Vísir - 11.01.1979, Blaðsíða 10

Vísir - 11.01.1979, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 11. janúar 1979 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h/f Framkvæmdastjóri: Davifl Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragl Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Umsjón með Heloarblafli: Arni Þórarinsson. Blaflamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Jónina Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrln Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson,Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljós- myndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlitog hönnun: Jón Oskar Hafsteinsson, Magnús ólafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Slöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 sfmi 86611 7 llnur. Askrift er kr. 2500 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 125 eintakið. Prentun Blaöaprent h/f Stoðgreiðslukerfið bíði betri tímo Staðgreiðsla opinberra gjalda virðist í hugum margra vera mjög jákvæð framtíðarskipan innheimtumála, sem leysi ýmsan vanda. Stjórnmálamenn flestra eða allra f lokka hafa lýst stuðningi við slíkt f yrirkomulag og bæði vinstri og hægri stjórnir hafa haft staðgreiðsluna ofar- lega á óskalistum sínum og stefnuskrám. Engu að síður er þetta fyrirkomulag ekki enn komið til framkvæmda hér á landi. Ástæðan er aðallega sú, að þessi skattkerf isbreyting er þung í vöfum og undirbúningur meiri en menn höfðu áætlað. Dýrðarljómi sá, sem stjórnmálamenn hafa sveipað staðgreiðslukerfið virðist hafa haft þau áhrif að hinn al- menni skattgreiðandi, sem nýja kerf ið snýr auðvitað að, eins og það gamla, heldur að honum verði þessi breyting til mikilla hagsbóta. Það er aftur á móti mikið álitamál, þegar grannt er islenski dansflokkurinn skoðar nýja tegund af ballettskóm. Þeir reyndust ekki henta vel. Fremst er Helga Bernhöft (sem nú mun vera laus úr gipsinu). Krjúpandi eruþau Ingibjörg Pálsdóttir, Björn Björnssonog Ingibjörg Björnsdóttir. Standandi eru örn Guðmundsson, Asdís Magnúsdóttir, Guðrún Pálsdóttir, Birgitta Heide oq Kristín Björnsdóttir. skoðað. Fleira mælir á móti nýja kerf inu en með því við núverandi aðstæður í efnahagsmálum þjóðarinnar. I þjóðfélagi, þar sem eðlilegt og stöðugt ástand ríkir í peningamálum og verðbólga er lítil sem engin er æski- legtað menn greiði skatta sína jafnóðum af þeim tekj- um, sem þeir af la. Sé aftur á móti ríkjandi 40-50% verð- bólga í landinu, er breyting yfir í staðgreiðslukerfi frá því kerfi sem nú er notað bein kjaraskerðing. Skattanefnd Bandalags háskólamanna hefur nýlega sent f jölmiðlum og fleiri aðilum greinargerð um stað- greiðslu skatta, þar sem hún bendir á ýmsa ókosti stað- greiðslukerfis sem lítil athygli hefur verið vakin á til þessa. Skattanefndinsegirað kerfið kref jist mikils og kostn- aðarsams undirbúnings og verði eflaust dýrt í fram- kvæmd. Þar sé ekki aðeins um að ræða kostnað ríkisins, heldur einnig kostnað og umstang fyrirtækja, bæði vegna innheimtu gjalda af launþegum og gerð áætlana vegna eigin skattgreiðslu. Losaralegt bókhald, sem einkum sé ríkjandi hjá minni fyrirtækjum, teiur nefndin verða til þess að stað- greiðslukerf ið verði erf itt í framkvæmd eða jaf nvel ill- f ramkvæmanlegt. Þá er bent á að smáatvinnurekendur séu hér f leiri hlutfallslega en annars staðar og valdi það eflaust verulegum erfiðleikum. Nefndarmenn vekja einnig athygli á því, að vinna skattyfirvalda verði mun meiri með tilkomu stað- greiðslukerfisins en nú sé, því að þá þurfi að fara yfir skattframtölin eins og nú, en auk þess þurf i að fara yf