Vísir - 11.01.1979, Page 7
Öryggisróðið
f jallar um
Kambodíu
Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna
hefur í dag umræður um
ástandið i Kambodiu og
þykja þær liklegar til
þess að verða bæði
langar og beiskyrtar.
Stjórnin, sem sigur-
vegararnir i Kambodiu hafa sett
nú á laggirnar i Phnom Penh,
hefur ekki hlotið viöurkenningu
hjá Sameinuðu þjóöunum, og
búist er viö þvi, að fyrst verði um
þaö fjallaö I umræöunum.
Þá verða þau 15 riki, sem sæti
eiga i öryggisráöinu, aö taka af-
stöðu til þess, hvort Norodom
Shianouk prins fær að ávarpa
fund öryggisráðsins og tala máli
Pol Pots forsætisráðherra og
stjórnar hans.
Laos, Vietna'm.öll austantjalds-
rikin (nema Rúmenia) og ýmis
marxisk riki i Afriku hafa viður-
kennt hina nýju stjórn i Phnom
Penh, og eru þvi andvig, að
Shianouk fái að flytja mál sitt
fyrir öryggisráðinu.
Sjálfur sagðist Shianouk prins i
gærkvöldi sannfærður um, að
meirihlutinn mundi samþykkja
að hann talaði.
Símamynd UPI
Franski erkibiskupinn Marcel Lefebvre.sem nokkrum sinnum hefur unnið til van-
þóknunar síðustu páfa, sést hér sussa með fingrinum á aðgangsharða blaðaljós-
myndara/ þegar hann var á leið til einnar af stjórnarbyggingum Páfagarðs.
Þangað var hann boðaður á fund eins af siðameisturum kakólsku kirkjunnar.
130 þúsund vörubílstjór
ar í Bretlandi í verkfall
/ Líklegt þykir, að 130.000
vörubilstjórar Bretlands
hefji i dag verkfall, sem
getur haft hinar alvarleg-
ustu afleiðingar fyrir
efnahagslíf landsins.
Hefur verið lagt fast að James
Milljóna-
mœringur
höfuðpaur-
inn í hass-
smygli til
Kanada
Indverskur milljóna-
mæringur hefur verið
dæmdur í 14 ára fangelsi
og hálfrar milljón dollara
sekt fyrir samsæri til
smygls á meira en hálfu
tonni af hassi til Kanada.
Þetta er hæsta sekt, sem ein-
staklingi hefur verið gert að
greiða i Kanada pn hinn 49 ára
gamli Gurdev Singjh Sangha ætti
aö vera borgunarmaður fyrir
henni, þvi að á fimm banka-
reikningum i Sviss á hann að
minnsta kosti 1 1/2 milljón
Bandarikjadollara.
Sangha var framseldur Kanada
frá Belgiu og játaði hann sök sina
I málinu.
Hann var sakaður um að vera
höfuðpaurinn I alþjóölegum
smyglhring, sem spannaði Ind-
land, Evrópu, og N-Amerfku.
Smyglsendingarnar voru faldar i
fataefnisströngum.
Sangha þessi hefur doktors-
gráðu i lasergeislatækni, en
doktorsritgerðina skrifaði hann
1971, meðan hann afplánaði 5 ára
dóm i bresku fangelsi fyrir fikni-
efnasmygl og dreifingu.
Callaghan, forsætisráðherra, að
lýsa yfir neyöarástandi I landinu,
og meðal þeirra, sem þess krefja-
st, eru Margrét Thatcher, leiðtogi
stjórnarandstöðunnar, og for-
svarsmenn iðnaðarins.
Verkfall vörubilstjóra og oliu-
bilstjóra hófst i slðustu viku, en
nú gætu bæst viö 50.000 bilstjór-
ar. Þegar gætir orðið áhrifa af
þessu vikulanga verkfalli, og hafa
sumar hafnir alveg lokast, þar
sem engir bilar eru til þess aö
vinna við upp- og útskipun.
