Vísir - 10.01.1979, Page 10

Vísir - 10.01.1979, Page 10
10 Framkvæmdastjóri: Davló Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón meö Heloarblaöi: Arni Þórarinsson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Édda Andrésdóttir, Jónína Michaelsdóttlr, Jórunn Andreasdóttir, Katrtn Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Slgurveig Jónsdóttlr, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, AAagnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slðumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö I lausasölu kr. 125 eintakiö. Prentun Blaðaprent h/f Lœrum að segja nei Hin siaukna skattheimta í þjóðfélagi okkar á sér ef- laust margar orsakir. Ein orsökin er sú, að stór hluti stjórnmálamanna okkar stefnir beinlínis að því að ná sem mestu af f jármagni þjóðfélagsins til opinberrar ráðstöf unar, svo að ákvörð- unarvaldið um ráðstöfun þess sé í þeirra höndum, en ekki þeirra, sem fjárins afla. Onnur orsök er sú, hve stjórnmálamenn okkar eiga erf itt með að segja nei.standa á móti sífelldum kröfum um opinberar framkvæmdir og þjónustu. Þriðja orsökin er sjálfsagt gáleysi, því að í mörgum tilvikum samþykkja Alþingi og stjórnvöld lög og reglur sem hafa í för með sér stórkostleg f járútlát oft nánast sjálfvirk án þess að það hafi í upphaf i veriðætlunin. Þannig mætti sjálfsagt áfram nokkuð telja og tina til orsakir skattheimturáðsins. Hvað er til ráða til þess að létta skattbyrðina á þjóð- inni? í fyrsta lagi verðum við að velja opinbera stjórnendur, sem ekki eru haldnir skattahugsjóninni. En það er hægara sagt en gert. Meðal stjórnmálamanna sem annarra leynast oft úlfar í sauðargæru. Það hef ur verið of mikið um það, að stjórnmálamenn, sem samkvæmt grundvallarskoðun sinni eru andvígir ríkisafskiptum af ef nahagslíf inu, haf i talið slík af skipti í lagi á meðan þeir hafa sjálfir haldið um stjórnartaumana. Þetta er auð- vitað hættulegur misskilningur, því að reynslan er yfir- leitt sú, að reglufarganið lifir stjórnmálamennina. Okkur vantar því stjórnmálamenn, sem vilja draga úr völdum sínum, sérstaklega á efnahagssviðinu, stjórn- málamenn, sem vilja nota völd sín til þess að draga úr þeim. I öðru lagi verða stjórnmálamennirnir að læra að segja nei. Því eru að sjálfsögðu engin takmörk sett, í hvað við getum eytt peningum samkvæmt óskalistum okkar. En á sama hátt og við verðum að velja og hafna í einkalíf inu, verðum við í hinum sameiginlegu málefnum okkar að velja og hafna, sennilega í bili fyrst og f remst að hafna. Til þess að losna út úr okkar margvíslegu heimatilbúnu erfiðleikum verðum við að láta sem mest fjármagn verða eftir í höndum einstaklinganna og atvinnufyrir- tækjanna, svo að heilbrigt ef nahagslíf geti þrðast hér á nýjan leik. Þetta getur ekki orðið nema opinberir aðilar taki minna til sín en þeir nú gera. Það þýðir minna til sameiginlegra mála um sinn. En við það verður að sitja. Það er betra að halda aðeins í við sig núna heldur en þurfa að herða sultarólina síðar. Það er aðeins ein leið til að draga úr eyðslu stjórn- málamanna, þarf ri sem óþarfri. Og hún er sú að láta þá hafa úr minna aé spila. Liður í þessu væri að setja skatt- heimtunni ákveðið hámark miðað við þjóðarf ramleiðslu, svo sem alllengi er búið að tala um, en engin ríkisstjórn eða þingmeirihluti hefur enn samþykkt og framfylgt á stjórnartímabili sínu. f þriðja lagi verða svo þingmenn og sveitarstjórnir að gá betur að sér hér eftir en hingað til að skattleggja ekki þjóðina af slysni einni saman. Hin sjálfvirku útgjalda- ákvæði, sem í gildi eru, verður að endurskoða og af nema sem mest af þeim, svo að f járlagagerð og f járhagsáætl- anir sveitarfélaga geti miðast við aðstæður og getu hverju sinni, en séu ekki bundin af gömlum dagdraum- um. Miövikudagur 10. janúar 1979 VÍSIR Hitaveita Akrqness: Ekki víst að til eignar- nóms komi Ekki hefur enn veriö gefin út eignarnámsheimild fyrir hita- veitu Akraness til aö nýta hita- réttindi f Deildartunguhver, en beiöni þar um barst iönaöar- ráöuneytinu i lok mars á siöasta ári. Að sögn Gisla Einarssonar, hrl. og fulltrúa i iðnaðarráðu- neytinu, hefur verið lögð mikil vinna i þetta mál og mun niður- stöðu vera að vænta í lok mán- aðarins eða byrjun næsta mán- aðar. Helsta ágreiningsefnið i við- ræðum milli Akraneskaupstað- ar og eiganda réttindanna, sem er Sigurbjörg Björnsdóttir, en umboðsaðili hennar er Björn Fr. Björnsson tengdasonur hennar, er um verð á heita vatn- inu. Ekki er enn ákveöið hvaða rétt skuli taka eignamámi, hvort það sé landið, hitinn