Vísir - 11.01.1979, Page 11

Vísir - 11.01.1979, Page 11
Fimmtudagur 11. janúar 1979 11 ÍSLR ■ ii Reynið að gera svona"/ sagði Ingibjörg Björnsdóttir/ sem aefir dansana. Vísismynd: J.A. íslenski dansflo sýnir á Norðurli — framtíðarhorfur slœmar vegna fjárhagsörðugleika dansað áður með flokknum t.d. i „Sæmundi”. Sviþjóð og Noregur. Dansflokkurinn fer héðan til Stokkhólms þann 21. janúar. Þar verða tvær sýningar. Þegar frétt- ist að dansflokkurinn væri á sýningaferð var hann beðinn að koma við i Malmö og vera með eina sýningu þar. 1 Malmö stendur yfir tslandskynning um þetta leyti en islenski dans- flokkurinn sýnir þar þann 25. janúar. Siðan er ein sýning ráðgerð i Gautaborg. „Við sýnum ef til vill einnig i Osló en þaö er ekki alveg á hreinu.” sagði Helga Bernhöft. sem ekki gat tekið þátt 1 æfingunni vegna meiðsla. „Það stóð lika til aö við sýnd- um I Kaupmannahöfn. Viö höfðum fengiö mjög jákvæðar undirtektir viö fyrirspurnum okk- ar. En einhvern veginn virðist það hafa fariö úrskeiðis og það er enn alveg óvist, hvort nokkuð veröur af Kaupmannahafnar- ferðinni,” sagði Helga. „Við förum út meö þessa dag- skrá, þvi þetta er þjóðlegt efni, bæði dansar og tónlist. Það er llka mjög óvanalegt, að rokk-hljóm- sveitir” sjái um undirleik ballett- flokka og þvi er sýningin nýstár- leg. Samstarfið við Þursana hefur gengið einstaklega vel, þó það hafi oröið til fyrir eins konar slys- ni”, sagði örn. „Hrafn Gunnlaugsson kom með þá tillögu fyrir Listahátiö I sum- ar, að dansflokkurinn fengi „popp-hljómsveit” til að sjá um undirleik. Okkur datt I hug Gunn- ar Þórðarson og spilverkiö, en þá kom Egill Ólafsson til okkar með upptöku, sem hann leyfði okkur að heyra. Þá var eiginlega ákveð- ið samstarf okkar á milli,” sagöi örn. „Þetta hefur lika verið eina tækifærið okkar til að dansa viö „lifandi tónlist” og þaö er sér- staklega skemmtilegt”, bætti Helga við. — Hvernig fjármagnið þið ferðina? „Við fáum styrk til fararinnar frá Norræna menningarsjóðnum, en það var ekki fyrr en fyrir mjög Ingibjörg Pálsdóttir og Ásdís Magnúsdóttir í loftinu. Myndin er tekin á æfingu á /,Gálgahrauninu." stuttu siðan, að ljóst varö aö viö kæmumst i þessa ferö. Fjármálin spila þar að sjálfsögöu mjög inn i og heföi styrkurinn ekki komið, hefðum viö ekki komist,” sagði örn. „En Þursarnir voru fyrir löngu búnir að ákveöa að fara.” Leysist flokkurinn upp vegna peningaskorts? „Annars kemur þú við mjög alvarlegt vandamál þegar þú spyrð um fjármögnun og peninga”,, sagöi Helga. „Viö höfum staðið I þvi lengi að fá leiðréttingu launa okkar. Viö erum hér á tæplega sendlakauni Viö höfum farið milli stofnana og okkur er alls staðar tekið vel. Fjárveitingarnefnd tók okkur t.d. mjö| vel og skildi okkar raunir, en áa sér bara ekki fært aö hjálpa okkur”. „Þaö endar meö þvi að allir dansararnir flytjast úr landi, enda allt frambærilegir dansar- ar, sem fengju strax vinnu er- lendis. En það er búið að leggja svo mikla vinnu i að reyna að skipa islenska dansflokknum ein- hvers sess I islensku menningar- lifi þau sex ár, sem hann hefur starfað, að okkur er ekki alveg sama um hann. Við viljum þvi berjast áfram”, sagöi Helga Bernhöft. - ATA frá 14. öld er það hörmung, og svo lengi sem það stendur er það, að minu áliti og margra annarra, minnisvaröi smekkleysu skipu- lagssérfræöinga þeirra og arki- tekta, sem að byggingu þess stóðu. Nýju fötin keisarans? Almenningur og stjórnmála- menn, höföu ekki kjark til þess að stoppa þessa framkvæmd. Það gætti þarna liklega sama sjónar- miðs og I sögunni af „Nýju fötum keisarans”. Sérfræðingurinn, þ.e. i þvi tilfelli skreðarinn, taldi fólki trú um að fötin væru falleg. Hin- um almenna borgara sýndist keisarinn vera fatalaus, en auð- vitað hlaut sérfræðingurinn að hafa rétt fyrir sér, menn sem höfðu aðrar skoðanir myndu veröa taldir eitthvaö skrýtnir. Það var öruggara aö látast vera á sama máli og sérfræðingurinn. En blessuð börnin voru óvitar og þess vegna sögöu þau, sem satt var: „Keisarinn er ekki i neinum fötum”. Þannig var það hér, óvitunum fannst þessi lausn hörmuleg og þorðu að segja þaö, og þeir sögöu þetta svo oft, að góöborgararnir fóru að hugsa um