rétt, sem Vikingarnir hafa sagt opinber- lega um þetta mál, og hefur Wadmark ekkert til aö hengja hatt sinn á nema þessi læti sem kostuðu tvö rúðubrot. Wadberg var bent á i þessu samtali aö framkoma leik- manna Ystad hér á Hótel Esju eftir fyrri leikinn hafi ekki verið til fyrirmyndar. Menn hefðu þó ekki séö ástæöu til aö kæra þá fyrir Aganefnd IHF. Viö aö heyra þetta fauk heyranlega i Wadberg, sem er milljónamær- ingur og óhemju ráðrlkur eins og þeir best þekkja sem setið hafa fundi með honum hjá IHF. ... Svaraöi hann þessu til meö þvi að segja eitthvað á þá leið — aö íslendingar hafi alltaf verið vitleysingar — og þar með var málið afgreitt af hans hálfu... Við hér á Visi höfðum sam- band viö fréttastjóra Skánska dagblaösins i Malmö, Olson aö nafni, og rannsakaöi hann ýms- ar hliðar þessa umtalaða máls fyrir okkur I gær. Bar frásögn hans heim og saman viö það sem Vikingarnir hafa sagt, og engu þar við að bæta, sem skipt- ir máli. Hann sagöi að það hafi eitt- hvað verið skrifaö um þessi rúðubrot I blöð i nágrenni Ystad á eftir. Hann haföi þó eftir lögreglunni þar, aö þetta heföu ekki verið nein ólæti heldur söngur og gleðskapur, sem ekki væri neitt nýtt á almannafæri i Ystad frekar en öörum stöðum 1 Sviþjóð. Olson hafði eftir leikmönnum Ystad, sem hann heföi náð i, að þeim þætti þetta þungur dómur, en annars vildu þeir litiö um máliö segja. Hann sagöist persónulega halda, að á bakviö kæruna lægju sárindi forráða- manna Ystad yfir aö tapa fyrir Islendingunum. Þeir hafi þó ekki ætlast til að málið tæki þessa stefnu, enda hefðu þeir engan hagnaö af þessum dómi sjálfir, og hann aðeins til þess fallinn að varpa skugga á sam- skipti Svia og Islendinga I iþróttasviöinu um ófyrirsjáan- lega framtiö... — klp—

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.