Vísir


Vísir - 10.01.1979, Qupperneq 5

Vísir - 10.01.1979, Qupperneq 5
5 VlSIR Miðvikudagur 10. janúar 1979 Styrkur til háskólanáms í Sviþjóð Sænsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa íslendingi til há- skólanáms I Sviþjóð háskólaárið 1979-80. Styrkurinn miðast við átta mánaða námsdvöl og nemur styrkfjárhæð s.kr. 1.960 á mánuði. Til greina kemur að skipta styrknum ef henta þykir. Umsóknum um styrk þennan skal komið til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik fyrir 15. febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskirteina ásamt meðmæl- um. — Sérstök umsóknareyðublöð fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 4. janúar 1979. Vetrarnámskeiðin (15. janúar — 6. apríl) ÁAikið er um nýjungar hjá Mími í vetur. Sam- talsflokkar hjá Englendingum. Síðdegistímar '— kvöldtímar. Franska og spánska. Létt námsefni í þýzku. (slenzka fyrir útlendinga. Nýr byrjendaf lokkur barna í ensku. MIMIR—simi I0004og 11109 (kl. 1-7e.h.). „Út í óvissuna" frumsýnd í BBC — allt í óvissu með sýningu myndarinnar hér Á föstudaginn var frumsýndur fyrsti hluti sjónvarpsmyndarinn- ar „Running blind” i breska sjónvarpinu BBC. „tJt ióvissuna”, einsog myndin heitir á islensku, var tekin upp hér á landi. Nokkrir Islendingar leika i myndinni, m.a. Ragn- heiðurSteindórsdóttir,sem leikur annað aðalhlutverkið. Þórður Einarsson, sendiráðu- nautur i islenska sendiráðinu i London, sagði að dómar um myndina væru frekar jákvæðir i dagblöðunum. Þar sem myndin er i þrem hlutum, er gagnrýnin ekki ýtarleg heldur mjög almenns eðiis. I dómum er ekkert getið um frammistöðu einstakra leikara en sérstaklega minnst á umhverfið, sem myndin er tekin i. Þykir landslag allt mjög nýstárlegt, sagði Þórður Einarsson. Sýningar hér ekki ákveðnar. „Það hefur ekkert verið ákveð- ið, hvenær myndin verður sýnd I islenska sjónvarpinu. Það hefur ekki einu sinni verið ákveðið, hvortmyndin verður sýnd hér”, sagði Tage Ammendrup, dag- skrárfulltrúi hjá sjónvarpinu. □□DDDDDDDaaDaDOODDaaaDanDaDaonDDDDDDDDDDDaDDD □ □ □ □ □ □ □ □ □ D □ a □ □ D □ o c D c o D oDaaDaaaoaDDaaaaaDaDDDoaoDDDaooaaaaaaaaaaaaaD Auglýsing Veistu að árgjald flestra styrktarfélaga er sama og verö 1-3 sígarettupakka? Ævifélagsgjald er almennt tifaltárgjald. Ekki allir hafa tímann eða sérþekkinguna til að aðstoöa og llkna. Við höf um samt öll slíkar upphæöir til að létta störf fólks er það getur. D O D D D D □ D D D D D D D D D D D D D D D „Það var engin samvinna höfð við islenska sjónvarpið við gerð þessarar myndar, nema hvað við veittum Bretunum sjálfsagöa fyrirgreiðslu.” Það var Skotlandsdeild BBC sem gerði myndina, en mynda- tökum lauk hér á landi þann 18. júlí i sumar. —ATA Hinn „kátbroslegi framhaldsleikur" skólameistarans: Fœr hann lœknabú- staðinn til íbúðar? Það situr allt við hið sama I húsnæðismálum skólameistar- ans á ísafirði, en þó er hugsan- legt að úr rætist, eftir þvi sem Jón Baldvin Hannibalsson, skólameistari, sagði i gær. „Það hafa engin formleg svör borist frá ráðuneytinu ennþá um endi á þessum kátbroslega framhaldsleik,” sagði Jón. „En þó var orðuð við mig sú hug- mynd, að ég fengi læknabústað- inn á ísafirði.” Þessa hugmynd, sem Jón seg- ir að hafi verið orðuð við sig, hefur Visir enn ekki getað feng- ið staðfesta. Hér mun vera um að ræða tilfærslur á milli ráðu- neyta. Vegagerð rikisins hefur verið að byggja embættisbústað fyrir umdæmisverkfræðing sinn, en hann hefur hingað til búið I fjölbýlishúsi. Mjög tið læknaskipti munu vera á ísa- firði og hefur þaö þvi komið til tals að læknar þeir, sem til starfa komi á staðinn verði sendir í fjölbýlishúsið, en heil- brigðisráðuneytið afhendi menntamálaráðuneytinu læknabústaöinn, sem siðan gerir hann að skólameistara- bústað. Að sögn Jóns Baldvins- sonar er verið að vinna að þessu máli núná og virðist þvi hugsan- legt að hann hætti við að hætta sem skólameistari á Isafirði. —SS-

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.