Ýmis stærstu iðnaðarfyrir-
tæki Breta hafa lýst þvl yfir, aö
þau neyöist til þess að loka strax i
næstu viku, ef til verkfallsins
kemur.
Siðast tóku neyöarástandslög
gildi i Bretlandi áriö 1973, þegar
kolanámumenn voru I verkfalli
og stjórn Edwards Heaths og
Ihaldsflokksins neyddist til þess
aö gripa til þriggja daga vinnu-
viku vegna orkuskorts.
Stólverk-
falli lokið
Stáliðnaðarmenn í V-
Þýskalandi hófu idag störf
aö nýju eftir 44 daga verk-
fall, sem mönnum reiknast
til að hafi kostað stáliðnað-
inn 1.500 milljónir
marka.
Um 100 þúsund stáliðnaðar-
menn lögðu niöur vinnu I þessu
verkfalli, sem er það fyrsta i
þýskri stáliðju i hálfa öld.
Stöövuöust 19 stálverksmiöjur i
Rin-Westphaliu Bremen og Osna-
bruck.
Samkomulag náðist á sunnudag
um launahækkanir og var það
samþykkt I stéttarfélagi stáliðn-
aðarmanna i gær með 49,5% at-
kvæða. Samkvæmt reglum þess
hefði nægt að 25% hefðu vfljað
ganga að samkomulaginu, en þá
eru félagsmenn skyldir til að taka
upp vinnu að nýju.
Fengu ekki skilnað
Dómari einn i Chicagó,
sem er raunar dýravinur,
neitaði að veita hjónum ein-
um þar i borg skilnað. Konan
vildi ekki búa með manni
sinum lengur, þvi að hann
léti 11 Alsatian-hunda sina
vaða uppi á heimilinu,
þannig að allt snerist i kring-
um þá. — Dómarinn vildi
ekki slita þessu 28 ára langa
hjónabandi. Astæðan: ,,Ég
vil ekki láta það fara i hund-
ana”.
Rödd að handan vísaði
á morðingjann
Rödd að handan leikur
mikilvægt hlutverk i
morðmáli, sem nú er
komið fyrir rétt i
Chicagó, þar sem kennsl
voru borin á sakborn-
inginn fyrir tilstuðlan
miðils.
48ára gömul kona hafði fundist,
stungin til bana i lúxushverfi I
Chicagó I febrúar 1977. Slökkvi-
liðsmenn, sem nágrannarnir
höfðu kvatt til, fundu nakið lik
hennar undir brennandi dýnu og
morðvopniö, slátrarahnif i sár-
inu.
Lögreglunni gekk ekkert viö
rannsókn málsins, uns læknir
einn frá Filipseyjum (hin myrta
var þaðan lfka) sagði henni fimm
mánuðum siðar, að eiginkona
hans hefði þrivegis fallið I dá, og
hefði þá andi hinnar myrtu talaö i
gegnum hana. Skoraði andinn á
þau hjón að gefa sig fram viö lög-
regluna og skýra henni frá þvi, að
moröinginn væri Allan Showery,
32 ára svertingi, sem starfaöi
með hinni myrtu á sjúkrahúsi I
Chicagó.
Röddin að handan visaði um
leið á nokkra skartgripi, sem
stolið hafði verið frá hinni myrtu.
Lögreglan handtók Showery,
fann nokkra hina stolnu gripa hjá
vinstúlku hans og að lokum játaöi
hann á sig morðiö. Þá játningu
hefur hann nú dregið til baka og
segist hafa gefið hana nauðugur.
Rideout-hjónin tek
in saman á ný
John Rideout.sem sýknaö-
ur var I siðasta mánuði af
nauðgunarkæru eiginkonu
sinnar, hefur nú tekið saman
viö hana á nýjan leik. Þau
höfðu lagt drög að þvi að fá
hjónaskilnaö, sem þau hafa
nú hætt við.