Vísir - 11.01.1979, Síða 14

Vísir - 11.01.1979, Síða 14
Kanarnir í skotkeppni í Höllinni! — Og KR sigraði þegar styrkt lið KR og Vals léku þar í körfuknattleik í gœrkvöldi Þróttur og tS hafa löngum háö haröa baráttu um tslandsmeistaratitilinn f blaki. Hér er mynd úr viður- eign liöanna fyrr i vetur, og þaö er Halldór Jónsson þjálfari og fyrirliöi ÍS (fjær) sem þarna reynir aö lauma boltanum yfir hávörn Þróttara. Blakmennirnir í slaginn efftir jólafrí og hvíld I — Og framundan er hörkukeppni um íslandsmeistaratitilinn — Leikið i deildunum að nýju um helgina Keppni i 1. deild karla I blaki er nú tæpiega hálfnuö og segja má aö deildin hafi skipst I 2 hluta. 1 efri hlutanum berjast Þróttur, UMFL og tS, en i neöri hlutanum UMSE og Mimir. Liö Þróttar er skipað fremur jöfnum leikmönnum og leikur liösins er meira byggöur upp á sókn á miöjunni en hjá hinum lið- unum. Liöiö vinnur all-vel saman, sérstaklega þegar vel gengur, en hins vegar getur leikur liösins oröiö mjög slakur, þegar á móti blæs. I liöi UMFL, sem að mestu er skipaö nemendum Iþrótta- kennaraskólans, eru tveir af bestu blakmönnum landsins, þeir Leifur Haröarson og Haraldur Geir Hlööversson. Auk þeirra eru ungir sterkir strákar, sem sýnt hafa aö þeir eru til alls visir. UMFL hefur átt mjög misjafna leiki i vetur, byrjaöi meö naumu tapi gegn Þrótti, en átti svo i nokkrum erfiöleikum meö UMSE og Mfmi i 5 leikjum og tapaði svo illa gegn Þrótti. t siðasta leik fyrir jól féll svo sprengjan, stór- sigur á 1S og sýndi liðið þá einn besta leik, sem sést hefur á Is- landi. Liö 1S er skipaö reyndum leik- mönnum og er Halldór Jónsson þar reyndastur og virkar sem kjölfesta i liðinu, þótt ekki hafi hann leikið alla leikina. Indriöi Arnórsson er einn sterkasti sóknarmaöur landsins enda er hann nýttur óspart. 1 upphafi mótsins sigldi IS örugglega fram- hjá öllum hindrunum og staöa liösins var oröin mjög vænleg i 4. hrinu á móti Þrótti, en þá snerist leikurinn þeim snögglega i óhag og tapaðist, og liöiö náöi sér aldrei á strik gegn UMFL aö Laugarvatni. — Þessi þrjú liö berjast um íslandsmeistaratitil- inn og á sú keppni eflaust eftir aö veröa enn haröari en hún er. Þróttur á eftir aö leika tvo leiki viö hvort hinna félaganna og UMFL og 1S eiga eftir að leika 3 Ahorfendur I Laugardalshöll- inni I gærkvöldi skemmtu sér konunglega viö aö. horfa á styrkt liö KR og Vals í körfuknattleik eigast viö. KR-ingar mættu til leiks meö Þórsarann Mark Christenssen, en Valsmenn voru meö öllu stórtækari og fengu i lið meö sér þá Paul Stewart ÍR, Mark Holmes frá UMFG, John Johnson frá Fram og Dirk Dun- bar ÍS.— En þetta nægöi Val ekki, KR-ingar sigruöu meö 107-106 eft- ir spennandi Ieik eins og tölurnar gefa til kynna. Það sáust mjög skemmtilegir kaflar i þessum leik, en þó var greinilegt að hann var af sumum ekki tekinn jafn alvarlega og um „alvöruleik” væri að ræða. En það var fyrir mestu að fá skemmtilegan leik þar sem úr- slitin réðust ekki fyrr en á siðustu sekúndum. Það sást i fyrri hálfleik aö Mark Christenssen kemur til með aö falla vel inn i KR-liöið, en KR hélt leiki sin á milli, svo allt getur enn gerst á toppnum. Liö UMSE er skipað gamal- reyndum blakmönnum, sem sumir hverjir hafa leikiö meö liö- inu allt frá upphafi blaks á Islandi um 1970. Þaö háir liöinu mjög hversu fáa og slæma æfingatima þaö fær og þess vegna viröist þaö hafa staönaö nokkuö. Hávörnin hefur löngum veriö ein sterkasta hliö liösins enda eru leikmenn fremur hávaxnir og sterkir en meö meiri æfingu gæti liöiö oröiö talsvert betra. Liö Mimis er skipaö ungum og efnilegum leik- mönnum, sem eru nemendur Menntaskólans aö Laugarvatni. Þeir fá, eins og UMSE, fáa æf- ingatima en hafa samt sýnt „hinum stóru” vigtennurnar og m.a. unnið hrinu af Þrótti i fyrsta leik sinum og tvær af UMFL. UMSE og Mimir hafa mæst einu sinni og þá vann UMSE 3-2 eftir aö Mimir haföi unniö tvær fyrstu hrinurnar. Þótt þessi lið hafi ekki unnið neitt hinna, gæti það gerst ef þau kæmu of sigur- viss til leiks. I 1. deild kvenna er keppnin ekki siöur hörö á milli Þróttar, IS og Völsungs, sem öll hafa tapaö einum leik, þegar mótiö er u.