ir skattáætlanir skattgreiðenda. Aðstaða skattstofanna til að yfirfara áætlanir fyrirtækja sé mjög takmörkuð og þurfi að auka verulega sérhæft starfslið þeirra á því sviði ef bæta eigi úr þessu. Eitt atriði er ástæða til að nef na til viðbótar varðandi það, hve staðgreiðslukerfið yrði fyrirferðarmikið og þungt í vöfum, en það er að um leið og nýja skipanin kæmi til framkvæmda yrði að setja upp sérstakt inn- heimtukerfi vegna ógreiddra eftirstöðva af sköttum og leiðréttinga á skattgreiðslum, þegar of mikið hef ur verið greitt. Með hliðsjón af þvi, sem hér hef ur verið nefnt er frá- leitt að skipta frá núgildandi skattakerfi yfir í átað- greiðslukerf ið. Ástæða er því til að hinkra við, reyna fyrst að breyta verðbólgukerfinu og endurbæta það innheimtufyrir- komulag, sem nú tíðkast varðandi skattgreiðslur lands- manna. Staðgreiðslukerf ið skulum við láta bíða betri tíma. Þann 21. janúar fer ís- lenski dansflokkurinn í sýningaferð til Norður- landa. Flokkurinn verður með 5 sýningar á 9 dögum, en ásamt dönsurunum fer „Hinn íslenski þursaflokk- ur." „Þetta verður 1 1/2 klukkutima dagskrá hjá okkur", sagði örn Guð- mundsson, eini karl- dansarinn í íslenska dans- f lokknum. „Fyrst veröum viö meö atriöi, sem nefnist ,„Hættu aö gráta Hringaná”. Þá leika Þursarnir i 30 minútur, vist ein fjögur lög. Þá sýnum viö dansinn „1 Gálga- hrauni”, sem er saminn viö „Bessastaöavisur”. Dagskránni ljúkum viö svo meö lengsta dansinum, „Sæmundi Klemens- syni”, sem viö höfum sýnt i Þjóöleikhúsinu i vetur viö góöar undirtektir”. „Sæmund” voru við búin aö æfa en hinir dansarnir tveir eru nýir, reýndar enn veriö aö semja „Gálgahrauniö”. Dansarnir eru allir eftir Ingibjörgu Björnsdóttui; Björn Björnsson teiknaði leiktjöld og búninga en Þursarnir sjá um alla tónlist. íslenski dansflokkurinn fær þrjá menn til liös viö sig i þessari sýningarferö, eina konu, Ingi- björgu Björnsdóttur, og tvo karl- menn, þá ólaf ólafsson og Björn Sveinsson. Allt hefur þetta fólk Skipulag og svipmót Borgin liggur i hjarta Evrópu og hefur veriö miöstöö feröalaga og viöskipta um langan aldur. Þar, i dómkirkjunni, voru Þýskalandskeisarar krýndir, og krýningarveislurnar haldnar i ráðhúsinu. 1 Frankfurt er aö sjá margt gott i byggingarlist frá eldri timum, rústir rómverskra mannvirkja, kirkjur og hús allt frá 13. öld, hús Göethe og annarra góðborgara seinni alda. Verslunarhús og villur millistriðsáranna og stór- kostleg hús eftirstriösáranna, sum falleg,önnur hörmuleg, ein ömurlegustu mistök nútima skipulags og byggingarlistar. Svipmyndir frá Frankfurt am Main. Er jafnvel svo langt gengiö aö mér var sagt aö komiö hafi til tals aö rifa viss tiskuverk nútlma byggingarlistar, byggð i gömlum hverfum og byggja i staðinn „eftirlikingar” af húsum gamla timans, þótt þessi nýtisku hús séu i sjálfu sér falleg. Þótt staðsetn- ing þeirra hafi fundið náö fyrir augum tiskuarkitekta og skipu- lagsfræöinga, þá hneykslar þessi smekkleysa svo hinn almenna borgara, aö varla er talið stætt á ööru en aö gera eitthvaö i málinu. Þannig mun jafnvel vera um eftirstriösviöbyggingu við sögu- safniö og stendur nálægt ráöhús- torginu i hjarta borgarinnar. I augum ófaglærðra getur þetta hús minnt mjög á Stúdentaheimili Jóns Haraldssonar, mætti jafnvel halda aö höfundar heföu fengið hugmyndina hér I Reykjavik, eöa var kannski búiö aö byggja þetta hús áöur en Jón teiknaöi sitt hús? Hús Jóns er fallegt og mér finnst þaö fara vel i umhverfi sinu og þetta hús væri útaf fyrir sig fallegt I ööru umhverfi, en eins og þaö er staösett. sambyggt viö hús Frcmkfurt

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.