eða hvort tveggja. ,,Við erum ekki endilega að vinna að eignamáminu, heldur vinnum við að þvi að málið liggi tölulega, eignarréttarlega og landfræðilega rétt fyrir málsað- ilum”, sagði Gisli Einarsson. Mikil vinna hefur verið innt af hendi á vegum iðnaöarráöu- neytisins allt frá því aö málinu var skotið til þess. Liggja nú fyrir landamerkjateikningar og hitakort, en talið er aö sömu hitaæðar séu um Deildartungu- hver og hverina á Kleppjárns- reykjum. Fljótlega veröur framhaldið fundum með málsaöilum, þvi enn er ekki Utséð um hvort samningar takist. —SS Tvœr sölur í Grimsby Tveir togarar hafa selt afla erlendis það sem af er þessari viku. ögri seldi í Grinsby 134.5 tonn af blönduöum fiski fyrir 50 milljónir króna. Meðalverö er 372 krónur fyrir kilóið. Karisefni seldi einnig i Grimsby 125,6 tonn fyrir 47.5 milljónir króna en meðalverð er 378krónurá kiló. Uppistaöa afl- ans var þorskur. Þetta verð er heldur lægra verð en fékkst i desember s.l. að meðaltali en alveg sæmilegt samanborið við siðasdiðið ár. —KS ■■■■■■■■■■■ Björn Bjarman rithöfundur skrifar hér um aöstööu þeirra, sem fengiö hafa hjarta- og æöasjúkdóma, og telur, aö Hjartavernd hafi ekki sinnt þessum sjúkling- um nægilega vel. „Hvaöa hjörtu eru blessaöir menn- irnir i Lágmúla 9 aö vernda”, spyr Björn, en hann segir einnig aö kannski dugi ekki annaö en stofna sérstakt sjúklingafélag til þess aö berjast gegn hjarta- og æöasjúkdómum, sem hann vill nefna „rauöa dauöa”. Þeir sem hafa náö miöjum aldri og þar yfir hafa varia gleymt þeirri tfö, þegar sú vá herjaöi mannfólkiö hér sem annars staöar er nefnd var hvfti dauöi. Viö borö iá aö búsældar- iegar sveitir legöust i eyöi af völdum þessa herskáa og mann- skæöa sláttumanns. Meö sam- eiginiegu átaki visinda, lækna, leikra og þá umfram allt þeirra fórnarlamba sjúkdómsins sem lifi héldu tókst aö mestu eöa öilu aö ná undirtökunum viö þennan erfiöa óvin. Mér er til efs, aö ég hafi nokk- urn tfma fundiö til ámóta stolts og máski stærilætis af þvi aö vera Islendingur einsog þegar ég á stundum hef ekiö meö útlendingum hérna upp fyrir bæinn og bent þeim á mannvirk- in, sem reist hafa veriö noröan megin i Reykjahverfinu, og þá í** •• ••**- .**' i * * ““ui "w>«*öST •’ 1iftft ** &a&SÍ&*Si* .ssre? Miklar umræður hafa orðið í Vísi að undanförnu um lærðra lækna að undanförnu. rlækningar" annarra aðila en Um lækningar leik- manna. Að gefnu tilefni verð ég að nefna nokkur þau raunverulegu dæmi um skottulækningar, er voru tilefni upprifjunar land- læknisembættisins á gildandi lög- um um slikar lækningar I fjöl- miðlum fyrir nokkrum vikum slð- an. I. Nálastungur. Nýlega var hér á ferð danskur teppagerðarmaður. Samkvæmt skýrslu danskra heilbrigðisyfir valda hafði hann að baki 2ja vikna námskeið I Hong Kong i nálastungutækni, en ekki hlotið náð yfirvalda þar I landi til að stunda slikar lækningar. Maður- inn stakk fjölda fólks hér með nálum I lækningaskyni. Fólkið var velkomið til hans, en var gert að greiða 82.000 kr. isl. I danskri mynt fyrir meðferðina. Margur keypti gjaldeyri á svörtum mark- aði, og milli 30-40 umsóknir um yfirfærslur bárust til gjaldeyris- yfirvalda. Telst mér til að hópur- inn hafi nálgast stórt hundrað, sem átti stefnumót viö þann slynga nálastungumann. Máiið var kært til lögreglunnar, en löngun mannsins til Islandsferða hvarf þegar engar fengust gjald- eyrisyfirfærslur. Sjúklingar komu til mín og kvörtuðu um svikin loforð og féflettingu, en tveir af þessum sjúklingum þjáð- ust af illkynjuðum sjúkdómum. III. Filippseyjaferðin. II. Iljanudd og iljastrok. Nú fara sendiboðar hús úr húsi hér I bæ og bjóöa fólki upp á ilja- nudd sem hjálp við flestum kvill- um fyrir 2.000 kr. gjald. Filippseyjaferðina er e.t.v. óþarft að nefna hér, en sagan skal þó sögð i stuttu máli. Tveir há- skólamenntaðir menn komu til min og óskuðu eftir að heil- brigðisyfirvöld byðu „furðu- lækni” frá Filippseyjum til lands- ins og veittu honum aðstöðu til uppskurða hér (með berum hönd- um). Svo mögnuð var trú þessara manna, að þeir töldu méð öllu óþarfa að kanna nánar raungildi þeirra sagna er fóru af krafta- verkunum. Vitaskuld var beiðni þeirra hafnað, og reynt var eftir megni að fá þessa menn til að kynna sér málin betur. M.a. fyrir tilstilli framangreindra manna fór stór hópur sjúklinga hálfa leið yfir hnöttinn til funda við „lækn- ana”. Mér er vel kunnugt um að i hópi ferðalanga voru nokkrir meö alvarlega illkynja sjúkdóma og þeir sneru heim aftur sem aðrir

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.