þ.b. hálfnaö. IMA hefur veitt þessum liðum nokkra keppni, en Breiða- blik situr eitt á botninum. 1 2. deild karla hefur Fram tekiö hreina forystu og sigraö alla sina andstæöinga 3-0, nema Viking 3-2. Annars er erfitt að segja um stöðu liöanna, þar sem þau hafa leikið svo mismarga leiki, t.d. hefur IBV aðeins leikiö einn leik. Athygli vekur hversu vel hin nýstofnaöa blakdeild Fram hefur staðiö sig, en þess ber að gæta aö margir leikmenn liös- ins hafa leikiö meö öörúm félög- um og öölast talsveröa reynslu þar. i dag til Englands þar sem liðið keppir i móti um helgina, og Mark leikur þar með liðinu. Mark féll sérlega vel inn i leik liðsins i fyrri hálfleiknum, en sagðisthafa verið orðinn þreyttur i siöari hálfleik. Hann sagði að KR-liðið léki allt öðruvisi körfu- boltalið en Þórsliðið, en hann væri þó ekki hræddúr við að komast ekki betur inn i leik liðsins. Af Bandarikjamönnum i liði Vals komu þeir langmest á óvart Dirk Dunbar sem sýndi gamla góða takta þrátt fyrir meiðslin sem há honum, og UMFG spilar- inn Mark Holmes. En þrátt fyrir að Bandarikjamennirnir I liöi Vals væru fimm talsins, tókst þeim ekki aö hrista KR-ingana af sér. Þeir komust þó i 12:4 og 16:6 en KR jafnaði 24:24 og komst siðan yfir, staöan i hálfleik 58-53 KR i vil. Liðin fylgdust nokkuð að I siðari hálfleik, en þá tók að bera á þreytu leikmanna eftir hinn mikla hraða sem hafði verið i leiknum. Jafnt var 100:100 og 102Í102 en þá skoruöu Dunbar og Dwyer fjögur stig fyrir Val. Jón Sigurðsson minnkaði muninn i 104-106 og Hudson skoraði 105-106 úr vitaskoti. Valsmenn fóru sér allt of hratt siðustu sekundur leiksins og misstu þá boltann. KR lék upp á gott færi, og Jón Sig. innsiglaði sigur KR þegar7sek. voru til leiksloka. Hudson var stighæstur hjá KR með 41 stig, Mark Christenssen 26, Jón Sig. 12 og Birgir Guð- björnsson og Gunnar Jóakims- son 10 hvor. Hjá Val voru stighæstir Dunbar með 31, Dwyer 23, Stewart 18 og Holms 16. gk —. Staðaní blakinu Staöan I deildarkeppninni i blak- inu er nú þessi: 1. deild karla: Þróttur 7 6 1 20: 7 12 UMFL 8 6 2 19:12 12 ts 6 4 2 14: 9 8 UMSE 7 1 6 7:20 2 Mimir ,6 0 6 6:18 0 1. deild kvenna: Þróttur 4 3 1 10:5 6 ts 4 3 1 10:5 6 Völsungur 3 2 1 7:4 4 tMA 4 1 3 5:9 2 UBK 3 0 3 0:9 0 2. deild karla: Fram 5 5 0 15:2 10 UBK 5 3 2 9:9 6 Vikingur 3 2 1 8:3 4 IBV 1 0 1 2:3 0 ÍMA 4 0 4 1:12 0 KA 2 0 2 20:6 0 Næstu leikir fara fram um helgina. Þá leika UMSE og Þrótt- ur i 1. deild karla á Akureyri kl. 15 á laugardag og IS og UMFL kl. 15 á sunnudag I Hagaskóla. I i. deild kvenna leika UBK og Völsungur í Vogaskóla kl. 13.30 á laugardag og IS og Völsungur I Hagaskóla kl. 14. á sunnudag. t 2. deild karla leika UBK og KA I Vogaskóla kl. 14.30 á laugardag og Fram og KA I Hagaskóla kl. 16 á sunnudag. Herfölge á eftir Lato frá Póllandi í viötali, sem viö áttum viö Atla Þór Héöinsson fyrrum leik- mann meö KR og núverandi leikmann meö Herfölge I Dan- mörku, sem birtist I Visi nú i vikunni, sagöi hann frá þvi aö forráöamenn Herfölge væru á eftir góöum leikmönnum út um allt. Ekki er þaö of sterkt tekiö til orða hjá honum, þvi að sam- kvæmt blaðafregnum frá Dan- mörku hafa forráöamenn Her- fölge nú sett sig í samband viö pólska knattspyrnusambandiö og spurst fyrir um möguleika á að fá hinn heimsfræga Grzegorz Lato til Herfölge. Pólverjarnir hafa sett þær reglur hjá sér, aö þegar leikmenn þeirra eru orðnir 30 ára gatnlir, megi þeir fara úr landi og leika meö erlendum liöum, en fyrr ekki. Þeir hafa þegar leyft leik- mönnum eins og Lubanski, sem er hjá Lokeren i Belgiu og Deyna hjá Manchester City aö fara, og einn þekktur er þegar kominn til Danmerkur, en þaö er Kot, sem leikur meö Slagelse. Hann mun hafa bent á aö Lato væri aö komast á „aldur" og aö hann mvndi hafa áhuga á að leika i Danmörku eöa einhvers staðar, þar sem álagiö á leik- inenn væri ekki of mikið. Þeir hjá Herfölge munu hafa náö ein- hverju sambandi við Lato, en hvort verður af þvi að hann fari til félagsins, er enn ekki vitað. —klp—

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.