aö kannske væri eitthvað til i þessu. Og nú skilst mér hafa pólskir arkitektar og byggingar- meistarar veriö ráðnir til aö byggja „reproductions-hús” á öörum lóðum i nágrenninu. En það er talið að Pólverjar séu öllum öðrum fremri á þessu sviöi og það sem þeir hafa gert i „re- productionum” i uppbyggingu húsa i Póllandi hefur vakið al- heims athygli og aödáun flestra nema „nýmóðins” skipulags- fræðinga og arkitekta, þvi þeir Ragnar Þórðarson lögfræðingur skrifar um skipulagsmál i Frankfurt am Main og ber saman við skipulag Reykjavíkur og hvað ber að varast í þeim efnum i framtíðinni. hafa þannig misst spón úr sinum aski. A sama hátt og Pólverjar hafa veriö brautryðjendur i re- productionum telja margir að Bretar séu öðrum fremri i að byggja i skörð og bæta útlit eldri húsa, t.d. hækka hús án þess að svipmót hverfanna breytist og án þess að um reproduction sé aö ræöa. Húsin eru byggð i nýtisku arkitektúr en falla að umhverfi i útlinum og efnisvali. Frankfurt Reykjavík En snúum okkur aftur að Ráö- hústorginu i Frankfurt. Ég hef nefnt rómversku rústirnar sem flestir vilja varðveita, ég hef þegar nefnt nýtisku snilldarverk- in, sem margir vilja láta rifa. En þarna eru lika snilldarleg hús, sem eru nútima arkitektúr, en ekki „reproduction”, en falla samt vel aö umhverfinu t.d. hús sem er sambyggt gamla ráðhús- inu. Enn fremur er þarna nokkuð af hlutlausum húsum, sem mætti um svipmót likja við Búnaöar- bankahúsið i Austurstræti og hús Almennra við Austurvöii. Þessi hús eru kannske ekkert athyglis- verð, en engar hugmyndir hafa verið uppi um að rifa þau, al- menningur getur vel sætt sig viö þau. Þau eyðileggja ekki beint heildarsvipinn. Það hefur tekist mjög vel aö halda svipmóti aðal- versianagatnanna, Keisara- strætis og nágrennis. Þar eru göt- urnar gjarnan 7-10 m breiðar. Hús þar voru almennt 5-6 hæöir, en þar sem byggt hefur veriö i skaröiö er gjarnan byggt 7-8 hæða hús og reynt að byggja ofan á og hækka eldri hús án þess að heildarsvipurinn hafi breyst, á hornum gjarnan hærri hús. Þegar rætt er um uppbyggingu Reykjavikur er ekki um að ræða „reproduction” regluna, nema i mjög fáum tilfellum t.d. Alþingis- húsið. Stjórnarráöið — Mennta- skólinn Bæði er aö byggingarefni og form þeirra húsa, sem horfið hafa, er þess eðlis að hæpið væri að endurbyggja þau. Það væri ekki kostnaðarins viröi. Oðrulagi er nýtingarsjónarmiðið. 1 um- ræddu hverfi Frankfurts voru gömlu húsin mjög falleg og úr varanlegum efnum. Það þurfti sprengjur heimsstyrjaldar til að útrýma þeim. Þó voru þessi hús 4- 6 hæðir og mjög þétt sett svo nýt- ingarsjónarmiöið fellur þar saman viö „reproduction”. Vítin eru til að varast þau Um byggingu áberandi, sér- stæöra, fallegra „ultra modern húsa” i miðbænum, hélt ég, að við getum lært af mistökunum viö ráðhústorgið i Frankfurt. Látið viti þetta okkur að varnaöi veröa. Yfirgnæfandi meirihluti bæjar- búa myndi verða óánægður og fyndist vera búið að eyöileggja miðbæinn. Þá-er eftir að velja mifli þess að byggja hlutlaus hús t.d. eins og Búnaðarbanka-húsiö. Eða þess að nota bresku aðferðina sem hefur rutt sér til rúms viða um heim þ.e. teikna ný hús sem falla vel aö eldri húsum um útlit og efnisval en eru samt nýtiskuhúsageröar- list með fullri lóðanýtingu, t.d. væri ekki óeðlilegt aö öll ný hús á byggingarfleti Alþingishússins hefðu um útlit og efni svipmót Al- þingis. Húsin væru hlaðin úr sömu steinum og Alþingishúsið. Við Aðalstræti og Hafnarstræti væri þakskeggsreglan æskileg og ekki óeðlilegt aö þökin þar væru úr steinflögum eins og nú tiökast mjög um ný hús i eldri bæjar- hlutum i London, Paris og viðar. Byggjum þéttbýlan miöbæjar- kjarna sem fullnægir höfuð- borgarþörf landsins og þörf Reykjavikur fyrir miöbæjar- starfsemi og miöbæjaribúöir. Byggjum nýtiskuhús sem falla vel aö formi eldri húsa þótt nýting sé meiri. Við megum ekki láta arkitekta leika sér að þvi, að byggja minnisvarða um sjálfa sig eða auglýsingu byggjanda, á þessu svæði, kjarnasvæði mið- bæjar. Allar auglýsingabygg- ingar og minnisvarðabyggingar verða að vera annars staðar. 1 0 0 ! Sögusafnið i Frankfurt.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.